Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 20

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 20
flokka Magnús undir slíkt. En í Templarahöllinni gekk bing- óið sinn gang. Þó blaðamaður hefði klúðrað sínu spjaldi héldu aðrir áfram að vinna. Fimm þúsund kall til smávaxinnar konu sem virtist alvön því að hirða bingó-vinninga. „Sumir eru bara heppnari en aðr- ir“, sagði hún í hléinu við blaða- mann. „Aðrir vinna aldrei neitt.“ ÞRJÚ DAGLAUN f BOÐI Það var ekki mikið um að fólk tal- aði saman eftir hlé. Bingó er spilað í þögn. Þó var hlýleg stemmning. Borðin eru stór, 6—8 manna, og þegar einhver kom einmana, settist hann við borð með öðrum, bað sessunauta sína að rétta sér ösku- bakka, bölvaði kímilega og trúði öðrum fyrir því að hann hefði bara vantað 88. Sagði að sú tala væri jafn- an kölluð „two fat ladies“ á Eng- landi. Var þar með kominn í hópinn. Áhætta hvers og eins var í lág- marki í bingó og fáar sögur fara af mönnum sem hafa orðið bingófíkn- inni að bráð. Sumir þeirra sem spil- uðu í Templarahöllinni þetta kvöld, stunduðu bingóin nokkuð stíft og fóru á flest bingó. Mikill meirihluti gestanna var kominn á besta aldur. Börnin farin að heiman og ellilífeyr- isfátæktin ekki gengin í garð. Innan- um og samanvið var fólk á öðrum aldri. Þegar kvöldið var úti varð blaða- manni einkum hugsað til þess hversu litla ánægju fólkið sýndi þeg- ar það fékk vinninga. Það hélt still- ingu sinni fullkomlega. í mesta lagi var hægt að greina eitthvað sem var í líkingu við stolt. Ef til vill er það ekki furða. Sam- anborið við Lottó, þar sem stærstu pottarnir geta numið allt að 20 ára launum láglaunamanns, eru þrjú daglaun ekki neitt til þess að hrópa húrra fyrir. En þau drepa kvöldið. leftir Gunnar Smára Egilsson mynd Jim Smartl eins og smurð vél. Var spilað í þögn og einbeitingu. Stjórnandinn, slétt- greiddur og ábúðarfullur maður, las tölurnar lipurlega af eins konar tölvuborði. Hann reyndi hvorki að vera fyndinn né skemmtilegur. Bingó-spilarar eru þakklátir áhorf- endur og kefjast ekki annars af stjórnandanum en að hann sé læs á tölur og hafi ekki áberandi talgalla. „BINGÓ-STRÍÐ" Á ÞRIÐJUDÖGUM Félagar úr Þrótti lentu í dálitlum vandræðum með templarana og bingó-græjurnar, þegar þeir voru að undirbúa þriðjudags-bingóið sitt í Glæsibæ. Templararnir réðu þeim eindregið frá því að leggja út í bingó. Sögðu að græjurnar kostuðu fleiri hundruð þúsund. Bingóið væri basl og kæmi í besta falli út á sléttu. Þróttararnir þráuðust við og þeg- ar þeir komust að því að þeir gátu fengiö bingó-græjur fyrir 40-50 þús- und, héldu þeir að templararnir væru að fæla þá frá pottþéttri gróða- leið. Þeir komu síðan út á sléttu fyrsta kvöldið í Glæsibæ. Trúa enn á gróðann og kenna „bingó-stríðinu" um að ekki gangi betur. Það er nefnilega „bingó-stríð“ í Reykjavík. Á þriðjudögum. Þannig er að áralöngu jafnvægi á markaðinum hefur verið raskað. Þeir sem halda bingó hafaskipt með sér vikudögunum. Þingstúka templ- ara hefur haldið bingó í kjallara Tempiarahallarinnar á mánudags- og fimmtudagskvöldum í áraraðir. Þeir erfðu síðan laugardagseftir- miðdagana eftir að Sigmar í Sigtúni hætti sínu bingóhaldi. Templarar eru einnig í Tónabæ og þar er það sjálf Stórstúka íslands sem heldur bingó á miðvikudögum og sunnu- dögum. En vandræðin eru á þriðju- dögum, sem er annar dagur er Sig- mar í Sigtúni skildi eftir sig. Föstu- dagarnir eru hins vegar, og hafa löngum verið, bingó-lausir dagar. Það var Magnús Blöndal Jóhanns- son tónskáld sem hreppti þriðjudag- ana ásamt syni sínum þegar þeir losnuðu. Hann hélt sín bingó í Glæsibæ. Þar varð hins vegar ein- hver ókyrrð sem endaði með því að Þróttarar tóku yfir bingóið í Glæsi- bæ. Magnús flutti sig þá niður á Hótel Borg og hélt fast við þriðju- dagana. Hvorugur vill gefa eftir þennan vikudag og allt er í járnum. „SUMIR VINNA ALDREI" Ástæðan fyrir „bingó-stríðinu“ er sú að það er afskaplega fámennur hópur sem stundar bingó á íslandi. Varla meira en þúsund manns að sögn bingó-fróðra. Svo fámennur markaður stendur varla undir fleiri en einu bingói á dag, nema til komi mikið af auglýsingum sem leiði til aukinnar þátttöku. Bæði Þróttur og Magnús auglýsa stíft, en nýir bingó- spilarar láta á sér standa. „Þeir drepa sig báðir á þessu“, sagði einn bingó-fróður. „Bingó er ekki það öflugur „bissniss" að hann standi undir miklum auglýsinga- kostnaði." Svo er nú það. Þó templarar hafi byggt sér hús fyrir bingó-gróða, virðast ekki miklir peningar í dæm- inu. Ekki eins og á Englandi þar sem bingó-hallir eru í hverjum bæ og rík- isreknu járnbrautirnar bjarga sér fyrir horn með því að hafa sérstakar bingó-lestir í förum milli London og Brighton á sumrin. Þar sest fólk upp í lestirnar og spilar bingó stanslaust frá London til Brighton og aftur til baka. En Þróttarar eru samt súrir. Sér- staklega sökum þess að samkvæmt lögum frá 1952 er óheimilt að halda bingó nema ágóðinn renni til liknar- eða menningarmála. Þeir vilja ekki BORGAR SIG EKKI AÐ ÖGRAGUÐUNUM Þegar kom niður í kjallara Templ- arahallarinnar var fyrsta umferð hafin. Aðalsalurinn þéttsetinn, einn- ig gangurinn og slæðingur af fólki í litlum sal við enda hans. Á milli borðanna gekk fólk með úttroðnar svuntur af bingóspjöldum í tveimur litum. Horfðu yfir salinn og biðu þess að einhver rétti upp hönd. Það þýðir ekki að byrja í miðju kafi, svo mikil var þekking blaða- manns á bingói. Afréð því að bíða næstu umferðar. Fyrr um daginn hafði blaðamaður rætt við sjóaða bingó-spilara og komist að því að bingó er allt að því trúarleg athöfn. „Það þýðir ekki að bíða eftir töl- unum sem menn vantar", sagði einn, „þær koma ekki ef maður bíð- ur eftir þeim.“ Það má því ekki ögra bingó-guð- unum. Á bingói getur maður kann- að velvilja máttarvaldanna og til þess að vinna hylli þeirra er best að vera iítillátur. Bingó byggist ekki á getu og það er ekkert sem eykur vinningslíkur hvers og eins. Nema ef keypt eru því fleiri spjöld. Til þess að vera fullviss um vinning í bingói þarf að kaupa hátt í 50 milljónir spjalda. í Templ- arahöllinni þetta kvöld hefði það kostað 2,5 milljarða. Vinningarnir voru hinsvegar frá 5 þúsund upp í nokkra tugi þúsunda. VANIR MENN Blaðamaður var vakinn af þess- um þönkum þegar kallað var „Bingó". Fólk leit snöggt upp frá spjöldunum, sáu hvar kona rétti ein- um af templurunum spjaldið sitt. Þarna fór heppin kona. Síðan leit fólkið á spjöldin, þeir sem reyktu, kveiktu sér í sígarettu og biðu þess að bingóið héldi áfram. Það varð lítil töf á því. Templarinn las tölurnar og stjórnandinn sam- þykkti. Enginn hátíðleg verðlauna- afhending né grátur. Vanir menn. Keyra bingóið áfram. Blaðamanni tókst að kaupa eitt spjald, sem var raunar ekkert bingó- spjald. Bara blár bréfsnepill með áprentuðum bingó-römmum. 24 töl- ur og einn fríreitur. 50 krónur. „Þá spilum við fjórar línur í sama reitinn." Enginn hváði. Blaðamaður áttaði sig á því að hann var ókunnugur í hópi innvígðra. Sat með eitt spjald og vissi ekki til hvers var ætlast af honum innanum þaulreynda bingó- kappa sem breiddu úr spjöldunum yfir borðin. Eftir að hafa krossað skilmerkilega yfir tölurnar sem stjórnandinn las upp rann það upp fyrir blaðamanni að hann var stadd- ur í fjórða þætti fyrstu umferðar. Hafði því byrjað í miðju kafi og klúðrað spjaldinu sínu. Heilladísun- um var ekkert um hann gefið. En bingóið hélt áfram og gekk ÞAÐ ERU SJÖ BINGÓ í VIKU í REYKJAVÍK OG TVÖ ÞEIRRA SAMA DAGINN. HP BRÁ SÉR Á EITT í SJÁLFU MUSTERI BINGÓSINS, TEMPLARAHÖLLINNI Fólk kemur á leigubílum á bingó. Hugmynd um fjárplokk Góö- templarareglunnar af ellilífeyris- þegum féll um sjálfa sig vid inn•• ganginn. Madurinn í leigubílnum var reyndar gamall, en ekki aldraö- ur. Fyrrverandi sjómaöur sam- kvœmt göngulaginu, fœturnir út- pískaöir eftir œvilangar stödur á dekki. Einn þessara manna, sem aldrei sáu ástœöu þess ad raka sig upp á hvern dag fyrir skipsfélagana og var því með þriggja daga skegg eins og Don Johnson. Uppháir kuldaskór, hálfsíður frakki, terrilín- buxur og Lenín-húfa. Verðugur þess að plœgja leiö blaðamannsins í ólgusjó bingósins. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.