Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 16
Stálgrindarhúsið sem Bifreiðaeftirlitið skyldi fá og dómsmálaráðuneytið leigði af Ráli í Polaris til 12 ára. Baett aðstaða Bifreiðaeftirlitsins hefur ekki hlotið náð í augum fjárveitingavaldsins. „Sparnaðurinn" mun kosta
7 —10 milljónir króna.
MILLJÓNIR í SÚGINN
Páll Jónsson í Polaris hefur höföaö mál gegn ríkinu vegna hús-
nœöis sem leigt var fyrir Bifreiöaeftirlitiö — milljón króna krafa
vegna hiröuleysis leigutaka. I þrjú ár stóö þetta dýra leiguhús-
nœöi ónotaö og ókynt.
Páll G. Jónsson, eigandi og for-
stjóri ferðaskrifstofunnar Poiaris,
hefur höfdað mál gegn dómsmála-
ráðherra, fjármálaráöherra og Bif-
reiðaeftirliti ríkisins, þar sem hann
krefur þessa aðila um 2,4 milljón
króna greiðslu vegna ógoldinnar
leigu og skemmda á hásnœði Páls
að Bíldshöfða 6.
Um er að rœða stálgrindarhús
skammt frá stöðvum Bifreiðaeftirlits-
ins og stóð til að eftirlitið fengi þar
aðstööu til skoðunar á bifreiðum
innanhúss. Dómsmálaráðuneytið
hefur haft stálgrindarhús þetta á
leigu í alls 3 ár án þess að nota það,
enda fékkst aldrei fjárveiting í það
verkefni að bœta aðstöðu Bifreiða-
eftirlitsins.
í þrjú ár, frá maí 1983 til júní 1986,
hefur dómsmálaráðuneytið greitt
háa leigu fyrir stálgrindarhús
þetta. í upphafi tímabilsins var
leiguupphæðin 125 þúsund krónur
á mánuði, en samkvæmt leigu-
samningi skyldi leigan hækka á
þriggja mánaða fresti og var leigu-
upphæðin undir lokin komin upp í
rúmlega 350 þúsund krónur á mán-
uði.
Stálgrindarhúsið var tekið á leigu
vorið 1983 í þágu Bifreiðaeftirlitsins
og leigutímabil ákveðið 12 ár — eða
til mánaðamóta maí og júní 1995.
Þarna skyldi hanna og innrétta
framtíðaraðstöðu Bifreiðaeftirlitsins
til skoðunar á bifreiðum innanhúss,
enda aðstaða eftirlitsins til slíkra
hluta með öllu ófullnægjandi. Þessi
fyrirætlan hefur á hinn bóginn ekki
hlotið náð fyrir augum fjárveitinga-
valdsins.
í desember síðastliðnum náðist
samkomulag milli leigusala og
leigutaka um niðurfellingu leigu-
samningsins. Ríkisvaldið var búið
að greiða talsverða leigu fyrirfram
og var tekið tillit til þess í riftunar-
samkomulaginu, auk þess sem hús-
næðið skyldi afhent 15. febrúar
1986. Samkomulag náðist um að
Páll í Polaris endurgreiddi ríkisvald-
inu alls 5,2 milljónir króna með
skuldabréfum til 10 ára og skyldi
fyrsta greiðsla innt af hendi árið
1988.
DÝR LEIGA FYRIR
ÓNOTAÐ HÚSNÆÐI
Húsnæðið var hins vegar ekki af-
hent formlega fyrr en um mánaða-
mótin maí og júní í sumar og greiddi
dómsmálaráðuneytið leigu í sam-
ræmi við það. Alls hefur ríkið á öllu
þessu tímabili greitt Páli i Polaris
leigu upp á tæplega 12,3 milljónir
króna — og dregst þar frá umsamin
endurgreiðsla Páls. I heild hefur þá
ríkið dælt rúmlega 7 milljónum
króna í þetta húsnæði, sem var látið
standa nær autt og ónotað af þess
hálfu í þrjú ár.
Á hinn bóginn urðu aðilar ekki
sammála um skil á húsinu. Skilin
urðu síðar en um samdist og auk
þess telur eigandinn að á tímabilinu
hafi orðið á eigninni skemmdir, sem
rekja megi beint til hirðuleysis leigu-
taka. Enn fremur krefur Páll ríkið
um greiðslu á leigu fyrir tímabilið
15. febrúar til 15. júní sérstaklega,
vegna afnotamissis.
Ljóst er að illa hefur verið hirt um
húsnæðið meðan það var í umsjá
Bifreiðaeftirlitsins. Aðilar málsins
urðu sáttir á að fram færi sérstök út-
tekt fagmanna á húsnæðinu. Voru
fengnir í það verk verkfræðingarnir
Skúli Guðmundsson og Magnús
Jónsson. Þeir skiluðu af sér skýrslu
28. maí 1986 þar sem fram komu at-
hugasemdir og aðfinnslur upp á alls
10 liði. Meðal aðfinnsluatriða eru
frostskemmdir í pípukerfi, skemmd-
ir á hitalögnum og fleira. 13. júní
gerir ríkið tilboð um að það greiði
Páli 200 þúsund krónur vegna
hreinsunar húsnæðisins og 120 þús-
und krónur vegna skemmda á hita-
lögn, alls 320 þúsund krónur.
Páll í Polaris sættir sig ekki við
þetta tilboð og fól því Sigurði Sigur-
jónssyni lögmanni að fara með mál
sitt gegn ríkinu. Þeir höfðuðu mál
26. júní síðastliðinn og hljóðar kraf-
an upp á alls tæplega 2,4 milljónir
króna. Þar af er krafa vegna
skemmdanna rúmlega 992 þúsund
krónur, en „skaðabætur vegna af-
Páll í Bolaris vill fá 2,4 milljónir vegna
skemmda og afnotamissis.
notamissis" eru tæplega 1,4 milljón-
ir króna.
Dómsmálaráðuneytið afneitar
þessum kröfum alfarið. Hefur ráðu-
neytið falið ríkislögmanni, Gunn-
laugi Claessen að fara með málið,
sem hefur verið dómtekið í borgar-
dómi. 1 þessari viku mun ríkislög-
maður skila til embættisins sér-
stakri greinargerð og í ljósi þess
vildi Gunnlaugur lítið tjá sig um
málið í fjölmiðlum.
RÍKIÐ KREFST SÝKNU
,,Eg tel þessar kröfur ekki rétt-
mætar. Við munum halda uppi full-
um vörnum og teljum okkur gera
það með réttu. Við komum að sjálf-
sögðu til með að krefjast sýknu,“
sagði Gunnlaugur.
Páll G. Jónsson í Polaris sagði á
hinn bóginn að hann ætti alls ekki
von á öðru en að ríkið stæði við sitt.
„Ég samdi við þá af mínum elsku-
legheitum að losa þá undan þessum
samningi. Ég vona auðvitað að sam-
komulagið um úttektina standi. Ég
trúi ekki að íslenska ríkið standi
ekki við sína hluti,“ sagði Páll. í út-
tekt verkfræðinganna kom fram
viðgerðarmat upp á nokkur hundr-
uð þúsund krónur, sem lögfræðing-
ur Páls hefur framreiknað í 992 þús-
und krónur, en ráðuneytið neitar al-
farið að bera ábyrgð á öllum þeim
aðfinnsluatriðum sem tíunduð
voru. Auk þess er bent á að eigand-
inn hafi sjálfur haft aðgang að hús-
næðinu og endurleigt að hluta til
yfir ákveðið tímabil. Hann hafi því
verið í góðri aðstöðu til að fylgjast
með ástandi húsnæðisins og gera at-
hugasemdir á hverjum tíma.
Stálgrindarhús þetta er lítið ann-
að en stór skemma, alls 2100 fer-
metrar auk 4716 fermetra lóðar.
Ljóst er að fyrirliggjandi skemmdir
stafa aðallega af því að húsnæðið
var ekki kynt að vetri til.
Málshöfðun Páls kom Bifreiða-
eftirlitinu að óvörum og ljóst að þar
höfðu menn ekki gert ráð fyrir
möguleikanum á skemmdum. Hús-
næðið hefur af þess hálfu staðið
ónotað allan tímann, en það var þó
í umsjá stofnunarinnar. Bifreiða-
eftirlitið hefur lengi barist fyrir
bættri aðstöðu, en hefur mætt litl-
um skilningi fjárveitingavaldsins.
Stálgrindarhúsið var tekið á leigu í
maí 1983 með bætta aðstöðu eftir-
litsins í huga, en hingað til hefur
ekki fengist fjárveiting til nauðsyn-
legra innréttinga og tækjakaupa. Nú
hefur dómsmálaráðuneytið á hinn
bóginn tekið á leigu húsnæði í sömu
byggingu og eftirlitið er í og er fjár-
veiting til kaupa á innréttingu og
tækjum í fyrirliggjandi drögum að
fjárlögum fyrir næsta ár. Alls er þó
óvíst hvort sú fjárveiting hljóti end-
anlega náð fyrir augum fjárveit-
ingavaldsins.
Guðni Karlsson, forstöðumaður
Bifreiðaeftirlitsins, vildi fátt eitt
segja um málshöfðun Páls í Polaris,
en sagði Pál hafa alla tíð haft aðgang
að húsinu og verið mjög vitandi um
allar aðstæður. Sagði hann að nú
lægi íyrir það brýna verkefni að
bæta aðstöðu Bifreiðaeftirlitsins,
hún væri enda alls ófullnægjandi.
Það væri hins vegar dýrt að innrétta
og kaupa nauðsynleg tæki, en hann
ætti von á því að þetta þjóðþrifaverk
mætti skilningi yfirvalda.
MILLJÖNIR KRÓNA í
SÚGINN
Ef dómur í máli þessu fellur Páli
Jónssyni í Polaris í vil, þá stendur
eftir, að ríkið hafi reitt fram 10 milij-
ónir króna úr sjóðum sínum í hús-
næði sem var ekki nýtt hið minnsta.
Á ári hverju var við afgreiðslu fjár-
laga beiðni dómsmálaráðuneytisins
og Bifreiðaeftirlitsins skorin niður
— enda „sparnaðarandi" sem svifið
hefur yfir vötnunum. Hins vegar er
afleiðing þessa „sparnaðaranda" sú,
að 7—10 milljónum króna hefur ver-
ið kastað út um gluggann. Ef fram
fer sem horfir mun hið nýja leigu-
húsnæði einnig standa ónotað í
næstu framtíð, þ.e. ef fjárveitinga-
valdið velur sér þennan vettvang til
niðurskurðar á ríkisútgjöldum. Ekki
verður annað séð á þessari stundu
en að Bifreiðaeftirlitið fái fullnægj-
andi fjárframlög, enda stendur til að
gera þarft átak í starfsemi stofnun-
arinnar. Meðal annars liggur fyrir að
gert hefur verið sérstakt samkomu-
lag við tryggingafélögin um eftirlit
með sölu á tjónabílum, sem hefur
verið umdeildur þáttur í starfsemi
félaganna. Þá er og verið að meta
viðbrögð við síauknum innflutningi
á notuðum bílum, enda ljóst að
meðal þeirra leynast margir tjóna-
bílar sem þyrftu sérstakrar skoðun-
ar við. HP fjallaði fyrir nokkrum
mánuðum um sölu tryggingafélaga
á tjónabílum, um vandkvæði
Bifreiðaeftirlitsins í því sambandi og
urðu þau skrif að sögn heimildar-
manns ekki síst til þess að farið var
út í samkomulag þetta; nú þurfa allir
tjónabílar sem seldir hafa verið á
uppboði tryggingafélaganna að fara
í gegnum sérstaka skoðun eftir að
hafa fengið „gæðastimpil" hjá lög-
giltu viðgerðarverkstæði. Með þessu
er ætlunin að útiloka að illa við-
gerðir bílar frá „fúskurum" komi
meira eða minna skakkir og skældir
á götuna.
eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smarti
16 HELGARPÖSTURINN