Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 37

Helgarpósturinn - 26.02.1987, Page 37
Samskipti yfirmanna og verkamanna eru ekki upp á það besta um þessar mundir. Það er deilt um mannafækkanir, kjör, orðsendingar, mengun og fieira. Til vinstri verkamaður (kerskála. Til hægri Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ISAL. royndir Jim Smart asta sem ég hef upplifað," segir einn. „Topparnir tala aldrei við okkur. Maður veit varla hver stjórnar hérna. Við sjáum forstjórann af og til í sjónvarpinu og blöðunum. Ég er búinn að vinna hérna í 13 ár og ég held að á því tímabili hafi ég séð Ragrtar Halldórsson tvisvar eða þrisvar sinnum, og þá auðvitað rétt fyrir samninga," segir einn í skaut- smiðjunni. „Það er litið á mann eins og bjána. Ef talað er við mann eru það eins atkvæðis orð. Yfirbygging- in er mikil, en alltaf verið að fækka okkur körlunum. Þetta er eins og að vera úti á sjó með litla kjölfestu, og þá væri farið að henda út ballestinni en engu af yfirbyggingunni," sagði einn gamall í hettunni. „Ragnar kom eitt sinn fram í sjónvarpi og þá mátti skilja á honum að hann væri okkar besti félagi og væri alltaf innan um mannskapinn. En við sjá- um hann helst í sjónvarpinu og auð- vitað í Mogganum. Þar sjást hins vegar aldrei menn sem tala okkar máli,“ sagði enn einn. Þeir benda mér á orðsendingar uppi á vegg. „Þeir Ragnar, Briem og Möller eru að senda okkur svona orðsending- ar, með hótunum og ásökunum og hreint svívirðilegum móðgunum. Þessir menn sjást ekki hérna og vita í rauninni ekkert hvað þeir eru að tala um. Það mætti halda að þeir væru að skrifa þetta blindfullir. Þeir eru að saka okkur um skemmdar- starfsemi þegar menn taka sér frí frá yfirtíð, eins og allir verða að gera; menn vinna ekki endalaust 16 tíma á dag. Þeir tala um iögbrot, þótt vinnulöggjöfin kveði á um 8 tíma vinnudag." ÓLGAN út í yfirmennina er greini- leg og áberandi, en ef til vill ber hún þess merki að samningar voru laus- ir um síðustu mánaðamót og verið að undirbúa kröfur. Enda bættu sumir við að samskiptin væru ágæt þegar vel gengi, þegar hráefnið væri gott og ekki væri verið að pína í gegn mannafækkanir. Þetta síðast talda er mikið áhyggjuefni. „Fækkun starfsfólks hefur hvergi verið okkur verkamönnunum til hagsbóta, heldur einungis þýtt auk- ið álag á okkur sem eftir erum. Það mætti halda að fyrirtækið væri að flosna upp, það er samdráttur í öllu. Eini staðurinn þar sem mannskapn- um fjölgar er á skrifstofunum. Þeir leita dyrum og dyngjum að tækifær- um til að fækka okkur. Sem dæmi má nefna að þeir voru með hug- myndabanka hérna og frá okkur komu ágætis vinnusparnaðarhug- myndir. En hvað gerist? Þeir þakka fyrir sig með því að segja sem svo að þetta sé skínandi, með þessu megi spara nokkra karla!" PEl lA og miklu, miklu meira höfðu karlarnir um vinnuaðstöð- una, samskiptin við yfirmennina og fækkun starfsfólks að segja. Og mörg orð voru viðhöfð um kjörin. „Það halda allir að við séum á ein- hverjum rosalegum launum hérna, en átta sig ekki á því að það byggist á mikilli yfirtíð, aukavöktum um helgar og helgidaga, stundum í óbærilegum hita og drullu. Þetta þurfa landsmenn að vita. Þetta er engin níu til fimm vinna. Nú er drull- an og rykið þannig að ef hér væru hestar eða önnur dýr yrði Dýra- verndunarfélagið vitlaust! En af því að þetta erum bara við karlarnir, þá er þetta í stakasta lagi,“ sagði einn þeirra. Mér var sýnt ljósrit af töflu úr Frjálsri verslun. „A árum áður voru launin hérna með þeim allra hæstu í landinu. Nú kemur fram í þessu riti að álverksmiðjan hefur í meðal- launum fallið úr efstu sætum niður í næstum það neðsta af hundrað fyrirtækjum," sagði einn, og annar bætti við eftirfarandi sögu: „Það kom hingað maður frá Alusuisse á síðasta ári á fund með okkur. Hann sagði aðspurður að launakostnað- urinn næmi um 17% af rekstrinum. Hann var strax leiðréttur og honum sagt að hlutfallið væri undir 10%. Hann átti bágt með að trúa þessu. Hann var sem sagt með þá reynslu frá Bandaríkjunum og Évrópu að mannakaup í þessum verksmiðjum væri þetta 16—17% af rekstrinum. Hér eru launin slík að hlutfallið er 8—9%.“ Þeir í kerskálanum segja að menn þar séu, þegar allt er tiltekið; yfirtíð, vaktaálag, ferðapeningar, sérstakir „álhvatar" og annað, með 60—65 þúsund á mánuði, en miðað við allar aðstæður væri eðlilegt að kaupið væri um 90 þúsund krónur. Stefnan yrði sett á þá tölu í komandi kjaraviðræðum. Ég þyrfti í rauninni allt blaðið til að koma öllum aðfinnslum verka- mannanna á framfæri á þessum vettvangi. Minna pláss fer hins veg- ar í að tíunda þá fáeinu jákvæðu punkta sem fram komu. „Maturinn er góður," sagði einn. „Við segjum svo sem ekki að þessir toppar séu slæmir menn, við vitum reyndar lít- ið um það. Þeir eru kannski undir þrýstingi frá yfirmönnum sínum í Sviss," segir annar. „Það koma tíma- bil þegar allt gengur vel og þá herða þeir sig í að gera eitthvað fyrir mannskapinn," segir enn annar og nefnir baðaðstöðuna sérstaklega. RAGNAR forstjóri Halldórsson lét sér fátt um finnast þegar hinar margvíslegu aðfinnslur verkamann- anna voru bornar undir hann og svaraði þeim raunar fullum hálsi. „Þróunin hefur almennt verið í rétta átt hjá okkur. En við verðum að fá að stjórna. Við segjum að þeir eigi rétt á því að fá kaup og við rétt á því að stjórna. En á stundum er eins og þeir vilji taka við stjórnuninni. Við vonum að mennirnir sjái einhvern tímann að sér, og reyndar hafa margir hópanna áttað sig á þessu, en það eru einn eða tveir hópar sem ríghalda í að það sé þeirra hlutverk að semja um mönnun og annað hér í verksmiðjunni," segir hann. En hann tók undir það að fram hefðu komið gallar á skautum og súráli og að það hefði skapað erfiðleika, sem þó yrðu brátt úr sögunni. Ragnar sagði að undanfarið hefðu ríkt deil- ur við skautskipta s.k. um fækkun manna sem þeir væru óhressir með og hefðu gripið til yfirvinnubanns. „Það var búið að skýra þessa hluti fyrir þeim fyrir ári, og þá var ekkert við þessu sagt. Svo þegar breyting- arnar eru komnar þetta langt, þá neita þeir öllu. En þetta er nú einu sinni svona, að þegar samningar eru ófrágengnir og farið að tala við menn, þá er allt tínt til sem miður er talið fara; að kaupið sé lágt, yfir- menn ekki nógu liprir, og svo fram- vegis. Þetta er bara liður í samninga- taktíkinni," sagði Ragnar. Hann tók sérstaklega fram, út af áðurnefndri töflu í Frjálsri verslun, að hún væri röng. Þar komi fram að meðallaun- in á ársverk 1985 hafi verið 639 þús- und krónur, en eftir sérstaka skoðun ÍSAL-manna hefði komið í ljós að rétt tala væri 722 þúsund. „Ég ætla að hafa samband við þá og benda þeim á þetta" sagði Ragnar. VIÐ látum þessu lokið, hér hefur aðeins verið stiklað á stóru. Þótt ekki hafi verið kafað djúpt undir yfirborðið, er ljóst að í álverksmiðj- unni er ekki bara álframleiðsla, heldur gróskumikið mannlíf með öllum þess kostum og göllum, ein- ingu og átökum. Þótt kraumi undir á köflum var sérstaklega tekið fram að menn vilji fyrirtækinu vel. Allir eru með ÍSAL-hjálma, þótt hjálmar yfirmannanna séu bláir en verka- mannanna rauðir, hvítir, gulir og grænir. „Karlar" f skautsmiðjunni. Þessir sem aðrir höfðu sitthvað út á hlutina að setja. En menn halda tryggð við fyrirtækið þótt deilur spretti upp endrum og eins svo um munar. Meðalstarfsaldurinn (álverinu er 12 ár en verksmiðjan er hins vegar aðeins 18 ára. í ÁLVERINU ER EKKI BARA ÁLFRAMLEIDSLA, HELDUR GRÓSKUMIKID MANNLÍF MEÐ ÖLLUM ÞESS KOSTUM OG GÖLLUM, EININGU OG ÁTÖKUM. MENN HALDA TRYGGÐ VIÐ FYRIR- TÆKIÐ OG VILJA ÞVÍ VEL, EN UM ÞESSAR MUNDIR KRAUMAR UNDIR... HELGARPÖSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.