Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 39
FRÉTTAPÓSTUR
Stcrveldafundur í Beykjavík
Mikill viðbúnaöur er þegar hafinn vegna fundar Reagans
Bandaríkjaforseta og Gorbachevs Sovétleiðtoga í Reykjavík
dagana 11.—12. október. Ákvörðunin um að halda fundinn
hér á landi hefur mælst vel fyrir, en ljóst er að mikils átaks
er þörf til að undirbúa fundinn sem skyldi með svo stuttum
fyrirvara. Búist er við 400 manna fylgdarliði með leiðtog-
unum og auk þess hundruð fréttamanna, sem þegar eru
farnir að streyma hingað til lands. Öll gistirými verða fljót-
lega upppöntuð í Reykjavík og nágrenni, allt austur til Sel-
foss.
BJ í Alþýðuflokkinn
Þau undur og stórmerki gerðust nú eftir helgi á nætur-
fundi forystumanna Bandalags jafnaðarmanna, að ákveðiö
var að leggja bandalagið niður, stofna félag frjálslyndra
jafnaðarmanna og ganga í Alþýðuflokkinn. Ákvörðun þessi
kom talsvert á óvart, en þó lá fyrir að pólitískt líf BJ hékk
á bláþræði eftir síðustu skoðanakönnunum að dæma, þar
sem BJ fékk aðeins rúmlega 1% hjá þeim sem afstöðu tóku.
Þingmenn BJ, Guðmundur Einarsson, Stefán Benediktsson
og Kolbrún Jónsdóttur munu sitja flokksþing Alþýðu-
flokksins í Hótel Örk um þessa helgi og verður þar gengið
formlega frá innlimuninni. Þingmaðurinn Kristín Kvaran
hafði áður sagt sig úr BJ og er ekki með í þessu dæmi. Heyrst
hefur um hóp fólks úr BJ sem ekki sættir sig við þessa
ákvörðun, en óljóst er um viðbrögð þess. Alþingi kemur
saman í þessum mánuði og munu þingmennirnir þrír sitja
þingflokksfundi Alþýðuflokksins, sem nú telur 9 þing-
menn í stað 6.
Hafskips-Ragnar með skýrslu
Ragnar Kjartansson, fyrrum stjórnarformaður og for-
stjóri Hafskips, hefur sent fjölmiðlum, fyrrum hluthöfum
og starfsfólki fyrirtækisins, skýrslu eina mikla, þar sem
hann gerir sína grein fyrir Hafskipsmálinu. Er Ragnar
þungorður í garð f jölmiðla, skiptaréttarins, rannsóknarlög-
reglunnar, endurskoðunarskrifstofu N. Mancher og fleiri
aðila. Hefur hann allt á hornum sér og líkir rangindum
beittum í máli þessu við Geirfinnsmálið. „Enginn var vísvit-
andi blekktur né neinu stolið,“ segir Kjartan meðal annars.
Jón Helga skipar nefnd
Hmfjöllun Helgarpóstsins um málefni Hjálparstofnunar
kirkjunnar hefur ollið miklum taugatitringi í þjóðfélaginu
og sýnist sitt hverjum. Nú hefur Jón Helgason dómsmála-
ráðherra (um leið kirkjumálaráðherra) skipað nefnd til að
rannsaka gjafir til Hjálparstofnunarinnar og ráðstöfun
þeirra — en þetta er gert að beiðni stofnunarinnar sjálfrar.
í nefndinni eru Sigurgeir Jónsson, fv. hæstaréttardómari,
Baldur Möller, fv. ráðuneytisstjóri og Halldór V. Sigurðsson
ríkisendurskoðandi. Ráðherra og rikisendurskoðun hafa
ekki séð ástæðu til að rannsaka önnur málefni H.K., en nú
er að sjá hvort það breytist eftir umfjöllun okkar í dag.
Sjúkraliðar segja upp
Hópuppsagnir eru í gangi frá Sjúkraliðafélagi íslands.
Yfir 525 sjúkraliðar hafa sagt upp, sem þýðir um 92% þátt-
töku í Reykjavík og nágrenni. Þá hafa fóstrur ákveðið á fjöl-
mennum félagsfundi að segja upp 1. nóvember — ef ekkert
hefur verið gert til að hækka launin.
Fréttapunktar
• Á bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi i síðustu viku var
hinum blinda Arnþóri Helgasyni meinað af Guðmari Magn-
ússyni, forseta bæjarstjórnar, að taka upp á segulband um-
ræður bæjarstjórnar og honum vikið úr áheyrnarsal. Málið
er i athugun, en Arnþór getur skiljanlega ekki skrifað niður
umræðurnar.
• Væntanlegir áhorfendur Stöðvar tvö i fjölbýlishúsum
standa margir hverjir frammi fyrir miklum vanda. Loft-
netskerfi i fjölbýlishúsum eru viða svo einföld að þau geta
ekki tekið við tveimur sjónvarpsstöðvum og þarf þá að
kaupa nýja loftnetsmagnara.
• Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, neita því báðir að til
standi að þeir gangi til liðs við Alþýðuflokkinn.
• íslenska sjónvarpið heldur um þessar mundir upp á 20
ára afmæli sitt. Nú hafa tekið gildi margvislegar breytingar
á dagskrá og útsendingartimum sjónvarps og útvarps. Með-
al annars færast sjónvarpsfréttir frá kl. 20 til 19.30.
• Fastlega er reiknað með því að bandarískir þingmenn
samþykki samningsdrögin í Rainbow-málinu, sem fela í sér
að báðir aðilar geti keppt um flutningana fyrir Varnarliðið
og að sá sem býður lægst fær 65% flutninganna, en hinn
aðilinn 35%. Þetta felur í sér undantekningu fyrir ísland
frá lögunumbandarískufrá 1904 en vestra er ekki talið að
samkomulagið feli í sér fordæmisgildi.
1) Opel GSI '85
Ekinn aðeins 2000 km.
Meiriháttarbíll.
2) Daihatsu Charmant '85,
ekinn 19 þ.km. Fallegur
fjölskyldubíll.
3) Daihatsu Charade '86,
ekinn 4000 km.
Bráðhuggulegur sparibaukur.
4) Daihatsu Rocky '85, diesel,
ekinn 21.000 km. Finn jeppi
fyrir veturinn.
5) Ford Escort '81—86, 6) Range Rover '84, 4ra dyra,
flestar útfærslur sjálfskiptur, ekinn 41.000 km.
Konunglegur breskur
lúxusjeppi.
Bíla
bilasala
höllin
Lagmula 7 Sirru 688888 108 Reyk|avik
ÞETTA ER TOLVAINJ!
FYRIR EINSTAKLINGA OG FYRIRTÆKI
AMSTRAD PCW tölva með íslensku RITVINNSLUKERFI, ísl. 3ja tíma leiðbeiningum á snældum,
SAMSKIPTAFORRITI fyrir telex, gagnabanka o.fl. og PRENTARAI - fyrir aðeins 39.900,- kr. Stóri
bróðir, AMSTRAD 8512, er með 2 drifum og stærra minni og kostar aðeins 49.900,- kr. Hann er
auk þess hægt að fá fneð fullkomnu fjárhagsbókhaldl eða með viðskiptamanna-, sölu- og
lagerkerfi fyrir 59.900,- kr., og með hvoru tveggja fyrir aðeins 64.900,- kr. - allt í einum pakka
- geri aðrir betur!
AMSTRAD PCW 8256
ritvinnslutölvan: 256 K RAM (innbyggöur RAM diskur), I drif;
skjár: 90 stafir x 32 l(nur. Prentari: Punktaprentari. 90 stafir á sek.
AMSTRAD PCW 8512
ritvinnslu- og bókhaldstölvan: 512 K RAM (innb. RAM diskur),
2 drif (B-drif er I megabyte), skjár: 90 st. x 32 Ifnur. Prentari:
punktaprentari, 90 stafir á sek.
Báðum gerðum fylgir íslenskt ritvinnslukerfi (LOGO-
SCRIPT). Dr. Logo og CP/M+, ísl. lyklaborð, fsl.
leiðbeiningar, 3ja tíma kennsluefni á 2 snældum (ísl.|,
prentari með mörgum fallegum leturgerðum og
-stærðum. Með AMSTRAD 8512 er einnig hægt að fá
fullkomin bókhaldskerfi sem henta mjög vel litlum og
meðalstórum fyrirtækjum.
Námskelð:
Tölvufræðslan sf, Ármúla 36, s. 687590 & 686790:
Fjárhagsbókháld 6 tfmar aöeins 2.500 kr.
Viöskiptamanna-, sölu- og lagerkerfi 6 tímar aöeins 2.500 kr.
Ritvinnslunámskeið 6 tímar aöeins 2.500 kr.
FORRIT FYRIR AMSTRAD:
Samsklptaforrit: BSTAM, BSTMS, Chit-Chat, Crosstalk, Honeyterm
8256, Move-it. Áætlana- og reiknlforrlt: Pertmaster, Milestone.
Brainstorm, Statflow, Cracker, Master Planner, Multiplan, PlannerCalc,
SuperCalc. Gagnagrunnsforrlt: Cambase. Cardbox, dBase II, dGraph,
dUtil, Delta, Flexifile. Telknlforrlt: Dataplot plus, Datplot III, DR Draw,
DR Graph, PolyploL Polyprint. Forrltunarmál: DR C Basic. Mallard,
Basic, Microsoft Basic, Neyada Basic, Cis-Cobol, Nevada Cobol. RM
Cobol, HiSoft C, Nevada Fortran. Pro FortrarþDR PL/I, DR Pascal MT+,
Nevada Pascal, Pro Pascal, Turbo Pascal. Annaö: Skákforrit, Bridgeforrit.
íslensk forrlt: Ritvinnsla (fylgir), Fjárhagsbókhald, Viðskiptamannafor-
rit, Sölukerfi, Lagerbókhald, Nótuútprentun. Límmiðaútprentun.
Auk púsunda annarra CP/M forrita.
v/Hlemm Símar 29311 & 621122
máuu
TÆKNID0LD Hallarmúla2 Sfrni 83211
Umboösmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman, Akureyrl: Bókabúöin Edda, Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga, DJúpavoglrVerslunin Djúpiö,
Grindavík: Bókabúö Grindavíkur, Hafnarfjöröur: Kaupfélag Hafnfiröinga, Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef., ísafjöröur: Hljómborg,
Keflavfk: Bókabúö Keflavfkur. Vestmannaeyjar: Vídeóleiga GS. Seltjarnarnes: Verslunin Hugföng.
öll verö miöuö viö gengi I. sept. 1986 og staögreiöslu.
TOLVULAND HF„ SIMI 17850
HELGARPÓSTURINN 39