Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 27
KVIKMYNDIR
eftir Ólaf
Angantýsson
Elliglöp
Bíóhöllirt: Tough Guys (Gódir
Gœjar) ★★★
Bandarísk. Árgerd 1986.
Framleiöandi: Joe Wizan.
Leikstjórn: Jeff Kanew.
Handrit: James Orr/Jim
Cruickshank.
Kvikmyndun: King Baggot.
Tónlist: Burt Bacharach.
Adalhlutuerk: Burt Lancaster,
Kirk Douglas, Charles Durning,
Eftir þrjátíu ára fangelsis-
vist líta kumpánarnir Harry og
Archie aftur ljós þessa heims. Þeir
höfðu á sínum tíma framið síðasta
lestarrán sögunnar í Bandaríkjun-
um, en eru nú staðráðnir i því að
söðla um og tileinka sér öllu lög-
hlýðnari lífsháttu en þá er þeir
höfðu ástundað hér á árum áður.
Þeir verða þess þó fljótlega
áskynja að lífið utan múranna hef-
ur enganveginn staðið í stað þann
tíma er þeir nutu gestrisni réttar-
farskerfisins. Glæsta hverfiskráin
er orðin að hommabúllu og gamla
„gengiö" er ýmist hrokkið uppaf
eða hefur af einhverjum óskiljan-
legum ástæðum umturnast í far-
lama gamalmenni.
Þeir félagar vakna s.s. upp við
þann vonda draum, þegar við
fyrsta morgunroða hins nýfengna
frelsis, að þéir hafa í raun farið úr
öskunni í eldinn: Harry er þrátt
fyrir tiltölulega ungæðislegt útlit
orðinn 72 ára og telst því sam-
kvæmt öllum kokkabókum öld-
ungis ekki lengur nýtur og gegn
þjóðfélagsþegn. Ber honum því að
draga sig í hlé og hverfa sjónum
umheimsins inn á einhvurn bið-
sala dauðans... öðru nafni nefndir
hvíldar- eða dvalarheimili aldr-
aðra. Archie er öllu lánsamari, því
hann á ein þrjú ár eftir í ellilífeyris-
aldurinn og leyfist því að leita fyrir
sér um mannsæmandi vinnu fyrir
eigin lifibrauði. Slíkt reynist þó
engan veginn auðveit fyrir fyrr-
verandi tukthúslim.
Svo fer því eðlilega um síðir að
hvorugur þeirra félaga telur sig
geta unað glaður við sitt, og þykir
því báðum sjálfsagt að þeir taki
upp þráðinn þar sem frá var horfið
30 árum áður, enda eru lestarrán
sú eina iðn sem þeim hefur gefist
færi á að læra til hlítar um dagana.
Prýðisvel unnin kvikmynd og í
aila staði hin ágætasta dægra-
dvöl, hvar gömlu kempurnar
Lancaster og Douglas fara hrein-
lega á kostum í hlutverkum hinna
glaðhlakkalega uppreisnargjörnu
öldunga, er neita sem þverlegast
að láta í minnipokann fyrir Elli
kerlingu og óréttmætum kröfum
samfélagsins um að þeir leggi upp
iaupana... fyrir aidur fram.
Nýr
Konchalovsky
Austurbæjarbíó: Duet for One
(Brostinn strengur). ★★★
Bandarísk. Árgerö 1986.
Framleiöendur: Menahem
Golan/Yoram Globus.
Leikstjórn: Andrei Konchalousky.
Handrit: Tom Kempinski, Jeremy
Lipp, Andrei Konchalousky.
Kuikmyndun: Alex Thomson.
Aöalhlutuerk: Julie Andrews,
Alan Bates, Max Von Sydow,
Rubert Euerett.
Andrei Mikhalov Konchalovski
(fæddur 1937) virðist sannarlega
ætla að vegna bærilega, eftir að
hann komst á mála hjá þeim Gol-
an/Globus bræðrum. Hann var á
sínum tíma talinn í hópi efniiegri
kvikmyndaleikstjóra Sovétmanna
(gerði m.a. smámyndina Skauta-
svellið og Fiðlan í samvinnu við
nafna sinn Tarkovski 1960) og
hafði skilað af sér um tíu kvik-
myndum að fullri lengd, þegar
honum var veitt langþráð farar-
ley.fi til Vesturlanda í byrjun ní-
unda áratugarins.
Fyrir þá Golan og Globus
leikstýrði hann fyrst Maria's Lou-
ers 1984, síðan kom hin stórgóða
RunawayTrain 1985 og nú hefur
hann enn bætt rós í hnappagat
þeirra félaga með Duet for One.
Kvikmyndin fjallar um Stephan-
ie Anderson (Julie Andrews), sem
er einn af helstu fiðlusnillingum
samtímans. Eiginmaður hennar,
David Cornwallis (Alan Bates) er
einnig þekktur hljómsveitarstjóri
og tónskáld. Lífið virðist sannar-
lega brosa við þeim hjónakornun-
um, þegar Stephanie kemst að því
einn góðviðrisdaginn að hún er
haldin ólæknandi hrörnunarsjúk-
dómi sem um síðir verður þess
valdandi að hún verður að leggja
fiðluna á hilluna.
Einkar hugljúft og velslípað
verk af Konchalovskys hálfu og
býsna ólíkt hinum hrámettuðu en
þó kyngimögnuðu tilþrifum hans
nú síðast í Runaway Train. Leik-
ur er allur með ágætum, enda val-
inn maður í hverju rúmi. Þó ber
Rubert Everett af, líkt og gull af eir
í léttvægu hlutverki Konstantíns,
eins af nemendum Stephanie.
Banvœn
fangbrögð
Laugarásbíó: Rage of Honor
(Einuígiö)
★
Bandarísk. Árgerö 1976.
Framleiöandi: Don Van Atta.
Leikstjórn: Gordon Hessler.
Handrit: Robert Short/Wallace
Bennett.
Kuikmyndun: Julio Bragado.
Aöalhlutuerk: Sho Kosugi.
Enn ein af þessum hálftragikóm-
ísku ameríkaniseruðu útþynningum
á japanskri bardagalist, er gerðu
garðinn frægastan á síðari hluta
síðastliðins áratugar. Hér er mætt-
ur til ieiksins sjálfur meistari ninja-
hefðarinnar á hvíta tjaldinu, Sho
Kosugi, öslandi af sínum alkunna
fítonskrafti um myndflötinn þver-
an og endilangan, takandi fjórföld
heljarstökk aftur á bak milli mynd-
skeiða, tínandi ótrúlegasta járna-
rusl og morðtól ýmisskonar uppúr
botnlausum buxnavösunum á
fluginu, látandi þau rigna af fá-
dæma lystisemdum og hugvits-
semi yfir vesalings misindismenn-
ina, sem alltaf verða jafn aulalega
forviða, þá er þeir komast um síðir
að því, að hann gaf öldungis ekki
upp öndina, er þeir hér síðast óku
yfir hann með jarðýtunni,
sprengdu undan honum kafbátinn
á hafsbotni, eða brenndu ofanyfir
hann stáliðjuverið.
Jafn fullkomlega ótímabær of-
beldisdýrkun og hún er einskis-
verð. Botnlaus handritsgerð,
vondur leikur, þó einkum sjálfs
meistara Kosugis. Hversu lima-
mjúkur sem hann annars kann að
virðast og hversu fimlega sem
hann annars handfjatlar hinar
ýmsu tegundir morðtóla sinna og
tækja, þá er hann alltaf jafn lítil-
mótlega afkáralegur þá er hann
staldrar við um stund frammi fyrir
tökuvélinni milli fjórföldu heljar-
stökkanna, fellandi hinar gull-
vægu replíkur sínar um kvaðir og
skyldur þeirra er á annað borð
hafa fyrir alvöru tekið ninja-bakt-
eríuna.
KVIKMYNDAHUSIN
flllSTURBCJARRín
BROSTINN STRENGUR
★★★
Afskaplega hreint hrífandi mynd.
Konchalovsky leikstýrir úrvalsleikurum.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
ÍHEFNDARHUG
(Avenging Force)
★
Bandarísk spennumynd. Bönnuð innan
16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
frjAlsar ástir
0
Djörf frönsk mynd. Bönnuð yngri en
16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
GÓÐIR GÆJAR
(Tough Guys)
★★★
Tveir gamlir kallar uppgötva að tíminn
stendur ekki kyrr. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
FLUGAN
(The Fly)
★★
Jeff Goldblum breytist í flugu. Galdrar
og hrollur fyrir það sem þess er virði.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
PENINGALITURINN
(The Color of Money)
★★★
Tekur við þar sem The Hustler hætti.
Nú er Newman kominn í hlutverk hins
ráðsetta og reynda.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
KRÓKÓDlLA dundee
(Crocodile Dundee)
★★★
Mick Dundee Astralfubúi kemur til
New York.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Skytturnar er, þrátt fyrir ýmsa minni-
háttar galla, athyglisverð og um leið
virðingarverð mynd sem enginn ætti að
verða svikinn af. Svo eru tvær nýjar
góðar, Tough Guys f Bfóhöllinni og
Brostinn strengur f Austurbæjarbíó.
LUCAS
★★
Enn ein unglingamyndin. Sýnd kl. 5, 7,
9 og 11.
BÍÓHÚSIÐ
SJÓRÆNINGJAR
(Pirates)
NÝ
Stórmynd eftir þann fræga Roman
Fblanski með Walther Matthau 1 rullu
sjóræningjaforingja. Sýnd kl. 5, 7.05,
9.10 og 11.15.
TAlJMSKOLUIO
FOREIGN BODY
NÝ
Gamanmynd með Victor Benerjee. Inn-
flytjandi frá Indlandi gerist læknir f Eng-
landi á fölskum forsendum. Benerjee
var líka læknir í A Passage to India.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
LAUGARÁS
BIO
EFTIRLÝSTUR LiFS EÐA LIÐINN
(Wanted dead or alive)
NÝ
Spennumynd með Rutger Hauer og
Jean Simmons. Bönnuð yngri en 16.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
EINVlGIÐ
(Race of Honour)
★
Ninja mynd með Sho Kosogi. Bönnuð
yngri en 16. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
E.T.
★★★
Frábær fjölskyldumynd. Sýnd kl. 5 og
7.
LAGAREFIR
(Legal Eagles)
★★★
Mjúkt lögfræðingadrama. Sýnd kl. 9
og 11.
IRIGNBOGIINN
SKYTTURNAR
★★★
Ný fslensk mynd eftir Friðrik Þór. Fer
hægt af stað en sterkur endir. Sýnd kl.
5, 7, 9 og 11.
FERRIS BUELLER
★★
Gamanmynd um skróp og Ferrari bfl.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
HART A MÓTI HÖÐRU
(Fire and Fire)
★
Eitthvað um að ástin sigri allt. Sýnd kl.
3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15.
NAFN RÓSARINNAR
(The Name of the Rose)
★★★
Var Kristur kátur? Sterk mynd.
Bönnuð yngri en 14. Sýnd kl. 3.10,6.10
og 9.10
OTHELLO
★★★★
Frábær mynd, frábær söngur. Placido
næstum eins góður og Kiddi Jó.
Sýnd kl. 9.
ELDRAUNIN
(Firewalker)
★★
Chuck brosir.
Sýnd kl. 3, 5, 7, og 11.15.
Bönnuð innan 12 ára.
SÆT i BLEIKU
(Pretty in Pink)
Gamanmynd með Madonnu, endur-
sýnd kl. 3.15, 5.15 og 11.15.
BLÓÐSUGUR
(Vamp)
NÝ
Mynd sem fer víst ekki alveg eftir beinu
línunni. Með söngkonunni Grace
Jones. Bönnuð innan 16. Sýnd kl. 5,7,
9 og 11.
FRELSUM HARRY
(Let's get Harry)
★
Einstaklingsframtakið ræður rfkjum.
Bönnuð yngri en 16 ára.
Sýnd kl. 11.
ÖFGAR
(Extremities)
★★★
Farrah Fawcett kemur öllum á óvart.
Bönnuð yngri en 16.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
VÍTISBÚÐIR
(Hell Camp)
NÝ
Um ameríska hermenn sem lenda í
ýmsu misjöfnu. Bönnuð yngri en 16.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ mjög góð
★ ★ miölungs
★ þolanleg
o mjög vond
MYNDBAND VIKUNNAR
The Goodbye Girl: ★★★
77/ útleigu m.a. hjá Videohöll-
inni, Lágmúla. Bandarísk, árgerö
1977.
Leikstjórn: Herbert Ross. Hand-
rit: Neil Simon. Aöalhlutuerk:
Richard Dreyfuss, Marsha
Mason, Quinn Cummings.
The Goodbye Girl er ein af
mörgum nýútkomnum myndum á
myndbandamarkaðinum hérlend-
is. Hún verður þó að teljast meðal
eldri mynda í þeim hópi því liðinn
er heill áratugur síðan myndin
kom fyrst fyrir augu bíógesta. Hún
atti á sínum tíma kappi við meist-
araverk Allens, Annie Hall, um öll
helstu Óskarsverðlaunin vestur í
Hollívúdd, og enda þótt sú síðar-
nefnda hafi hrifsað til sín fjóra af
fimm „major Oscars" þá er The
Goodbye Girl í flesta staði mjög
skemmileg og hrífandi mynd.
Myndin greinir frá Broadway-
dansara og 10 ára gamalli dóttur
hennar er óboðinn gestur knýr að
dyrum og segist vera með íbúð
mæðgnanna á leigu. Eftir miklar
bollaleggingar komast þau að því
að báðir aðilar hafa verið sviknir
af sama manninum og ákveða því
að deila með sér íbúðinni. Þannig
hefst hin allra furðulegasta sam-
búð þriggja óiíkra aðila en áður en
langt um líður fer rómantíkin að
hafa sín áhrif á sambúðina. Þessi
saga af mannlegum samskiptum í
.nútímaþjóðfélagi er einkar vel
sögð og er handrit Neil Simons
mjög öflugt og fagmannlega skrif-
að. Því er síðan komið til skila með
frábærum leik í öllum aðalhlut-
verkum sem nær þó hámarki með
fantagóðum leik Richards Dreyf-
uss en hann er hér í sínu besta
hlutverki fyrr og síðar. Þá er fátt út
á leikstjórn Herberts Ross að setja
því hann nær að halda hinni
sterku uppbyggingu sem handrit-
ið hefur upp á að bjóða, sem gerir
The Goodbye Girl jafnframt að
einstaklega heiðarlegri og, eins og
áður sagði, hrífandi mynd.
ÞÓ
HELGARPÓSTURINN 27