Helgarpósturinn - 26.02.1987, Side 3
FYRSI OG FREMST
VIÐ rákumst á þessa óvenjulegu
mynd af skáksnillingnum Nigel
Short í bresku dagblaði um dag-
inn. í stað þess að sitja hugsi yfir
taflborði, er Nigel þarna að spila í
rokkhljómsveit. Ekki vitum við
hvort hljómsveitin er enn við lýði,
en hún mun hafa heitið Urge. A
hinu ástkæra ylhýra útleggst það:
„Hvatning, sterk hvöt“.
VITIÐ þið hvers vegna Bretar
eru svona góðir í skák? Skýring
Raymond Keene, elsta breska stór-
meistarans sem enn teflir að stað-
aldri, er þessi: „f skákinni getur
maður eingöngu treyst á sjálfan
sig og í eðli okkar erum við
Bretar afskaplega sjálfstæðir."
Hinn 31 árs gamli Anthony Miles
sagði líka nýverið í blaðaviðtali að
ímynd breska skákmannsins væri
að breytast mikið: „Fyrir tólf árum
voru bresku skákmennirnir flestir
með raunvísindagráður frá Oxford
eða Cambridge, en ég held að nú
sé enginn eftir í liðinu, sem hefur
stundað nám á þessum stöðum.
Meirihluti nýju skákmannanna eru
strákar frá Norður-Englandi og
það er fyrir bí að þetta séu fitu-
hlunkar, sem grotna niður fyrir
framan taflborðið. Við stundum
allir sund og förum út að skokka
til þess að halda okkur í góðu
líkamlegu ástandi."
FYRIR skömmu kom út hand-
bók fyrir ferðamenn, sem á frum-
málinu nefnist The Traveller’s
Picture Phrase-Book. Eins og
nafnið gefur til kynna, er þetta
myndabók tii notkunar á ferða-
lögum meðal þjóða sem maður
skilur ekki. í bókinni eru 700
myndir, sem eiga að koma við-
mælandanum í skilning um að
mann vanti allt frá mótefni við
skordýrabiti til rækjukokteils.
Þarna er líka hljóðritun á fram-
burði orðanna „please“ og „thank
you“ á 40 tungumálum — þó ekki
á íslensku, norsku og bengali.
Segir höfundur bókarinnar,
Charles James, að þetta sé ekki
hægt að segja á framangreindum
tungum...
ERLENDIS er nýútkomin bók
með einfaldri túlkun á kroti og
krassi eftir rithandarsérfræðinginn
Peter West. Þar má m.a. lesa eftir-
farandi: Þeir sem teikna blóm
þegar þeir eru annars hugar, eru
þá stundina að hugsa um eitthvað
kynferðislegt. Þeir sem teikna
gleraugu eða annað á myndir í
blöðum, eru að öllum líkindum
óþroskaðir einstaklingar. Fari þessi
árátta út í öfgar, er viðkomandi
stjórnsamur að eðlisfari. Þeir sem
setja utanáskriftina of hátt á
umslög, eru kærulausir. Sé hún of
neðarlega, er sendandinn svart-
sýnn — nema utanáskriftin sé
neðarlega til hægri á umslaginu.
Sá sem skrifar þannig er jarð-
bundinn og lætur ekki auðveld-
lega blekkjast...
HANN Nigel Short er ekki eina
breska undrabarnið í skák. Þar í
landi er einnig 19 ára piltur að
nafni Stuart Conquest — eftir-
nafnið þýðir „sigur" á íslensku —
sem er líklegur til þess að gera
góða hluti í framtíðinni. Stuart er
þegar kominn í hóp 20 bestu
skákmanna í Bretlandi og er
sagður dæmigerður fyrir hina nýju
tegund þeirrar stéttar þar í landi.
Faðir hans kenndi honum að tefla
þegar stráksi var fimm ára og nú
stefnir hann á það að verða stór-
meistari 23 ára.
Stuart Conquest varð stúdent 17
ára og það bíður eftir honum
pláss í Cambridge. Hann á hins
vegar rætur að rekja til dæmi-
gerðrar verkamannafjölskyldu.
Móðirin er heimavinnandi hús-
móðir, en faðirinn atvinnulaus
sölumaður. Stuart hefur mjög
gaman af ferðalögum og góðum
hótelum, en það er enginn tími
fyrir kærustur ennþá. Hann hefur
látið hafa það eftir sér, að skák-
menn geti ekki leyft sér að eiga
eiginkonur fyrr en þeir hafi náð
stórmeistaratitlinum.
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Lán í óláni
Ég sit hér og mig lengir eftir láni,
en loks er von til þess að eitthvað skáni:
Brátt munu aðrir öðlast völd og titla
Alexander litla.
Niðri
„Þad er ekki venjan ad nemendur hagi sér
svona..."
SKARPHÉÐINN ÖLAFSSON SKÓLASTJÖRI
HÉRAOSSK0LANS Á REYKJANESI VIÐ ISAFJARÐAR-
DJÚP EFTIR AÐ NEMANDI HANS GEKK BERSERKS-
GANG VESTRA, BRAUT SEX HURÐIR, KVEIKTI í
BENSlNSTÖÐ OG SOFNAÐI AÐ LOKUM I
GUFUBAÐI.
Gunnar M. Hansson er forstjóri IBM á íslandi, en einsog kunnugt er
stendur fyrirtækið, ásamt Skáksambandi islands, nú fyrir sterkasta
skákmóti sem hér hefur verið haldið. Þetta er næsta sjaldgæft að fyrir-
tæki styrki fþróttir með þessum hætti og af þeim sökum sló HP á þráð-
inn til Gunnars.
Var þetta góður
leikur hjá IBM?
Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM
„Já, tvímælalaust. Við höfum alltaf vitað að hér væri mikill
skákáhugi en að hann væri svona mikill kom okkur á óvart. Við
höfum svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Við höfum
fengið mjög mikla umfjöllun og alla jákvæða. Það hefur einnig
vakið athygli mína að á mótsstaðnum safnast saman fólk á öll-
um aldri og talast við án þess að um nokkurt kynslóðabil sé að
ræða."
Skákið þið keppinautunum með þessu móti?
„Ekki vil ég segja það, enda var það ekki hugmyndin með
þessu. Mótið er haldið í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins og
við vorum einfaldlega að velta fyrir okkur hvernig við gætum
sem best haldið uppá það."
Er þetta ekki bara ódýr augiýsing fyrir ykkur?
„Þetta er ekki auglýsing, þ.e. þetta var ekki hugsað sem slíkt
en auðvitað er mótið auglýsing öðrum þræði. Ef þetta er aug-
lýsing er hún ekki ódýr, langt því frá. Þetta er rándýrt mót, við
'vildum fá hingað toppmenn og þeir fengust ekki nema að við
borguðum fyrir þá háar upphæðir.
Afhverju völduð þið að standa fyrir skákmóti en ekki
enhverju öðru?
„Kannski fyrst og fremst vegna þess að tilvera og rekstur fyr-
irtækisins byggist á hugviti og ég held að mér sé óhætt að full-
yrða að íslendingar standi hvergi jafn framarlega í nýtingu hug-
vitsins og í skákinni. Það var líka þessi áhugi sem ég minntist
á áðan sem var að einhverju leyti valdur að því. Annars vil ég
taka það fram að við höldum þetta mót ekki einir og það hefð-
um við aldrei getað. Allt samstarf okkar við Skáksamband is-
lands hefur verið frábært. Island hefur á sér mjög gott orð sem
keppnisstaður og það var þessvegna sem við, í félagi við Skák-
sambandið gátum fengið alla þessa sterku keppendur hingað."
Flytur IBM inn skáktölvur?
„Nei, við flytjum ekki inn skáktölvur. Hinsvegar er ein IBM
PC-tölva með skákforriti uppá Hótel Loftleiðum sem hver og
einn getur fengið að reyna sig við."
Segðu mér annað; er það rétt að starfsmenn IBM fái
greitt f dönskum krónum."
„Nei. Þetta er kjaftasaga sem maður hefur heyrt en byggist
ekki á neinum rökum. Allir starfsmenn IBM eru islendingar og
fá sín laun greidd í íslenskum krónum, ég þar meðtalinn. Hér
er ekkert bundið erlendum gjaldmiðlum. Við erum einsog
hvert annað fyrirtæki með það."
Hver heldurðu að vinni mótið?
„Nigel Short er óneitanlega mjög líklegur til þess eins og
sakir standa en við skulum gá að því að það eru aðeins fimm
umferðir búnar. Það getur allt gerst ennþá og allt of snemmt að
útiloka nokkurn af þessum sterku skákmönnum. Ég hef trú á
Kortsnoj, ég veðjaði á hann fyrir mótið en Short er með pálm-
ann í höndunum núna."
Kanntu sjálfur mannganginn?
>AJá, ég kann nú mannganginn og hef gaman af skák. Ég
tefldi talsvert þegar ég var yngri. Annars er ég eins og flestir ís-
lendingar, hef gaman af skák, kann ekki mikið fyrir mér en þykir
alltaf gaman«ð taka eina."
\
HELGARPÖSTURINN 3