Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 4
TRÚNAÐARSKÝRSLA f HÚSNÆÐISSTOFNUN
UTREIKNINGA HP
Fyrir tœpum þremur vikum
barst Alexander Stefánssyni trún-
adarskýrsla frá Hilmari Þórissyni
og Katrínu Atladóttur á Húsnœdis-
stofnun ríkisins. Trúnaöarskýrsl-
an var unnin í hendur félagsmála-
ráðherra vegna þeirrar miklu
gagnrýni sem nýju húsnæðislánin
sœta. Staðfestir skýrslan allt sem
haldið hefur veríð fram um fjár-
þörf og biðtíma eftir lánum. Fé-
lagsmálaráðherra hefur í útvarps-
viðtölum neitaö því að slík skýrsla
væri til, en nú er hún komin fram.
HP hefur skýrsluna undir höndum
og hér á eftir fara kaflar úr trúnað-
arskýrslu ráðherrans.
TRÚNAÐARMÁL —
SJÓNARSPIL
í febrúarsamningum 1986
gengu aðilar vinnumarkaðarins
frá sérstöku samkomulagi um
skipan húsnæðismála. Var sam-
komulag þetta sagt myndu marka
tímamót í sögu húsbygginga á Is-
landi og nokkrir helstu forystu-
menn verkalýðshreyfingar, m.a.
Ásmundur Stefánsson, lýstu nýja
kerfinu sem „félagslegri byltingu".
Ríkisstjórnin féllst á hugmyndir
aðila vinnumarkaðarins og gerði
þær að sínum. Nýtt húsnæðis-
frumvarp var samþykkt sem lög
frá Alþingi.
Sérfræðingar í húsnæðismálum
vöruðu við samþykkt frumvarps-
ins og bentu á vankanta, sem þeir
töldu svo mikla, að ef þeir yrðu
ekki sniðnir af frumvarpinu myndi
nýja húsnæðislánakerfið aldrei
verða sú bylting sem menn töldu
að það yrði, og að kerfið hryndi í
versta falli innan tveggja ára. Rök-
studdu sérfræðingar þetta með
niðurstöðum kannana, sem gerð-
ar höfðu verið á fasteignamarkaði
og hefur Stefán Ingólfsson verk-
fræðingur, fyrrum deildarstjóri hjá
Fasteignamati ríkisins nýlega gert
grein fyrir því máli í Morgunblað-
inu.
Þær upplýsingar, sem lágu fyrir
í félagsmálaráðuneytinu og stofn-
unum sem hafa afskipti af hús-
næðismálum, sýndu að nýtt hús-
næðiskerfi gat ekki gengið upp
miðað við þær forsendur sem
menn gáfu sér á Alþingi þegar
frumvarpið var þar til afgreiðslu.
Hirti félagsmálaráðherra, Alex-
ander Stefánsson, ekki um að
nefna þessa veikieika kerfisins
þegar málið var afgreitt. Það verð-
ur ekki skilið öðru vísi en að ráð-
herra hafi vísvitandi legið á upp-
lýsingum er vörðuðu málið.
Sama leyndin hefur hvílt yfir
Húsnæðisstofnun ríkisins undan-
farið. Hlmögulegt hefur verið að fá
upplýsingar frá stofnuninni og hef-
ur stjórn stofnunarinnar m.a.
komið í veg fyrir að trúnaðar-
skýrsla sú sem hér er til umrœðu
bœrist fjölmiðlum og almenningi.
FJÁRÞÖRF
UMSÆKJENDA
Nýju húsnæðislögin gera ráð
fyrir því að eftirspurn eftir lánum
til kaupa nýrra íbúða sé um 1.600
á ári, tvö fyrstu árin. Áætlað var á
sama hátt að eftirspurn eftir lán-
um til kaupa á eldra húsnæði yrði
um 2.200 miðað við sama tíma.
Samtals var því talið að umsóknir
á heilu ári yrðu 3.800. Af heildinni
var gert ráð fyrir að um 1.900
þeirra sem sæktu um ættu ekki
íbúð fyrir og nytu því forgangs.
f trúnaðarskýrslu félagsmála-
ráðherra stendur skýrum störfum
hver reynslan hefur orðið: „Á ár-
inu 1985 var lánaö samtals til
6.135 íbúða þar af 1.897 íbúða
sem lán vegna greiösluerfiðleika
var veitt til, eftir stóðu þá 4.256
íbúðir. Af þessum 4.152 íbúðum
sem fram koma í töflunni hér að
ofan eru um 2.325 íbúðir, eða 56%
# Húsnæðisstofnun rikisins
LÁNADEILD SÍMI 28500 LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK
Reykjavik, 10. febrúar 1987
TRÚNAÐARMÁU
Til Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðlierra
Frá Hilmari Þórissyni og Katrínu Atladóttur
NÝJA IiÚSNÆDI SLÁNAKERFID.
Samkvæmt 1ánsfjárlögum cru 3.882 m.kr. til ráðstöfunar í
útlán á árinu 1987 úr Byggingarsjóði ríkisins. Sjóðstreymið er
áætlað þannig í m.kr.:
Innstreymi
Ríklssjóður 1.000
Lífeyrissjóðir 3.275
Skyldusparnaður, nettó 50
Afborganlr, vextir og verðbætur 1.070
Tekjur tæknideildar 15
Annaö 22 5.032
Húsnæðislónakerfið hrunið Félagsmálaróð-
herra neitar tilvist trúnaðarskýrslunnar Bíðtimi 3 ár í
haust 10 milljarða þarf í lánakerfið á næsta ári Gert ráð
fyrir fjórum
Alexander Stefánsson hefur þrætt fyrir að
húsnæðiskerfið sé hrunið. . .
vegna umsœkjenda sem eru að
eignast sína fýrstu íbúð."
Þetta eru 425 lán umfram ítrustu
spá þeirra sem unnu nýja húsnæð-
isfrumvarpið og er hér miðað við
árið 1985, þegar fasteignaviö-
skipti voru í mikilli lægð. Spyrja
má: Hvert áttu þessir 425 að leita?
Af hverju voru þessar tölur ekki
notaðar við samningu nýja frum-
varpsins?
I trúnaðarskýrslunni segir síðan
um reynsluna af nýja kerfinu og þá
þörf fyrir lán, sem fram kom á
fyrstu fimm mánuðum kerfisins:
„Frá 1. september 1986 til ársloka
bárust 4.260 umsóknir vegna fjög-
urra lánaflokka og eru þá þeir
sem fóru milli kerfa ekki taldir
með. Þessar umsóknir eru þannig:
Nýbyggingar 815 umsóknir, eldri
íbúðir 3.225, nýbyggingar eða
eldri íbúðir 63, viðbyggingar og
endurbœtur 120, orkusparandi
breytingar 37. Samtals 4.260 um-
sóknir.
Þeir sem eru að eignast sína
fyrstu íbúð eru 46% umsœkjenda.
Þegar þessum 4.260 umsóknum
er raðað niður á lánveitingar er
gert ráð fyrír 15% afföllum."
Samkvæmt upplýsingum í
skýrslunni reiknar Húsnæðis-
stofnun með því að lánsupphæð
sé að meðaltali 1.6 milljón á um-
sœkjanda. Samtals er þörfin því —
með afföllum HSR — 5800 miiljón-
ir króna. Tæpir sex milljarðar. Tek-
trúnaðarskýrsla sé til sem staðfesti að
/ð skal fram að hér er aðeins verið
að tala um fjárþörf sem fram kom
síðustu fjóra mánuöi ársins 1986.
Og hvað skyldi stofnunin svo
hafa mikið fé til útlána. Hvað segir
trúnaðarskýrslan? „Sjóður í árslok
var 558 m.kr. Hins vegar námu
óhafin lán um sl. áramót um 300
m.kr. Þvíer reiknað með að um 300
m.kr. komi til viðbótar þeim 3.882
m.kr. sem eru til ráðstöfunar í út-
lán á árinu 1987, eða 4.182 m.kr."
Húsnæðisstofnun ríkisins vant-
ar því um tvö þúsund milljónir á
árinu 1987 til að geta afgreitt þá
umsækjendur, sem sóttu um á
haustdögum 1986. Helgarpóstur-
inn hélt fram þessari tölu 12. febr-
úar s.l.
DÖKK FORTÍÐ —
SKUGGALEGRI
FRAMTÍÐ
Hafi fortíð nýja kerfisins verið
dökk, þá er framtíðin skuggalegri.
Um umsóknir — lánsþörf — í jan-
úar s.l. segir í trúnaðarskýrslu
Alexanders: „íjanúar 1987 bárust
560 umsóknir vegna nýbygginga
og eldri íbúða, eða um 130 um-
sóknum fleiri en í desember 1986.
Ef gert vœri ráð fyrir um 500 um-
sóknum að meðaltali á mánuði,
yrðu þœr 6.000 samtals á árinu
1987."
Helgarpósturinn reiknaði með
þessum sex þúsund umsóknum í
sínu reikningsdœmi og dró frá
hugsanlegt brottfall. HP gekk út
frá 5.200 lánshæfum umsóknum á
árinu. Húsnæðisstofnun gengur út
frá 5.100 umsóknum. Áætlanir
sem lágu til grundvallar lagasetn-
ingunni gerðu ráð fyrir 3.800 um-
sóknum.
Miðað við umsóknafjölda HSR
þarf átta þúsund eitt hundrað og
sextíu milljónir til að geta staðið
við lánsloforð, ef þau verða gefin
út, til handa þeim sem sækja um á
þessu ári. Og þá vantar ennþá þær
tvö þúsund milljónir, sem skortir
til að geta uppfyllt lo|orðin frá
haustdögum 1986. Samtals tíu
þúsund milljónir á verðlagi janú-
ar 1987.
Um þetta dæmi segir m.a. í trún-
aðarskýrslunni: „Að meðaltali
hefur verið lánað til um 2.000
eldri íbúða á ári. Hins vegar eru
gerðir rúmlega 4.000 kaupsamn-
ingar á ári. Fyrir gildistöku nýju
laganna voru ákveðnar reglur um
hverjir gœtu fengið þessi lán. Sam-
kvœmt nýju lögunum eiga allir rétt
á láni, ef iðgjöld til lífeyrissjóða
hafa verið greidd og viðkomandi
lífeyrissjóður kaupir skuldabréf af
stofnuninni. Skiptir þá engu máli
þó umsœkjandi selji íbúö fyrir 10
m.kr. og kaupi aðra á 4 m.kr."
ÞRIGGJA ÁRA BIÐTÍMI
Helgarpósturinn hélt því fram í
umfjöllun um nýja húsnæðislána-
kerfið að biðtími eftir láni frá Hús-
næðisstofnun yrði þrjú ár — tæp
— í desember 1987. „Samkvæmt
útreikningum HP má gera ráð fyr-
ir að biðtími þeirra sem sækja um
lán í desember á þessu ári verði 26
mánuðir og er þá miðað við for-
gangshópa. Sé miðað við víkjandi
hópa gæti biðtíminn orðið um 32
mánuðir, eða farinn að nálgast
þrjú ár“, sagði í grein um lánakerf-
ið.
I trúnaðarskýrslu félagsmála-
ráðherra koma fram upplýsingar
sem staðfesta þennan biðtíma (bls.
5 í trúnaðarskýrslunni).
Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra hefur ítrekað verið
beðinn um að leggja fram þær
upplýsingar sem hér hefur verið
vitnað til. Hann hefur neitað.
Hann hefur neitað að hann hefði
undir höndum þessa trúnaðar-
skýrslu. Bæði á Alþingi og í út-
varpi, m.a. í umræðuþætti á Bylgj-
unni í síðustu viku.
Stefán Ingólfsson, fyrrum deild-
arstjóri hjá Fasteignamati ríkisins,
hefur opinberlega upplýst að fé-
lagsmálaráðherra hafi undir
höndum upplýsingar um húsnæð-
ismál, sem hafi átt að segja honum
nýja lánakerfið geti ekki staðist.
Félagsmálaráðherra dró þessar
upplýsingar ekki fram í dagsljósið
þá,heldur kaus að þegja þunnu
hljóði.
Á sama hátt þegir félagsmála-
ráðherra nú.
Spyrja má hve lengi Alþingi ætl-
ar að láta félagsmálaráðherra
komast upp með að halda leynd-
um upplýsingum. Húsnæðislána-
kerfið er hrunið. Og heil kynslóð
ungs fólks bíður eftir svörum í hús-
næðismálum.
eftir Helga Má Arthursson
4 HELGARPÓSTURINN