Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 30

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Qupperneq 30
LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR SÝNINGAR ÁSMUNDARSAFIM Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram á haustið kl. 10—17 alla daga. GALLERÍ ÍSLENSK LIST Sumarsýning listmálarafélagsins verður opin í sumar virka daga kl. 9—17. Sýnd um 30 verk eftir 15 félaga. LISTASAFN HÁSKÓLA ISLANDS, í Odda Til sýnis eru 90 verk safnsins aðallega eft- ir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur ókeypis. GALLERl BORG GB býður ykkur velkomin á málverkasýn- ingu Erlu Þórarinsdóttur. Sýningin mun standayfir dagana2.—14. október. Opnar kl. 17 á fimmtudag, en síðan daglega op- ið 10—18 virka daga og 14—18 laugar- daga og sunnudaga. EDEN HVERAGERÐI G.R. Lúðvíksson hefur opnað sína 13. myndlistarsýningu f Eden í Hveragerði. Sýningin stendur til 7. okt. G.R. Lúðvíks- son sýnir þar olíu, vatnslitamyndir ásamt skúlptúrum úr rúgmjöli og grjótskúlptúr. GALLERl LANGBRÓK Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12—18, laugardaga frá kl. 12—16. NORRÆNA HÚSIÐ Laugardaginn 27. september var opnuð sýning á verkum norska málarans Edvard Munch og stendur hún yfir til 2. nóvemb- er. Hún er opin daglega frá kl. 14—19. GULLNI HANINN í tilefni af 200 ára afmaeli Reykjavíkur heldur Sólveig Eggerz sýningu á Reykja- víkurmyndum í húsakynnum veitinga- hússins Gullna hanans að Laugavegi 178. Hún er opin frá kl. 11.30—14.30 og frá kl. 18 alla daga en lokað er í hádeginu á sunnudögum. LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn er op- inn daglega frá kl. 10—17. GALLERÍ GANGSKÖR Sumarsýning um þessar mundir, opið virka daga kl. 12—18. GALLERÍ GRJÓT Samsýning. Jónfna Guðnadóttir, kera- mfk; Ragnheiður Jónsdóttir, grafík; Þor- björg Höskuldsdóttir, málverk; örn Þor- steinsson, málverk; Magnús Tómasson, málverk; Steinunn Þórarinsdóttir, skúlpt- úr og Ófeigur Björnsson, skartgripir og skúlptúr. Opið virka daga kl. 12—18. MOKKA-KAFFI Nú sýnir Árni Elvar málverk sín og teikn- ingar. INGÓLFSBRUNNUR Um þessar mundir stendur yfir Ijós- myndasýning Jóns Júlíusar, sem standa mun yfir til 10. október. Opið 8—18. CAFÉ GESTUR Nú hangir á veggjum sýning Axels Jó- hannssonar, sem hann kallar einfaldlega „Skissur". Opið daglega á virkum dögum frá 11 —00.30, en til 2.30 um helgar. ÁRBÆJARSAFNIÐ Safnið er opið 13.30—18 alla daga nema mánudaga. ÁSGRÍMSSAFN Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga 13.30—16. LEIKHÚS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Uppreisnin á l’safirði sýnd föstudag, laug- ardag og sunnudag kl. 20. Verkefni f áskrift eru: „Uppreisnin á isa- firði" eftir Ragnar Arnalds, „Tosca" eftir Puccini, „Aurasálin" eftir Moliére, „Ball- ett" eftir Jochen Ulrich, „Rúmúlus mikli" eftir Durrenmatt, „Yerma" eftir F.G. Lorca og „Lend me a tenor" eftir Ken Ludwig. Verð pr. sæti kr. 3200. Miðasala kl. 13.15-20. Sími 11200. LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR Nú er verið að sýna Land mfns föður eftir Kjartan Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson og Upp með teppiö, Sól- mundur! eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Hafnar eru sýningar á leikgerð Brfetar Héðinsdóttur á Svartfugli, skáldsögu Gunnars Gunnarssonar um Sjöundár- morðin og réttarhöldin sem þeim fyigdu. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir og samdi hún einnig leikhandrit. Leikmynd og bún- inga hannaði Steinþór Sigurðsson. Tón- list er eftir Jón Þórarinsson. Lýsingu ann- ast David Walters. Með helstu hlutverk fara: Jakob Þór Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Kjartan Ragnarsson, Þröstur Leó Gunn- arsson, Gísli Halldórsson, Gfsli Rúnar Jónsson, Steindór Hjörleifsson, Guð- mundur Pálsson, Sigurður Karlsson, Val- gerður Dan, Karl Guðmundsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. VIÐBURÐIR BUBBI OG MX-21 Fyrstu sjálfstaeðu tónleikar Bubba Morthens og MX-21 í Reykjavfk verða í Austurbaejarbíói laugardagskvöldið 4. október. Hér er um að ræða tvenna tón- leika og hefjast hinir fyrri kl. 19:00 en hinir sfðari kl. 22:00. Reyndar eru þetta fyrstu rokktónleikar Bubba í Reykjavfk í um það bil 2 ár. Að vfsu komu Bubbi og MX-21 fram á Reykjavíkurhátíðinni um daginn. Hljómsveitin vakti þar strax gífurlega at- hygli, en þeir tónleikar voru raunverulega aðeins forsmekkurinn af þvf sem koma skal. Yfirskrift tónleikanna í Austurbæjarbíói er FRELSITIL SÖLU, sem er samheiti fyrir hina væntanlegu nýju stúdíóplötu Bubba. Á þessum tónleikum kynnir Bubbi ásamt MX-21 f fyrsta sinn aðdáendum sínum efni plötunnar í heild. Hér er um að ræða efni plötunnar, sem Bubbi hefur verið að vinna að með hléum að vísu í heilt ár, með meðlimum sænsku hljómsveitarinn- ar Imperiet. Fyrri tónleikarnir hefjast með því að Bubbi kemur fram einn í hálfa klukku- stund. Að því loknu tekur við hljómsveitin Ný augu, með einn af athyglisverðustu tónlistarmönnum þessa árs í broddi fylk- ingar, Bjarna Tryggvason. Eftir hlé kemur svo Bubbi ásamt MX-21 og spila í rúma klukkustund. Seinni tónleikarnir, sem hefjast klukkan 22:00 eru með sama sniði nema að þá verðum við líklega flest vitni að í fyrsta sinn uppákomu „dreptanbillý" tríósins, Langa Sela og skuggunum. Hér eru mættir á ný saman þrfr af fyrrum meðlim- um hinnar ógleymanlegu hljómsveitar Oxzmá. Lfkt og á fyrri tónleikunum munu svo Bubbi og MX-21 Ijúka tónleikunum. Forsala aðgöngumiða verður sem hér segir: Reykjavík: Hljómplötuverslanir Selfoss: 29. sept. MM búðinni Keflavík: 30. sept. Hljómval Akranes: 31. sept. Jafnframt er fólki, sem býr víðsvegar á landsbyggðinni bent á að snúa sér til- Flugleiða, sem bjóða sérfargjöld og miða á þessa tónleika. NORRÆNIR MÚSlKDAGAR Fjölmargt er á seyði næstu daga. Meðal annars gefst kostur á að hlýða á Sinfóníu- hljómsveitina leika á föstudag verk eftir Pade, Maros og Nordheim og á laugardag verk eftir Holewa, Hillborg, Heineinen og Hallgrímsson okkar. Sjá nánar Listapóst. FOLD '86 Alltaf eitthvað á seyði hjá torflistamönn- unum í Vatnsmýrinni, ýmiss konar þjóð- legar og óþjóðlegar uppákomur og sviðs- verkið Seifur. Frá kl. 15 laugardag og sunnudag — fjör fram eftir kveldi. HANA NÚ Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 4. október. Lagt af stað kl. 10 frá Digranesvegi 12. Veturinn nálgast. Við göngum hvernig sem viðrar og miðum gönguna við að- stæður. Búið ykkur eftir veðrinu. Sam- vera, súrefni, hreyfing. Nýlagað mola- kaffi. BÍÖIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg AUSTURBÆJARBiÚ Purpuraliturinn (The color purple) ★★★ Þessi mynd Spielbergs fær hjá okkur HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UM HELGINA? Þráinn Hallgrímsson, fræðslufulltrúi hjá MFA „Ég hef geysilegan áhuga á því að sjá Uppreisnina á ísafirði, ef ég fæ miða. Ég hef áhuga á öllu er snýr að ísafirði, þar sem ég bjó um skeið. Mér finnst gaman að skoða svona verk eftir nýja höfunda og ekki er það verra að hann skuli vera fjármálaráðherra verðbólgunnar. Síðan er ég ákveðinn í að stunda einhverja útivist, helst að draga fjölskylduna upp á fjöll, að ganga upp á eitthvert gott fjall, fá roða í kinnarnar og hlaupasting. Ég gæti hugsað mér að skreppa í bíó, að sjá myndina Mona Lisa í Bíóhúsinu. Og ég hlýt að koma eitthvað við á flokksþingi Alþýðuflokksins á Hótei Örk, að fylgjast með upp- sveiflunni." einkunnina „Látlaus,*fögur, hrífandi, mjög góð, kvikmyndataka frábær, sömuleiðis klippingin, tónlist Quincy Jones og leikur, þar sem Whoopy Goldberg rís hæst, að öðrum ólöstuðum. . ." Sýnd kl. 5 og 9 I sal 1. Kynlífsgamanmál á Jónsmessunótt (A Midsummer night's sex comedy) Eitt af virtustu meistaraverkum Woody Allens mætt til leiks á islandi — að vísu enn án íslensks texta, hvort sem Sverri llk- ar betur eða verr. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í sal 2. Týndir í orrustu (Missing in action) Rambo-týpu-mynd með Chuck Norris i fararbroddi. Fæst orð bera minnsta ábyrgð . . . Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 BÍÓHÖLLIN I svaka klemmu (Ruthless people) Grínmynd með Danny DeVito, Bette Midler og fleira góðu fólki. Titillagið flutt af Mick Jagger. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Eftir miðnætti (After hours) ★★★ Grínmynd Martins Scorsese, sem hlotið hefur góða dóma. — Sjá Listapóst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Poltergeist 2: Hin hliðin ★★★ Hryllingurinn sem margir biðu eftir. Þó svo að Roltergeist II jafnist e.t.v. ekki á við fyrirrennara sinn hvað frumleik og mark- sækni handritsgerðarinnar varðar, þá bregst hún svo sannarlega ekki vænting- um áhorfenda sinna varðandi framan- greint. Myndmál hennar er svo kraftmik- ið, að við komumst engan veginn hjá því að hrlfast með, hversu fjarstæðukenndur sem söguþráðurinn annars kann að virð- ast. Fbltergeist er fyrst og fremst veisla fyrir augað. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Á fullri ferð í L.A. (To live and die in LA) ★★★ Leikstjóri er William Friedkin en I aðal- hlutverki er William Retersen. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregíuskólinn III (Run for Cover) ★★ Léttgeggjuð ærslamynd sem hefur þann sjaldgæfa eiginleika framhaldsmynda að vera besta eintakið. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Leikstjórn: Jerry Paris. Sýnd kl. 5 og 9. Svarti Potturinn (The Black Cauldron) Disney-teiknimynd af vandaðri sortinni: öll fjölskyldan getur fylgst með átökum góðs og ills. Hver fer með sigur af hólmi? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Villikettirnir Sýnd kl. 7 og 11. Barnasýningar laugardag og sunnudag kl. 3 í öllum söl- um. BÍÓHÚSIÐ Mona Lisa Umtöluð mynd frá Handmade-films, framleiðandinn er Georg Bftli Harrison, leikstjóri Neil Gordon. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Skógarlff (Jungle book) Barnasýning kl. 3 á sunnudag HÁSKÓLABÍÓ Þeir bestu (Top Gun) ★★★ „Top Gun er á margan hátt dásamleg kvikmynd og einkum fyrir þá sök, að hún getur skoöast sem skólabókardæmi um það, hvernig staðið skuli að gerð áhrifa- rlkrar áróðurskvikmyndar fyrir nánar til- tekinn málstað." Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.15. LAUGARÁSBÍÓ Salur A Gfsl f Dallas ★ Hér virðist alls ekki vera rottumynd á ferð- inni eins og stúlkan á staðnum fullyrti óábyrgt. Hér er á ferðinni hefðbundinn USA-USSR tryllir með sápuóperuleikur- um. — Sjá Listapóst. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Lepparnir (Critters) ★★ Critters er ein af þessum myndum, sem maður getur engan veginn verið viss um hvort skoðast skuli sem skopstæling á sjálfum sér, eða hvort aðstandendum hafi í raun búið alvara f huga, og ætlað sér að koma f verk einhverju, sem um sfðir reyndist þeim aldeilis um megn. Hvað sem því liður, þá er kvikmyndin ein alls- herjar samsuða stolinna eða hálfstolinna atriða úr ýmsum þekktari hrollvekjum og geimóperum síðastliðins áratugar. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur C Skuldafen (Money Pit) ★ Aðalhlutverk Tom Hanks og Shelley Long undir leikstjórn Richard Benjamins. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Barnasýningar Kl. 3 í öllum sölum (Ronja ræningjadóttir kl. 2.45). REGNBOGINN Til varnar krúnunni (Defence of the realm) ★★★ „Hörkuþriller" segir Mrún. Yfirleitt veit hún hvað hún syngur, blessunin. Sýnd kl. 7, 9 og 11.15. BMX meistararnir ★ Hjólreiðamynd fyrir unglingana og kannski alla fjölskylduna ef því er að skipta. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Hanna og systurnar ★★★ Ákaflega freistandi mynd: Woody Allen, Michael Caine og Mia Farrow. — Sjá Listapóst. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9, og 11.15. Martröð á þjóðveginum (Hitcher) Tryllir sem lýsir manni sem gerir þau glæfralegu og hreint ekki gæfulegu mis- tök að taka ókunnuga puttaferðalanga upp (. Mynd sem á erindi svona í túrista- vertfðarlok. Roger Hauer og C. Thomas Howell leika undir stjórn Roberts Harmon. Myndin er stranglega bönnuð yngri en 16 ára og er sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 Ottó ★★★ Dæmalaus farsi og hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af sæmilega rugluðum kómedíum. Ottó leikur aðal- hlutverkið og leikstýrir að hluta. Sýnd kl. 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Hercules Kraftakarlar eru ftísku, Rambóar, Rockyar og Norrisar í öllum skúmaskotum. Því ekki að hverfa ófá ár aftur f tímann og rifja upp hinn eina og sanna kraftakarl? Sýnd á hefðbundnum tímum með „akademísku" korteri. STJÖRNUBÍÓ Salur A Algjört klúður (A fine mess) ★★ Enn einn farsinn frá Blake Edwards. Aðal- hlutverk eru í höndum Ted Danson og Richard Mulligans. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Salur B Engill (Angel) Mynd um 15 ára stúlku sem er bönnuð innan 16 (myndin það er að segja). Stúlk- an virðist samkvæmt lýsingum vera geð- klofi, því hún er engill á daginn en selur sig á kvöldin. Salur C Karate Kid II Hinn mjóslegni og strákslegi Ralph Macchio þjarmar að japönskum löndum •vinar sfns F^t Morita og er það alls ekki al- gjört klúður hjá þeim félögum. Sýnd kl. 3, 5 og 9. TÚNABlÚ Hálendingurinn (Highlander) ★★ Sýnd kl. 5, 9 og 11.15. Bönnuð börnum innan 16 ára. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.