Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 22
HÚSNÆÐISSTOFMJN RÍKISIIÍS
r , KYNNIR:
NYJU HUSNÆÐISIANIN
IANTIL
ORICUSPARANDI
ENDURBÓTA
Þá þarf sérstök verklýsing og kostnaðar-
áætlun, gerðar af trúnaðarmanni stofnunar-
innar, að fylgja lánsumsókninni. Lánið getur
numið allt að 70% af endurbótakostnaðinum
en fer þó ekki yfir kr. 1.588.000,00. Lánstím-
inn er allt að 21 ári. Um lánsréttinn og aðild að
lífeyrissjóði gildir hið sama og áður hefur verið
talið.
TIL ENN
FREKARI
ÁHERSLU
Hvort sem þú byggir, kaupir nýtt eða notað,
gildir ávallt sama meginreglan:
Kaupi lífeyrissjóður þinn ekki skuldabréf af
Húsnæðisstofnun fyrir 55% af árlegum ráð-
stöfunartekjum sínum, þá skerðist lánið til þín
í hlutfalli við kauþ hans.
VIÐHVAÐ
ERU
FRAMAN-
GREINDAR
LÁNS-
FJÁRHÆÐIR
MIÐAÐAR?
Þær eru allar miðaðar við byggingarvísitölu
270 stig í seþtember 1986 og munu síðan
taka breytingum í samræmi við breytingar á
henni. Grunntölurnar, sem reiknað er frá, eru
frá því í janúar 1986 og þær er að finna í Sam-
komulagi aðila vinnumarkaðsins frá 26.2. sl.
og lögum nr. 54/1986 um Húsnæðisstofnun
ríkisins.
FRAMHALD
SKYLDU-
SPARNAÐUR
UNGMENNA
öllum einstaklingum á aldrinum 16-25 ára,
sem ekki hafa formlega undanþágu, er skylt
að leggjatil hliðar 15% af launum sínum, í því
skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga
/íbúðarkauþa.
Launþegar á skyldusparnaðaraldri eru
hvattir til að fylgjast gaumgæfilega með því að
launagreiðendur dragi lögboðinn skyldusparn-
að af launum og geri skil til Veðdeildar Lands-
banka íslands.
Hafi það brugðist er þeim bent á að snúa
sér til lögfræðings, sem fer með málefni
skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun ríkis-
BREYTINGAR
Á LÁNUMÚR
BYGGINGAR-
SJÓÐI
VERKAMANNA
Lán úr sjóðnum mega nú nema 85% af
þeim kostnaðargrundvelli, sem Húsnæðis-
málastjórn samþykkir.
Heimilt er að hækka lánshlutfallið í allt að
90% ef um sérstaklega erfiðar fjölskyldu- eða
fjárhagsástæður er að ræða.
Einnig er heimilt að veita sérstök lán til allt
að þriggja ára til þeirra, sem eiga í verulegum
erfiðleikum með útborgun.
AUGLÝSING ÞESSI
ER BIRT AÐ
HÖFÐU SAMRÁÐI
OG í SAMVINNU
VIÐ FÉLAGSMÁLA-
RÁÐUNEYTIÐ OG
ALÞÝÐUSAMBAND
ÍSLANDS
RAÐGJAFAR-
STÖÐ FYRIR
HÚS-
BYGGJENDUR
OG IBÚÐA-
KAUPENDUR
Ráðgjafarstöð stofnunarinnar hefur með
höndum ráðgjöf til handa lántakendum. Þeim
stendur þar til boða þjónusta ýmissa sérfræð-
inga, t.d. verkfræðinga, viðskiptafræðinga,
lögfræðinga, arkitekta, bókhaldsmanna o.fl.
aðila. Fólk er eindregið hvatt til að notfæra sér
þessa þjónustu, sem byggir á mikilli reynslu.
Stöðin er opin kl. 8-16 daglega, sími 28500.
HVERNIG
GETURÐU
FENGIÐ
FREKARI
UPPLÝSINGAR?
Þær geturðu að sjálfsögðu fengið með
ýmsu móti. En taktu með varúð upplýsingum,
sem berast manna í milli eða söluaðilar veita,
þótt vel séu meintar og gefnar í góðri trú.
Hafðu samband við Húsnæðisstofnunina
sjálfa, sem opin er kl. 8-16 daglega, sími
28500. Auk þess verða á næstunni haldnir
kynningarfundir víða í landinu, þar sem sér-
fróðir menn um hina nýju löggjöf og fram-
kvæmd hennar munu flytja erindi og svara
fyrirspurnum. Kynningarbæklingar eru fyrir
hendi í Húsnæðisstofnuninni, Félagsmála-
ráðuneytinu, Byggingaþjónustunni,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík og á skrifstofum
sveitarfélaga í landinu.
Húsnæðisstofnun ríkisins
Laugavegi 77. 101 Reykjavík. Sími 28500
22 HELGARPÖSTURINN