Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 3

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 3
FYRST OG FREMST MIKILL taugatitringur og ákefð hefur gripið um sig hjá sendiráð- um Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna á íslandi eftir að ljóst varð að Reagan og Gorbachev höfðu valið Reykjavík sem fundarstað undir leiðtogafund stórveldanna. Er skiljanlega allt á fullu hjá sendi- ráðunum til að undirbúa komu þjóðarleiðtoganna tveggja. Starfs- menn sendiráðanna munu margir hverjir glíma við alveg ný verkefni og mun mikil vinna hvíla á þeim. Við fréttum að blaðafulltrúi Menn- ingarstofnunar Bandaríkjanna Fridrik Brekkan væri að drukkna í símtölum frá helstu fréttastofum og blöðum heims. Samstarfsmenn Friðriks munu hafa fundið nýtt eft- irnafn á hann vegna hinna skyndi- legu anna og ábyrgðar sem hlaðist hefur á blaðafulltrúann. Mun Frið- rik Brekkan nú ganga undir nafn- inu Friðrik Breagan. . . FYRIR nokkru lenti bandarísk kona í því að halda að hún hefði tapað vegabréfinu sínu í fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli. Búið var að loka fríhöfninni og allir farnir heim, þegar konan uppgötvaði missi sinn í flugvélinni á vellinum. Þá stóð að sögn upp maður, sem kvaðst hafa vald til að láta brjóta upp fríhöfnina til að kanna málið. Sá heitir að sögn Sverrir Haukur Gunnlaugsson og er forstöðu- maður „varnamáladeildar" utan- ríkisráðuneytisins. En þegar búið var að brjóta upp og leita af sér allan grun, var loks haft samband við starfsmenn og þeir beðnir að ganga frá eftir umbrotin. Starfs- mennirnir voru að vonum sárir yfir þessu og furðuðu sig á valds- mennsku ráðuneytismannsins. Það er hins vegar af vegabréfinu að segja, að það fannst í tösku konunnar... JOHANN INGI Gunnarsson, þjálfarinn kunni, er nú að æfa v- þýska handknattleiksliðið TuSEM Essen. Jóhann Ingi hefur vakið mikla athygli í þeim störfum sínum og í Spiegel sem kom út á mánudaginn er löng grein um þjálfunaraðferðir Jóhanns Inga. Sjálfur er hann í sálfræðinámi, en við æfingar er hann í sambandi við sálfræðistofnun háskólans í Kiel þaðan sem berast góð ráð í herbúðir handknattleiksliðsins. Hinn sálræni hernaður og brögð sem notuð eru til að undirbúa leikmenn undir leikina hafa verið mjög til umræðu í Þýskalandi og sýnist sitt hverjum um aðferðirnar. Spiegel hefur eftir Jóhanni Inga, SMARTSKOT að þessi sálræni hernaður hljómi stundum dálítið gaga og kjánalega — en engu að síður gangi hann vel upp. Arangur liðsins er mjög góður. . . FJÖLDINN allur af þingfest- ingarmálum kom fyrir hjá Hæsta- rétti í dag, fyrsta þingfestingardag vetrarins. Meðal þessara mála voru 8 mál gegn Hermanni Björgvinssyni vegna okurmála. Málum þessum var ekki haldið til streitu fyrir Hæstarétti, en eftir- taldir einstaklingar voru máls- aðilar vegna þátttöku í okur- pottinum fræga: Haukur Sveins- son, Sveinn Jónsson, Valdimar Helgason, Sigurdur Pormar, Bolli Bjarnason, Hinrik Lárusson, Ágúst Kristmannsson og Jónas Jóhannesson .. . ÞA er loksins búið að finna eftir- mann Agnars Friörikssonar for- stjóra Arnarflugs, sem hefur viljað fá sig lausan frá fyrirtækinu í langan tíma. Eftirmaðurinn heitir Kristinn Sigtryggsson, rösklega 40 ára gamall endurskoðandi hjá Endurskoðunarmiðstöðinni hf. — N. Manscher. Kristinn er vel látinn maður og fær, sem Arnarflugs- menn vænta mikils af. Hann tekur við starfi hjá Arnarflugi um ára- mót. . . HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Háttarlag jafnaðarmanna „Sjónvarpid er dagblad" - PÉTUR GUÐFINNSSON FRAMKVÆIVIDASTJÖRI SJÖNVARPSINS VIÐ ÞJÖÐVIUANN SL. SUNNUDAG i TILEFNI AF TViTUGSAFMÆLI STOFNUNARINNAR. Þegar orðin grýtt er gata og galtóm virðist sérhver jata, undanvilltir allir rata aftur heim í ból til krata. Niðri. Er Háskólinn okkar loksins að komast á virðulegan aldur? Sigmundur Guðbjarnason rektor „Við getum orðað það sem svo. 75 ár er að minnsta kosti dá- góður tími. Annars er þetta ekki mjög hár aldur miðað við það sem gengur og gerist á meginlandi Evrópu. Kaupmannahafnar- háskóli hefur til dæmis haldið upp á 500 ára afmæli sitt og einn- ig heyrist af 800 ára afmælum." — Hvað verður gert til hátíðarbrigða á þessu merka afmæii skólans? „Þessara tímamóta verður minnst með margvíslegum hætti. Næstkomandi laugardag verður efnt til sérstakrar hátíðardag- skrár í Háskólabíói, þar sem forseti íslands og menntamálaráð- herra munu flytja ávörp, lýst verður kjöri heiðursdoktora og flutt tónlist við hæfi þessa tilefnis. Þá verður stofnað til tveggja ráð- stefna um starfsemi skólans og röð fyrirlestra nokkurra þeirra heiðursdoktora sem hér verða kjörnir á laugardag. Einnig hafa deildir skólans svokallað opið hús um aðra helgi þar sem starf- semi skólans veðrur kynnt gestum og gangandi." — Eitthvað um útgáfur? ,Vá, Páll Sigurðsson dósent hefur tekið saman merkilega bók um byggingarsögu skólans fram yfir 1940 og kemur hún út núna á afmælinu. Árbók Háskólans kemur út um þetta leyti og jafnframt fyrsta tölublað af Tímariti Háskóla íslands sem framvegis á að koma út tvisvar á ári. Þá er vert að geta rann- sóknaskrár skólans, sem er einnig nýjung I útgáfumálum hans. Þar verður gefið yfirlit yfir þau margþættu verkefni sem unnið er að innan skólans til upplýsingar fyrir almenning, fjölmiðla og ekki síst háskólamennina sjálfa. I framtíðinni kemur þessi skrá vonandi út á tveggja ára fresti. Hún ætti að auka tengsl skólans við almenning til muna." — Hefur þessum tengslum ekki einmitt verið ábóta- vant og það staðið skólanum beinlínis fyrir þrifum? „Ég er þeirrar skoðunar. Og það er gjarnan kvartað yfir því að Háskólinn sé fyrir mörgum sem lokuð bók. Þessu viljum við breyta og nota okkur m.a. þá athygli sem skólinn fær vonandi nú á afmælinu til þess að hefja sókn í þessum efnum. Þjónustu- hlutverk Háskólans er mikið. Við teljum rétt og skylt að þjóðin viti hvað hún á hér og hvaða möguleika skólinn gefi henni núna og í náinni framtíð. Hafi háskóli verið þýðingarmikill fram að þessu, þá verður hann það enn frekar í framtíðinni." — Hvernig verður þjóðin best upplýst frekar um hlut- verk Háskólans? „Fyrir utan þær leiðir sem ég hef áður bent á, svo sem með rannsóknaskránni, sérstöku tímariti skólans og opnu húsi, höf- um við í hyggju að taka myndbandið í aukna þjónustu í þessu tilliti. Bráðlega verða sýndar í sjónvarpi tvær myndir um skól- ann, annarsvegar um sögu hans og hinsvegar um stofnunina í dag. Þá eru fyrirhugaðar kynningarmyndir um hverja deild skólans, svo nemendur og foreldrar þeirra á framhaldsskóla- stigi átti sig betur á þeim leiðum sem best henta hverjum og einum. Þetta síðastnefnda atriði held ég að sé mjög þarft fram- tak og eigi eftir að skila árangri, sérstaklega fyrir tvístígandi nemendur." — Vantar Háskólann kannski blaðafulltrúa? „Blaðafulltrúi er vel hugsanlegur möguleiki. Altént þarf að efla mjög tengsl skólans við fjölmiðla. Hæverskan er háskóla- mönnum alltaf eiginleg. Ég held að hlédrægnin hafi háð okkur og þar með skólanum." — Hvað með tengslin við atvinnullfið? „Þau hafa batnað mikið og eru að mínum dómi mjög góð um þessar mundir þó þau megi efla enn frekar. Þegar hefur ver- ið stofnuð Rannsóknaþjónusta Háskólans. Óbein þátttaka skólans í atvinnulífinu á eftir að aukast til muna, sóknin út á vettvang fyrirtækjanna er að hefjast. Nýlega stofnaði Háskólinn fyrirtækið Tækniþróun hf. með einkaaðilum þar sem hugmynd- ir sem eru á reiki hér um gangana eru beislaðar. Þetta er von- andi aðeins byrjunin." — Það er sem sagt engin þreytumerki að sjá á stofn- uninni þrátt fyrir árin 75? „Nei." — Góður skóli? , Já miðað við aðstæður; þrátt fyrir ófullnægjandi húsakost og launakjör hefur Háskólanum tekist að mæta erlendum kröfum. Hann stenst þær í flestum greinum. Okkar kandidatar íframhaldsskólum erlendis standa sig mjög vel í samkeppni við heimamenn á hverjum stað." Háskóli islands, æðsta menntastig (slensku þjóðarinnar, heldur upp á 75 ára afmæli sitt um helgina. Af því tilefni átti Helgarpósturinn ofan- skráð viðtal við núverandi rektor skólans, Sigmund Guðbjarnason, sem tók við starfinu á síðasta ári. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.