Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 7
HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR: KEYPTU 10 MILUÓN KRÓNA EINBÝLISHÚS UNDIR STARFSEMINA KEYPTU .12 BÍLA Á TVEIMUR ÁRUM KEYPTU TÖLVU AF ENDURSKOÐANDANUM GÍFURLEGUR REKSTRARKOSTNAÐUR Á SKRIFSTOFUNNI VÆN LAUN FRAM- KVÆMDASTJÓRA OG STARFSMANNA NIÐURGREIÐSLUR RÍKISINS SETTAR UNDIR ÞRÓUNARHJÁLP Sú mynd, sem dregin var upp af fjárreibum Hjálparstofnunar kirkj- unnar í sídasta tölublaði HP, var í raun einungis fölir drœttir af yfir- bordi furdulegrar notkunar á því fé, sem almenningur gefur til hungr- adra í heiminum. Þegar inn í sjóði Hjálparstofnunarinnar kemur, er þetta fé notað til þess ad fjármagna bílabrask, mjög vœn laun fram- kvœmdastjóra og starfsmanna, mun hœrri en edlilegt getur talist hjá stofnun eins og HK, og gífurleg- an rekstrarkostnad skrifstofunnar í Sudurgötu. Þar ad auki fara ýmsar gjafir, frímidar og afslœttir afvörum og þjónustu inn í bókhald stofnun- arinnar á fullu verdi, og með þeim hœtti dregst þetta einnig frá þeirri upphœd, sem Hjálparstofnunin hef- ur sent til hjálpar erlendis. Nú sídast hafa forrádamenn Hjálparstofnun- ar kirkjunnar sídan fest kaup á 10 milljón króna einbýlishúsiyfir þenn- an rekstur. DÝR FLUGVÉL LEIGÐ UNDIR NOTUÐ FÖT OG SKREIÐARTÖFLUR Stjórn Hjálparstofnunar kirkjunn- ar hefur tekið þá ákvörðun í kjölfar skrifa HP um málefni hennar að láta ekki frá sér neinar upplýsingar um fjárreiður sínar til fjölmiðla eða ein- staklinga sem gefið hafa fé til hjálp- arstarfs á vegum hennar. Á þessu hefur þó orðið ein undantekning. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, var í sjónvarpsfréttum á föstudag í síð- ustu viku og sýndi þar sundurliðun á ráðstöfun fjár er rann tii Eþíópíu árið 1985. Þar segir, að liðlega 14 milljónum króna af jólasöfnuninni. „Brauð handa hungruðum heimi“, árið 1984 hafi verið varið til verk- efna í Eþíópíu. Sundurliðunin sjálf er um margt merkileg, t.d. eru ferðir fréttamanna þar inni en ekki undir liðnum fræðslustarf. Þó er sjálf upp- hæðin, þ.e. þessar 14 milljónir kr., enn áhugaverðari. í ársskýrslu Hjálparstofnunarinnar segir að í þessari söfnun, „Brauð handa hungruðum heimi" árið 1984, hafi safnast „á 3ja tug milljóna króna". Auk þess söfnuðust um 5 milljónir króna í tveimur öðrum söfnunum sem ætla mætti að hefðu átt að renna til þróunar- eða neyðarhjálp- ar fram að jólasöfnuninni 1985. Til annarra verkefna erlendis, utan Eþíópíu, var þó ekki ráðstafað nema 2,5 milljónum króna á árinu 1985. Hvað varð um þær milljónir, sem söfnuðust umfram þessar 16,5 sem ráðstafað var, er enn á huldu. Það er einnig fróðlegt að velta því fyrir sér hvers vegna Guðmundur Einarsson velur árið 1985, þegar hann gefur upp sundurliðun á ráð- stöfun til Eþíópíu. í grein HP fyrir viku var aðallega rætt um árið 1984, en það ár var ráðstafað iitlu minna til Eþíópíu (31,6 milljónum kr. árið 1985 en 21,7 milljónum kr. árið 1984 samkvæmt ársreikningum HK). Þegar ársskýrslu Hjálparstofnunar- innar, sem lögð var fyrir aðalfund árið 1985, er flett kemur í ljós að höfundur skýrslunnar talar um að Eþíópíu-aðstoðin hafi i raun ekki hafist fyrr en um áramótin 1984—1985, utan hvað sendar voru út tiltölulega smávægilegar matvælasendingar á haustmánuðum 1984. Þegar HP sneri sér til Jóns Orms Halldórsson- ar, er gegndi starfi neyðaraðstoðar- fulltrúa Hjálparstofnunarinnar árið 1984 og hafði því Eþíópíu-aðstoðina á sinni könnu, sagði hann þetta því miður rétt. Á árinu 1984 hefðu verið sendar til Eþíópíu skreiðartöflur, kannski um 10 tonn, nokkrir dunkar af lýsi og töluvert af notuðum föt- urh. Ekkert meira. Jón Ormur bætti því við, að hann minntist þess að undir þessi matvæli og föt hefði verið leigð þota og kostnaður vegna fraktar því verið hár. Ef munurinn á mjög vanmáttugri hjálp árið 1984 og þeirri hjálp er veitt var árið 1985, og rómuð er í ársskýrslu, er einungis mismunur- inn á fjárútlátum þessara tveggja ára, 10 milljónir kr„ er eitthvað bog- ið við þá þróunaraðstoð er Hjálpar- stofnun kirkjunnar veitir. GJAFIR SETTAR Á FULLU VERÐI INN í BÓKHALD En hver er þá ástæðan fyrir því að 10 tonn af skreiðartöflum, nokkrir dunkar af lýsi og notuð föt sem fóru til Eþíópíu árið 1984, eins og Jón Ormur Halldórsson fullyrðir, eru metin á 21,7 milljónir króna (31,5 milljónir kr. á núvirði)? Ástæðan er sú, að notuðu fötin voru reiknuð inn og út úr bókhaldi Hjálparstofnunarinnar á verði nýrra fata. Á sama hátt er afsláttur af farmgjöldum, frímiðar frá flugfélög- unum, gjafir frá matvælaframleið- endum og ýmis velvild er Hjálpar- stofnunin nýtur metin á fullu verdi inn í bókhaldið. Gjafir og afsláttur er síðan dreginn frá í liðnum „ráðstaf- að erlendis", sömuleiðis á fullu verði. Þannig er ærkjöt, er ríkið gaf til Póllands, metið á fullu verði inn í reikninga Hjálparstofnunarinnar og dregið frá á íslensku markaðsverði undir liðnum „til Póllands". Og þeg- ar íslenska ríkið greiddi niður mjólkurduft, sem Hjálparstofnunin keypti á árinu 1985 (um 6—8 millj- ónir kr.) voru þær niðurgreiðslur reiknaðar sem þróunaraðstoð við Eþíópíu. Þessi talnaleikur hækkar til muna það hlutfall af ráðstöfunartekjum Hjálparstofnunarinnar, sem ráðstaf- að er í þróunarlöndunum sam- kvæmt ársreikningum. Úr þeim vinna síðan forráðamenn stofnun- arinnar þær prósentutölur, er þeir láta fjölmiðlum í té þessa dagana og hafa á undanförnum árum lagt fyrir aðalfund stofnunarinnar. Þessar upplýsingar eru þvi mjög blekkjandi og varla sýnilegur annar tilgangur með að hampa þeim, en láta hlutfall þróunarhjálpar af veltu Hjálparstofnunarinnar líta út fyrir að vera stærri en hann í rauninni er. NEFND í MÁLIÐ Málarekstur Guðmundar Einars- sonar, framkvæmdastjóra Hjálpar- stofnunarinnar, og stjórnar hennar eftir birtingu greinar HP í síðustu viku, hefur síst orðið til þess að draga úr þeim grunsemdum er vakna þegar upplýsingar sem stofn- unin gefur frá sér eru skoðaðar. Þeg- ar síðan málefni stofnunarinnar eru skoðuð betur, verður myndin af rekstri hennar æ einkennilegri og raunar er ótrúlegt að 25 manna stjórn Hjálparstofnunarinnar hafi liðið þessa ráðstöfun fjár, sem al- menningur gefur í góðri trú, jafn- lengi og raun er á. Sú staðreynd og sá þagnarmúr og leynd, sem for- ráðamenn stofnunarinnar hafa brugðið yfir reksturinn, sýnir, að tímabært er orðið að óvilhallir aðil- ar taki að sér að svipta hulunni af þeim siðferðisbresti sem virðist hafa skotið rótum í Hjálparstofnun kirkj- unnar. Viðbrögð Jóns Helgasonar, kirkjumálaráðherra, við þeirri um- fjöllun sem hófst hér í Helgarpóstin- um fyrir einni viku eru þau, að hann skipar nefnd að beiðni Hjálparstofn- unarinnar. í henni sitja þeir Sigur- geir Jónsson, fyrrverandi hæstarétt- ardómari, Baldur Möller, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri, og Halldór V. Sigurdsson, ríkisendurskoðandi. Er nefndinni falið að rannsaka gjafir til verkefna Hjálparstofnunarinnar, eins og talsmenn hennar sjálfrar fóru fram á, en af ýmsu er að taka öðru en beinum bókhaldsdæmum. Til dæmis hagsmunaárekstrum. ENDURSKOÐANDINN SELDI ÞEIM TÖLVU í fyrstu grein HP um svonefnt Hjálparstofnunarmál, sögðum við frá þeirri kröfu endurskoðanda stofnunarinnar að færðar yrðu tvær aðskildar bækur yfir styrki og ferða- lög, sem greidd væru úr sjóðum Hjálparstofnunar. Athugasemdir þessar gerði Lárus Halldórsson, endurskoðandi, árið 1983, þegar hann var að yfirfara reikninga árs- ins 1982. Enn hefur ekki verið farið að tilmælunum. Fram hefur komið í viðtölum við Guðmund Einarsson að eftir at- hugasemdir endurskoðandans hafi Hjálparstofnunin fest kaup á tölvu. Segir framkvæmdastjórinn, að Lár- us Halldórsson hafi gert sig fullkom- lega ánægðan með það fyrirkomu- lag að tölvufæra bókhaldið og að ekki hafi borist kvörtun frá honum síðan hún var keypt. Tölva Hjálparstofnunar kirkjunn- ar er af gerðinni Hewlett Packard. Hún var keypt árið 1984, af Tölvu- vinnslu og kerfishönnun hf„ einum af söluaðilum tölvufyrirtækisins á íslandi líklega á 200—300 þúsund krónur. Lárus Halldórsson, endur- skoðandi er annar af eigendum Tölvuvinnslu og kerfishönnunar hf. ÖTRÚLEG BÍLA- VIÐSKIPTI Bifreiðamál Hjálparstofnunar kirkjunnar hafa löngum vakið furðu þeirra, sem einhverja nasasjón hafa haft af þeim málum. En þegar HP bar upplýsingar sínar undir menn, sem eiga að þekkja vel til reksturs- ins, féllu þeir flestir í stafi og sögðust aldrei hafa grunað að viðskipti þessi væru jafnmikil og raun er á. Á árinu 1984 keypti Hjálparstofn- un kirkjunnar 6 bíla. Samkvæmt upplýsingum er HP fékk hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins keypti Hjálpar- stofnunin á því ári tvo Chevrolet Van árg. '79 (R-21565 og R-55596), tvo Chevrolet Sport Van árg. '79 (R-42858 og G-3505), Subaru árg. 78 (R-602305J og G.M. Subaru árg. 78 (G-1408). Arið eftir, 1985, keypti Hjálparstofnunin aðra 6 bíla; tvo Mercedes Benz árg. ’81 (X-6259 og R-67301), M.C. Pioneer Super Wagon árg. ’84 (G-6155), Ford Eco- liner árg. 79 (H-3001), Chevrolet Wagon árg. 79 (R-55596) og M.C. Super Wagon árg. ’85 (R-14573). Hjálparstofnunin hefur selt alla þessa bíla nema tvo; Ford Ecoliner árg. 79 (R-8553) og Subaru árg. 78 (R-60205). Þá hefur einn bíll bæst í bílaflota HK; Volkswagen Golf árg. ’86 (R-23362). Það kann sjálfsagt flestum að reynast erfitt að gera sér í hugar- lund hvað Hjálparstofnun kirkjunn- ar hefur að gera með þrjá bíla, að ekki sé talað um að einir tíu bílar aðrir fari í gegnum bókhald hennar á tveimur árum. Þegar HP ætlaði að fá upplýsingar um það hjá Guð- mundi Einarssyni, framkvæmda- stjóra stofnunarinnar, var búið að loka fyrir allt upplýsingastreymi til HP frá Hjálparstofnuninni. Þegar við fórum á stúfana að leita þessa bíla uppi, fundust þeir ekki í nám- unda við núverandi eða tilvonandi húsnæði Hjálparstofnunarinnar. Hinsvegar fannst ein þessara bif- reiða, Ford Ecoliner, fyrir utan heimili Guðmundar Einarssonar. Fyrir utan þetta einkennilega streymi á bifreiðum í og úr eign Hjálparstofnunarinnar, er kostnað- ur vegna bifreiða (rekstur bifreiða, aðkeyptur akstur og bifreiðastyrkir) ótrúlega hár. Á árinu 1985, nemur kostnaður vegna þessara liða hátt í eina milljón króna, sem er um þriðj- ungur af veittri matvælaaðstoð til Eþíópíu það árið samkvæmt upplýs- ingum Hjálparstofnunarinnar. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri, er mikill áhugamað- ur um bíla og seldi sjálfur m.a. tvo bíla sömu tegundar og hann hefur til afnota hjá stofnuninni, Ford Eco- liner, síðastliðinn janúar samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Guðmundur sagði í samtali við HP (áður en sleit öllu sambandi við blaðamann HP) að hann hefði fengið mikið hól fyrir að drýgja tekj- ur Hjálparstofnunarinnar með þessum bílaviðskiptum. Löggiltur endurskoðandi, sem að- stoðað hefur HP í þessu máli, taldi hins vegar Ijóst af ársreikningum 1984 og 1985 að útgjöld Hjálpar- stofnunarinnar vegna þessara bif- reiðaumsvifa væru langt umfram þær tekjur sem hún hafði af þeim. í raun skiptir litlu máli hvor hefur rétt fyrir sér, endurskoðandi eða Guðmundur. Það að fjármagna þetta bílabrask með söfnunarfé landsmanna verður að teljast gróf misnotkun, enda gáfu landsmenn HK ekki fjármuni í bílabrask. EINBÝLISHÚS I HLÍÐUNUM Kaup Hjálparstofnunar kirkjunn- ar á húseign Ketils Axelssonar að Engihlíð 9 eru einnig athyglisverð. Ketill keypti þetta stóra einbýlishús árið 1978 og hefur síðan gert það allt upp, enda þarf Hjálparstofnunin að greiða um 10 milljónir króna fyr- ir húsið. Þegar HP innti Guðmund Einars- son, framkvæmdastjóra, um ýmis- legt spurninga vert í rekstri stofn- unarinnar, á meðan samskipti hans við blaðið voru enn hnökralaus, gaf hann yfirleitt þá skýringu að slíkt væri ekki greitt með söfnunarfé frá einstaklingum, heldur með framlög- um frá styrktaraðilum og 1% af launum þeirra presta sem gengist hafa inn á að láta það hlutfall launa sinna ganga til Hjálparstofnunar- innar. A síðasta ári, 1985, voru þessi framlög undir einni milljón króna. Vafasamt er að þau standi ein undir kaupum á 10 milljón kr. húseign, jafnframt því sem þau eru notuð til þess að greiða bílakostnað stofnun- arinnar og rekstur skrifstofunnar í Suðurgötu. Taka ber fram, að ein- ungis er búið að greiða 500 þúsund krónur upp í kaupverðið. Guðmundi Einarssyni tókst heldur ekki í sam- tölum sínum að sýna fram á að þess- ir aðilar, prestar og styrktaraðilar, væru fullvissaðir um að þeir gæfu fé sitt ekki til hungraðra heldur til reksturs og eignakaupa aðalskrif- stofunnar í Reykjavík. RÁÐHERRALAUN Kostnaður vegna reksturs skrif- stofunnar í Suðurgötu vekur líka spurningar. Árið 1985 var rétt tæp- um 8 milljónum króna af ráðstöfun- arfé Hjálparstofnunarinnar varið til reksturs hennar. Sú upphæð verður að teljast há, þar sem einungis fjórar manneskjur vinna á þessari skrif- stofu í fullu starfi og allur kostnaður við einstök verkefni er færður undir þau á ársreikningi. Því er hér um að ræða kostnað, sem greiddur er utan við öll verkefni Hjálparstofnunar- innar og reyndar einnig utan við safnanir, því kostnaður vegna þeirra er sérstaklega skráður. Hann var hátt á sjöundu milljón króna árið 1985. HP hefur reynst ómögulegt að fá uppgefin laun og risnu starfsmanna Hjálparstofnunarinnar. Þegar hins- vegar álagt útsvar starfsmanna stofnunarinnar fyrir árið 1984 er skoðað, kemur i ljós að laun yfir- manna hennar hafa verið á bilinu 60—72 þús. kr. á mánuði það ár, ef þeir hafa ekki þegið laun annárs staðar frá. (Á þessum tíma voru þingmannslaun u.þ.b 45 þúsund krónur.) Ef þessar upphæðir eru framreiknaðar, má gera ráð fyrir að t.d. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri, hafi í dag á bilinu 100—120 þús. kr. í laun á mánuði. Húseignin að Engihlfð 9 sem Hjálparstofnunin hefur nú fest kaup á fyrir 10 milljónir kr. leftir Gunnar Smára Egilsson ofl. myndir Jim Smarti HELGARPÖSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.