Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 8

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 8
SVONAER 10% DÆMIÐ HELGARPÓSTURINN DREGUR FRAM Á SKÝRAN HÁTT HVERNIG 90% AF UMRÁÐAFÉ HK FARA EKKI í HJÁLP Ísídasla HP voru leidd ad því rök að innan við 10% af innlendu söfn- unarfé sem Hjálparstofnun kirkj- unnar berst í hendur frá einstakling- um rynni í raunverulega þróunar- og neyðarhjálp í þriðja heiminum. Efniviður í þau rök var að mestu sóttur í ársreikning Hjálparstofnun- arinnar fyrir árið 1984 vegna þess að stjórn stofnunarinnar neitaði HP um nánari upplýsingar en þar koma fram ,,af prinsipp-ástœðum" eins og Guðmundur Einarsson, framkvœmdastjóri Hjálparstofnun- arinnar sagði þá í samtali við HP. Þrátt fyrir niðurstöður HP hefur stjórn Hjálparstofnunarinnar ekki séð ástæðu til að gefa frá sér nánari upplýsingar um hvernig innlendu söfnunarfé var ráðstafað umrætt ár, 1984, en hins vegar látið öðrum fjöl- miðlum en HP í té sundurliðun á liðnum „til Eþíópíu" á árinu 1985. HP óskaði eftir því að fá samskonar sundurliðun á sama lið frá árinu 1984 en Guðmundur Einarsson hafnaði þeirri ósk. Því getur HP ekki annað en ítrek- að sínar fyrri niðurstöður. Hér að neðan verður útreikningur HP rak- inn í smáatriðum og er að öllu leyti stuðst við tölur úr umræddum árs- reikningi fyrir árið 1984. Á því er þó ein undantekning og er hún framlag Alkirkjuráðsins og Lúterska heims- sambandsins. Þar sem framlög þess- ara stofnana (ef hægt er að kalla þau framlög þar sem Hjálparstofnunin var í raun einungis umboðsaðili fyr- ir þessar stofnanir í matvælakaup- um þeirra hérlendis) eru sett undir sama lið og almennt, innlent söfn- unarfé og Hjálparstofnunin hefur neitað að gefa upp hversu há þau voru hefur HP leitað annarra heim- ilda til þess að aðgreina þau frá al- mennu söfnunarfé. Það skal tekið fram af gefnu tilefni að ársreikningurinn er ekki notaður til þess að draga í efa undirskrift löggilts endurskoðanda heldur ein- ungis vegna þess að hann inniheld- ur allar þær upplýsingar er Hjálpar- stofnunin gefur um fjárreiður sínar. Helgarpósturinn dregur ekki í efa áritun löggilts endurskoðanda frem- ur en Halldór V. Sigurðsson ríkisend- urskoðandi. Málið snýst alls ekki um það, eins og Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri hefur reynt að koma inn hjá almenningi, stjórn HK og æðsta embættismanni kirkjunn- ar. Útreikningurinn hér að neðan er settur upp sem einskonar „fjár- streymisreikningur", þ.e. reynt er að gera sér grein fyrir hvað verður um þá peninga er fara inn í bókhald Hjálparstofnunarinnar og hversu mikið fer í þróunar- og neyðarhjálp erlendis. Því sem kallað er í árs- reikningnum „metið verðmæti gjafa" er hér sleppt enda snertir það ekki söfnunarfé frá einstaklingum. Þær upphæðir sem dregnar eru frá eru innan sviga. Tekjur Hjálparstofnunarinnar skiptast samkvæmt ársreikningi í: Almennt söfnunarfé kr. 25.638.454,14 Aörar tekjur (söluhagnadur bifreida ekki talinn með þar sem hann er í raun verðmætaaukning á eign) kr. 2.374.291,51 Séraafnanir kr. 1.600,00 Samtals: kr. 28.014.345,65 Við þetta bætast þeir fjármunir er fluttir voru frá árinu 1983 og þeir fjármunir sem fluttir voru yfir á árið 1985 dragast frá: Flutt frá árinu 1983 kr. 10.423.743,26 Flutt til ársins 1985 (kr. 14.298.904,52) Samtals: kr. 24.139.184,39 Til þess að aðgreina söfnunarfé einstaklinga eru nú framlög ís- lenska ríkisins, Alkirkjuráðsins, 8 HELGARPÓSTURINN Lúterska heimssambandsins og einstaklings er tekið hefur að sér framfærslu barns á Indlandi, dregin frá, enda er Hjálparstofnunin í raun einungis umboðsaðili fyrir þessa aðila og framlög þeirra ættu því að renna óskipt til Þriðja heimsins: Framlag ríkissjóös (kr. 1.500.000,00) Framlag Alkirkjuráösins og Lúteraka heimssambandsins (Þessi framlög runnu til kaupa á saltfiski er sendur var til Ghana, til kaupa á síld er send var til Póllands, til að greiða laun dr. Joachim Fischer o.fl. (áætluð og afrúnnuð tala en byggð á traust- um heimildum)) (kr. 9.000.000,00) Framlag einstaklings vegna barns á Indlandi (kr. 9.524,00) Samtals kr. 13.629.660,39 Þessi upphæð er samansett af styrktarframlögum (kr. 360.210,78), 1% af tekjum presta (kr. 109.705,86), vöxtum og verðbótum (kr. 874. 291,51), og framlagi einstaklinga úr söfnunum (kr. 12.285.452,24). Þessu var ráðstafað á eftirfarandi hátt, samkvæmt ársreikningi 1984: Keypt tæki á árinu (kr. 360.474,00) Borgað í aukinn bílakost (kr. 160.000,00) Samtals kr. 13.109.186,39 Kostnaður vegna safnana (kr. 1.849.016,80) Rekstrarkostnaður (kr. 5.317.578,80) Kostnaður vegna fræðslustarfs (kr. 1.261.190,98) Samtals kr. 4.681.399,81 Næst koma til frádráttar tveir liðir sem flokkaðir voru undir „ráðstafað erlendis" á ársreikningnum. Báðir eru hreinir kostnaðarliðir og eru því dregnir hér frá. Launakostnaður erlendis (Eins og komið hefur fram í sundurliðun Hjálparstofnunarinn- ar á liðnum ,,til Eþíópíu" á árinu 1985 er þar inni allur launakostn- aður vegna þess verkefnis. Því verður að ætla að þessi liður sé ut- an við öll sérstök verkefni og ætti því að vera undir öðrum launa- kostnaði) (kr. 1.021.095,33) Kostnaður vegna alþjóðaráðstefnu WCC (WCC er Alkirkjuráðið og þessi ráðstefna var haldin hérlendis og því illskiljanlegt að hún skuli flokkuð undir „ráðstafað erlend- is‘‘) (kr. 131.575,75) Samtals kr. 3.528.728,73 Af þessari upphæð var Ráðstafað innanlands (kr. 883.586,30) Samtals kr. 2.645.142,43 Samkvæmt útreikningum HP er það þessi tala (eða mjög nærri henni, þar sem einhver skekkja er í reiknuðu framlagi Alkirkjuráðsins og Lúterska heimssambandsins) það sem ráðstafað var af innlendu söfnunarfé til þróunar og neyðar- hjálpar árið 1984. Frá henni má síð- an draga vexti og verðbætur af tekj- um ársins 1983 og verður talan þá töluvert lægri eða kr. 1.770.850,92. En samt ekki alveg. Eins og fram hefur komið í sundurliðun Hjálpar- stofnunar kirkjunnar á liðnum „til Eþíópíu" á árinu 1985 eru þar inni liðir sem erfitt er að flokka undir beina þróunaraðstoð, t.d. ferðir fréttamanna, tryggingar hjálpar- fólks o.fl. Ef farið er yfir þessa sund- urliðun og hún flokkuð eftir ströng- um reglum er hægt að segja að ein- ungis rúm 35% af liðnum „til Eþí- ópíu“ sé hrein aðstoð. Ef gert er ráð fyrir að sama hlutfall hafi gilt árið 1984 (HP hefur reyndar grun um að hlutfallið sé jafnvel verra þá) hafa farið kr. 619.797,- af þessum kr. 1.770.850,92 sem ráðstafað var er- iendis af innlendu söfnunarfé í beina aðstoð. Það eru um 5% af þeim 12.285.452,24 kr. sem ráðstafað var af því fé er einstaklingar gáfu til hjálparstarfs Hjálparstofnunar kirkj- unnar árið 1984. Jón Helgason, dóms- og kirkjumálaráð- herra, hefur nú loks skipað rannsóknar- nefnd vegna Hjálparstofnunarmálsins. Hann neitaði tvívegis en lét undan í þriðja sinnið. Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoð- andi, hefur nú verið skipaður í rannsókn- arnefndina eftir að Ríkisendurskoðun hafði dregist inn í málið vegna misskiln- ings Guðmundar Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Hjálparstofnunarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, hyggst bíða og sjá hverju fram vindur, en er ekki búin að gefa það frá sér að taka málið upp á Alþingi. BUIÐ AÐ REISA ÞAGNAR Samkvœmt Guðmundi Einarssyni framkvœmdastjóra Hjálparstofnun- ar kirkjunnar og blaðafulltrúa hennar hefur hann og/eða stjórn stofnunarinnar tekið um það ákvörðun að neita að svara sér- hverriþeirrispurningu, sem Helgar- pósturinn kynni að leggja fyrir fram- kvœmdastjórann eða einstaka stjórnarmenn. Helgarpósturinn komst að þessu, þegar blaðið Ieitaði til einstakra stjórnarmanna vegna skrifa blaðs- ins í liðinni viku og þegar blaðið hugðist leita álits sömu manna á þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið á Hjálparstofnunina. Þá taldi Helgarpósturinn jafn- framt sanngjarnt og raunar nauð- synlegt, að yfirstjórn þessarar stofn- unar fengi að tjá sig um málið, einkum vegna þess að fram- kvæmdastjórinn starfar í krafti stjórnar og hún er ábyrg fyrir Hjálp- arstofnuninni. Okkur var frekar illa tekið. Fyrst leitaði HP til sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar sem sæti á í fram- kvæmdanefnd stofnunarinnar ásamt tveimur öðrum. Sr. Árni Bergur varðist svara og benti HP á framkvæmdastjóra (Guðmund Ein- arsson) og stjórnarformann Hjálpar- stofnunarinnar (Erling Aspelund). Þar næst var Halldór Ólafsson, útibústjóri Búnaðarbankans í Garðabæ, sem einnig á sæti í fram- kvæmdanefnd stofnunarinnar spurður, en hann vísaði öllum spurningum HP til sömu aðila. Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri í Keflavík, og formaður fram- kvæmdanefndar Hjálparstofnunar kirkjunnar vísaði alfarið á fram- kvæmdastjórann þar sem hann væri blaðafulltrúi stofnunarinnar. Þar sem Erling Aspelund, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Úrvals og stjórnarformaður Hjálparstofnunar- innar, hefur komið fram í fjölmiðl- um vegna málefna stofnunarinnar var næst reynt við hann. Erling greip fram í fyrir HP og sagði: „Miðað við það sem á undan hef- ur gengið þá er ég ekki tilbúinn að svara neinum spurningum Helgar- póstsins. Ég vil taka það skýrt fram.“ Þá var Erling spurður hvort hann ætlaði sér þá að svara því er kæmi fram í Helgarpóstinum í öðrum fjöl- miðlum. „Já,“ sagði Erling, „ég hef ekkert við Helgarpóstinn að tala.“ Þá sneri HP sér til Guðmundar Einarssonar, framkvæmdastjóra stofnunarinnar og honum fórust svo orð: „Ég er búinn að ræða það á stjórn- SIGURÐUR HERMUNDARSON HJÁ RÍKISENDURSKOÐUN: SIGURDUR A HÁLFUM LAUNUM A BISI „ENDI VERÐUR BUNDINN Á ÞAÐ HIÐ FYRSTA' SEGIR HALLDÓR V. SIGURÐSSON RÍKISENDUR- SKOÐANDI JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR: BÍÐ ÁTEKTA EFTIR ÞVÍ HVERJU FRAM VINDUR „Ef ársreikningar Hjálparstofnun- arinnar hafa verið sendir hér inn, þá hafa þeir ekki farið um þessa deild mína,“ sagði Sigurður Hermundar- son, deildarstjóri í Ríkisendurskoð- un í samtali við HP. 1 sjónvarpsvið- tali sagði Guðmundur Einarsson, framkvœmdastjóri Hjálparstofnun- ar kirkjunnar, að ársreikningar stofnunarinnar hefðu farið til Sig- urðar og raunar var ekki annað á Guðmundi að skilja en að reikning- arnir vœru endurskoðaöir í deild Sigurðar í Ríkisendurskoðun. „Ég verð að vona að Guðmundur hafi sagt þetta í fljótræði eða vegna þess, að hann hafi ekki almennilega gert sér grein fyrir hlutunum, því ég hef aldrei fylgst með störfum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar," sagði Sig- urður Hermundarson. í DV var haft eftir Erling Aspe- lund, að stjórn Hjálparstofnunarinn- ar hefði staðið í þeirri trú, að reikn- ingar stofnunarinnar væru endur- skoðaðir í Ríkisendurskoðun. Dag- inn eftir dró Erling þessa staðhæf- ingu til baka og bar fyrir sig, að rit- stjóri DV hefði staðfest, að fyrir- sögnin hefði orðið til fyrir misskilning. DV kvaðst hins vegar standa við frétt sína. Af þessu virðist nokkuð ljóst, að það skjól, sem átti að finna í Ríkis- endurskoðun reyndist einvörðungu skálkaskjól. En það var ekki bara í þessum punkti sem framkvæmdastjóri og stjórn Hjálparstofnunarinnar reyndi að beina þessu máli til Ríkisendur- -skoðunar. í bréfi til Jóns Helga- sonar, dómsmálaráðherra, fór fram- kvæmdanefnd stofnunarinnar þess á leit við hann að hann hlutaðist til um að Ríkisendurskoðun færi yfir og veitti umsögn sína um ársreikning- ana. Þessi beiðni er þó ekki skilyrð- islaus því í bréfinu stendur að óskað sé eftir rannsókn ... ef ástæður þykja til véfengingar áritunar lög- gilts endurskoðanda stofnunarinn- ar“. Hvorki ráðherra né Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi, gátu véfengt áritun löggilts endur- skoðanda, enda hefði líklega öll sú stétt risið upp á afturfæturna. Því sendi Jón Helgason stjórn Hjálpar- stofnunarinnar kurteislegt afsvar með neikvæðri umsögn Halldórs V. Sigurðssonar, þar sem hann hafnaði að rannsaka málið á þessum grund- velli en bauð fram aðstoð sína „við að upplýsa staðreyndir um starf- semi stofnunarinnar". Á meðan á þessu stóð urðu margir til þess að efast um óhlutdrægni Rík- isendurskoðunar í málefnum Hjálp- arstofnunar þar sem Sigurður Her- mundarson, deildarstjóri, hefur þegið hálf prestlaun fyrir að setja upp ársreikninga Biskupsembættis- ins og Kristnisjóðs, ásamt því að vera biskupsritara innan handar í ýmsum fjármálum þessara aðila, en Hjálparstofnunin tengist báðum þessum kirkjustofnunum. Bæði reikningar Biskupsembættisins og Kristnisjóðs heyra síðan undir deild Sigurðar í Ríkisendurskoðun. HP spurði Sigurð að því hvort eðli- legt mætti teljast að hann setti þessa reikninga upp annars vegar og hins vegar sæi hann um að meðhöndla þá í Ríkisendurskoðun. „Það væri náttúrulega mjög æski- legt að það væri hægt að manna allt kerfið þannig upp að það væri al- gerlega hrein verkaskipting," sagði Sigurður. „Hins vegar vil ég taka fram að ég endurskoða ekki þessa reikninga hjá Biskupsembættinu og Kristnisjóði og sendi þá frá mér ó- undirritaða og hér er einungis um tímabundna aðstoð að ræða.“ En hver eru tengsl Sigurðar við Hjálparstofnunina? „Eg hef aldrei haft nein tengsl við Hjálparstofnun kirkjunnar á nokk- urn hátt. Það eru engin fjármálaleg tengsl á milli Biskupsembættisins og Hjálparstofnunarinnar þó þessir aðilar hafi deilt húsnæði í tvö ár. Hjálparstofnun heyrir ekki undir Ríkisendurskoðun á annan hátt en þann að henni, eins og um 1200 öðr- um opinberum sjóðum, er skylt að senda ársreikninga sína hingað inn. Þeir koma ekki inn í mína deild, heilbrigðis- og tryggingamál, held- ur fara þeir í embættis- og sjóðaeftir- lit, sem Jón Ólafsson veitir forstöðu. Þar eru þeir einungis settir á skrá en ekki meðhöndlaðir á einn eða ann- an hátt, af því er ég best veit,“ sagði Sigurður Hermundarson. Þá var Sigurður spurður að því hvort þessi misskilningur hefði ekki orðið honum leiður. „Jú, mér finnst hann hafa komið hálf leiðinlega út,“ sagði Sigurður. „Mér finnst ekki ástæða til þess að vera að blanda mér í hluti sem mér koma á engan hátt við og ég vona að það takist að leiðrétta þennan misskilning. Ég hef aldrei unnið neitt fyrir Hjálparstofnunina og mér er ekki ætlað að annast hennar mál hjá Ríkisendurskoðun." Þar sem Sigurður Hermundarson fullyrðir hér að ofan að vinna hans fyrir Biskupsembættið væri aðeins tímabundin aðstoð leitaði HP til Biskupsstofu og fékk þær upplýsing- ar hjá Magnúsi Guðjónssyni, bisk- upsritara, að Sigurður hefði veitt að- stoð sína og þegið laun fyrir allt frá árinu 1979. Þegar HP spurði Halldór V. Sig- urðsson, ríkisendurskoðanda, að því hvort honum væri kunnugt um að Sigurður Hermundarson hefði bæði sett upp reikninga Biskups- embættisins og Kristnisjóðs og með- höndlað þá innan Ríkisendurskoð-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.