Helgarpósturinn - 26.02.1987, Qupperneq 23
LISTAPÓSTURINN
Asgerður
í Listasafni ASÍ
Myndlistarunnendur eiga von á
gladningi frá og meö 28. febrúar því
þann dag opnar Asgerdur Búadóttir
sýningu íListasafni ASÍvid Grensás-
veg. Asgeröur hefur verið í allra
fremstu röd íslenskra myndlistar-
manna um langa hríð og hródur
hennar borist víða. Hún hefur m.a.
tekið þátt í nokkrum sýningum er-
lendis og má þar nefna sýningu
ásamt Svavari Guðnasyni í boði
Kaupmannahafnarborgar 1984. HP
sló á þráðinn til Ásgerðar þar sem
hún var að hengja upp verk sín í
Listasafninu og spurði hana hvað
hún aetlaði að sýna.
„Ég sýni 10 verk og 9 þeirra hef ég
ekki áður sýnt hérlendis. Eitt verkið
var ég með á sýningu á Kjarvals-
stöðum 1984 og þrjú verkanna hef
ég sýnt erlendis."
Hyernig vinnurðu þessar myndir?
„Ég vinn í láréttum vefstól og efn-
in eru sem fyrr ull og hrosshár.
Grunnlitirnir eru sauðalitirnir og
svo nota ég að vísu aðra liti með en
mjög í hófi. Þetta eru þessir náttúru-
litir og þegar ég þarf á öðrum að
halda lita ég þá sjálf.“
Hvenœr eru verkin unnin?
„Mestanpart árin ’85 og '86. Eitt-
hvað líka fyrr. Þetta er eiginlega
tveggja ára tímabil sem mér fannst
gott að hengja upp saman og skoða,
svona til að sjá hvert stefnir.”
Hyggstu feta nýjar slóðir?
„Það er aldrei að vita, maður er
svolítið eins og landkönnuður, leitar
að nýjum leiðum."
KK
LEIKLIST
Gœttu þín á draumi
Gœttu þín
Höfundur: Kristín Bjarnadóttir
Draumar á hvolfi eða Árni
gengur aftur
Höfundur: Kristín Ómarsdóttir
Tónlist: Guðni Franzson
Lýsing: Sveinn Benediktssön
Leikmynd og búningar: Porbjörg
Höskuldsdóttir
Leikstjóri: Helga Bachmann
ÁSTARHUGARÓRAR
Fyrsta frumsýning einþáttung-
anna Gættu þín og Draumar á
hvolfi var þriðjudaginn 24.
febrúar 1987, á Litla sviði Þjóð-
leikhússins. Draumar á hvolfi
eftir Kristínu Ómarsdóttur fékk 1.
verðlaun í leikritasamkeppni
Þjóðleikhússins í tilefni af lokum
kvennaáratugarins. Einþáttungur
Kristínar Bjarnadóttur Gættu
þín var í öðru sæti ásamt leikriti
eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Þessir
einþáttungar eru tákn árstíðarinn-
ar, þ.e hækkandi sól og meiri birta.
Ég hef beðið eftir íslensku leikriti
sem ristir í mannssálina örlítið
dýpra en venjulega, þar sem reynt
er að færa fram boðskap, eða
skilaboð sem eykur reynsluheim
áhorfandans.
Einþáttungur Kristínar Ómars-
dóttur heitir Draumar á hvolfi
eða Árni gengur aftur . Hin sjón-
ræna mynd sem birtist leikhús-
gestum er hvítt herbergi og þrjár
persónur. Hin orðræna mynd eða
texti leikritsins er miklu flóknari
og ruglingslegri. Texti Kristínar
Ómarsdóttur er ljóðrænn, og ljóð
hennar birtast í samtölunum.
Styrkurinn er í því rými sem text-
inn gefur áhorfandanum til eigin
sköpunar, túlkunar og tilfinn-
ingalegrar nautnar. Herbergið er
eins og fangelsi þar sem tveir fang-
ar sitja og kvelja hvor annan and-
lega. Kristín Ómarsdóttir lýsir
þessu með því að láta persónurnar
krefjast ástar og kærleiks og nær
þannig dramatískri spennu og
átökum. Leikritið hefði orðið ein-
hæft og tregt ef ekki hefði komið
þriðji aðilji inn, ungur maður sem
er andstæða parsins. Ungi maður-
inn krefst ekki og hann þjáist ekki.
Mér varð hugsað til þess sem mæt-
ur maður sagði einu sinni: „Hvort
er betra að vera þenkjandi
(áhyggjufullur/svartsýnn) Sókra-
tes eða hamingjusamt svín?“ Kvöl-
in speglast í leitinni og kröfunni
um ást, athygli og kröfunni um
að einhver þarfnist manns.
Leikur Ragnheiðar Steindórs-
dóttur sýndi á sér óvænta hlið.
Hún sýndi meiri leikræna vídd,
stærri leikrænan skala en maður á
að venjast. Arnór Benónýsson var
ekki síðri og samleikur þeirra hlýt-
ur að teljast til hins merkasta sem
er á fjölunum í borginni i dag.
Leikur Ellerts Á. Ingimundarsonar
var í samræmi við hlutverkið.
Hann var enginn „senuþjófur", en
kom hlutverkinu vel til skila á sinn
látlausa hátt. Það er ef til vill það
erfiðasta sem hægt er að gera á
sviði.
Leikmyndin var falleg í einfald-
leika sínum og hreinleg. Það er
óvanalegt að sjá hér i borg gott
leikrit og góðan leik fara saman.
Sviðsetning, leikstjórn var eftir-
tektarverð fyrir staðsetningu leik-
aranna, agaðar hreyfingar og ná-
kvæmni. En því miður er eins og
þessi öguðu vinnubrögð slappist
er á líður sýninguna.
AÐ VERA EÐA EKKI
VERA KONA
Gættu þín eftir Kristínu
Bjarnadóttur er af öðrum toga.
Hér er ekki fjallað um drauminn,
heldur stendur verkið okkur nær í
tima og rúmi.Tveirmegin burðar-
ásar eru í verkinu. í fyrsta lagi er
það manndómskomplex konunn-
ar og hugmyndin um Pelikanann.
Kristínu er mikið niðri fyrir. Sönn-
un þess að kona er kona virðist
eiga rætur i þvi hvort kona getur
átt barn eða ekki. Sú kona sem er
ófrjó er ekki viðurkennd af sjálfri
sér sem fullgild, né heldur af
öðrum. í manninum leynist þörfin
fyrir að fjölga sér á sama hátt og
dýrin. Skilningur Kristínar er mík-
illáþessu grundvallar vandamáli
mannsins (mannkynsins). Hún sér
hinn utanaðkomandi þrýsting,
hún sér hina innri kvöl og hún
spyr um iilgang lífsins, tilverurétt
og hlutverk. Andstæðan er Pelik-
aninn eða kartaflan. Kartöflumóð-
irin fórnar sjálfri sér fyrir kartöflu-
börnin og Pelikaninn á (samkvæmt
þjóðsögunni) að gefa ungum sín-
um blóð að drekka úr sér þar til
hún deyr. Með því að stefna saman
þessum tveim andstæðu sjónar-
miðum,þ.e. fjölguninni og fórninni,
knýr hún leikhúsgesti til að líta á
örlög konunnar, stöðu hennar og
möguleika.
Sigurjóna Sverrisdóttir leikur
Beggu, hina ófrjóu. Elfa Gísladótt-
ir leikur Agnesi, sem er á margan
hátt andstæða Beggu. Nonni er
barnsfaðir Agnesar og sambýlis-
maður Beggu. Lítil stúlka er leikin
af Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur
og var hún á margan hátt stjarna
kvöldsins. Foreldrar Beggu voru
leikin af Róberti Arnfinnssyni og
Bryndísi Pétursdóttur. Að yfirfæra
andlega kvöl í líkamstjáningu er
erfitt, en Sigurjóna gerir það af
innlifun og fágun. Hin svokölluðu
hjólför eru hættuleg fyrir unga
leikara. Það vantaði meiri kraft í
leik Andrésar Sigurvinssonar og
túlkun hans á Nonna var svolítið
klisjukennd. Leikstjórnin var ekki
einsmarkviss og í Draumará
hvolfi. I heild var Gættu þin hin
ágætasta sýning og spurningar
leikverksins athyglisverðar. Sú
spurning vaknaði oft hjá mér, hvar
liggja mörkin á milli talaðs orðs og
leiksýningar. Lokaorðin, góð leik-
sýning, góðir einþáttungar.
ISLENSK tónverkamiðstöð hef-
ur nýlokið við að senda frá sér fjórar'
plötur með íslenskri fagurtónlist eft-
ir samtímahöfunda. Á plötunum
eiga verk mörg af okkar bestu tón-
skáldum en þessar fjórar plötur eru
annar áfangi í áætlun tónverkamið-
stöðvarinnar um að gefa út tólf plöt-
ur með því besta sem hér er og hef-
ur verið að gerast undanfarin
20—30 ár. HP hefur heyrt að rúsín-
an í pylsuendanum verði þó á einni
af þeim fjórum plötum sem gefa á út
á næsta ári. Þar verða nefnilega
verk eftir þá Hafliða Hallgrímsson
og Jón Nordal. Verk Hafliða heitir
POemi, sem eins og kunnugt er hlaut
tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
‘86, og einleikari með Sinfóníu-
hljómsveit íslands verður Sigrún
Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Eftir Jón
Nordal verður hinsvegar fluttur
cellókonsert og einleikari í honum
verður enginn annar en Erling
Blöndal Bengtsson. Þrjár af fyrstu
fjórum plötum tónverkamiðstöðv-
arinnar hlutu verðlaun frá Frönsku
hljómplötuakademíunni og greini-
legt er að markið hefur verið sett
hátt þá en nú er stefnt enn hærra.
LEIKFÉLAG Menntaskólans
við Hamrahlíð frumsýnir leikritið
Hólpin eftir breska leikskáldið
Edward Bond næstkomandi laugar-
dag. Leikstjóri er Ingunn Ásdísar-
dóttir.
Hólpin var frumsýnt á Englandi
árið 1965, en var bannað strax að
lokinni frumsýningu. Eftir það var
það aðeins sýnt í lokuðum klúbb-
um. Leikfélag Reykjavíkur setti það
upp árið 1971 og olli sú sýning
nokkrum blaðaskrifum.
Verkið fjallar um lágstéttarungl-
inga, sem hafa enga möguleika á að
komast út úr eigin umhverfi og leið-
ast út í ofbeldi og grimmd. „Ég held
að þetta leikrit eigi fullt erindi til
okkar í dag, alveg jafnt og fyrir tutt-
ugu árum. Ofbeldið hefur ekkert
minnkað í veröldinni, nema síður
sé,“ segir Ingunn Ásdísardóttir.
Ýmsar ástæður eru fyrir því, að
þetta leikrit varð fyrir valinu í
Hamrahlíðinni. í fyrsta lagi er það
spennandi og vel skrifað. „Þá hefur
það einn kost fram yfir mörg önnur
verk, að af tíu persónum eru átta
unglingar. Það er alltaf vandamál,
þegar maður setur upp skólaleikrit
að þurfa að láta krakka leika mikið
upp fyrir sig í aldri," segir Ingunn.
Hólpin verður sýnt í hátíðarsal
MH.
ÞORSTEINN Magnússon, gít-
arleikari MX-21, er að leggja í mikið
ferðalag um Evrópu ásamt djass-
frömuðinum Leo Smith, íslandsvini
og rastafara. Þorsteinn mun leika
við þriðja mann í hljómsveit Leos
um víða Evrópu; í V-Þýskalandi, Sviss,
Ungverjalandi, Hollandi, svo eitt-
hvað sé tínt til. Þeir félagar munu
m.a. koma fram á djasshátíð í Ruhr-
héruðunum þýsku og spila þar
með köppum á borð við Ginger
Baker og Ornette Coleman. Tón-
leikaferðinni lýkur í heimahöfn Þor-
steins og eru tónleikar ráðgerðir hér
þann 2. apríl. Eftir það mun sjálfsagt
koma í ljós hvort Leo stelur Þor-
steini endanlega frá Bubba, en Leo
mun hafa séð möguleika á því að
markaðssetja drenginn erlendis eft-
ir að hafa spilað með honum tvíveg-
is í heimsóknum sínum hingað.
HELGARPÓSTURINN 23