Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 9

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 9
FER FYRIR RÉTTINDUNUM. I fyrra datt stelpan í hálku, þegar hún var að bera út. Maður, sem þarna átti leið framhjá, studdi hana heim, en fóturinn var mjög bólginn. Við fórum upp á Slysavarðstofu, í leigubíl, og þurftum að fara þangað síðar í endurskoðun. Hver heim- sókn kostar líka sitt. Síðan urðum við að leigja hækjur handa barninu og aka henni í skólann í rúmar þrjár vikur. Ég hringdi því bláeygð í Morgun- blaðið, enda taldi ég það alveg full- víst að þetta heyrði undir þá. En þeir sögðust ekki taka þátt í þessum kostnaði, nema við hefðum vitni að því þegar hún datt. Klukkan hálf- sjö um morguninn! Þeir ætluðu líka að neita að borga henni laun á meðan hún ætti í þess- um meiðslum, en að lokum varð það að samkomulagi, að hún fengi launin. Það var nokkurs konar málamiðlun. Stundum var hringt til okkar og ýtt á eftir því að stelpan kæmi og gerði upp eftir mánuðinn, en kerfið gerir það bara að verkum að krakk- arnir vilja ógjarnan skila heftum með óinnheimtum áskriftargjöld- um. Þau eru kannski búin að fara margar ferðir í sum hús og eru ávallt send burt, án þess að þeim sé borg- að. Og þau fá prósentur af rukkun- um, svo maður skilur að þau leggi allan sinn metnað í að fá hærri laun. Það er lítið gaman að fara fjöldann allan af ferðum til þess að ná inn lítilfjörlegri upphæð. Sumt fólk læt- ur krakkana koma mörgum sinnum til sín, en fer svo að endingu sjálft niður á blað og borgar. Þar með verður barnið af prósentunni! Þetta sýnir mikið skilningsleysi, finnst mér. Annað, sem mér blöskraði við þessa reynslu, voru njósnirnar um börnin. Þegar kvartanir berast um blaðburðarbörnin, er njósnað um þau í tvo daga á eftir úr bíl frá Mogg- anum. Þetta fékk ég staðfest af starfsmanni blaðsins. Mér finnst þetta óhugnanlega svipað tímum Dickens, þegar eftirlitsmenn fylgd- ust með barnaþrælkuninni." (Sjá svar skrifstofustjdra Morgunblaðs- ins annars staðar á opnunni.) „Svo er annað, sem snýr að kaup- endum blaðanna. Þeir búa kannski þar sem götulýsing nær illa upp að húsinu og eru þess vegna með úti- dyraljós. Það er haft kveikt á þess- um ljósum á meðan fólkið er sjálft vakandi, en um leið og farið er að sofa, slekkur fólk á útiljósinu. Dóttir mín varð m.a. fyrir því að detta illi- lega um hjól, sem stóð fyrir utan illa upplýstan kjallarainngang. Þetta sýnir algjört hugsunarleysi fólks, sem virðist halda að blöðin komi hreinlega fljúgandi inn um lúguna til þess. Það er Iíka ýmislegt annað, sem fólk hugsar ekki út í, en bitnar á Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart ins, sem lenti í hinni óhugnanlegu lífsreynslu þegar hann var ad rukka fyrir DV. Við gefum honum ordid: „Þetta var þannig, að drengurinn sótti mikið í að fá að bera út blað ásamt bróður sínum. Þeir voru þá 13 og 14 ára gamlir. Ég hef alltaf verið á móti því að krakkar rífi sig upp um sexleytið á morgnana í skammdeginu til þess að bera út blöð. Mér finnst það held- ur ekki sæmandi, að börn séu að þvælast um hverfið og banka uppá í húsum á kvöldin. Þess vegna sagði ég við strákana, að ég vildi frekar sjáifur borga þeim blaðburðarlaun fyrir að sleppa því að bera út. Það er sem sagt ekki peningaleysi sem hrjáir. Strákarnir höfðu þó sitt fram og fóru að bera út blöð. Þeir skiptu þessu þannig, að sá morgunhressi bar út Morgunbladid en hinn bar út DV. Sá síðarnefndi sagði mér frá því, að maður nokkur væri alltaf að tala við sig og hefði boðið sér að koma út á sjó að sigla. Ég sagði honum, að hann mætti ekki tala við einn né neinn, nema bara um blaðið, og hvergi fara nema inn í gang. Hann mætti heldur ekki þiggja neitt frá ókunnu fólki. Ég ræddi margsinnis við strákana um þessi mál — hrein- lega um hvað gæti skeð, ef þeir lentu í svona mönnum. Strákurinn fór svo að rukka og náunginn sagði honum að koma inn á meðan hann næði í peninga. Þeg- ar inn var komið, byrjaði maðurinn að rabba um aðra hluti, réðst síðan skyndilega á hann og var með hann þarna í einn og hálfan tíma. Aðdragandinn að þessum atburði var sá, að þegar strákurinn fór að bera út í hverfinu, stóð þessi maður flesta daga út við hlið, gaf sig á tal við hann og keypti blaðið í lausa- sölu. Síðan var hann allt í einu orð- inn áskrifandi. Og þetta var fyrsta rukkunin eftir að hann varð áskrif- andi að blaðinu... þegar hann réðst á drenginn! Lögreglunniivirtist þetta greinilega undirbúið hjá mannin- um. Eftir þennan atburð tilkynntum við blöðunum að strákarnir myndu hætta að bera út — DV strax, en Morgunblaðið skömmu seinna. Þeir kláruðu að rukka, en fóru þá tveir saman. Ég velti því mikið fyrir mér, hvort það ætti ekki að líta á þetta sem at- vinnuslys. Við hjónin spurðumst fyrir um þetta, m.a. hjá Svölu Thorlacius, en svörin voru á þá leið að það hefði aldrei reynt á slíkt. Um var að ræða árás, svo það var ekki beinlínis vinnuslys — þó hann hafi vissulega verið við vinnu. Reyndar finn ég til með þessum blaðburðarkrökkum og hef alltaf gert — löngu fyrir þennan atburð. Þau verða að koma með blöðin í hvaða veðri sem er, eldsnemma á morgnana, og rukka svo á kvöldin. Það er svívirðilegt hvað þessir krakkar verða að ganga í gegnum. Þau geta átt von á því að þurfa kannski að banka þrisvar eða fjór- um sinnum á sumum stöðum til þess að fá eina greiðslu. Viðbrögð blaðsins, eða ábyrgðar- manna þess, geta eiginlega ekki tal- ist annað en lágkúruleg. Það vill þannig til, að við þekkjum dreif- ingarstjórann, en hann var sá eini sem spurðist fyrir um drenginn. Hann þekkti líka strákana svo það var annars eðlis. Frá öðrum forráða- mönnum DV heyrðum við aldrei. Þegar ég tilkynnti þessum kunn- ingja mínum um atburðinn og baðst undan frekari blaðasendingum, tók dreifingarstjórinn mjög vinsamlega í það — og hefði eflaust gert það, hver sem í hlut hefði átt. Hann hafði mikla samúð með þessu og upp í !f sKoisf"ðös«ro STEFAN RSSON TMYND: RINN honum blossaði gífurleg reiði. Síðan sagði hann að þetta þyrfti að fara fyrir blaðamann og komast á prent. Éinhvern veginn hef ég það á tilfinn- ingunni, að það hafi ekki þótt hag- kvæmt fyrir blaðið að birta þessa frétt. Hvað hefðu foreldrar nefni- lega sagt við sín blaðburðarbörn, ef skrifað hefði verið um það stórum stöfum að dreng hefði verið nauðgað, þegar hann var að rukka á síð- kvöidi? Þetta var því ekki birt í DV þegar það gerðist. Hins vegar voru um svipað leyti birtar fréttir um árásir á konu við Hlemmtorg og annað í þeim dúr. En ekki eitt orð um dreng- inn, sem var nauðgað af þessum af- brigðilega manni þegar hann var að innheimta áskriftargjöld blaðsins. Mér fannst þetta lágkúrulegt! , 4. ^otufenBt I 'iany / "oulursljsi I ' *i* N». 9 blaðburdarbörnunum. T.d. afar lé- legar merkingar á dyrabjöllum. Og svo eru margir með lúgur á hurðun- um, sem virðast eingöngu ætlaðar fyrir bréf, en ekki blöð — sérstak- lega ekki þykkar sunnudagsútgáfur. Blöðin trosna því, þegar þeim er troðið í gegnum lúguna. Þá er kvart- að yfir því! Dóttir mín bar meðal annars út hjá presti hérna í nágrenninu og hann var sá eini, sem eitthvað kvart- aði að ráði. Ef blaðið kom nokkrum mínútum of seint, var hann búinn að klaga hana. Stelpan varð auðvit- að dauðhrædd um að koma ekki tímanlega til mannsins og var farin að byrja alltaf á að fara með blaðið til hans á morgnana. Samt hringdi hann og klagaði. . . Hann sagði, að fyrst hann fengi blaðið ekki fyrr en raun bar vitni, hefði hún örugglega ekki getað klárað að bera út til allra hinna fyrir hálfátta. Maðurinn tók sem sagt að sér að klaga fyrir fólk, sem ekki sá sjálft neina ástæðu til að kvarta! Ég hringdi t.d. í konu, sem býr í sama húsi og presturinn, og hún hafði ekkert út á störf stúlkunn- ar að setja. Auðvitað kom það stundum fyrir að stelpan væri 5—10 mínútum of sein, en hún var alltaf mætt í skólann kl. átta, svo ekki hef- ur þetta verið mikil seinkun. Það er erfitt að banna duglegum krökkum að bera út blöð til þess að vinna sér inn peninga. Maður verð- ur bara að fylgjast vel með þeim. Reyndar eru það rukkunarferðirn- ar, sem eru hættulegastar. Mér finnst það þurfi að taka fyrir þetta og nota eingöngu gíró eða kredit- kort til þess að innheimta áskriftar- gjöldin. Svo verða börnin að vera tryggð við þessi störf sin. Það slær mann líka í frásögnum um kynferðisafbrot, hve blaðburð- arbörnum er hætt við að lenda í klónum á slíkum glæpamönnum. Þetta er hættulegt starf og mín skoðun er sú, þó hún kunni að þykja gamaldags eða púkaleg, að krakkar undir 16 ára aldri ættu ekki að vinna við þetta.“ Faðir blaðburðardrengs, sem nauðgað var af kyn- ferðisafbrotamanni í fyrra: ,,Viðbrögðin lágkúruleg" íþœtti á Stöd 2 fyrir skömmu, þar sem fjallad var um kynferdisafbrot gegn börnum, var vidtal vid födur bladburdardrengs sem naudgad var af karlmanni á sídasta ári. Foreldr- ar þessa drengs leitudu til Svölu Thorlacius lögfrœdings, og það var einmitt kveikjan ad þeirri umrœðu um vönun kynferðisafbrotamanna sem hér varð fyrr í vetur. Helgar- pósturinn náði tali afföður drengs- HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.