Helgarpósturinn - 11.09.1986, Side 38
HELGARDAGSKRÁVEIFAN
Föstudagur 12. september
19.15 Á döfinni.
19.25 Litlu Prúðuleikararnir.
20.00 Fróttir og veður.
20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað.
Hljómsveitin Röddin kynnt.
21.05 Bergerac.
22.00 Seinni fréttir.
22.05 Launráð í Vonbrigðaskarði.
(Breakheart Pass). Bandarískur vestri.
Leikstjóri Tom Gries. Aðalhlutverk
Charles Bronson. Atriði í myndinni
eru ekki við hæfi ungra barna.
23.45 Dagskrárlok.
Laugardagur 13. september
17.30 Iþróttir.
19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum.
20.00 Fróttir.
20.35 Fyrirmyndarfaðir.
21.05 Sexurnar (Boeing-Boeing). Banda-
rísk gamanmynd frá 1965 gerð eftir
samnefndu leikriti eftir Marc Camo-
letti. Leikstjóri John Rich. Aðalhlut-
verk: Tony Curtis, Jerry Lewis og
Thelma Ritter.
22.45 lilvirki og fórnarlamb (Tadort: Tater
und Opfer). Þýska sakamálamynd
gerð fyrir sjónvarp. Leikstjóri: llse
Hoffmann.
00.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur 14. september
18.00 Sunnudagshugvekja.
18.10 Andrés, Mikki og fólagar.
18.35 Bjargið. Endursýning. íslensk sjón-
varpsmynd sem tekin var að vorlagi í
Grímsey.
20.00 Fróttir.
20.35 Sjónvarp næstu viku.
20.60 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986.
21.15 Masada. Sjötti þáttur af sjö.
22.05 I sjón og raun — Siguröur Nordal.
Endursýning. Séra Emil Björnsson
ræðir við dr. Sigurð Nordal prófessor.
23.00 Dagskrárlok.
©
Fimmtudagur 11. september
17.00 Fréttir
17.03 Barnaútvarpið.
17.45 Torgiö.
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mál.
20.00 Leikrit: ,,Skóarakonan dæma-
lausa" eftir Federico Garcia
Lorca. Leikstjóri: Helgi Skúlason.
21.20 Samleikur ( útvarpssal.
22.00 Fréttir.
22.20 Eskifjörður í 200 ár. Dagskrá í tilefni
af því að liðin eru 200 ár frá því að Eski-
fjörður fékk fyrst kaupstaðarréttindi.
23.00 Á slóðum Jóhanns Sebastians
Bach. Sjötti þáttur.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur 12. september
07.00 Fréttir.
07.15 Morgunvaktin.
07.30 Fréttir.
08.00 Fréttir.
08.30 Fróttir á ensku.
09.05 Morgunstund barnanna: ,,Hús 60
feöra" eftir Meindert Dejong (12.).
09.20 Morguntrimm.
09.45 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál.
10.30 Ljáðu mór eyra.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
12.20 Fréttir.
14.00 Miödegissagan: „Mahatma
Gandhi og lærisveinar hans" eftir
Ved Mehta (12.).
14.30 Nýtt undir nálinni.
15.00 Fréttir.
15.20 Landpósturinn.
16.00 Fréttir.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpiö.
17.45 Torgið — Skólabörnin og umferðin.
Umsjón: Adolf H.E. Fetersen.
19.00 Fréttir.
19.50 Náttúruskoðun. Kjartan Magnús-
son fuglaáhugamaður talar.
20.00 Lög unga fólksins.
20.40 Sumarvaka.
21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveins-
son kynnir orgeltónlist Björgvins Guð-
mundssonar.
22.00 Fréttir.
22.20 Hljómskálamúsík.
23.00 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Lágnætti. Spilað og spjallað um tón-
list.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 13. september
07.00 Fréttir.
07.30 Morgunglettur.
08.00 Fréttir.
08.30 Fróttir á ensku.
08.35 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna.
08.45 Nú er sumar. Hildur Hermóðsdóttir
hefur ofan af fyrir ungum hlustend-
um.
09.00 Fréttir.
09.20 Óskalög sjúkiinga.
10.00 Fréttir.
10.25 Morguntónleikar.
11.00 Frá útlöndum.
13.50 Sinna. Listir og menningarmál líð-
andi stundar.
15.00 Miðdegistónleikar.
15.30 (slandsmótið í knattspyrnu. Ing-
ólfur Hannesson og Samúel örn Erl-
ingsson lýsa leikjum í lokaumferð
keppni fyrstu deildar karla
16.00 Fréttir.
16.05 islandsmótiö í knattspyrnu, fram-
hald.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Á hringveginum.
17.00 Iþróttafróttir.
17.03 Barnaútvarpið.
17.40 Fró tónleikum ( Norræna húsinu
10. janúar sl.
MEÐMÆU
Sjónvarp:
Á laugardagskvöld kl. 21.05 verður
sýnd tveggja áratuga gömul gaman-
mynd með Tony Curtis og Jerry
Lewis í fararbroddi. „Fréttaritari í
París á vingott við þrjár flugfreyjur.
Allt gengur að óskum þar til
áætlanir stúlknanna fara úr skorðum
og starfsbróðir fréttamannsins reynir
að gera sér mat úr ástandinu." Sem
sagt raunsæ mynd um dæmigerð
vandamál blaða- og fréttamanna...
Rás 1:
fþróttaáhugamenn ættu að opna
fyrir rás 1 kl. 15.30 á laugardaginn,
því ef þeir eru ekki á vellinum geta
þeir hlýtt á þá Ingólf Hannesson og
Samúel Örn Erlingsson lýsa leikjum í
lokaumferð keppni fyrstu deildar-
innar í Islandsmótinu í knattspyrnu.
Sjá og sunnudag kl. 15. Spennan í
hámarki!
Rós 2:
Nýjungasinnuðum og framsæknum
unnendum rokktónlistarinnar
bendum við á Nýrækt Snorra Más
Skúlasonar og Skúla Helgasonar á
laugardaginn kl. 17.03 og á Bylgjur
Ásmunds Jónssonar og Árna Daníels
Júlíussonar sama dag kl. 20. Hinum
afturhaldssömu er hins vegar bent á
að kveikja kl. 17 í dag, fimmtudag
og hlýða á Gullöld Vignis Sveins-
sonar.
Bylgjan:
Jónína Leósdóttir fær auðvitað ein-
dregin meðmæli HP og svo auðvitað
fyrrum HP-maðurinn Hallgrímur
Thorsteinsson. Þá verður spennandi
að fylgjast með vinsældalista
Bylgjunnar og bera saman við vin-
sældalista rásar tvö.
19.00 Fréttir.
19.35 Hljóð úr horni.
20.00 Sagan: ,,Sonur elds og ísa" eftir
Johannes Heggland (9.).
20.30 Harmoníkuþáttur.
21.00 Þegar ísafjörður fékk kaupstaðar-
réttindi.
21.30 íslensk einsöngslög.
22.00 Fréttir.
22.20 Laugardagsvaka.
23.30 Danslög.
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar.
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 14. september
08.00 Morgunandakt.
08.10 Fréttir.
08.15 Lesið úr forustugreinum dagblað-
anna.
08.30 Fróttir á ensku.
08.35 Lótt morgunlög.
09.00 Fréttir.
09.05 Morguntónleikar.
10.00 Fréttir.
10.25 Út og suður.
11.00 Messa í Dómkirkjunni í Reykja-
vík.
12.20 Fréttir.
13.20 „Til islands og Kfsins leyndarfullu
dóma". Samfelld dagskrá á aldaraf-
mæli Sigurðar Nordals.
14.30 Miödegistónleikar.
15.10 Alltaf á sunnudögum. Svavar
Gests.
16.00 Fréttir.
16.20 Kristnitakan ó Alþingi og aðdrag-
andi hennar.
17.00 Kammertónlist eftir Ludwig van
Beethoven.
19.00 Fréttir.
19.35 Einsöngur í útvarpssal.
20.00 Ekkert mál. Siguröur Blöndal og
Bryndís Jónsdóttir sjá um þátt fyrir
ungt fólk.
21.00 Samleikur í útvarpssal.
21.30 Útvarpssagan: „Frásögur af
Þögla" eftir Cecil Bödker (3).
22.00 Fréttir.
22.20 Blindfugl — svartfugl. Gyrðir Elías-
son les eigin Ijóð.
22.30 Siðsumarstund.
23.15 Kvöidtónleikar.
24.00 Fréttir.
00.05 Gítarbókin.
00.55 Dagskrárlok.
áir
Fimmtudagur 11. september
09.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Andrá.
15.00 Sólarmegin.
16.00 Hitt og þetta.
17.00 Gullöldin.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö.
21.00 Um náttmál.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Heitar krásir úr köidu str(ði.„Napur
gjóstur næddi um menn og dýr. — Ár
almyrkvans." Sjötti þáttur.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 12. september
09.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Bót í máli.
16.00 Frítíminn.
17.00 Endasprettur.
18.00 m.
20.00 Þræðir.
21.00 Rokkrásin.
22.00 Kvöldsýn.
23.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 13. september
10.00 Morgunþóttur.
12.00 Hlé.
14.00 Listapopp.
15.00 Við rásmarkið.
17.00 íþróttafróttir.
17.03 Nýræktin.
18.00 Hlé.
20.00 Bylgjur.
21.00 Djassspjall.
22.00 Framhaldsleikrit: „Eyja í hafinu"
eftir Jóhannes Helga. Lokaþáttur:
„Dómþing".
22.55 Svifflugur.
24.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 14. september
13.30 Krydd í tilveruna.
15.00 Tekið á rás. Ingólfur Hannesson og
Samúel örn Erlingsson lýsa síðari
hálfleikjum í lokaumferð annarrar
deildar íslandsmótsins (knattspyrnu.
16.00 Vinsældalisti hlustenda rósar tvö.
18.00 Dagskrárlok.
Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá
mánudegi til föstudags.
17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja-
vík og nágrenni — FM 90,1 MHz.
17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akur-
eyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
BYLGJAN
Fimmtudagur 11. september
14.00 Pótur Steinn á réttri bylgjulengd.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00.
17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00 Tónlist með léttum takti.
20.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi.
21.30 Spurningaleikur.
23.00 Vökulok.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 12. september
06.00 Tónlist ( morgunsárið.
07.00 Á fætur með Sigurði G. Tómas-
syni. Fréttir kl. 08.00 og 09.00.
09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nót-
um. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00.
12.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu
Harðardóttur.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00.
17.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00 Þorsteinn Vilhjálmsson ( kvöld.
22.00 Jón Axel á föstudegi.
03.00 Dagskrárlok.
ÚTVARP
Þjóbabingó
eftir Helga Mó Arthursson
í uppsiglingu
SJÓNVARP
Utlensk framhöld
Tölustafirnir á gamla útvarpstækinu sem
ég hef aðgang að eru ógreinilegir. Og fyrir
vikið á ég erfitt með að átta mig á því, þeg-
ar opnað er fyrir útvarp, hvort ég er að
hlusta á Bylgjuna eða Rás II. Það er einna
helst.á heila tímanum, að ég átta mig. Þeg-
ar þeir lesa fréttir á nýju stöðinni. Frétta-
menn þar eru óvanir að lesa upphátt. Lesa
oft sama textann og gengur illa að stjórna
tækjum stöðvarinnar.
Þetta var hreint ekki sú niðurstaða sem
ég óskaði mér. Sem áhugamaður um út-
varp féll ég í þá gryfju, að setja jafnaðar-
merki á milli fleiri útvarpsstöðva og auk-
innar fjölbreytni. Sú er ekki raunin. Þá
gerði ég ráð fyrir, að fréttir nýju stöðvar-
innar yrðu hressilegar — og „ábyrgðar-
lausari" en ríkisfréttirnar. f staðinn virðist
mér þær litlausar og oft á tíðum hálf
klaufaiegar. Stundum gamlar og endur-
teknar. Vafalaust á þetta eftir að lagast þeg-
ar starfsmenn fara að ná tökum á miðlin-
um. Hafa fengið æfingu í að lesa upphátt
og leggja meiri rækt við íslenskt mál.
Eftirmiðdagsþáttur Hallgríms Thor-
steinssonar er ánægjuleg viðbót við þau til-
boð sem menn geta valið um á FM-band-
inu. Hallgrímur er fundvís á skemmtileg
umfjöllunarefni og góður útvarpsmaður.
En það er með Bylgjuna, eins og Rás II,
.rnenn virðast ganga út frá því að útvarp
fyrir fólk skuti vera blanda af popptónlist,
spurningakeppni eða getraun. Eða að það
sé eina leiðin til að ná til hlustenda með
beinum hætti. Auðvitað er þetta ekki svo.
Stórskemmtilegir þættir á Rás I — Á hring-
veginum — færðu okkur heim sanninn um
að útvarp getur verið fyrir fólk. Og fólk get-
ur hæglega komið fram í útvarpi, ef því er
gefinn kostur á því. Minnist ég í þessu sam-
bandi hringvegsmanna sem fengu til liðs
við sig ungan knattspyrnuáhugamann á
Akranesi og lét hann lýsa beint viðureign
tveggja púkaliða á staðnum.
Annars eru breyttar aðstæður í útvarps-
málum ekki tæknilegt atriði í mínum huga.
Ég lít á tilkomu Bylgjunnar sem staðfest-
ingu á því, að samfélagið sé eitt — en þjóð-
irnar margar. Að þörfina fyrir fleiri stöðvar
megi rekja til óánægju fólks með þá stefnu
Ríkisútvarpsins, að reyna að taka mið af
einhverjum óskilgreindum massa fólks,
sem hefur sömu þarfir. Við lifum í marg-
brotnu samfélagi — erum nokkrar þjóðir —
og höfum mismunandi áhugamál og þarfir.
Fréttatímar hafa fram til þessa sameinað
fólk fyrir framan viðtækin, en það er jafn-
vel þörf á mismunandi fréttatímum. Sú við-
leitni útvarpsstöðvar, að reyna að finna
samnefnara fyrir allar þjóðirnar er dæmd
til að enda í þeirri stefnu sem Rás II tók —
og Bylgjan fylgir nú — að setja saman dag-
skrá, sem menn opna fyrir, en hlusta ekki
á.
Útvarp, svo áhrifamikill miðill sem það
er, á ekki að vera normalíserandi, eða búa
til veruleika, sem ekki á sér stoð í veruleik-
anum. Það á þvert á móti að miðla marg-
brotnum og flóknum veruleika. Útvarp á að
vera markaðstorg skoðana þjóðanna sem
lifa í samfélagi saman. Ef það er það ekki,
þá hlýtur dagskráin að enda í spurninga-
leikjum og getraunum. Meðal annarra
orða: Hvort ætli verði á undan, Bylgjan
eða Ríkisútvarpið, að markaðssetja út-
varpsbingó fyrir allar þjóðirnar?
Erlendu framhaldsmyndaþættirnir hafa
verið afskaplega lítið spennandi undan-
farnar vikur. Sem betur fer er þeim lang-
versta, Síöustu dögum Pompei, nú lokið og
verður hann varla endurvakinn til fram-
halds — meira að segja ekki af kraftaverka-
köllunum í Hollywood. Ekki er Masada
miklu skárri framhaldskeðja, þó leikurinn
og fornaldarímyndin sé kannski öllu betri
en í þeirri plastík-Pompei sem meira að
segja sir Laurence Olivier lét sig hafa að
koma fram í.
Blessunin hann Bergerac og arfurinn
hennar Afródítu sprengja svo sem enga
vinsældaskala, en af tvennu illu er Kýpur-
ævintýrið skömminni skárra. Þar gefst
manni að minnsta kosti tækifæri á að sjá
aðrar manngerðir og umhverfi en í megn-
inu af því sjónvarpsefni sem hér er sýnt.
Það getur verið gaman að horfa á gamla
eltingaleiks-plottið í nýrri umgerð, sjá
skorpna Kýpurbúa og framandleg húsa-
kynni suður við Miðjarðarhaf — í stað hins
kunnuglega engiisaxneska fólks og stræta
beggja vegna Atlantshafs. Að vísu má segja
að efnisflækjan sé orðin nokkuð ruglings-
leg, án þess að vera að sama skapi hröð.
Manni finnst stundum eins og þættir séu
sýndir of hægt og með sífelldum endur-
tekningum. En maður fyrirgefur það, bæði
vegna hins forvitnilega umhverfis og
vegna þess hve litlar væntingar maður hef-
ur í raun og veru til svona spennuþáttar.
Það verður athyglisvert að sjá hvurs lags
efni þessir nýju þýsku þættir á miðviku-
dagskvöldum reynast búa yfir. Þeir hafa
fyrirfram þann kost að vera tilbreyting frá
bresku og bandarísku framhaldsmynda-
flokkunum, en auðvitað þarf helst meira
til. . .
Ég gerði það að umtalsefni á þessum
vettvangi fyrir u.þ.b. tveimur vikum, að
tónleikar nytu sín ekki sem skyldi í sjón-
varpi. Mér fannst það sannast illþyrmilega
síðastliðið laugardagskvöld, þegar sjón-
varpað var í hálfan annan klukkutíma frá
hinum annars merku tónleikum Simons og
Garfunkels í New York um árið. Þetta er
einmitt tónlist, sem ég hef ánægju af að
hlusta á, en löng mónóútsending á besta
tíma á laugardagskvöldi fannst mér samt
sem áður slæm niðurröðun á dagskrá.
Talandi um tónleika í sjónvarpi. . . Vínar-
strengjakvartettinn er enn á dagskrá núna
á sunnudagskvöldið. Þetta er að sjálfsögðu
upptaka frá Listahátíð 1986. Ætlar þessu
aldrei að linna?
38 HELGARPÓSTURINN