Helgarpósturinn - 02.10.1986, Side 36
KARLMENN VÍTT OG BREITT UM LANDIÐ TJÁ SIG UM ÞAÐ HVAÐA KONUR ERU MYND/
„KONAN MÍN, HÓFÍ
ÞRJÁR FRAMBÆRILEGUSTU KONUR LANDSINS NÁNAST ÓUMDEILDAR MEÐAL
Fyrir nokkrum mánudum, gerdum viö hér
á Helgarpóstinum óformlega könnun á því
hvaða karlmenn íslenskum konum þœttu
eftirsóknarveröastir. Auðvitad voru viðbrögð
kvennanna misjöfn, en yfirleitt voru þœr þó
hinar hressustu og létu ýmis nöfn flakka
með tilheyrandi upphrópunum og yfirlýs-
ingum.
Nú í vikunni gafst karlmönnum vítt og
breitt um landið kostur á því að tjá sig um
myndarlegustu og frambœrilegustu konur á
Islandi, en þá var heldur betur annað hljóð
í strokknum. Þeir karlmenn, sem haft var
samband við, gátu fœstir stunið upp nafni
einnar einustu konu, sem þeim þótti fram-
bœrileg. Langflestir gáfust upp og tóku alls
ekki þátt í könnuninni!
Þegar konur hér á landi voru spurðar um
eftirsóknarverða karlmenn, þótti þeim það
upp til hópa afar fyndið og spennandi.
Tilnefningum þeirra fylgdu alls kyns óborg-
anlegar lýsingar, hlátrasköll og jafnvel
stunur, sem erfitt er að greina frá í blaði
sem börn undir ákveðnum aldri geta komist
í. Þessu fylgdu sem sagt hin skemmtilegustu
tilþrif og Ijóst var, að konurnar tóku málið
töluvert alvarlega.
Það kom blaðamanni þar af leiðandi mjög
á óvart, hver viðbrögð karlmanna voru við
sambærilegri spurningu um kvenkynið.
Varir þeirra skullu saman eins og lyftuhurðir
á fimmföldum hraða og út úr þeim varð
vart dregið eitt einasta nafn nema með
töngum. Þó áttu mennirnir það sameiginlegt
að nefna nær alltaf sömu konuna fyrst, því
þegar að þeim var þrengt sögðu flestir
einfaldlega „konan mín“. Þetta var einnig
viðkvæði þeirra, sem síðan létu eitt eða
fleiri nöfn koma í kjölfarið. Allir nefndu
karlarnir „konuna mína“ fyrsta. Manni var
meira en farið að detta í hug að þetta væri
hugsað sem nokkurs konar syndaaflausn.
„KONAN MÍN", HÓFI OG
VIGDÍS
Þegar á heildina er litið, neitaði yfir-
gnæfandi meirihluti karlanna að svara, gat
ekki svarað, eða komst ekki lengra en að
nefna eiginkonu sína eða sambýliskonu.
„Konan mín“ fékk því alls marga tugi
atkvæða. Þess vegna er „hún" hér með
útnefnd frambærilegasta og myndarlegasta
kona landsins, þó svo vinningshafinn sé þar
með hálfgert ómark og hafi eflaust til að
bera afskaplega margþætta og mótsagnar-
kennda eiginleika — jafnt á sál og líkama.
En þetta eru óyggjandi úrslit könnunarinnar.
Islenska eiginkona/sambýliskona, þú
hefur hér með verið kosin frambœrilegasta
kona á landinu! Til hamingju.
Á eftir „konunni minni“, voru auðvitað
aðrar konur nefndar til sögunnar og þar
sem nú er farið að ræða um eina og sömu
konuna í hvert skipti, fer loks að vera mark
takandi á niðurstöðunum. Fyrir utan þá
staðreynd að hverjum þótti sinn fugl fagur,
dáðust flestir að alheimsfegurð Hólmfríðar
Karlsdóttur. Hún var mönnum greinilega
ofarlega í huga, eins og eðlilegt verður að
telja. Þegar Hólmfríður var nefnd til sög-
unnar, mátti oft augljóslega greina mikla
aðdáun og einlæga tilfinningu í raddblæ
viðkomandi karla. Það er örugglega ekki
orðum aukið að segja Hólmfríði óum-
deilda draumadís íslenskra karlmanna. Þeir
voru svo sannarlega stoltir af henni.
Ef nafn Hólmfríðar Karlsdóttur fylgdi
„konunni minni“ eins og nóttin deginum,
var þriðja tilnefning þeirra karlmanna, sem
á annað borð svöruðu, einnig nær sjálfgefin.
Það var forseti landsins, Vigdís Finnboga-
dóttir. Fór forsetinn mjög nærri fegurðar-
drottningunni hvað vinsældir snerti og var
hún ekki síður óumdeild en Hólmfríður.
Voru ummæli manna um Vigdísi þó oftast
hátíðlegri og alvarlegri en um Hólmfríði,
enda gefur embætti forseta íslands að sjálf-
sögðu ekki tilefni til annars en fyllstu alvöru
og virðingar. Um fegurðardrottninguna var
t.d. sagt að hún væri „sæt og góð“, en um
forsetann að hún „efldist við hverja raun“ og
að hún væri „yndisleg í alla staði".
KONAN, SEM TÓK SLÁTUR
FYRIR MÖMMU
Aðrar konur en „konan mín“, Hólmfríður
Karlsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir fengu
vissulega atkvæði, en sökum þess hve illa
gekk að fá karlmenn til þess að nefna fram-
bærilegar og myndarlegar konur, dreifðust
atkvæðin verulega. Töluverður fjöldi kvenna
var nefndur, án þess að nokkur þeirra fengi
marktækan fjölda tilnefninga. Þar af leið-
andi verður þeirra einungis getið með nafni,
en ekki gerð tilraun til að raða þeim upp í
sérstaka röð.
Nokkrir karlmenn luku af góðverki
dagsins með því að svara ,,þú“, þegar þeir
voru beðnir um að nefna frambærilegan
íslenskan kvenmann. Þetta svar rökstuddu
þeir með því að þeim litist svo ljómandi vel
á rödd blaðamannsins, sem í hlut átti. Hún
neyddist þó til þess að dæma þessi tilsvör
ómarktæk.
Sumir karlmennirnir tilnefndu mæður
sínar og dætur. Miklir fjölskyldumenn það
og ekkert nema gott um slíkt að segja. Einn
var mun frumlegri og sagðist gefa „konunni,
sem tók alltaf slátur fyrir mömmu“ sitt
atkvæði. Því miður mundi maðurinn ekki
hvað konan hét, en sagði að hún hefði
komið á heimili sitt á hverju hausti og verið
þar í heilan dag að taka slátur. Um kvöldið
hefði hún horfið á braut og ekki sést fyrr en
næsta haust. Ef einhver kona yfir miðjan
aldur kannast við þessa lýsingu, hefur hún
sem sagt verið tilnefnd sem ein myndar-
legasta kona landsins — hvorki meira né
minna.
Konan, sem tók slátrið, var langt frá því
að vera sú eina, sem nefnd var til sögunnar
og ekki var um tvítugsaldur. í könnun okkar
fékk Guðrún A. Símonar, söngkona, t.d. ein
tíu atkvæði. Brynhildur Jóhannsdóttir,
eiginkona Alberts Guðmundssonar iðnaðar-
ráðherra, fékk einnig atkvæði og það sama
gildir um Salome Þorkelsdóttur, alþingis-
mann, og Eddu Guðmundsdóttur, forsætis-
ráðherrafrú.
Sigurvegarinn, „konan mín". (Hér verða viðkomandi að koma fyrir mynd af konunni, sem ber þennan titil.)
Brynhildur Jóhannsdóttir, eiginkona Alberts Guð-
mundssonar iðnaðarráðherra, á greinilega hóp að-
dáenda.
Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður, hefur löngum
þótt með glaesilegri konum og það staðfestu að-
spurðir karlmenn í könnun HR
36 HELGARPÓSTURINN
Hólmfrlður Karlsdóttir þótti „sæt og góð".
Vigdís Finnbogadóttir, forseti islands, er að vonum
ein frambærilegasta kona landsins, enda nær óum-
deild.
Kristín Á. Ölafsdóttir, varaformaður Alþýðubanda- Sigríður Dúna Kristmundsdóttir var reyndar eina
lagsins, er ein af þeim konum í stjórnmálum sem þóttu kvennalistakonan, sem komst á blað.
frambærilegastar á landi hér.