Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.02.1987, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Qupperneq 10
HP HELGARPÖSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarf ulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson Gunnar Smári Egilsson Guðlaugur Bergmundsson Kristján Kristjánsson Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Öskar Hafsteinsson Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurður Baldursson Sveinbjörn Kristjánsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Lítil andstaða við stjórnina i skoðanakönnun Helgarpóstsins, sem gerð var um s.l. helgi, kemur í Ijós að frá því í janúar hafa Al- þýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tapað nokkru fylgi, en Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið nokkuð á. Hér er ekki um háar prósentutölur að ræða, þannig að varasamt er að draga víðtækar ályktanir um fylgisaukningu og fylgistap þessara gömlu flokka út frá niðurstöðunum. Frá því í desember hefur landið verið heldur að rísa fyrir Sjálfstæðisflokknum. Margir telja að Þor- steinn Pálsson, formaður flokksins, hafi verið að styrkjast í sessi og flokkurinn notfæri sér hagstæð- ari stöðu formannsins bæði í auglýsingum og á kosningafundum víða um landið. Morgunblaðið fylgir svo slíkum fundum formannsins eftir með ít- arlegum frásögnum af þeim og ferðum hans um landið. Niðurstöðurnar leiða (Ijós að flokkurinn tapi hvergi þingsæti ( næstu kosningum. Sterkari staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík heldur en (fyrri könnunum er einkar athyglisverð. Ýmislegt bendir til þess að oddviti listans, Albert Guðmundsson, sé honum ekki til styrktar, en mjög Ktið hefur farið fyrir þessum oddvita hans síðustu vikurnar. Reyndar má segja hið sama um frambjóð- endur annarra flokka í höfuðborginni, að þeir séu eins og í felum, svo sem Ásmundur Stefánsson og Guðmundur G. Þórarinsson. Deyfðin í kosninga- baráttunni í Reykjavík er áberandi. Alþýðuflokkurinn hef ur ekki náð sér á strik frá því í síðustu könnun, þótt hann haldist enn fyrir ofan 20% fylgismarkið. í því sambandi er einkar at- hyglisvert, að í Reykjavík heldur hann áfram að tapa fylgi frá síðustu tveimur könnunum, þar sem Jón Sigurðsson og Jón Baldvin fara fyrir liði. Á Reykjanesi heldur hins vegar Alþýðuflokkur- inn, undir stjórn Kjartans Jóhannssonar, áfram mjög miklu fylgi, yfir 30%, og virðist ekki eins brokkgengur og í Reykjavík. i Reykjaneskjördæmi er G-listinn kominn með nær 16% og hefur tvöfaldað fylgið frá því í desem- berkönnun Helgarpóstsins. Framsóknarflokkurinn tapar nokkru fylgi frá því í janúar, — og er það at- hyglisvert að hann skuli ekki styrkja stöðu sína í ' Reykjaneskjördæmi, þar sem Steingrímur Her- mannsson, (trekað vinsælasti stjórnmálamaður á islandi, stendur (kosningabaráttu. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við þessa skoðanakönnun myndu núverandi þing- menn eins og Davíð Aðalsteinsson á Arnbjargar- læk, Jón Kristjánsson á Egilsstöðum og Stefán Guðmundsson frá Sauðárkróki ekki ná kjöri. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur standa höllum fæti meðal ungs fólks samkvæmt þessari könnun, en Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti mega vel við una. Kratar standa enn best að vígi meðal óákveðinna og þeirra sem eru að hugsa sig um. Greinilega er flæðið mest á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, en sá síðarnefndi hefur heldur lát- ið á sjá frá því í síðustu könnun. Samtök um kvennalista eru að ákveða framboð í flestum kjördæmum og á landsbyggðinni hafa konur styrkt stöðu sína frá því í síðustu könnun. Mætti draga þá ályktun að Kvennalistinn væri ítölu- verðri sókn, einnig út frá fylgi hans meðal ungs fólks. Þó er vert að vekja sérstaka athygli á hve unga fólkiðer almenntóákveðið (afstöðu sinni. Um 60% kjósenda á aldrinum 18 til 24 ára hafa ekki gert upp hug sinn til stjórnmálaflokkanna. Lýðræðisflokkur- inn mælist nú í þessari könnun, en sá flokkur verður ekki stofnaður fyrr en um næstu helgi, ef að líkum lætur. Það gæti verið vísbending um að hann nái töluverðu fylgi. Ef til vill leiða niðurstöðurnar í þessari skoðana- könnun í Ijós ákveðna stöðnun í stjórnmálunum. Sjaldan áður hefur ríkisstjórn gengið til kosninga andspænis jafn lítilli stjórnarandstöðu um leið og hún fær sjálf mikinn stuðning, eða 55.7%. í helstu málaflokkum á kjörtímabilinu sem er að Ijúka hafa Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið stutt ríkis- stjórnina; efnahagsstefnuna, launastefnuna, hús- næðislögin og jafnvel skattalögin. Meira að segja í hneykslismálunum hefur annar þessara flokka bundist ríkisstjórnarflokkunum siðferðisböndum. Slíkur pólitískur jarðvegur hlýtur að vera frjór fyrir gagnrýnendurna; Kvennalistann, Lýðræðisflokkinn og jafnvel kratana sem hafa verið lengur frá kjötkötl- um valdsins en Alþýðubandalagið. BREF TIL RITSTJORNAR Sviptur starfi vegna vidtals Til ritstjórnar Helgarpóstsins. Vegna viðtais við mig í Helgar- póstinum hinn 4. des. sl. var ég um- svifalaust sviptur starfi mínu um borð í M/S Akraborg, en þar hafði ég gegnt stöðu yfirstýrimanns á átt- unda ár. Málsatvik eru þau að á fjórða ár hafði ég árangurslaust bar- ist við að fá gerða ómerka þá fölsun, sem unnin var af starfsfélaga mín- um. Fölsunin var í því fólgin að töl- ur í farþegabók voru máðar burt með blekeyði og aðrar skráðar. Bar því farþegabókinni ekki saman við tölur í hinni daglegu uppgjörsbók, en frumritin (skilagreinar) fara í land til útgerðar daglega, og stýrimenn leggja féð í bankahólf. Munaði þar víða mikiu. Farþega- bókin fer aftur á móti í land á mán- aðamótum til ljósritunar og er ef- laust borin saman við skilagreinarn- ar, allt annað væri óeðlilegt. Við samanburð var ég því orðinn óreiðumaður, eða þaðan af verra. Lái mér hver sem vill þó að ég heimt- Sigurbjörn Guðmundsson yfirstýrimaður tjáði hug sinn í HP og var látinn víkja úr starfi fyrir vikið. aði mig hreinsaðan, og að sá seki ját- aði sekt sína. Það skal strax tekið fram að „Blekeyðir" gat engu stolið úr mínu bókhaldi, en gerði mig tor- tryggilegan í starfi. Það er ekkert •hir Fri&rik Þór Guðmundnon mynd Jim Smorf Varaformadur Stýrimannafélags /slands segir af sér og talar um OFSÓKNIR OG FALSANIR Sigurbjörn Guömundsson segir útgerö Akraborgar- innar hafa ofsótt sig vegna skrifa um kjaró-og öryggismál og aö tölur I farþega- bókhaldi hafi veriö falsaöar en honum neitaö um aöstoö lögfrceöings og stjórnar Stýrimanna- félagsins. M I DttfrUAku mm. U»«rí Al •Agntru (U Uk* þar té Mn Mðrfum anryitngMUpMlóra. >_ _ rakat >UpM t bry||ju og •krrnmd.H Atvartefas! trhjr SfgurbjArn þó aA tl að UeUja t tét hafi larbrgabók- baWtvertóbreyttof tugbta' ' aóar I þvi «kynl aó (era t nl upp t lugi þóaunda U mMUjókk xrm wklur er dagtrga M er I bni ikipdni bók yflr ftuttar bifretðar. Með þetta I hðndunum fttur fontjórt bortð uman htð dag- lega uppgjðr. Einhverra hluta vegna "r *g að ftetta aftur I bóUna og U I að bútð vw að blekeyða og ;2 oð uva UI ur ujórn Sl fetta hef *g Wtntoa* vtð Utl tuefi. aprtl I9M og undirrituðum, var Unnl I fðltunarmill þvi. er hr. Iðgm. Skúli Pibwn (lógmaóur félagaliu) hafðl riðlagt undirrttuðum, að lita ganga tU kanu h|4 Rannaóknariðg- reglu ríklaina Það larri vel t að tl|óm og Iramkvrmdattjóri létu M- lagtð vita tll hven MUglð hefur Iðg- _ , .---------- mannaPUgum. vlldi Utt Ij4 tig fyrr en ttjómarlundur helðl vertð hald Inn um milið og tagði að Sigurbjðrn hefðt neitað að mtrta á tUkan fund tU að tkýra tin miL Sagðl hann þaö furöum urla að raál þelta nerl koro- ið I fjólmiðla „fg verð að lýaa undrun mlnnl yfir þvl að hann akuU lara þetaa letð Pyrtr það fyrtU er þetta ekkert tlðrmál og aUt ekkl mál tu að fara með I ftöfamðla faað grín að verða fyrir slíku, þar sem um hendur manns fara við erfiðar aðstæður milli tíu og tuttugu millj- ónir á ári. Málið kærði ég strax fyrir skipstjóra og forstjóra. Forstjórinn marglofaði að ganga frá málinu, en stóð ekki við það. Leitaði ég þá til stjórnar, en án árangurs. Albert Guðmundsson var þá fjármálaráð- herra, og leitaði ég til hans, þar sem skipið heyrði undir hans ráðuneyti. Þá var verið að skipta um stjórn hjá útgerðinni, og sagðist Albert leggja þetta fyrir næsta stjórnarformann. Arangur varð enginn. Slík mál fyrn- ast á fimm árum, og hver vill hafa slíkt hangandi yfir höfði sér slíkan tíma? Ekki ég. Leitaði ég ráða lög- manns, og taldi hann að úr því sem komið var væri eina ráðið að leggja það fyrir Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Fyrir það er ég sviptur starfi stendur í uppsagnarbréfinu. Hvert eiga menn að leita, sem órétti eru beittir? Þá var og tínt til umtal um öryggismál skipsins. Þau hafa fyrr á árum sést á forsíðu Dagblaðsins og baksíðu, einnig Þjóðviljans, vegna atvika er fyrir hafa komið, svo þar hefur vart verið um neitt leyndar- mál að ræða. Það að reyna að fá þessi bókhaldsmál á hreint kostaði mig starfið, en sá er hið vonda verk vann situr eftir í sínu starfi. A mín- um rúmlega sjö starfsárum á ég hvorki vöntunar- eða veikindadag í starfi. Mér hafa nú verið greidd full starfslaun í þrjá mánuði, en sviptur starfinu. í veganesti fékk ég auk þess „góð meðmæli", undirrituð af skipstjóra og forstjóra. Eg leyfi mér að flytja kveðjur til farþega Akraborgar, og þá sérstak- lega þeim, er ég hef kynnst mest og eru þar Skagamenn fjölmennastir. Þakka ég þeim ánægjuleg viðskipti, og nú vita þeir hvers vegna ég er horfinn úr starfi. Áhöfn Akraborgar þakka ég innilega fyrir samveruna, og þann hlýhug, er þeir hafa sýnt mér og fjölskyldu minni vegna þessa máls. Eg geri engar kröfur á útgerðarfélagið Skallagrím, enda undirritað skjal þar að lútandi, að þær verði ekki fram bornar. Heiður minn ver ég, og lái mér það hver sem vill. Það verð ég að gera fjöl- skylduminnarvegna. Þaðþykjavíst engin tíðindi, þótt sjómanni sé fleygt í land og sviptur starfi fyrir að verja mannorð sitt og heiður. Öll þjóðin, og Alþingi, hafa mánuðum saman snúist á annan endann út af fræðslustjóramálinu, en þar er víst önnur og merkari manntegund á ferð en sjómenn. Með þökk fyrir birtinguna. Sigurbjörn Gudmundsson fv. yfirstýrimaöur m/s Akraborgar. Skýringar: Fyrst koma leikir helgarinnar, þá kemur árangur liða heima og úti og eftir atvikum, í heild og innan sviga í síðustu leikjum (vinningur, jafn- tefli, tap), þá er lagt upp dæmi um líkleg úrslit í prósentum og er þá lagt til grundvallar annars vegar stærðfræðilegur útreikningur og hins vegar við- urkenndur sagnarandi spámanns! Loks koma einföld fjölmiðlaspá og breyti- leg kerfisspá. Coventry-Charlton Luton-West Ham Manch.Utd-Everton Norwich-A.Villa Nots.Forest-Chelsea Q.P.R.-Manch.City Sheff.Wed-Watford Wimbledon-Newcastle Grimsby-Sheff.Utd Millwall-Derby Portsmouth-Stoke Sunderland-Ipswich 9- 2-3(JTTV) 3-3-8(TJJT) 10- 3-l(TVW) 4-6-4 (TTVJ) 8-2-4(TWV) 6-3-5(WTJ) 7- 6-l(VJJJ) 1-3-10(TTTT) 8- 6-0(JJVJ) 3-5-6(VTJT) 7-34(VTVV) 0-7-7(TJJJ) 6- 7-1 (TJJJ) 3-3-8(VTVT) 7- 3-4(JVJV) l-4-9(TTTT) 3-7-4(JTJV) 3-3-8(TTTT) 8- 3-3(VJW) 7-2-5(VTW) 13-l-0(VVW) 3-3-8(VJJT) 5-5-3(VTVT) 3-5-6(TTJT) 70-20-10 1 1 65-30-5 1 1 40-25-35 2 1x2 70-25-5 1 1 60-35-5 1 1 55-40-5 1 lx 50-40-10 x lx 70-25-5 1 1 55-35-10 1 lx 45-20-35 1 1x2 80-15-5 1 1 40-35-25 x 1x2 ÍÞRÓTTIR Tíminn kominn í ham! Ekki náðust 12 réttir hjá einum einasta landa um síðustu helgi, enda sáust mjög óvænt úrslit hér og þar. Árangur fjölmiðlaspámanna var heldur ekki til að hrópa húrra fyrir, en HP og Tíminn stóðu best fyrir sínu með 5 rétta. Undirritaður er heldur betur farinn að rétta úr kútn- um á ný eftir slakt gengi síðustu vik- urnar og eru vísindin farin að bæta upp fyrir minnkandi innsæi. Og mjög gleðilegt er að geta greint frá því að það er hlaupin á spenna upp á toppnum, því Tíminn veitir nú Bylgjunni mjög verðuga sam- keppni. Staðan í fjölmiðlakeppninni eftir 22 umferðir er með öðrum orðum sú að Bylgjan er efst með 130 rétta, Tíminn er með 128, Morgunblaðið og DV með 123, Dagur með 121, HP er með 120, Ríkisútvarpið er með 119 og loks er Þjóðviljinn með 118. Lítil hreyfing er í mini-keppni HP og AB, þar sem staðan er eftir 21 um- ferð 113:116 fyrir AB. Meðaltalsár- angur allra spámanna er því á bilinu 5.4 til 5.9 eða 44.7% til 49.2% Wembley-ferðin síðasta vor vannst á rúmlega 47% árangri. Næsta leikvika er mjög heima- sigraleg og hef ég þó sagt þetta áður. Ég spái Everton sigri gegn rauðu djöflunum frá Manchester vegna þess að ég er aldeilis hættur að treysta hinum rauðu og ég á von á því að Watford og Ipswich nái jafn- tefii á útivelli, en samt kæmi mér það alls ekki á óvart þó sá sögulegi' atburður ætti sér stað að heimaliðin ynnu öll. í kerfisspánni er gert ráð fyrir þremur tvítryggðum leikjum og þremur þrítryggðum og kostar slík útfærsla opins getraunaseðils 1.080 krónur aðeins. Efnaðri menn ættu að tryggja sig fyrir óvæntum úrslitum, sém helst gætu orðið þau, að Charlton og Chelsea færu að gera rósir. -fþg 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.