Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 40

Helgarpósturinn - 02.10.1986, Page 40
karlinn Reagan mun aka um á bíl frá Sambandinu þegar hann fer til fundar við Mikhail Gorbatsjev á Hótel Sögu um aðra helgi. Þannig liggur í málinu að bandaríska sendi- ráðið í Reykjavík festi fyrir skömmu kaup á sérútbúinni bifreið af gerðinni Opel Zenator sem er brynvarinn og mun reyndar vera sú eina sinnar tegundar hérlendis enn sem komið er. Bílvangur — bílainn- flutningsdeild Sambandsins hefur umboð fyrir þessa bíltegund. Eftir því sem HP er best kunnugt hefur brynvarni Opelinn ekki komið bandaríska sendiráðinu að notum fyrr en nú, að forseti Bandaríkj- anna stígur upp í bifreiðina. Og það var varla við veglegri vígslu að búast. . . llSLtir af inngöngu þeirra Stef- áns Benediktssonar, Guðmund- ar Einarssonar og Kolbrúnar Jónsdóttur í krataflokkinn gamla hafa fætt af sér ótal vangaveltur og sögur. Ein er sú, að á mánudag í há- deginu hafi þeir Stefán, Guðmundur og Eyjólfur Konráð Jónsson fengið sér snæðing saman á veit- ingastaðnum Pottinum og pönn- unni og brallað mikið. Eftir því, sem HP kemst næst mun Eykon hafa verið þess mjög hvetjandi, að þing- menn BJ gengju til liðs við Jón Bald- vin og notað m.a. þá röksemd, að eftir næstu kosningar væri næsta víst að mynduð yrði ný Viðreisnar- stjórn sjálfstæðismanna og krata. Þannig myndu þingmenn BJ, ef þeir næðu þá kjöri, sitja litlir og einangr- aðir í stjórnarandstöðu með helstu bandamenn sína í ríkisstjórn. Ekki fylgdi sögunni hvort ráðherradóm hefur borið á góma, en allavega mun Eykon hafa sagt við þá félaga að þeir gætu orðið iykillinn að myndun Viðreisnarstjórnar númer tvö... (ligendur Hótel Borgar, þeir Sigurður Kárason og Pálmar Magnússon neyðast sennilega ti! að láta eigr.ina ar 'nendi áður en langt um líður. Málið stendur þannig að Hótel Borg fer á síðara nauð- ungaruppboð í nóvember vegna vanskila eigendanna og lítil von er til að þeir félagar geti reitt fram það fé sem krafist er. Sigurður og Pálmar munu einnig eiga erfitt með að standa í skilum við seljendur Borg- arinnar. Síðustu fréttir i þessu hóiéi- rr.áii eru þær, að félagarnir Sigurður og Pálmar reyna þessa dagana að láta kaupin á Hótel Borg ganga til baka. Hins vegar hafa þeir leigt Borgina til þriggja ára til Ólafs Laufdal og þegar tekið við greiðslum frá honum fyrir umrætt timabil. Það er því ekki mjög freist- andi tilboð fyrir fyrri eigendur að fá Borgina aftur í hendur í stað greiðslna, sérstaklega þar sem eign- in er í leigurekstri og óarðbær í þann tíma fyrir gamla eigendur sem við henni taka. Það er ennfremur erfiður valkostur fyrir fyrri eigend- ur að sjá Borgina fara á uppboði og fá peninga sína seint og illa. Eina vonin virðist því að gömlu eigend- urnir geti selt. Borgi.na strax aftur. Við höíum heyrt að þeir líti nú til borg- aryfirvalda með skrifstofuhúsnæði í huga eða Alþingis sem vantar hróp- lega húsnæði áður en fyrirhugaður Kremlarmúr verður reistur sem nýtt húsnæði Alþingis. . . LEIKHÚS- OG ÓPERUGESTIR FRÁB>£R HELGARMATSEÐILL! FORRÉTTUR: Kryddlegnir sjávarréttir m/ristuöu brauöi. AÐALRÉTTUR: EntreCote steik meö kaldri piparsósu, bökuöum kartöflum og grœnmeti. FORRÉTTUR: Grafinn nautavöövi meö sinnepssósu. AÐALRÉTTUR: Hvítlaukskrydduö lúöuflök í súrsœtri sósu meö kartöflum og grœnmeti. Kaffi Salatbar ásamt a la Carte Opiö frá kl. 11:00 árdegis til miönœttis. VEITINGAHÚSIÐ Borðapantanir í síma 24630 lau.gavegi 11 blettahreinsir hreinsar á skjótan og árangursríkan hátt. Fœst í nœstu uerslun. STIRNIR HF. DREIFING. Funahöfða 3,112 Reykjavik s. 672550. 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.