Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Blaðsíða 10
LEIÐARI „Og sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa“ HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson.Friðrik Þór Guðmundsson, Helgi Már Arthúrsson, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Berglind Nanna Burknadóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. Fjölmiðlar eiga mörgum merk- um skyldum að gegna, en ein skiptir mestu máli. Hún er sú að þjóna sannleikanum, því hann er öllu æðri. Stundum getur sannleik- urinn vissulega verið sár, en það verður enginn betri manneskja á því að renna á flótta undan sann- leikanum. Sama gildir um fjöl- miðla. Þeir verða ekki betri með því að þegja yfir sannleikanum vegna þess, að hann er óþægilegur. Þetta lærir flest siðmenntað fólk á unga aldri og flestum er innborin lotning fyrir sannleikanum. í kristn- um samfélögum er það ekki síst kirkjan, sem kennir þetta grund- vallaratriði: „Og sannleikurinn mun gjöra yð- ur frjálsa," segir ( hinni helgu bók kristinna manna (Jóhannes 8:32). I liðinni viku birti Helgarpóstur- inn óþægilegar staðreyndir um eina af stofnunum kirkjunnar, Hjálparstofnun hennar, sem sam- kvæmt reglugerð á að gegna mjög merku hlutverki. HPhafði hinsveg- ar komist á snoðir um, að ekki væri allt sem sýndist um hjálparstarf stofnunarinnar og rekstur hennar væri með ákaflega einkennilegum hætti. Blaðið stóð frammi fyrir vanda. Hann var í sem stystu máli sá, að með því að birta sannleika málsins skapaðist sú hætta, að Hjálpar- stofnun kirkjunnar bæri ekki sitt barr á eftir, a.m.k. um skeið. Ef við hins vegar birtum ekki það, sem við töldum sannleika málsins, vær- um við að bregðast bæði sjálfum okkur sem persónum og hlutverki okkar sem fréttamanna, því hlut- verki að flytja bæði góðar fréttir og vondar, því hlutverki að segja satt. Vitanlega ákváðum við að þjóna sannleikanum. Það gerðum við í þeirri von, að með ábendingum um annmarka á störfum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar myndum við verða til þess að forystumenn kirkj- unnar létu til sfn taka og leiðréttu það, sem hefði misfarist. Sú hefur því miður ekki orðið raunin enn og virðast þeir, sem helst voru bundnar vonir við, vera runnir á flótta. Skrif HP hafa verið fordæmd af kirkjunnar mönnum, forsprakkar HK útmála okkur sem ósanninda- menn, þeir neita að ræða við blað- ið, einum tókst m.a.s. í útvarpsvið- tali að láta svo Ifta út sem Helgar- pósturinn myndi brátt hafa á sam- viskunni andlát ótalinsfjölda barna í Afríku o.s.frv., o.s.frv. Viðbrögðin við fyrstu skrifum okkar um HK minna illþyrmislega á fyrstu viðbrögðin við skrifum HP um Hafskipsmálið. Við erum for- dæmdir, getið er upp á einum heimildarmanni, hann er ataður auri, komið er á kreik upplognum sögum um viðkomandi o.fl. o.fl. Viðbrögðin einkennast ekki af kristilegu þolgæði, kristilegum anda. Þau einkennast af ótrúlegri heift, nánast ofstæki. Eftir stendur, að ótrúlega lítill hluti þess fjár sem (slendingar láta af hendi rakna árlega til hjálpar hungruðum heimi og bágstöddu fólki kemst til skila. HP hefur þegar lýst þeirri skoð- un sinni, að leggja beri áherslu á þróunaraðstoð til langs tíma, sem komi að gagni í hrjáðum löndum, og raunar sé það einmitt þessi teg- und af aðstoð, sem Islendingar séu best í stakk búnir að veita. Enda þótt skuggi hvíli yfir starfs- háttum og rekstri einnar hjálpar- stofnunar hérlendis, breytir það engu um nauðsyn þess, að Islend- ingar taki þátt f hjálparstarfi, sem kemur að gagni. Þess vegna vill Helgarpósturinn hvetja landsmenn til þess að láta fé af hendi rakna til þeirrar söfnunar, sem nú stendur yfir á vegum Rauða kross íslands og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Samkvæmt fréttatilkynningu RKÍ mun söfnun- arféð renna óskert til Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR IÞROTTIR Viðurnefni Ólsara ranghermd í grein um viðurnefni og uppnefni í Helgarpósti liðinnar viku var birt- ur níðlegur leirburður um nafn- greinda einstaklinga í Ólafsvík. Helgarpóstinum var ekki kunnugt um tilurð þessa vísubrots né var þess gætt að kanna út í hörgul hvort viðkomandi einstaklingar væru á lífi og bæru þessi uppnefni. Nú hefur okkur verið bent á, að viðkomandi einstaklingar séu á lífi og hafi aldrei borið þessi uppnefni. Vísan mun hafa orðið til í glensi barna fyrir löngu síðan og þannig sett saman af fullkomnu ábyrgðarleysi og grimmd stríðinna barna. Helgarpósturinn biðst velvirðing- ar á þessum mistökum og biður við- komandi einstaklinga innilega af- sökunar. Jafnframt þykir okkur mið- ur að hafa birt uppnefni á fimmta Ólsaranum. Samkvæmt þessu hafa heimildir okkar um upp- og viður- nefni í Ólafsvík verið ótryggar. Ritstj. Forysta í fyrstu umferd Rauðu djöflarnir frá Manchester halda áfram að svekkja tauga- strekkta fylgismenn sína og sæti framkvæmdastjórans orðið rauð- glóandi. Þeir brugðust spámanni HP og sama gerðu Drottningargarðs- verðir (Queens Park Rangers). Engu að síður náði spámaður HP 7 réttum af 12. Um leið tók hann forystu í keppni sinni við aðra fjölmiðla — ut- an við fjölmiðlakeppni íslenskra getrauna. HP náði 7 og það gerði DV einnig. Dagur og Bylgjan náðu 6, en Morg- unblaðið, Þjóðviljinn og Ríkisút- varpið náðu 5. Lestina rak spámað- ur Tímans með aðeins 3 rétta. Nú hefur Alþýðublaðið, sem sigr- aði í fyrra en er einnig utan keppn- innar af einhverjum dularfullum orsökum, skorað á HP í innbyrðis keppni og er auðvitað ekki annað hægt en að taka því. Sú keppni hefst þá frá og með þessari leikviku. Síðasti seðill var nokkuð heima- sigralegur, en þessi er það í enn rík- ara mæli. Eiginlega væri farsælast að veðja á heimasigur í hverjum ein- asta leik, utan hvað nýliðarnir Wimbleton hafa það varla af að sigra Liverpool-maskínuna. Þá nær Sunderland því vart að sigra Ports- LEIKVIKA 7 Leikir 4. október 1986 K 1 X 2 1 Chelsea - Charlton 2 Everton - Arsenal 3 Man. City - Leicester I 1 1 4 Norwich - Q.P.R. 5 Nott'm Forest - Man. Utd. 6 Sheffield Wed. - Oxford 1 1 1 7 Southampton - Newcastle 8 Tottenham - Luton 9 Watford - West Ham 1 1 1 10 Wimbledon - Liverpool 11 Sunderland - Portsmouth 12 W.B.A. - Oldham X X mouth. Liðin Chelsea, Everton, Nottingham Forest, Sheffield Wednesday, Southampton og Wat- ford voru öll sterk á heimavelli í fyrra og töpuðu þar aðeins örfáum leikjum. Ekki verður séð að andstæð- ingar þessara liða nú geti rönd við reist. Nokkur vafi leikur á getu Manchester City til að sigra Leicester í ljósi síðustu úrslita og spáin um heimasigur þar því blend- in. Luton á það til að koma á óvart, en varla ríða þeir feitum hesti frá White Hart Lane, velli Tottenham Hotspurs. En sem sagt, forysta í fyrstu um- ferð og bein braut framundan. FÞG LAUSN Á SKÁKÞRAUT 25 Áki Pétursson Svartur er nærri í algerri leik- þröng, hvaða leik sem hann velur, að undanskildum Kxc2, er honum búið mát í næsta ieik. En þá er að búa sig undir Kxc2, til þess þarf rýmingarleik: 1. Hh8 Kxc2 2. Dh7 Hin mátin eru óbreytt. 26 Niels Höegh Þetta dæmi er samið fyrir áhrif frá „indverska" dæminu fræga: 1. Bal Kd3 2. Hbd Kd4 3. Hd2 (indverska þemað) 1. - Kc2 2. De2 + 1.-Kc3 2. Dxe3 + 1.-Rfl+ 2. Hxfl 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.