Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 2

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 2
UNDiR SOLiNNI „Mitt á milli Moskvu og Washington“ eftir Sigmund Erni Rúnarsson Þeir ætla að skella sér í helgarferð til Reykjavíkur. Verða á Sögu. Blöðin uppfull og skjálfti í röddum gamalla útvarpsmanna sem þorna í kokinu af geðs- hræringu. Þetta er stórkostlegt. íslenska fréttaritarasettið með kökk á kaffihúsum heimsins yfir kortum af túndrunni heima. Allt á útsíðu, ellegar á skilti til hliðar við sjón- varpsfréttamanninn; Island ögrum skorið, elds og ísa ,,with a population about 240 thousand . ..“ „Yes I’m from Iceland .. .“ „Oui, je suis d’origine islandaise . ..“ „Islandese.. .si, senore...“ „Ich bin ein Islánder . . .“ Og svo síma þeir óðamála heim; frétt að það skuli vera frétt úti í heimi að þeir Mikhail og Ronald séu ákveðnir fyrir sína parta. Óvíst með Raisu og Nancy. Á blaðamannafundi sem forsætisráðherra og utanríkisráðherra íslenska lýðveldisins efndu strax til og þeir höfðu áttað sig á mikil- vægi málsins höfðu þeir þann háttinn á að krækja handleggjunum undir arma stólanna sem þeir sátu á. Að öðru leyti svona sveifla í öxlunum eins og þegar líkaminn kallar á annað lögmál en Newtons. Steingrímur Hermannsson: „Það má nátt- úrlega alveg líkja þessu við hernaðarástand.” Matthías A. Mathiesen: „Þetta verður erfitt fyrir okkur. En við höfum áður staðið frammi fyrir erfiðum verkefnum . ..“ Steingrímur Hermannsson: „Já, það má nú segja.” Og Ijósmyndararnir á staðnum skutu í al- varlegum pælingum yfir því hvort þeir ættu ekki barasta að nota sjensinn og svissa af Mogga yfir á Time, Þjóðvilja á Newsweek. Ef ekki núna, aldrei. Já heimsmyndin breytist á augnabliki. Við vitum það núna. Litla eyjan með fáa fólkinu í smáu þorpunum hefur tekið landrekskenn- inguna á orðinu og belgir sig yfir stóra kortið af heimi hér. Evrópa að öðru leyti slegin út af laginu. Þriðja valdablokkin hefur koðnað nður en páverið þess í stað komið á fárra hendur framsóknar- og frjálslyndisafla í fyrr- verandi tugthúsi við River Street, 101 Reykja- vík. Þeir segja að hann verði ekki á jakkanum eins og í Genf. Það er spurning hvað fóðrið á að vera þykkt. Þetta er kalt land, þeir vita það. Kannski loðfóðraður kúrekahattur. Hægari heimatökin hjá Gorba. Vanur nag- andanum við torg hins rússneska kulda. Og skallinn lagaður að snöggklipptri bjarndýrs- húfunni. Spurning svo náttúrlega hvort samtalið verður eitthvað í samræmi við þessar ytri að- stæður. Spurning líka hvort samtalið verði eitthvað. Það hefur verið aukaatriði fram að þessu og svo sem ekki mikið áhugaefni þeirra sem fjallað hafa um málið af íslands hálfu í samanlögðum fréttatímum frjálsra og ófrjálsari stöðva ljósvakans. Miklu frekar áhyggjuefni hvort tvíhneppti frakkinn hans Bjarka Elíassonar verði kom- inn úr pressun á tilsettum tíma. Og nýju fötin Hermannssonar. Við megum ekki gleýma okkur. Við. Það liggur mikið við að útlitið á öllu saman sé fyrir augað — og helst (ef best tekst til) nái að skyggja aðeins á sjálft tilefnið. Þetta er spursmál um „hámarksathygli” eins og mað- ur einn úr ferðaþjónustunni orðaði það svo skorinort í einkaviðtali við DV í vikunni. Og hélt áfram: „Nú er tækifærið til að vekja svo rækilega athygli á landinu að ferðaþjónust- unni sé borgið næstu árin .. .“ Bara að norðurljósin klikki ekki. HAUKUR I HORNI A + BJ EÐA FORLEIKUR AÐ FLOKKSÞINGI — Nú er bara að sjá hvort uppskeran verðieinsogsáð er til . . . . •".'j mmm 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.