Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 14
SKÁLEYJABÓNDINN JÓHANN-
ES GÍSLASON í VIÐTALI UM MAT-
ARÆÐI, BYGGÐADREIFINGU,
HLUNNINDABÚSKAP OG NÚ-
TÍMANN.
„Sumum þykir sennilega leiðinlegt hérna..." Bóndinn Jóhannes (Skáleyjum hallar sér fram á traktorinn I botnlausri breiðfirskri
bllðu.
Jóhannes Gíslason í Skáleyjum
hittum uiö fyrst fyrir þar sem hann
gegnir meðhjálparastödu í Flateyj-
arkirkju, íþeirri einu messu sem þar
er haldin árlangt. Lítið eitt grá-
sprengdur, útitekinn og ekki laust
uiö aö uera prakkaralegur. Þeir eru
þar báöir bræöurnir, hann og Ey-
steinn sem er ögn eldri, aluörugefn-
ari á suip og mildilegri. Tiluiljunar-
kennd ábending kollega fyrir sunn-
an réöi þuí að ég sneri mér til Jó-
hannesar sem tók uel málaleitan
um uiötal.
Seinna sama sunnudag siglum við
með þeim bræðrum hátt í tveggja
tíma stím frá Flatey að hinum bæn-
um í hreppnum, Skáleyjum. Á leið-
inni er farið milli Svefneyja og Látra-
landa, eyja sem hafa verið í fullkom-
inni byggð til skamms tíma en síð-
ustu árin hefur veturseta þar verið
stopul eða engin. í vestri glittir í
Snæfellsjökul, magnaðan og tals-
vert stærri en við sjáum hann úr
Sundunum fyrir sunnan. Norðantil í
sömu átt sér í Stálfjall. Fjöllin næst
okkur eru í Múlasveitinni, Reyk-
hóla- og Gufudalssveit. Fyrir stafni
sér í botn Gilsfjarðar. Hringinn í
kring er meiri mergð breiðfirskra
örnefna en svo að nokkur nenni að
setja þau hér á prent.
„ÞAÐ ER EKKERT
FARiÐ..."
Aðrir eyjarskeggjar í Skáleyjum
en þeir bræður eru Sigríður kona
Jóhannesar, nokkur hópur barna og
unglinga sem á þarna sitt athvarf
yfir sumarmánuðina og vinnumað-
ur úr Reykhólasveitinni sem þeir
bræður fá í þangskurðinn. Vetrar-
mánuðina eru þau aðeins fjögur, og
stundum færri. Eyjalíf þeirra er í
senn heillandi og afskekkt. Kaup-
staðarvarning, það litla sem er í
sjálfsþurftarbúskap Skáleyja, fá þeir
bræður með Baldri sem kemur við
í svokölluðum inneyjum einu sinni í
viku.
— En annars; fariöi þá á eigin bát
í Stykkishólm?
„Nei, það er ekkert farið," svarar
Jóhannes hálf stuttur í spuna þar
sem við göngum heim veginn þeirra
Skáleyinga. Við Skáleyjar hefur hið
opinbera kostað bryggju og garð frá
henni í áttina að bæ. „Þetta er veg-
urinn okkar, viðurkenning ríkisins á
því að hér eigi að vera byggð," út-
skýrir Jóhannes löngu seinna sama
kvöld.
Skáleyjar eru í innanverðum
Breiðafirði og tilheyra Flateyjar-
hreppi. Síðasta vetur var veturseta í
tveimur eyjum; þarna og í Flatey,
eitt heimili á hvorum stað. í Skáleyj-
um var föst búseta allar götur til
1967 og jafnan tvíbýli. Foreldrar
þeirra bræðra voru þá ábúendur á
hálflendunni og höfðu sumardvöl í
Skáleyjum næstu 10 árin. Að þeim
tíma liðnum fluttust þeir bræður aft-
ur heim á sínar æskuslóðir. Eysteinn
hafði þá lengstum búið á Flateyri
við Önundarfjörð, fengist þar við
kennslu og önnur störf. Jóhannes
var á þessum árum bóndi í Flatey.
Skáleyjar eru allvíðlendar; þær
mynda u.þ.b. 130 til 160 eyjar og
hólmar, — allt eftir því hver telur —
auk óteljandi skerja og skerjafláka.
Öll þessi heild gefur af sér þau
hlunnindi og gagn sem eyjalífið
byggist á.
— En er eitthvert vit í því aö búa á
svona staö?
„Er eitthvert vit í því að búa í
Reykjavík?" skýtur Eysteinn að okk-
ur og stendur upp frá borðum.
Jóhannes botnar svarið á þann
hátt að blaðamann langar mest lítið
heim aftur. „Það er leikur einn að
búa hér nú miðað við það sem áður
var. Við höfum síma og alla öryggis-
þjónustu í landi sem hægt er að ná
til ef eitthvað út af ber. Það er næst-
um eins og þetta hafi gerst óvart að
hér hefur verið bætt öll aðbúð til bú-
setu og nýtingar. Fólk hefur víst ekki
áttað sig á því. Ennþá gleypir mesta
þéttbýlið með öllu sínu stressi alla
viðkomu.
Ágæti þessa byggðarlags eins og
svo margra annarra sem eyðst hafa
liggur ekki síst í að íbúar þess afla
sér neysluvörunnar sjálfir, án þess
að kaupa hana. Það mætti hugsa
um þetta þegar talað er um „ný at-
vinnutækifæri". Fólk er komið úr
tengslum við þennan möguleika eft-
ir allt þetta þéttbýliskerfaða skóla-
uppeldi og sér enga möguleika í
öðru en hærri launum og miðar sitt
nám við þau.
Við höfum engin efni á því að
kasta á glæ öllu því gagni sem þessir
vannýttu landshlutar gefa af sér eða
geta gefið, ef að er búið. Margsýnt
er, að t.d. æðarvarp spillist ef ekki er
föst búseta og svo er með fleira. Það
þarf svo samvinnu til þess að þetta
nýtist bæði heima og á markaði.
Nýtingin kallar þá á fleira fólk sem
aftur ætti að kalla á meiri nýtingu og
ræktun gagnsins. En slík ræktun
verður ekki með arðráni og frá fjar-
lægum byggðum, — skammtíma
veru yfir sumarmánuði til þess eins
að hirða sem mest af hlunnindun-
um.“
„LÝSI SÖK Á HENDUR
MENNTAKERFINU..."
— En fámenniö — er ekki erfitt aö
þrauka í því...?
„Það reynir á manndóminn að
búa á svona stað," segir bóndinn og
þegir. fgrundar hvernig eigi að svara
svona árás. „Félagslegur vandi
dreifðustu byggðanna er oft sá að
fólk verður leitt hvað á öðru svo
kergjan truflar samskiptin. En ég sé
nú ekki lausn á því að hrúga öllu
Iandsfólki saman í einn stað. Samfé-
lags- eða sambúðarvandinn marg-
faldast bara við það. Það má
kannski kalla það atvinnutækifæra-
pólitík að mennta félags- og sálfræð-
inga til glímunnar við vandann af
öliu óðagoti og þreyjuleysi nútím-
__ _«4
ans.
— Þú vilt þá fá fleira fólk í hinar
dreiföari byggöir. En huernig?
„Ég vil láta innræta í gegnum
skólakerfið eftirsókn eftir dreifðri
búsetu og virðingu fyrir náttúru-
gagni. Náttúrugagn sem lifibrauð.
Og það verður ekki kennt af þeim
sem aðeins hafa hobbýtengsl við
efnið. Búa þarf á vettvangi. Það
væri kannski ráð að finna upp
„sjálfsbjargarbraut"? Sumt af því
sem fyrir er í kerfinu mætti kannski
missa sig og miðar allt að viðskipt-
um,“ og umræðan beinist að skóla-
kerfinu sem Skáleyjabóndinn hefur
margt við að athuga.
„Það voru skólar í landinu, hús-
mæðraskólar sem gátu og gætu enn
kennt fólki að nýta heimaföng. Eða
að minnsta kosti ætti það að vera
hlutverk þeirra. Þeir hafa orðið
starfalausir vegna þess að fólk er
hætt að skilja hagnýti í öðru en laun-
um. Allt þarf að kaupa og kaupa til
þess að kaupa. Linnulaus þrýstingur
söluvörunnar slakar hvergi á.
Það birtist manni svo á allan
mögulegan hátt að efni þjóðarinnar
eru ekki notuð til þess að jafna kjör
fólksins heldur fær takmarkaður en
sívaxandi hópur þau að leik. Fersk-
ustu dæmin eru nýjar útvarpsstöðv-
ar og vídeóvæðing með öllu því
skrani sem þar er á boðstólum og
vaxandi fjöldi lifir af. Afurðir alls'
þessa eru seldar eftir öllum mögu-
legum leiðum þannig að auðvitað er
það framleiðsla lands og sjávar sem
endanlega borgar þessi leikföng.
Sívaxandi fjöldi vinnur því að
mylja niður þjóðarkökuna og
blanda mylsnuna með ryki af götum
Reykjavíkur og innfluttum hroða.
Dreifa síðan til neyslu.
Menntakerfið á hér stóra sök. Ég
hef heyrt úr leiðbeiningum um
námsval að nú velji fólk sér gjarnan
„hagnýtt nám“, meira en var um
tíma. Það er fróðlegt að til skuli hið
gagnstæða. Hagnýtið liggur í launa-
flokkum. Ég vil sjá að fólk skammist
sín ekki fyrir að vinna að fram-
leiðslustörfum og nýtingu lands, þó
að það hafi aukið sér alhliða þekk-
ingu á menntabraut. Eila er þetta
engin mennt og staðreyndin er að
mennt fæst víðar en á skólabekkj-
um.
Ég lýsi sök á hendur menntakerf-
inu. Ruslasölu- og launakapphlaup-
ið er afkvæmi þess. Fyrst er þó við
fólkið sjálft að sakast, menntakerfið
er afkvæmi þess. Það á að heita lýð-
ræði hér."
ÁTÍMUM LINNU-
LAUSRAR KYNJAÚT-
FLATNINGAR...
Næstu tvo daga fær undirritaður
að kynnast því hvernig Skáleyjafólk
lifir sjálfsþurftarbúskap. Á borðum
er heimatilbúinn mjólkurmatur,
skyr, súrmjólk, smjör og rjómi.
Aldrei betra en á vorin, segir bónd-
inn og smyr svo þykku ofan á rúg-
brauðið að jaðrar við sóun. „En
þetta hvað smjörið er gott skilur fólk
ekki lengur, hefur ekki efni á að éta
það heldur og kaupir bara smjör-
líki," segir bóndinn eins og sá sem
hefur höndlað það sem aðrir hafa
ekki um leið og hann bítur í. Bætir
svo við um smjörið og smjörlíkið:
„Enda alltaf verið að telja því trú
um að það sé hollara. Gott heimilis-
hald er undirstaða nýtingar á öllum
heimaföngum og því hvernig vinnst
yfirleitt. Svangir menn verða bara
latir. Ef ekki er vel séð fyrir fæðinu
heima liggja meiri útgjöld í að-
keyptu eða að ódýrari varan er
keypt og fólk verður þróttlaust af
rusláti.
Heimilisstörf verða aldrei ofmet-
in. Nú á tímum linnulausrar kynja-
útflatningar koma þau kannski á
karlana sumstaðar. En huggulegri
þykja mér heimilin jafnan í höndum
verkláginna kvenna," segir Jóhann-
es og endar ræðuna í hátíðlegum
stíl en Sigríður húsfreyja hleður að
okkur krásum heimilisins. Æðaregg
eru á borðum, stór og hvítan næst-
um eins stinn og í svartfuglseggjum.
Þau falla til við dúntekju en þá eru
tekin burt ófrjóvguð egg. Á vorin
safnast mikið af þessum eggjum og
eru þá sum fryst og tekin upp í
bakstur seinna. Súrmatur af sauð-
kindinni og súr selsvið eru á borð-
um hvern dag en auk þess er étið
selkjöt og hluti af selspikinu er salt-
aður, „óskaplega gott með harð-
fiski". Rauðmagi er veiddur á vorin
og lítið eitt tekið af teistukofu. Rauð-
magaveiðin er þó vart nema nafnið
eitt. Þó net sé í sjó er aflinn rýr, var
áður meiri, segja eyjarskeggjar.
Áður fyrr var lundakofan tekin og
þótti umtalsverð búbót. Hún er sein-
unninn matur og nú víkur nýting
hennar fyrir öðrum önnum. Teistan
verpir í gjótum og er kofa hennar
auðteknari en lundans. Hún er því
lítilsháttar nýtt þó heldur minni sé.
Skarfur er enginn í Skáleyjalöndum
en utar á Breiðafirði var hann mikil-
væg búbót og er enn í Flatey.
Þessutan er fé á bænum og „fjalla-
lömbin" sem.ganga sumarlangt inni
í Kollafjarðarbotni því ein aðalfæða
Skáleyinga. Verkað heimavið í salt-
kjöt, hangikjöt og fleira og fleira.
Við fjárhúsin er kofi með nokkrum
litskrúðugum hænum af gömlum ís-
lenskum stofni, enn skrautlegri han-
ar og einhverjar púturnar með
unga. Jóhannes lýsir því fyrir okkur
hvað þessi gamli stofn sé hentugur
fyrir heimilisbúskap, hann er dug-
legur að bjarga sér úti og getur ef til
kemur dálítil umhyggja fjölgað sér
án aðstoðar tækni og vísinda.
Fyrrum var fiskveiði frá Skáleyj-
um en kannski veldur þar mannfæð
Skáleyinga að þeim þætti er ekki
sinnt. Lúða fæst enn í innanverðum
firðinum þó vart sé nema nafngiftin
miðað við það sem áður var. Það er
líka dýpra á þorskinn en var og allir
stofnar minni hér sem annarstaðar.
...OG SAMT Á 20.
ALDAR HEIMILI
— Og getið þiö þá lifaö án pen-
inga í þessu eyjalífi...?
„Neei," segir bóndinn, dregur úr
og kímir. „Við verðum líka að hafa
markaðsvöru. Olían er stærsti þátt-
ur aðkeyptrar neyslu, nú, við vorum
að horfa á sjónvarpið áðan og svó er
hitt og þetta. Helmingurinn af öllum
okkar tekjum kemur af æðarvarp-
inu. Hinn helmingurinn af þang-
tekju, selveiði og grasnyt." Og allt
þetta minnir undirritaðan á 19. ald-
ar sögur af bændum sem lögðu ull-
arvöru og fisk inn hjá kaupmanni en
tóku út kaffi, korn og sykur. Samt er-
um við á 20. aldar heimili eins og
þau best gerast og hér er búið við
14 HELGARPÓSTURINN
leftir Bjarna Harðarson myndir Claude Guillot