Helgarpósturinn - 26.02.1987, Side 8
BLAÐBURÐARBÖRN EIGA SÉR ENGIN HAGSMUNASAMTÖK EÐA MÁLSVARA. TIL ÞEIRRA ERU GERÐAR ÓTAL KRÖFUR, EN MINNA
Þau vinna nœtur- og kvöldvinnu,
5—6 daga vikunnar. Þau vinna all-
ar helgar. Þau eru ein á ferd med
fjármuni, þegar fáir eru á ferli. Þau
fá hluta af launum sínum med því
ad fara inn á heimili ókunnugs fólks
ad kvöldiagi—oft þurfa þau aö fara
margar ferðir á sama staðinn. Þau
eru ótryggð viö vinnu sína. Þau geta
verið sett undir eftirlit, efkvartað er
undan þeim við yfirboðarana. Þau
hafa oft litla eða enga lýsingu við
vinnuna og lenda því stundum í
hálfgerðum slysagildrum. Þau eru
blaðburðarbörnin okkar!
Framangreind lýsing er ef til vili
svolítið hrollvekjukennd, en hún er
þó tekin beint úr íslenskum raun-
veruleika nútímans.
Okkur hefur löngum þótt það
sjálfsagður hlutur, að krakkar ynnu
sér inn vasapeninga með því að
„bera út“, eins og það er kallað.
Þetta hefur þótt mesta dugnaðar- og
sjálfstæðismerki. Minna hefur farið
fyrir umhugsun eða umfjöllun um
hinar miður skemmtilegu hliðar
blaðaútburðar.
Blaðberar hafa engin samtök sín á
milli, til þess að tryggja hagsmuni
sína eða koma fram sem ein heild
gagnvart vinnuveitendum. Þegar
haft var samband við skrifstofu ASÍ,
kom þó í ljós að þangað hringja af
og til foreldrar blaðburðarbarna í
leit að upplýsingum um réttindi og
skyldur þessara litlu „verktaka".
Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur
ASÍ, sagði að foreldrar hringdu oft-
ast vegna spurninga um orlofs- eða
veikindagreiðslur, sem mismunandi
reglur virtust gilda um hjá blöðun-
um. Hún sagði stöðu barnanna svo-
lítið óljósa. Þau njóta ekki réttar
launþega, en hafa heldur ekki þann
rétt og skyldur sem verktakar hafa.
Réttarstaðan er sem sagt ekki á
hreinu og enginn sérstakur aðili í
þjóðfélaginu, sem lætur sig málefni
þeirra varða.
Lára sagði ennfremur, að hug-
mynd að stofnun hagsmunahóps
blaðbera hefði kviknað hjá a.m.k.
einni móður, svo hún vissi til. Úr því
hefur hins vegar aldrei orðið, enda
erfitt um vik þegar börn eiga í hlut,
sem þar að auki stoppa oft stutt í
stéttinni.
Þegar haft var samband við
Vinnueftirlit ríkisins kom í ljós, að á
þeim bæ hafa málefni blaðburðar-
barna ekki verið í brennidepli, frek-
ar en annars staðar. Vinnuaðstaða
og réttindamál þessarar fjölmennu
stéttar þjóðfélagsins virðast hvergi
tekin sérstaklega fyrir. Verktakarnir
Iitlu puða bara hver í sínu hverfi og
þiggja sín laun — punktur og basta.
OFTAST ÁRÁSIR í
AUÐGUN ARSKYNI
í þætti um kynferðisafbrot á Stöð
2 fyrir nokkru, voru tekin dæmi um
fjögur ung fórnarlömb. Helmingur
þeirra hafði verið að bera út eða
rukka fyrir dagblöð, þegar árásin
átti sér stað. Sú staðreynd þótti
mörgum óhugnanleg. Af og til sjá-
um við nefnilega örstuttar tilkynn-
ingar um það í blöðunum að ráðist
hafi verið á blaðburðarbarn, það
rænt innheimtuaurunum eða því
misþyrmt á einhvern hátt. Og ekki
eru öllum slíkum málum gerð skil í
fjölmiðlum, eins og fram kemur hér
í opnunni í viðtali við föður blað-
burðardrengs sem nauðgað var af
karlmanni í fyrra.
Helgarpósturinn hafði samband
við Rannsóknarlögreglu ríkisins, til
þess að kanna hvort einhverjar tölur
væru til yfir fjölda blaðburðar-
barna, sem orðið hefðu fyrir árásum
á undanförnum árum. Okkur var
tjáð, að engin sérstök athugun hefði
verið gerð á því máli. *
Ingibjörg Georgsdóttir lœknir hef-
ur starfað með barnahóp Kvennaat-
hvarfsins, einnig „sifjaspellshópn-
um“ svokallaða og víðar, þar sem
fjallað er um velferð barna og ungl-
inga. Hún hefur mjög ákveðnar
skoðanir á þeirri hefð fyrir vinnu
barna, sem ríkir hér á landi:
„Vinna barna á yfir höfuð ekki að
eiga sér stað. Það er grundvallar-
atriði.
Hvað varðar blaðburðinn, bera
börnin við þá vinnu þunga poka og
fara siðan að rukka á kvöldin, oft
með verulegar upphæðir á sér. Það
þarf töluvert stálpaðan krakka, eða
ungling, til þess að geta varið sjálfan
sig ef í illt fer. Þessi börn eru náttúru-
lega útsett fyrir alls kyns hlutum,
því þau eru á ferli snemma á morgn-
ana og seint á kvöldin, og á veturna
er niðamyrkur á þeim tímum sólar-
hrings.
Það eru engar tölur til yfir árásir á
blaðburðarbörn, en mig grunar
sterklega að þetta séu oftast ein-
hverjar hrindingar, í þeim tilgangi
að ná af börnunum peningum. Sem
betur fer eru kynferðisárásir mikl-
um mun sjaldgæfari. En það sár-
vantar öll töluleg gögn um afbrot
þar sem börn koma við sögu. Slíkar
upplýsingar væri hægt að fá, ef
skýrslur lögreglunnar væru tölvu-
unnar. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða.
FJÁRHAGSLEG ÁBYRGÐ?
Það er tæpast jafnalvarlegt að
vera rændur og verða fórnarlamb
kynferðisafbrotamanns, þó svo það
sé auðvitað síður en svo gamanmál
í augum þess sem fyrir því verður.
Þegar peningum er rænt af blað-
burðarbarni, kemur hins vegar sú
spurning í huga fólks, hvort hægt sé
að gera börn ábyrg fyrir fjármunum
án þess að þau séu fjárráða. Það er
að vissu leyti fjármálaleg skuld-
binding, þegar barn tekur að sér að
rukka inn fjármuni dagblaðs og
skila þeim óskertum. Hvað t.d. ef
barn glatar fénu með einhverju móti
og upphæðin er hærri en nemur
væntanlegum launum þess? Er það
skuldbundið til þess að greiða blað-
inu peningana? Við leituðum svara
hjá prófessor Jónatan Þórmunds-
syni.
Sagði Jónatan að ófjárráða barn
væri í þessu tilviki ábyrgt fyrir fjár-
munum, innan þess samnings sem
gerður er við blaðið — en einungis
upp að þeirri fjárhæð sem það sjálft
ynni sér inn. Samkvæmt því væri
hugsanlega hægt að draga glataða
peninga af kaupi barnsins, en ekki
hægt að ganga á eignir þess til að
bæta hugsanlegan skaða.
Ennfremur tjáði Jónatan okkur
að foreldrar væru almennt ekki
skaðabótaábyrgir vegna barna
sinna. Slíkt kæmi ekki til, nema
foreldrarnir ættu sjálfir einhverja
sök í málinu.
KAUP OG KJÖR HJÁ
ÞJÓÐVILJA OG MOGGA
En hver skyldu kjör margum-
ræddra blaðburðarbarna annars
vera á vinnumarkaðnum? Við höfð-
um samband við dreifingarstjóra
Þjóðviljans, Hörð J. Oddfríðarson,
og Sigurþór Sigurðsson hjá af-
greiðslu Morgunblaðsins, til þess að
komast að þvi.
Þjóðviljinn greiðir blaðberum sín-
um 50 krónur á mánuði fyrir hvert
blað, sem þeir bera út (þ.e.a.s. fyrir
hvern áskrifanda). Standi börnin sig
svo vel að engin kvörtun berst
þeirra vegna, hækkar greiðslan hins
vegar í 55 krónur á blað. (Þeir, sem
kvarta yfir því að hafa ekki fengið
blaðið sitt, en komast svo t.d. að því
að einhver fjölskyldumeðlimur
kippti því með sér í vinnuna, eru
sem sagt að lækka kaup blaðburð-
arbarnsins — án þess að það hafi til
þess unnið! Það er verðugt um-
hugsunarefni.
Brönin fá 7% af innheimtum
áskriftargjöldum og frá október
fram í marsmánuð fá þau 5% ofan á
fyrrgreindar tölur í vetrarálag. Or-
lofsfé, sem er 10,17% af heildar-
summunni, er greitt mánaðarlega.
Hörður sagði Þjóðviljann ekki
tryggja blaðberana sérstaklega en
síðastliðið sumar hefði ákveðið
atvik beint athygli þeirra að þessu.
„Þá var okkur einfaldlega bent á
borgina. Það væri borgarinnar að
sjá til þess að halda gangstéttum
þannig að hægt væri að ganga um
þær. Inni á lóðunum eru það síðan
húseigendurnir, sem eru ábyrgir
fyrir frágangi."
Enginn sérstakur lágmarksaldur
blaðburðarbarna er í gildi hjá Þjóð-
viljanum. Slíkt er metið eftir fjölda
blaða í hverfinu og öðrum aðstæð-
um. Börnunum er bent á að ræða
málið við foreldra sína áður en þau
taka þetta að sér, en þau þurfa ekki
uppáskrift þeirra til þess að fá starf-
ið.
Varðandi kvartanir um að blaðið
bærist ekki á réttum tíma, sagði
Hörður Oddfríðarson engar sérstak-
ar reglur gilda um þau tilvik. Tekið
væri á málunum eftir aðstæðum
hverju sinni. Þjóðviljinn á að berast
áskrifendum eigi síðar en hálfníu á
morgnana.
Hjá Morgunblaðinu fá blaðburð-
arbörnin 56 krónur á mánuði fyrir
hvert blað sem þau bera út, og 6%
af innheimtum áskriftargjöldum.
Þau fá ekki greitt orlof, en blaðið
hefur þá reglu að greiða blaðberum,
sem unnið hafa lengur en eitt ár,
þriggja vikna laun í sumarleyfinu.
Sigurþór Sigurðsson sagðist ekki
vita til þess að blaðberar Morgun-
blaðsins væru sérstaklega tryggðir
við vinnu sína. Hann sagði, að börn
undir 10 ára aldri kæmu ekki til
greina og að foreldrar barnanna
væru ábyrgðarmenn, þar sem um
fjármunavörslu væri að ræða. Ekki
er þó farið fram á skriflegt leyfi for-
eldra. í flestum tilvikum er haft sam-
band við þá símleiðis.
Morgunblaðið á að berast áskrif-
endum fyrir klukkan hálfátta á
morgnana. Sigurþór kvað það
rangt, að njósnað væri um blað-
burðarbörnin ef kvartað væri und-
an því að blöðin bærust ekki á til-
settum tíma. Benti Sigurþór okkur á
að hafa samband við skrifstofu
Morgunblaðsins, Daníel Lárusson.
Daníel tjáði okkur, að það hefði
einungis komið fyrir í tvö eða þrjú
skipti, að gripið hefði verið til slíkra
aðgerða — enda yrði þeim að sjálf-
sögðu aldrei viðkomið í öllum þeim
tilvikum, sem um er að ræða á svo
stóru blaði. Aðeins í örfáum undan-
tekningartilfellum væri nauðsyn-
legt að kanna málið með eftirliti,
þegar frásögnum kaupenda og blað-
bera bæri alls ekki saman varðandi
útburðartímann.
HP TRYGGIR
SÖLUBÖRNIN
Að endingu þótti okkur rétt að líta
svolítið í eigin barm. Enn sem kom-
ið er, er Helgarpósturinn ekki bor-
inn út til áskrifenda, heldur berst
hann með pósti. Til stendur þó að
breyta þessu fyrirkomulagi.
Sölubörn okkar fá 16 krónur fyrir
hvert eintak, sem þau selja. Þau fá
síðan aukablöð, sem þau geta selt
og fengið peninginn óskertan í eigin
vasa, þ.e. 80 krónur fyrir hvert ein-
tak. Eftir sölu á 11 blöðum fá þau
eitt aukablað, eftir 15 seld blöð fá
þau tvö aukablöð, og þrjú eftir að
hafa selt 23 eintök af HR
Hingað til hafa sölubörn okkar
ekki verið tryggð sérstaklega, frem-
ur en blaðburðarbörn dagblaðanna
— einfaldlega vegna þess að enginn
hafði leitt hugann að því. Það var
eins með Helgarpóstinn og svo
marga aðila í þjóðfélaginu, sem í
hreinu hugsunarleysi athuga ekki
hve þessir ungu verktakar búa við
léleg kjör. Þá, sem ekki tilheyra
neinum hagsmunasamtökum,
skortir nefnilega vettvang og sam-
takamátt til þess að knýja á um sjálf-
sögð réttindi.
Framkvæmdastjóri HP hafði í
byrjun vikunnar samband við tvö
tryggingarfélög og leitaði tilboða í
tryggingu sölubarna og væntan-
legra blaðburðarbarna. Málaleitan
hans var einkar vel tekið á báðum
stöðum og þegar þetta lesmál kem-
ur í hendur kaupenda í vikulok,
verður væntanlega búið að ganga
frá eftirfarandi tryggingarskilmál-
um:
1.100 þúsund króna dánarbætur.
2. 3 milljón króna örorkubætur.
3. Greiðsla útlagðs kostnaðar, sam-
kvæmt reikningum — upp að 15
þúsund krónum.
Þannig verða öll sölubörn okkar
tryggð og hvað haldið þið að það
kosti blaðið? Einungis 624 kr. á ári
fyrir hvert barn! Það er ekki há upp-
hæð í samanburði við mörg önnur
útgjöld við blaðaútgáfu, en fyrir
börnin sem í hlut eiga hlýtur það að
teljast lágmarkskrafa að þau séu
tryggð við vinnu sína á götum bæj-
arins.
Móðir 14 óra blaðburðar-
stúlku í Reykjavík:
„Blaðið ekki
bótaskylt"
Það eru ekki allir foreldrar hrifnir
afþvíað börn þeirra beri út blöð. Þó
svo sjá megi ýmsar jákvœðar hliðar
á slíku framtaki, telja margir þœr
neikvœðu yfirsterkari. Þegar börnin
hafa bitið það í sig að bera út, getur
hins vegar reynst erfitt að fá þau of-
an afþví. Þannig getur einnig hagað
til, að heimilin þurfi hreinlega bráð-
nauðsynlega á þessum aukatekjum
barnanna að halda.
Því var að vísu ekki þannig farið
á heimili nokkru í Reykjavík, þar
sem heimasœtan bar út Morgun-
blaðið í tvö ár til þess að fjármagna
kostnaðarsamt tómstundaáhuga-
mál sitt — hestamennsku. Þótt for-
eldrarnir vœru ekki ýkja hrifnir af
þessari vinnu dótturinnar með skól-
anum, var erfitt að kœfa sjálfstœði
hennar og sjálfsbjargarviðleitni.
Móðir hennar lýsir viðhorfum sín-
um á eftirfarandi hátt:
„Telpan byrjaði að bera út Mogg-
ann þegar hún var 12 ára og gerði
það í tvö ár. Mér finnst það hins veg-
ar álitamál hvort þetta borgar sig
fyrir krakka, eins og fyrirkomulagið
er núna.
STOFNAOijR
SAMl
ISlAi
istuttumáu.
'srnanna
‘■ANSKJARAviSirALA
h£RManr
srro Tr'Til
WÍTVOSiÍi
SKOlAGAROAR
Daufc*aWaJ.\
voldum eyftot \
-ilaWs55 \
\ vcisluna'”.0 \
\ roeSh»n' '
SAMVINNUFEI
WÆKJUVERO
BamatwWf
í SunöSoll
ReyVjiW'1'"
1 pastemak
\ eniun®et“
7"d i „et við Crim.
'gen: Vandinn vid A
'7 «tdanfan.
No'egsstn;,di
££» M ,U,tK
■maud
AjKÆRUR
jTóöhatUtufn,
natskips máhö,
'annsóknar.
8 HELGARPÓSTURINN