Helgarpósturinn - 11.09.1986, Page 36

Helgarpósturinn - 11.09.1986, Page 36
MMpwn* «kbw’ I Alla tíð hafa konur og karlar þurft ad hírast saman á jöröinni í misgódri sambúd. Botna stundum ekkert hvert í öðru, sérstaklega á unglingsárunum þegar ungar stelpur og strák- ar velta vöngum hvert yfir öðru og finnst hitt kynið óskaplega dularfullt. En samskipti kynj- anna eru líka vinsœlasta viðfangsefni bók- mennta, kvikmynda, leikrita og annarra list- greina og oftast dregin upp skýr og ólík mynd af kynjunum. En hversu ólík erum við og hversu vel skiljum við hvert annað? Erum við ekki, einsogeinn viðmœlandi HP segir, ölljöfn á œðra plani en annað kynið gerir á sinn út- smogna hátt tilkall til að drottna yfir hinu vegna eiginhagsmuna?„Konan mín skilur mig ekki," segja karlar oft en konur hafa undanfar- in ár barist fyrir rétti stnum og jafnréttisbarátt- an er líka hróp kvenna um skilning sér til handa. HP œtlar sér ekki að gera tilraun til að svara stórum spurningum um mismun kynjanna en þess í stað að bregða örlitlu Ijósi á það hvort umrœðuefni og trúnaðarmál kynjanna inn- byrðis séu ólík og þá hvers vegna. Fimm ein- staklingar eru spurðir út í álit sitt á þessum efnum, tveir út í gagnstœtt kyn, en öll hvort kvenriahreyfingin nýja hafi breytt einhverju í þessum efnum. Mál sem þetta gefur tilefni til nokkurra alhœfinga en þœr geta einmitt oft verið svo skemmtilegar þótt taka beri þeim með nokkrum fyrirvara. (eba um mismunandi umrœduefni karla og kvenna) eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur myndir Jim Smart o.fl. INGIBJÖRG HAFSTAÐ, 38 ÁRA HÁSKÓLAKENNARI: ,,Þótt maður geri sér grein fyrir því að konur eiga margt sameiginlegt, hefur þessi flokkun kvenna og karla niður i stöðluð fyrirbæri verið svo mikið notuð að hún er farin að fara svolítið í taugarnar á mér. Það er auðvitað mjög ein- staklingsbundið hvað konur ræða um í trúnaði sín á milli. Sumar eru lokaðri og bældari en aðrar, sumar treysta öðrum konum yfirhöfuð ekki en aðrar eiga auðveldara með að opna sig. Samt held ég að mörkin í samræðum kvenna séu mun víðari en hjá körlum, hvernig sem þær eru og hvort sem þær ræða saman í trúnaði eða ekki. Konur eru síður með vífilengjur og kalla hlutina frekar sínum réttu nöfnum á meðan samræður karla eru meira abstrakt. Við tökum meira af dæmum úr dag- lega lífinu, ræðum um samviskubit, börnin, al- menn vandræði, áhyggjur og allt það og eig- um auðveldara með að afhjúpa veikleika okk- ar, erum ekki eins hræddar við að missa andlit- ið hver gagnvart annarri eins og þeir eru. Þótt við séum einlægari, uppljóstrum hér og þar um ýmislegt í fari okkar, nær trúnaðurinn sjaldan svo Iangt að við opnum okkur alveg hver fyrir annarri, þótt það geti auðvitað gerst. Samræður kvenna eru svona rétt fyrir neðan mörk yfirborðsmennskunnar. Ég held að konur tali almennt ekki um kyn- lífsreynslu og kynlífsvandamál sín hver við aðra. Trygglyndi í garð eiginmanna og karla- veldisins kemur í veg fyrir slíkt. Við vitum hvað karlar eru viðkvæmir fyrir því að vera bornir út. Þess vegna held ég að þeim sé svona illa við kvennahópa, t.d. grunnhópa í kvenna- hreyfingunni, þar sem konur koma saman gagngert til að ræða sín hjartans mál. Þeim er jafnvel illa við saumaklúbba, því að þeir gera sér ekki grein fyrir því hvað við sýnum þeim í raun mikla tryggð í þessum efnum. Við meg- um hins vegar nöldra að ákveðnu marki þegar við ræðum karla sem okkur eru nákomnir. Við megum segja að þeir kunni ekki að ryksuga, hirði ekki um að taka börnin úr skítugum föt- um o.s.frv. En við köfum sjaldan dýpra í sam- ræðum okkar, ekki nema þegar hjónabandið er alveg að bresta. Og jafnvel ekki þá. Góður kunningi minn sagði einu sinni við mig að hann öfundaði konur svo af því hvað þær ættu auðvelt með að blaðra. Þær gætu slappað af og rætt um „hversdagslega, ómerkilega" hluti sem samt skipta máli og taka tíma okkar. Hluti eins og bleiur, börn, gardínur, sjúkdóma, mat o.s.frv. Þetta gætu karlar ekki gert því þeir væru alltaf að keppa hver við annan og mættu ekki afhjúpa áhuga sinn á svona hversdagslegum hlutum. Fyrir áhrif nýju kvennahreyfingarinnar hafa einmitt þessar ,,bla-bla-samræður" gert konum betur kleift að taka á ýmsum tabúum. I gegnum þær höfum við uppgötvað í meira mæli að við er- um ekki eins einar með vandamál okkar og við héldum, vandamá! eins og ofbeldi, kúgun, kvenfyrirlitningu, óhamingjusamt hjónaband o.s.frv. En við erum samt ótrúlega varkárar. Það er kannski spurning hvenær við förum að sýna sjálfum okkur meiri tryggð en karlaveld- inu. Það sýnist mér hins vegar ætla að ganga löturhægt."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.