Helgarpósturinn - 26.02.1987, Side 40
íða út á landsbyggðinni var
litið á fræðslustjóramálið og af-
greiðslu þess á Alþingi sem mikið
grundvallarmál. Innan Alþýðu-
bandalagsins ríkir t.d. sérstök reiði
víða vegna frammistöðu hluta þing-
flokksins, Guðmundar J. Guð-
mundssonar, Garðars Sigurðs-
sonar og Hjörleifs Guttormsson-
ar. Atfylgi þessara þingmanna með
atkvæði, hjásetu og fjarveru mun
m.a. hafa leitt til undirskriftasöfnun-
ar í Norðurlandi eystra og er minnt
á hlutdeild þeirra tveggja fyrr-
nefndu í mesta hneykslismáli lýð-
veldisins, Hafskips/Utvegsbanka-
hneykslinu - í textanum. Þingmenn-
irnir þóttu koma nokkuð í bakið á
samherjum sínum og hefur einnig
vakið reiði og óánægju með hvaða
hætti afstaða þingmannanna verð-
ur ljós. Þess vegna hefur ljósi gagn-
rýninnar einnig verið beint að for-
manni þingflokksins Ragnari Arn-
alds og formanni flokksins Svavari
Gestssyni, og þykir þeim ekki hafa
farist vel að stjórna þingliðinu og
fylgjast með viðhorfum þess í við-
kvæmu máli, sem skiptir flokkinn
miklu. Þessari frammistöðu megi
þakka fyrirsögnina í blöðunum:
„Alþýðubandalagið bjargaði stjórn-
inni“...
Jkg
■ ýverið var gengið frá ráðn-
ingu útibússtjóra Búnaðarbanka ís-
lands í Garðabæ. Árni Emilsson
frá Grundarfirði varð fyrir valinu,
en hann hefur starfað fjögur ár inn-
an bankans. Aðrir starfsmenn bank-
ans, með langan starfsaldur, hlutu
ekki náð fyrir augum bankaráðs.
Meðal þeirra sem sóttu um á móti
Árna voru Björn Sigurðsson,
deildarstjóri í útlánadeild, Gunnar
Kristjánsson, aðstoðarútibússtjóri
í Mosfellssveit, og Ólöf Magnús-
dóttir Kjartanssonar, fyrrv. alþm.
Árni naut stuðnings sjálfstæðis-
manna, þeirra Halldórs Blöndal
og Friðjóns Þórðarsonar, í banka-
ráði, og bankaráðsmanns Alþýðu-
bandalagsins, Þórunnar Eiríks-
dóttur frá Kaðalstöðum í Borgar-
firði. Henda heimildarmenn HP í
Búnaðarbanka gaman af þeirri póli-
tísku samstöðu sem ríkir meðal
sjálfstæðis- og alþýðubandalags-
manna í banka- og fræðslustjóra-
máli þessa stundina...
Ems og kunnugt er skipaði iðn-
aðarráðherra, Albert Guðmunds-
son, stóra nefnd til að fara yfir fjár-
hagsvanda þeirra hitaveitna, sem
hvað verst eru settar. Hefur nefndin
unnið mikið og gott starf og á næst-
unni mun væntanleg niðurstaða
hennar. Hafa hitaveitumenn vax-
andi áhyggjur af niðurstöðu nefndar
ráðuneytisins. Megin línan sem
iðnaðarráðherra mun vilja leggja er
sú, að í fyrsta lagi komi hitaveiturn-
ar lánum sínum yfir í hagstæðan
gjaldmiðil, í öðru lagi að hitaveitur
yfirtaki rafhitamarkaðinn í viðkom-
andi bæjarfélögum og að bæjarsjóð-
ir sveitarfélaganna séu notaðir til að
mæta tímabundnum fjárhagsvanda
hitaveitnanna. Af hitaveitum er
Hitaveita Akureyrar einna verst sett
og það sem skondið er við hug-
myndirnar í iðnaðarráðuneytinu er
það, að þetta eru leiðir sem
Wilhelm V. Steindórsson lagði til
að farnar yrðu norður á Akureyri,
en hann var rekinn frá störfum fyrir
afstöðu sína í þessu máli.^..
s
volítið óvanalegt rifrildi á sér
nú stað t breskum fjölmiðlum. Það
snýst um barnsburðarleyfi kvenna
og kviknaði þegar það fréttist að
vinsæl dagskrárgerðarkona, Anne
Diamond, ætlaði að hef ja vinnu aft-
ur sex vikum eftir að frumburður
hennar lítur dagsins ljós. Anne þessi
er einn stjórnenda sjónvarpsþátta,
sem nefnast TV-am og eru á dag-
skrá í býtið á morgnana alla virka
daga. Yfirmenn hennar eru allir
karlar og leggja þeir víst hart að
henni að koma aftur í vinnuna sem
ailra fyrst. Þegar þetta fréttist, ætl-
uðu konur að ganga af göflunum vítt
og breitt í þjóðfélaginu. Lesenda-
bréfum hefur rignt yfir dagblöðin,
sem þar að auki birta gjarnan viðtöl
við frægar mæður með lífsreynslu-
sögum um hvernig það er að blanda
saman móðurhlutverkinu og krefj-
andi starfi á vinnumarkaðnum. Það
þarf sem sagt oft stjörnustimpil til
þess að fá fram umræðu um aðstæð-
ur, sem annars eru á hverju strái. Við
íslendingar erum þar auðvitað eng-
in undantekning. ..
G
óð frammistaða íslenska
karlalandsliðsins í handknattleik
yljaði áhorfendum um hjartarætur,
einkum niðurstaðan í sigrinum yfir
Júgóslöfum á þriðjudagskvöld. Þó
voru þeir ófáir, sem gerðu athuga-
semd við þá ráðstöfun Bogdans
þjálfara að láta stórskyttuna skot-
hörðu Sigurð Sveinsson hvíla nán-
ast allan tímann í báðum leikjunum
og það þrátt fyrir, að Kristjáni Ara-
syni vinstri handar skyttu landsliðs-
ins gengi heldur illa að koma bolt-
anum í netið í síðari leiknum. Sjálfur
tekur Siggi Sveins þessu með stó-
ískri ró og segist vera „bekkjarfor-
maður" landsliðsins, hann sé fyrir-
liðinn á bekknum utan vallar.. .
A
tímum fjölmiðla reyna
stjórnmálamenn sitthvað til þess að
ná athygli blaða, útvarps og sjón-
varps. Yfirleitt er bara beitt einföld-
um auglýsinga- og yf irlýsingabrögð-
um. En nú virðist okkur að einn
þingmanna okkar ætli að nýta sér
blaðamannshæfileika sína og koma
mikilvægum upplýsingum á fram-
færi við fjölmiðlana, sem hann hef-
ur aflað sér með ærnu erfiði. Hér er
á ferðini Árni Johnsen alþingis-
maður. Einhvern næstu daga ætlar
hann að boða til blaðamannafund-
ar, þar sem hann mun kynna niður-
stöður athugunar sinnar á lyfja-
framleiðslu hérlendis, háu verðlagi
o.s.frv. Dæmi sem Árni hefur grafið
upp í þessu sambandi er um boðs-
ferð 50 lækna auk eiginkvenna utan
af landi til Reykjavíkur á vegum
lyfjaframleiðanda. í ferðinni var
hópnum náttúrlega boðið út að
borða, í leikhús og svo þurfti liðið
náttúrlega ekki að greiða krónu
fyrir gistinguna í höfuðborginni...
Tveir nýir fiskréttir.
Þegar þér liggur á eöa vilt hafa eitthvað gott
• f matinn sem þú þarft lítid að hafa fyrir!
£W‘í
■Js 'T'Sf ;
gSOj
f -
Þessir tveir nýju fiskréttir henta vel fjöi-
skyldum og einstaklingum sem hafa
nauman tíma en vilja njóta matarins.
Ýsurúllurnar eru unnar úr nýrri ýsu, í þeim
er tvenns konar fylling, þær eru for-
steiktar og hæfilega kryddaðar og því til-
búnar til matreiðslu á nokkrum mínútum.
Það er notaleg tilfinning að vita af LAKSA
ýsurúllum í frystikistunni. Þær geta allir
matreitt og óvæntur matargestur er ekki
lengur til óþæginda.
LAKSA ýsurúllurnar fást f næstu mat-
vöruverslun - efþær eru ekki uppseldar.
Dreifing:
ÞYKKVABÆJARKARTÖFLUR
Garðabæ, sími 91-641155
VALGARÐUR STEFÁNSSON heildverslun
Akureyri, sími 96-21866
SAMBANDIÐ matvörudeild
Holtagörðum, Reykjavík, sími 91-681266
40 HELGARPÓ&TUFNNN