Helgarpósturinn - 26.02.1987, Qupperneq 14
STJÖRNUHIMINN STJÓRNMÁLAFORINGJANNA
umsjón Friðrik Þór Guðmundsson
VIÐREISN ER Í STJÖ
BJART FRAMUNDAN HJÁ ÞORSTEINI. JÁKVÆÐAR HORFUR
HJÁ JÓNI BALDVIN BLIKUR Á LOFTI HJÁ STEINGRÍMI.
RÓLEGT ÁR HJÁ GUÐRÚNU. LAKAR HORFUR OG TÍMAMÓT
HJÁ SVAVARI. HINN ÍSLENSKI STJÓRNMÁLAFORINGI ER
SVEIGJANLEGUR, ÍSTÖÐULAUS OG ÞOLANDI PERSÓNU-
LEIKI.
Samkvœmt kortum leidtoganna fimm er
hinn íslenski forystumaður hlédrœgur og við-
kvœmur tilfinningamaður; hann er umhyggju-
samur, föðurlegur og mannúðlega þenkjandi.
Hann er þolandi persónuleiki, skortir heldur
frumkvœði og stöðugleika en er sveigjanlegur
og hefur hœfileika til að notfœra sér ríkjandi
vindátt hverju sinni. Eftirfarandi texti byggir á
túlkun Gunnlaugs Guðmundssonar, en fyrir-
sagnir og annað er Helgarpóstsins.
TILFINNINGAMAÐURINN ER
RÍKJANDI
Við skulum athuga þetta nánar. í fyrsta lagi
er það tilfinningahliðin. Jón Baldvin, Þorsteinn,
Steingrímur og Svavar eru allir tilfininga-
menn, en Guðrún Agnarsdóttir sker sig úr. Eðli
tilfinningamanna er það að meta menn og
máiefni útfrá innsæi og persónulegri tilfinn-
ingu. Slíkt mat byggir síður á rökum eða mál-
efnalegri athugun, heldur fyrst og fremst á
skynjun og því hvort tilfinningin sem ákveðin
persóna eða mál gefi sé góð eða slæm. Veik-
leiki tilfinningamanna er sá að tapa jafnvægi,
að æsa sig upp, framkvæma og taka ákvarðan-
ir á valdi tilfinninga. Stjórnmálaleg umræða
þeirra á milli getur fallið niður á lágt persónu-
Íegt plan og mótast af því hvort persónulegur
ill- eða velvilji er á milli manna. Tilfinninga-
menn skortir oft hlutleysi og eiga það til að
skoða mál með lituðum glerjum tilfinninga-
seminnar. Þar sem innra líf er ríkt og innsæi og
undirmeðvitund er ráðandi getur skort á
nægiiega skýra sjáifsmeðvitund og yfirsýn.
Tilfinningamenn eiga oft erfitt með að þola
allar gerðir fólks nálægt sér. Þeim getur hætt
til að mynda klíkur og útiloka aðra og geta því
verið erfiðir í samvinnu. (Gunnlaugur vill taka
það fram hér að með góðum vilja er hægt að
yfirvinna neikvæða þætti.)
Tilfinningamaðurinn hefur einnig sína já-
kvæðu hiið. Hún er sú að hann er næmur á
þarfir annarra, er mannúðlegur og persónu-
legur. Það er því lítil hætta á að stjórnmála-
maðurinn verði fyrirbæri sem er hafið yfir al-
múgann, skilji ekki þarfir fólksins eða skorti
næmleika til að setja sig í spor annarra. Hinn
íslenski stjórnmáiaforingi er því ekki hinn
kaldi og grimmi foringi sem lætur tilganginn
helga meðalið. Enda er íslenskt þjóðfélag með
því mannúðlegra á jarðkringlunni. Samtrygg-
ing er sterk, bæði innan fjölskyldna og ætta,
svo og í þjóðfélaginu sjálfu, sbr. meðhöndlun
sjúkra og sterkt trygginga- og menntakerfi.
Með vissum rétti má segja að íslendingar
standi saman þegar á reyni og að þeir séu sam-
úðarfullir. Þessir eiginleikar birtist síðan í þeim
stjórnmálamönnum sem þeir velja sér.
Guðrún Agnarsdóttir, þingflokksformaður
Kvennalistans, sker sig úr hópi stjórnmálafor-
ingjanna. Hún er í loftsmerki og lætur stjórn-
ast af sjónarmiðum félags- og hugmynda-
hyggju. Utfrá persónuleika hennar má segja að
Kvennalistinn sé afl sem setur vitsmuni, hlut-
leysi og samvinnu ofar öðrum sjónarmiðum.
Að sjálfsögðu eru allar manngerðir í öllum
flokkum, en vai forystumanns ætti að sýna
hvaða eiginleika flokkurinn metur öðrum
fremur. Hvað varðar Kvennalistann segir þetta
val Guðrúnar ákveðna sögu. Konur velja ekki
til forystu þá menn sem hafa til að bera hinar
fornu kvenlegu dyggðir; tilfinningaríki, næm-
leika, umhyggju o.s.frv., heldur menntamenn
sem hafa kalda rökhyggju og félagslega sam-
vinnu að leiðarljósi. Karlaflokkarnir svoköll-
uðu, sem reyndar eru flokkar allra lands-
manna, velja hins vegar tilfinningamenn til
forystu!
ÞEFAÐ UPP í VINDINN
Tafla tvö sýnir að frumkvæði og stöðugleiki
er fyrir neðan meðallag, en sveigjanleiki langt
fyrir ofan, í persónuleika leiðtoganna. Það
táknar að þeir séu heldur sveigjanlegir og
hverflyndir einstaklingar. Hinn neikvæði
möguleiki er ístöðuleysi og skortur á festu,
m.a. hvað varðar að fylgja málefnum eftir. Hið
jákvæða er sveigjanleikinn, það að geta sett
sig inn í mörg málefni og tekist á við fjölbreyti-
legar aðstæður. Sennilega verður að teljast já-
kvætt fyrir stjórnmálamann, eða a.m.k. al-
þingismann, að geta sett sig inn í fjölbreytilega
málaflokka. í þessum flokki er það Þorsteinn
Pálsson sem sker sig úr. Hann hefur lítið í
sveigjanlegu merkjunum en mikið í þeim stöð-
ugu.
Ef við skoðum töflu þrjú, sjáum við að hinn
íslenski stjórnmálaforingi er þolandi persónu-
leiki. Hann er ekki gerandi eða forystumaður
með frumkvæði heldur sá sem hlustar á aðra,
bíður og metur aðstæður áður en hann fram-
kvæmir. Við getum sagt að henn þefi upp í
vindinn og láti stjórnast af því andrúmslofti
sem hann skynjar hverju sinni. Hiðjákvæða er
að lýðræði ætti að vera virkt á Islandi, þ.e.
stjórnmálaforinginn hlustar á flokksmenn og
þjóðina. Hið neikvæða er að hann er kannski
ekki nógu afgerandi og drífandi, er veikur for-
ystumaður og á til að láta þrýsting frá ákveðn-
um hópum eða illa grunduð mótmæli hafa of
mikil áhrif á sig.
JÓN BALDVIN
HANNIBALSSON
Jón Baldvin er Fiskur og því sveigjanlegur
tilfinningamaður. Kort hans sýnir skemmtileg-
an og litríkan persónuleika sem þó er laus í rás-
inni og lítt staðfastur. Jón er listamaður í ís-
lenskri pólitík en einnig nokkurs konar miðill,
þ.e. hann notar innsæi til að finna út hvað
gangi í íslendinga og hvað ekki. Hann gæti
sagt við sjálfan sig: „Sjáðu nú til, Jón. Það eina
sem þú þarft að gera er að athuga hið pólitíska
landslag, sjá hvað vantar í íslensk stjórnmál og
finna þau mál sem meirihluti þjóðarinnar er
samþykkur. Útfrá því og mannúðarhyggju
jafnaðarstefnunnar hefur þú ósigrandi
blöndu." Styrkur hans er fólginn í næmleika
og getu til að lesa þjóðina. Síðan breytir hann
einfaldlega persónuleika sínum í samræmi við
eðli hlutverksins. Fiskurinn á auðvelt með að
aðalagast umhverfi sínu hverju sinni. Stóra
spurningarmerkið er það, að fólk veit ekki
hvar það hefur Jón Baldvin. Hann veitir ekki
öryggiskennd.
ÞORSTEINN PÁLSSON
Þorsteinn er andstæða Jóns. Hann er með
eindæmum fastur fyrir og getur því skapað þá
ímynd að hann sé öruggur og að honum sé
treystandi fyrir ábyrgð, að forysta hans leiði
ekki út í ævintýralönd óðaverðbólgu o.s.frv.
Við teljum okkur vita hvar við höfum Þorstein.
Sterkasta einkenni hans er agi og formfesta.
Hann er íhaldssamur og fulltrúi fyrir þá hópa
sem vilja festu í stjórn landsins, sem vilja
óbreytt ástand. Jón aftur á móti höfðar líklega
til veiðimannsins í íslendingum. Honum fylgir
spenna hins óvænta og óútreiknanlega. Það
sem helst getur háð Þorsteini er stíf ímynd
hans og of mikil varkárni. Og þótt ótrúlegt
kunni að hljóma er ekki ólíklegt að Þorsteinn
þjáist af einhverri minnimáttarkennd, sem
leiðir til óöryggis og hiks í framkvæmdum.
Það á hann hins vegar að geta yfirstigið.
GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR
Eins og fram hefur komið er Guðrún ólík
hinum. Hún er frekar varkár og er fyrst og
fremst köld rökhyggjumanneskja. Þar með er
ekki sagt að Guðrún hafi ekki tilfinningar, ein-
ungis að skynsemissjónarmið eiga að hafa for-
gang. Hún er félagshyggjumanneskja og vill
valddreifingu. Það að taka einungis þátt í
stjórnmálum um stundarsakir er í fullkomnu
samræmi við persónuleika hennar. Fjölbreyti-
leiki er hennar aðalsmerki, sbr. það að margt
annað er forvitnilegt í þjóðfélaginu heldur en
völd og stjórnmál. Að þessu leyti er hún lík
Jóni Baldvin en ólík hinum. Guðrún er heldur
ópersónuleg og gefur lítið af sjálfri sér opin-
berlega, og því er erfitt að lýsa henni án þess
að ganga þvert gegn stefnu hennar. Eins og við
var að búast sýnir kort hennar að hún er full-
trúi fyrir nýja ímynd konunnar, sem virðist
vera konan sem skynsamur, fjölhæfur og yfir-
vegaður menntamaður.
STEINGRÍMUR
HERMANNSSON
Steingrímur er það sem kalla má hagsýnn
tilfinningamaður (Meyja-Krabbi). Kortið sýnir
persónuleika sem er í jafnvægi, mann sem hef-
ur fáa lausa enda að hnýta. Því er í raun fátt um
hann að segja, annað en að hann er samvisku-
samur, drífandi, duglegur og hjálpsamur mað
ur. Að upplagi er umhyggja rík í korti hans, svo
og föðurlegt eðli. Steingrímur er íhaldssamur,
hann er röskur og á til að vera fljótfær. Kortið
sýnir einnig, þótt einkennilega kunni að
hljóma, andlega og listræna hæfileika, bjart-
sýni og jákvæð viðhorf. Á vissan hátt má segja
að Steingrímur hafi alltaf verið heppinn mað-
ur og hugsanlega lifir hann því í nokkurri fjar-
lægð frá hinum venjulega manni. Helsti veik-
leiki Steingríms er kannski sá, auk fljót-
færni hans, að hann er heldur litlaus og óaf-
gerandi sem forystumaður. Hann þarf síðan að
FLOKKSLEIÐTOGARNIR
INNHVERFIR,
SVEIGJAN-
LEGIR,
TILFINNINGA-
RÍKIR
Stjörnuspeki notar ákveðið kerfi til að skilgreina persónuleika manna. Algengastar
eru þrjár aðferðir. í fyrsta lagi er mönnum skipt í fjóra flokka; í hugsjónamenn, efnis-
hyggjumenn, hugmynda- og félagshyggjumenn og tilfinningamenn. Flestir eru blanda
af tveim til þrem þáttum, t.d. tilfinninga- og efnishyggju eða tilfinninga- og hugsjóna-
hyggju o.s.frv.
Ef við setjum helstu plánetu leiðtoganna upp í töflu og gefum stig, fáum við eftirfar-
andi útkomu:
Hugsjónahyggja : 15 stig
Efnishyggja : 17 stig
Hugmynda- og Meðaltal er 16,25
félagshyggja : 9 stig
Tilfinningahyggja : 24 stig
I öðru lagi er skipting í þá sem taka frumkvæði, í þá sem eru stöðugir og vilja varan-
leika og þá sem breyta sífellt til, eru sveigjanlegir. Við skulum skoða flokksleiðtogana
útfrá þessari skiptingu:
Frumkvæði : 16 stig
Stöðugleiki : 16 stig Meðaltal er 21,66
Sveigjanleiki : 33 stig
Ein önnur skipting er algeng, í þá sem eru úthverfir og gerandi og hina sem eru inn-
hverfir og þolandi/móttækilegir. Samkvæmt þessu fáum við eftirfarandi:
Úthverfir/gerandi : 24 stig
Innhverfir/þolandi : 41 stig Meðaltal er 32,5
Ég vil taka það fram að þessi töfluuppsetning er fyrst og fremst til gamans. Hún er
t.d. ekki vísindaleg, enda er úrtakið ekki nema fimm einstaklingar, en niðurstaðan ætti
þó að gefa nokkra vísbendingu um eðli og upplag forystumanna í íslenskum stjórn-
málum.
Stig hinna einstöku leiðtoga:
JÓN BALDVIN Hugsjónahyggja : 3 Frumkvæði : 4
Efnishyggja : 3 Stöðugleiki : 0
Hugmynda- og Sveigjanleiki : 9
félagshyggja : 0 Úthverfa/gerandi : 3
Tilfinningahyggja : 7 Innhverfa/þolandi : 10
ÞORSTEINN Hugsjónahyggja : 6 Frumkvæði : 1
Efnishyggja : 2 Stöðugleiki : 11
Hugmynda- og Sveigjanleiki : 1
félagshyggja : 0 Úthverfa/gerandi : 6
Tilfinningahyggja : 5 Innhverfa/þolandi : 7
GUÐRÚN
Hugsjónahyggja : 0 Frumkvæði 1
Efnishyggja : 5 Stöðugleiki 1
Hugmynda- og Sveigjanleiki 11
félagshyggja : 6 Úthverfa/gerandi 6
Tilfinningahyggja : 2 Innhverfa/þolandi 7
STEINGRÍMUR
Hugsjónahyggja : 2 Frumkvæði 5
Efnishyggja : 5 Stöðugleiki 1
Hugmynda- og Sveigjanleiki 7
félagshyggja : 2 Úthverfa/gerandi 4
Tilfinningahyggja : 4 Innhverfa/þolandi 9
SVAVAR
Hugsjónahyggja : 4 Frumkvæði 5
Efnishyggja : 2 Stöðugleiki 3
Hugmynda- og Sveigjanleiki 5
félagshyggja : 1 Úthverfa/gerandi 5
Tilfinningahyggja : 6 Innhverfa/þolandi 8
14 HELjGARPÓSTURINN