Helgarpósturinn - 02.10.1986, Side 18

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Side 18
ÉG ELSKA leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart Eins og atriöi íspennumynd: blaöamaöur HP kemur brunandi á stöövar- bíl og staönœmist viö ákveöiö hús úti á Nesi. Um leiö og hún snarast út í svartri leöurdragt meö mikilvœga skjalamöppu í fanginu, opnast huröin á nœsta bíl og dökkhœröur maöur í rúöóttum jakkafötum („tiger-teeth'- mynstur) meö dökk sólgleraugu gefur henni bendingu um aö setjast í fram- sœtiö hjá sér. Alltgerist þetta á sekúndubroti. Síöan hefst œsilegur eltingar- leikur sem berst víöa um bœinn. Þótt bílstjórinn sé aö sönnu Jón Óttar Ragnarsson, matvœlafrœöingur og sjónvarpsstjóri Stöövar 2, er hér ekki veriö aö eltast viö glœpamenn inýrri íslenskri spennumynd, heldur lykla aö bráöabirgöahúsnæöi Islenska sjón- varpsfélagsins aö Austurströnd 3, sem hann hefur annaö hvort týnt eöa lœst inni. Kannski má þaö einu gilda þar sem íslenska sjónvarpsfélagiö veröur vœntanlega flutt í framtíöarhúsnœöi sitt uppi á Krókhálsi rétt um þaö leyti sem þetta viötal kemst á þrykk. Ekki seinna vœnna þar sem áætlaö er aö hefja útsendingar eftir viku. Meðan á þessari löngu iyklaleit stendur gefst tími til að inna Jón Óttar, sem kennt hefur mat- vælafræði hér við Háskólann sl. tíu ár, eftir því hvort hann hyggist alveg leggja niður þann starfa í framtíðinni. ,,Ég kenni dálítið á haustmisserinu, en ef sjón- varpsstöðin gengur mjög vel, reikna ég með að draga mig alfarið út úr kennslunni," svarar hann og heldur síðan langa ræðu um það óefni sem láglaunastefnan hafi komið menntamálum þjóðarinnar í. Jurtafæði gegn streitu Það er laugardagsmorgunn og næringarfræð- ingurinn er hálf ryðgaður eftir vellukkað frum- sýningarkvöld í Leikhússkjallaranum kvöldið áður. Þegar hann hefur loks fengið lyklavöldin að Austurströnd 3 fær hann sér síðbúinn morg- unverð sem hann hefur keypt á leiðinni: musl með mjólk, og eplasafa. Síðan hallar hann sér aftur í sætinu og skeytir engu þótt síminn hringi án afláts, brosir og bíður átekta eftir fyrstu form- legu spurningunni. Maðurinn er fjörutíu og eins árs, í glansandi bítlaskóm, með drengjalegt and- lit sem minnir reyndar dálítið á fresskött, og þó að fram hafi komið í ökuferðinni að hann ieggi ásamt samherjum sínum nótt við dag við að undirbúa sjónvarpsreksturinn, get ég nú ekki séð á honum hrein og klár streitumerki. Ég spyr hann því fyrst hvort mikil vinna fái ekkert á- hann. „Þetta er vissulega mikið at, maður er að sínu leyti að fara í gegnum hljóðmúrinn," svarar Jón Óttar. „En ég er alinn upp á svo miklu stríðs- heimili að ég held að ég fúngeri bíólógískt best þegar svona mikið er að ske. Nei, ég elska stríð. Það er frekar að aðgerðaleysi stressi mig.“ — Er aldrei neitt sem gefur sig í hita leiksins? „Ég held að ég væri örugglega búinn að of- keyra mig ef ég væri ekki næringarfræðingur," segir hann. „Ég fer ekki eftir næringarfræðinni sem trúarbrögðum heldur nota ég hana fyrst og fremst til að forðast ákveðna hluti. Ég veit nokk- urn veginn hvar hættumörkin liggja og reyni að gæta þess að fara ekki yfir þau.“ — Til hvada ráda grípuröu þegar þú verdur mjög stressadur? „Eg forðast kaffi og lifi á jurtafæði. Streita og þungur matur fara ekki saman. Hefði ég ekki þessi fræði til að halla mér að væri miklu vand- lifaðra." — Þannig ad þú fellur aldrei saman? „Nei, mér líður best þegar allt er á fullri ferð. Og háskólakennslan hefur sjálfsagt veitt mér ákveðna ögun, hún krefst það mikils skipulags." — Attu einhver hollrád handa vinnuþjörkum þessa lands? „Það er erfitt að alhæfa. Sjálfur dreg ég mig mikið í hlé. Ég þarf að vera einn með sjálfum mér einhvern tíma á dag og reyni að láta helg- arnar ekki alveg setja svefn og annað um of út af laginu. Forðast spítalamat á sunnudögum," segir hann og glottir. Einangraður og dekraður Jón Óttar er sonur hins mikla menningar- frömuðar Ragnars Jónssonar í Smára sem þekktastur er fyrir að hafa rekið bókaútgáfuna Helgafell fyrir ágóðann af smjörlikisgerðinni sem hann jafnframt rak. Af þeim sökum hefur hann áreiðanlega kynnst mörgum litríkum per- sónuleikum á sínum yngri árum. Ég spyr hann hvað honum hafi þótt skipta mestu í uppvextin- um. „Ég fæddist daginn eftir að síðari kjarnorku- sprengjunni var varpað á Japan, beint inn í kalda striðið," segir Jón Óttar., ,Án efa hefur upp- vöxtur minn losað mig að nokkru leyti úr þeim viðjum sem einkenndu þetta tímabil. Ég held að það hafi verið mjög hættulegt að alast upp á þessum tíma ef menn fengu ekki eitthvert krydd í tilveruna. Ég var svo lánsamur að alast upp inn- an um mikið af skemmtilegu fólki, listamönnum úr öllum áttum. Sumir þeirra, eins og Kjarval og Steinn Steinarr, voru vissulega kenjóttir og dul- arfullir, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa kynnst þessu fólki og ég held að ég hafi lært mjög mikið af því svona óbeint. Svo var ég yngstur, á tvær alsystur sem eru þremur og fjórum árum eldri en ég. Sjálfsagt hef ég verið talsvert dekraður en líka frekar ein- angraður. Það hefur sjálfsagt haft bæði kosti og galla, en alla vega þann kost að ég fékk næði tii að velta hlutunum fyrir mér. Móðir mín, Björg Ellingsen, er af norskum ætt-.. um þó að hún sé fædd á Islandi, og í Noregi er algengt að á sumrin dvelji fólk i sumarhúsum sínum. Þá fluttum við í sumarbústaðinn okkar við Áiftavatn og vorum þar fram á haust. Ég fékk vini mína í heimsókn viku og viku í senn. Þess á milli dundaði ég mér í lautunum... Og um helgar flykktust þangað listamenn. Þetta sérkennilega umhverfi var mjög örvandi. Ég minnist þess hvað mér fannst sárt að fiytja á vor- in og hvað ég hlakkaði til að komast aftur í bæj- arlífið á haustin." Vildi ekki vera í skugg- anum — Gerðu foreldrar þínir ákveðnar kröfur til þín á uppvaxtarárunum? „Foreldrar mínir voru frekar metnaðargjarnir bæði fyrir mína hönd og sína og ég held að það hafi verið ástæðan fyrir því að ég fór í verkfræði. Þar með fékk ég nýtt svið til að glíma við. Hefði ég fetað í fótspor föður míns hefði ég sjálfsagt verið í skugganum. Ég hugsa með samúð til þeirra pabbadrengja sem eru aldir upp við strangan heraga og sigla svo beint í kjölfar feðra sinna. Það varð mér áreiðanlega til happs að fara inn á gjörólíkar brautir, a.m.k. um sinn.“ Jón Óttar stundaði nám í efnaverkfræði við há- skólann í Edinborg um fjögurra ára skeið. Hann segir að það hafi verið sér dýrmæt reynsla að taka þátt í hinni hörðu samkeppni þar sem út- lendingur. Þarna kynntist hann líka ýmsum mætum mönnum, eins og Hermanni Pálssyni. Síðar söðlaði hann um og fór til Bandaríkjanna í matvælafræði. Ég spurði hann hvort faðir hans hafi orðið fyrir vonbrigðum með þetta val. „Ég veit það ekki,“ svarar hann. „Hann talaði að minnsta kosti aldrei um það, og reyndi heldur aldrei að hafa áhrif á þessa ákvörðun mína. Pabbi var afar frjálslyndur maður. Vissulega var sterkt segulsvið í kringum hann og erfitt að verða ekki fyrir mjög sterkum áhrifum, en hann var ekki stjórnlyndur. Ég held að hann hafi verið hamingjusamastur ef fólk gerði það sem það vildi gera. Þegar ég var kominn á kaf í verkfræðina átt- aði ég mig á því að hún var fyrst og fremst erfitt viðfangsefni án þess að ég hefði velt því fyrir mér hvað ég ætlaði mér að öðru leyti. Þegar ég fór út í matvælafræðina var það að sumu leyti fyrir áhrif frá föður mínum sem hafði mikinn metnað á því sviði fyrir hönd íslendinga. Síðan fannst mér heilsu- og næringarfræðin miklu gagnlegra og skemmtilegra nám heldur en nokkurn tíma verkfræðin." Áhugi á að skrifa fyrir sjónvarp — En nú hefurðu ekki bara fengist við að koma nœringarfrœði á framfœri í rœðu og riti, heldur sendirðu frá þér skáldsöguna Strengja- brúður fyrir nokkrum árum. Hefurðu gert meira af því að skrifa skáldskap? Jón Óttar hefur fram að þessu svarað öllum spurningum hratt og fumlaust. Svo er einnig nú. „Ég dreg enga dul á það að ein af ástæðunum fyrir því að ég fer út í sjónvarpsrekstur er sú að ég hef mikinn áhuga á því að skrifa fyrir sjón- varp,“ segir hann ákveðið. Bætir svo við, kannski af ótta við að verða misskilinn: „En jafn- framt að hjálpa öðrum til þess, fá til starfa góða höfunda. Verst er hvað kvikmyndagerð er dýr.“ — Þannig að viö getum átt von á því að geta horft á sjónvarpsleikrit eftir Jón Ottar Ragnars- son í ekki alltof fjarlœgri framtíð? „Ég vil á engan hátt tengja þessa sjónvarps- stöð mínu nafni; en það getur auðvitað alltaf komið til greina að ég skrifi handrit fyrir hana, þótt ég lofi engu. Aðalatriðið er að koma þessu á laggirnar. Við sem að þessu stöndum erum öll því mjög fylgjandi að fara í innlenda dagskrár- gerð eins fljótt og auðið er. Að öðrum kosti væri eins gott að hætta." Og nú heldur sjónvarpsstjórinn ræðu um sjón- varpið sem miðil. Segist æ heillaðri af því eftir því sem hann kynnist því betur. „í sjónvarpi get- urðu töfrað fram hvaða tímabil sem er. Ekki þarf að útskýra allt með orðum, heldur getur höf- undurinn einbeitt sér að samræðunum. Sjón- varpið ætti að geta gefið orðinu meira svigrúm en aðrir miðlar. Ég held að það sé algjör mis- skilningur að myndin eigi eftir að drepa orðið, heldur á orðið eftir að gera myndina innihalds- ríkari. Það er sama hversu falleg myndin er, sé textinn afkáralegur eða vandræðalegur, slekk- urðu á tækinu. Fallegri myndatöku verður að fylgja krassandi texti, annars er allt unnið fyrir gýg- Sjónvarpið er því miður oft misnotað. Sin- fóníutónleikar eru t.d. alveg vonlaust myndefni: maður fylgist með einhverjum fiðluboga og trommara sem er að laga á sér hárið. Eins missa umræðuþættir í sjónvarpi oft algerlega marks: illa upp settir, of margir viðmælendur, of óper- sónulegar spurningar. Ef tilgangurinn er að venja fólk af sjónvarpi er þetta í lagi, annars ekki.“ Jón Óttar segist t.d. ekkert botna í því hvers vegna íslenska sjónvarpið á tuttugu ára starfs- ferli hefur ekki kvikmyndað eina einustu íslend- ingasögu. „Þessar sögur," segir hann, „eru að mörgu leyti skrifaðar eins og kvikmyndahand- rit, auk þess sem þær eru vel til þess fallnar að tengja saman fortíð og nútíð.“ Vinir og (ó)vinir „Þeir eiginleikar sem koma fram í persónum íslendingasagnanna eiga mikil ítök í okkur enn þann dag í dag: hefnigirnin, rógurinn, bardaga- gleðin, stoltið, og fordómarnir sem af því spinn- ast,“ heldur hann áfram. „Enn er það svo að fólk skiptist í vini og óvini og óvinunum er auðvitað fundið allt til foráttu. Það er í rauninni stór- merkilegt hvað menn draga sig markvisst í dilka og eru tilbúnir að halda sig í þessum básum sín- um, í pólitík sem öðru. Svo allt í einu gerist eitt- hvað, t.d. jarðskjálfti. Allt í einu fara menn að tala saman og sjá þá að þessir múrar eru meira og minna byggðir á sleggjudómum. Kannski er þetta óhjákvæmilegt í svona litlu þjóðfélagi, en kannski eru þetta líka leifar frá víkingatíman- um. Við erum ennþá hálfheiðin. Þó að kristnin hafi innleitt náð og fyrirgefningu erum við nú ekkert sérstaklega tilbúin til að fyrirgefa." — Þú sagöir áðan að þú værir mjög pólitískur og reyndir að lifa eftir ákveðnum prinsípum. Hver eru þau helst? „Ég var mjög vinstrisinnaður meðan ég var í Edinborgarháskóla, en síðan hvarf ég gjörsam- lega frá sósíalismanum, m.a. vegna þess að hann er að mínu mati hugmyndafræði sem ekki gengur upp. Nú er aftur á móti hætta á að upp komi stalínismi á hægri vængnum." — Hvað sérðu gott í frjálshyggjunni? „Fyrst og fremst það að hún byggir á einka- framtaki, og flýtir fyrir uppgjörinu við sósíalism- ann, losar okkur undan þessari hugsjón sem leit mjög vel út en gekk ekki upp. En þá er sú hætta fyrir hendi að menn líti á markaðshyggjuna sem afdráttarlausan sigurvegara. Þá er aftur búið að finna upp kerfi sem á að leysa allan vanda. Þá er allt búið." — Eitthvað hefurðu verið bendlað'ur við Sjálf- stœðisflokkinn eftir að þú sagðir skilið við sósíal- ismann, ekki rétt? „Jú, og vissulega er margt gott til í þeim flokki. En minn draumur er sá að hafa hér fjóra frjálslynda flokka sem reyna allir að leysa vandamálin út frá forsendum íslensks þjóðfé- lags, og að enginn þeirra væri það sterkur að hann gæti drottnað yfir hinum. Hins vegar er margt um framúrskarandi fólk í vinstrihreyfing- unni sem þarf að virkja. Annars er hætta á að það einangrist. Og jafnframt þurfum við að hugsa um samhjálpina þannig að þeir sem ekki geta hagnýtt sér markaðslögmálin hrapi ekki niður í ystu myrkur." Akkilesarhæll kapítalismans — Hygguröu á pólitískan frama á nœstunni? „Nei,“ svarar Jón Óttar afdráttarlaust. Heldur síðan áfram þar sem frá var horfið: „En flokka-’ drátturinn í vinstri og hægri bitnar ekki síst illi- lega á menningu og listum. Við þurfum að skapa nýja hugmyndafræði. Annars vegar verður að virkja samvinnu og samhjálp, en hins vegar. einkaframtakið. Ríkið verður að ýta ýmsum hlutum af stað, sérstaklega í menningarmálum og vísindum, því markaðurinn er enn of þröng- sýnn. Hins vegar er markaðurinn mjög hlynntur sjónvarpsrekstri, vegna þess að það er augljós tekjulind í afnotagjöldum, auglýsingum, styrkt- araðild og fleiru. Aftur á móti þorir hann ekki að veðja á myndlist, svo dæmi sé tekið. Þetta er Akkilesarhæll kapítalismans, það vantar alveg í hann heilan bókarkafla: áhættufjármagn til skap- andi vinnu, hvort sem það eru listir, vísindi eða' uppfinningar." — Þannig að þú lítur ekki svo á að þið séuð að taka áhœttu með rekstri Stöðvar 2? „Nei, hér er mjög hæglega rúm fyrir aðra sjónvarpsstöð. Og ætli ríkisútvarpið eftir föng- um að mæta henni með vaxandi sveigjanleika eins og allt bendir til, er komin hörkusamkeppni á þessum markaði. Islendingar hafa mikla þörf fyrir sjónvarpsefni vegna einangrunarinnar og

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.