Helgarpósturinn - 02.10.1986, Síða 26

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Síða 26
Einokun og hringamyndun í myndlistinni? Gagnrýni á Olaf og Gunnar Kvaran fyrir einokun í myndlistarheiminum. * ,,Listfirmaö Kvaran og Kvaran hf“ Olafur Kvaran: Ætlum aö breyta fyrirtœkinu. Ölafur Kvaran er forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar... og listráðgjafi Norræna hússins... og hluthafi í islenskri listmiðlun. Gunnar Kvaran er einnig hluthafi í islenskri listmiðlun og... formaður bienal-nefndar mennta- málaráðuneytisina Einokun og hringamyndun í ís- lenskri myndlisl? Þannig hljódar gagnrýni margra myndlistarmanna á hendur brœðrunum Gunnari og Ólafi Kvaran. Umrœða um þetta er komin á það stig, að um málið hefur verið fjallað á fundum félaga mynd- listarmanna og á stjórnarfundi Sambands íslenskra myndlistar- manna t síðustu viku. Myndlistarmenn margir hverjir segja að í raun ríki alger fámennis- stjórn á því hverjir fái að sýna og hverjir listamanna fái seld verk eftir sig. Síðustu misseri hafi valdið færst á enn færri hendur. Þeir eru nefndir til þeirrar sögu bræðurnir Gunnar og Ólafur Kvaran og Einar Hákonar- son og sagt að þessir menn hafi einnig samband inní voldugustu stofnanir í kerfinu. Af viðtölum við fólk í þessum geira þjóðlífsins er Ijóst, að ásakanir og brigsl um ein- okun hafa fengið byr undir báða vængi með tímabundinni ráðningu Gunnars Kvaran að Kjarvalsstöðum. KVARAN OG KVARAN Ólafur Kvaran er starfsmaður rík- isins. Hann 6? forstöðumaður Lista- safns Einars Jónssonar. Þá er hann og listráðgjafi Norræna hússins. Auk þess er hann formaður í félagi list- fræðinga á Islandi. Gunnar Kvaran er starfsmaður borgarinnar. Hann er forstöðumað- ur í Asmundarsafni. Á dögunum var hann aukinheldur ráðinn til bráða- birgða forstöðumaður Kjarvals- staða. Gunnar er auk þess formaður bienal-nefndarinnar á vegum menntamálaráðuneytisins. Margir viðmælenda HP hrósuðu þeim bræðrum mjög fyrir góða stjórnun þeirra á Ásmundarsafni og Listasafni Einars Jónssonar og báru menn lof á þá fyrir hugkvæmni í leiðum til tekjuöflunar og fyrir að gæða söfnin meira lífi. Um hitt er meira deilt, þ.e. að þeir skuli vera ráðandi um það hverjir og hvenær listamenn geti sýnt í íang- bestu sýningarsölum borgarinnar, Norræna húsinu og Kjarvalsstöð- um. Segja gagnrýnendur að sýning- artími og -salur ráði algerlega úrslit- um um hvernig til tekst um sölu myndverka. En þetta nægði tæp- lega til þeirrar nafngiftar, sem myndlistarmaður gaf á veldi þeirra bræðra: Listfirmað Kvaran og Kvar- an hf? EINKAFYRIRTÆKIÐ Þeir Kvaran-bræður eiga og reka fyrirtækið íslensk listmiðlun sf. — og eru meðeigendur þeirra Hall- grímur Geirsson (seðlabankastjóra Hallgrímssonar) og Haraldur Jó- hannesen (Matthíasar Morgun- blaðsritstjóra). Þetta fyrirtæki hefur fengist við sölu listaverka og miðlun þeirra. Meðal skjólstæðinga firmans eru listamennirnir Einar Hákonarson, Gunnar Örn Gunnarsson, Helgi Þ. Friðjónsson, Kjartan Ólason og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Fyrirtæk- ið tekur umboðslaun af seldum lista- verkum. Samkvæmt frétt í DV á dögunum hyggur fyrirtækið á út- víkkun starfseminnar með opnun sýningarsalar í húsnæði þess, H. Ben-húsinu við Suðurlandsbraut 4. „Þetta er nú heldur í dramatískara lagi. Það eru breytingar fyrirhugað- ar á þessu fyrirtæki, þannig að það mun í framtíðinni sinna meira ráð- gjöf og útgáfustarfsemi, en ekki umboðssölu á listaverkum núlifandi listamanna — við erum hættir þvi,“ segir Ólafur Kvaran listfræðingur um þetta mál. Ólafur segir enn fremur að íslensk listmiðlun hafi ekki selt verk eftir þá Gunnar Örn, Kjartan Ólason og Helga Þorgils, þó svo að fyrirtækið hefði verk eftir þá til sölu. Þá kvað Ólafur frétt DV á misskilningi byggða — fyrirtækið hygðist ekki opna sýningarsal. BIENAL-NEFNDIN Á vegum menntamálaráðuneytis- ins er starfandi nefnd sem hefur það hlutverk að taka á móti boðum urrj sýningar erlendis. Samkvæmt upp- lýsingum menntamálaráðuneytis- ins var Einar Hákonarson formaður nefndarinnar fram í septembermán- uð. Aðrir í nefndinni eru Gylfi Gísla- son, Jóhannes Jóhannesson og starfsmaður hennar Gunnar Kvaran. 2. september urðu þær breytingar gerðar á nefndinni, að Einar Hákonarson lét af for- mennsku en við tók Gunnar Kvar- an. Ekki kemur fram í fundargerð- um að Gunnar hafi látið af störfum sem starfsmaður nefndarinnar. Nefndin velur sumsé hvaða lista- menn sýna erlendis í boði opinberra aðilja. Margir listamenn gagnrýna nefndina fyrir að velja skjólstæð- inga íslenskrar listmiðlunar sf. til sýninga erlendis, og benda á að skjólstæðingar firmans hafi orðið þess heiðurs aðnjótandi að nefndin sem hluthafinn er í formennsku fyr- ir hafi valið verk þeirra til sýninga erlendis. EINOKUNARMYNDUN? Gagnrýnendur segja að sumar- sýning Norræna hússins, þar sem sýnd hafi verið verk eftir Einar Hákonarson, Gunnar Örn, Helga Þorgils og Kjartan Ólason, sé dæmi um það hvað sé á ferðinni. Þó þessir listamenn séu alls góðs maklegir, þá veki það tortryggni að Ólafur Kvar- an sé listráðgjafi Norræna hússins, jafnframt því sem hann rekur ís- lenska listmiðlun sf., sem hefur ein- mitt sömu listamenn á skjólstæð- ingaskrá sinni. Um þetta segir Ólafur Kvaran: „Sumarsýningin var ákveðin áður en fyrirtækið var stofnað. Valið á ein- staklingum er ekki afleiðing af stofnun fyrirtækisins. Enginn hefur heldur efast um gildi þessara lista- manna sem fulltrúa breiddarinnar í nýja málverkinu. Sýningin er sett saman í samvinnu vi ð Halldór Björn Runólfsson gagnrýnanda Þjóðvilj- ans og við ræddum þetta val opin- skátt og faglega. Hann setur síðan saman texta í sýningarskrá, þannig að þetta er ekki þannig að ég hafi haft eitthvert allsherjarvald í þessu sambandi. Ég get ekki verið að brigsla honum Halldóri Birni um einhver annarleg sjónarmið í sam- bandi við val á listamönnum." Ólafur Kvaran Ieggur ríka áherslu á að viðkomandi listamenn séu ekki sérstakir skjólstæðingar sínir eða Gunnars, — það séu tilaðmynda verð sem var á umræddri mynd var alls ekki óeðlilegt, í rauninni undir því verði sem Svavar er seldur og keyptur á í Danmörku." — En hefði ekki verið rökrétt að kaupa beint af listamanninum? „Ja, nú er um kaupandann Reykjavíkurborg að ræða í þessu til- felii, en það er ekki auðvelt að fá mynd hjá listamanninum," segir Ólafur. — En kaupandinn Einar Hákon- arson er skjólstœöingur Islenskrar listmiðlunar og hagur fyrirtœkisins er hagur hans — ekki satt? „Það snýr þá að honum en ekki okkur," segir Ólafur Kvaran. Gunnar Kvaran. engir skriflegir samningar til milli þeirra hjá íslenskri listmiðlun sf. og listamannanna um sölu einsog tíðk- ast víða erlendis. HP leitaði staðfestingar Halldórs Björns Runólfssonar á því að hann hafi valið listamenn á sumarsýningu Nprræna hússins með Ólafi Kvaran: „Ég réði ekki vali á listamönnum þessum, en á hinn bóginn má segja að ég hafi lagt blessun mína yfir val Ólafs á listamönnunum," sagði Hall- dór Björn. BLESSUN REYKJA- VÍKURBORGAR? Þá er sagt að Einar Hákonarson hafi sem formaður Kjarvalsstaða verið nær einráður um myndverka- kaup fyrir Reykjavíkurborg síðustu árin. Fullyrt er að Einar hafi keypt verk af íslenskri listmiðlun sf., sem fær þóknun í umboðssölu. Fleiri op- inberir aðilar kaupa myndverk af Is- lenskri listmiðlun sf. — og telja gagnrýnendiir að þarmeð sé efnt til óþarfa kostnaðar, þarsem einfald- ara væri að kaupa beint af viðkom- andi listamönnum. Nefnt er dæmi um verk eftir Svav- ar Guðnason sem Einar hafi keypt fyrir Reykjavíkurborg, og sagt að borgin hefði getað fengið verk ódýr- ara hjá listamanninum sjálfum. Þessu svarar Ólafur Kvaran: „Menn verða að átta sig á því að Svavar hefur algera sérstöðu, það En nú er Einar Hákonarson ekki lengur formaður Kjarvalsstaða. Þeir heyra nú undir menningarmála- nefnd borgarinnar, sem hefur sam- kvæmt upplýsingum þaðan ekkert fé til ráðstöfunar á þessu ári fyrir myndverkakaup. Áætluðu fé hafi þegar verið eytt á þessu ári. Gunnar Kvaran hefur verið ráðinn til bráða- birgða listráðgjafi Kjarvalsstaða og töldu margir viðmælendur HP að forstöðumaður hússins, Alfreð Guð- mundsson yrði látinn hætta á næst- unni og stöður forstöðumanns og listráðgjafa sameinaðar. Gagnrýnendur segja að með þessu kerfi, hringamyndun, sé verk- um skjólstæðinga listfirmans haldið uppi í verði og verkum þeirra óeðli- lega hampað. Það geti ekki orðið nema á kostnað annarra mynd- verka, annarra listamanna m.a. vegna smæðar markaðarins. Þeir telja hins vegar að sjálfsögðu ekkert athugavert við að listamenn taki boði gallerís um umboðssölu, enda séu þeir góðs maklegir. En það breyti ekki því að listamönnum sé mismunað með óeðlilegum hætti þegar sömu menn ráði miklu um hverjir sýni í sýningarsölunum, hverjir séu í háum verðflokki og hverjir fái verk sín send til sýninga á erlendum vettvangi. HARKALEGUR HAGSMUNAÁREKSTUR HP leitaði álits nokkurra listfræð- inga á þessu máli og kváðu þeir engan vafa leika á að hér væri starf- að á mörkum siðareglna. Listamenn sem annars voru ómyrkir í máli vísuðu til talsmanna sinna í forystu samtakanna. Daði Guðbjörnsson, formaður Fé- lags myndlistarmanna, staðfesti að listamenn hefðu verulegar áhyggjur af þessari þróun og að þessi mál hefðu verið til umfjöllunar á fund- um, en á þessu stigi máls vildi hann ekki frekar tjá sig um málið opinber- lega. Guðný Magnúsdóttir, formaður Sambands íslenskra listamanna, staðfesti að um þetta mál hefði verið fjallað á síðasta stjórnarfundi sam- bandsins. „Við erum mjög óhress með ailt það vald sem liggur á fárra manna hendi og myndlistarmenn koma í rauninni hvergi nærri, hvorki hérlendis né erlendis. Sömu menn sjá um sýningar sem sendar eru á vegum opinberra aðilja til út- landa og velja á þær, sitja líka í stjórnum sýningarsala, og reka voldugt einkafyrirtæki, — þetta er orðið svo víðtækt vald, að við myndlistarmenn getum ekki til langframa horft aðgerðalausir á. Sambandið hyggst skoða þessi mál nánar og í framhaldi af því taka til sinna ráða,“ sagði formaður Sam- bands íslenskra myndlistarmanna. HPspurði Ólaf Kvaran hvort hon- um fyndist sjálfum um hagsmuna- árekstur að rœða þarsem hann vœri bœði opinber starfsmaður og œtti hlutdeild ! einkafyrirtœki. „Ég myndi segja að miðað við yfirlýstan starfsvettvang íslenskrar listmiðlunar, þ.e. með áherslu á ráð- gjöf og útgáfustarfsemi, þá væri ekki um hagsmunaárekstur að ræða.“ — En stríðir þessi víðtœka starf- semi ykkar á móti siðareglum sam- taka sem þið eigið aðild að, nor- rœna safnaráðinu og alþjóðasam- tökum listfrœðinga? „Þetta er alltaf teygjanlegt og matsatriði hverju sinni. Maður þekkir dæmi um listfræðinga er- lendis sem eiga aðild að galleríum og eru jafnframt í alþjóðasamtökum listfræðinga." HP fékk sent nafnlaust bréf frá listamanni, sem dró upp mjög dökka mynd af veldi þeirra bræðra og Einars Hákonarsonar. Vald þeirra væri ógnvænlegt í íslenska myndheiminum. Því treysti viðkom- andi sér ekki til að gefa upp nafn sitt, „þar sem slíkt jafngilti atvinnu- sjálfsmorði". Og þótt fjölmargir við- mælenda meðal listamanna og list- fræðinga lægju ekki á skoðunum sínum um þróunina á markaði myndlistarinnar — aesktu langflestir þeirra nafnleyndar. Ástæðurnar eru margvíslegar en í þessum „heimi markaðar og myndlistar" er loft lævi blandið, mikil samkeppni og togstreita. leftir Óskar Guðmundssoni 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.