Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 6
eftir Óskar Guðmundsson HARKA FÆRIST í HVALAMÁLIN MILLIRIKJADEILAI Þi 7 marsmúnudi fóru 179 tonn af hvalkjöti áleiðis til Japan frá ís- landi. Þetta magn var í 7 gámum og var þeim landaö úr Álafossi í frí- höfninni í Hamborg í V-Þýskalandi og áttu að bíða umskipunar. Um ellefuleytið að morgni 20. mars var búið að landa frystigámunum, en klukkustundu síðar komu um 30 grœnfriðungar inn á lokað fríversl- unarsvœðið, gengu beint að hafnar- bakka númer 64 og rakleiðis að ómerktum hvalagámunum. Þeir opnuðu einn frystigáminn og dreifðu bitum fyrir framan gáminn, kölluðu á blaðamenn og sýndu hvalinn. Hafnaryfirvöld í Hamborg kyrrsettu þegar frystigámana. Það er nefnilega bannað samkvœmt alþjóðlegri samþykkt og þýskum lögum að landa eða millilanda af- uröum afdýrum sem talin eru vera í útrýmingarhœttu. Þetta mál hefur farið hljótt á Islandi, en engu að síð- ur er þaö á góðri leið með að veröa að viðkvæmu og erfiöu milliríkja- máli. Samkvœmt áœtlun vísindanefnd- ar Alþjóba hvalveiðiráðsins var ís- lendingum heimilað að veiða 120 hvali á sl. ári. Þar af 80 langreyöar og 40 sandreyðar. Raunin varð sú, að einungis fundust 76 langreyöar, og telja hvalverndunarmenn að þaö sé vísbending um slœma stööu stofnsins hér við land. DULARFULLIR GÁMAR Samkvæmt upplýsingum sem fram hafa komið eru þessi 179 tonn í gámunum talin vera kjöt af um 40 hvaldýrum. Sumir telja þetta magn vera að verðmæti milli 20 og 40 milijónir króna, en aðrir nefna tölur allt að 100 milljónum króna. Eggert ísaksson hjá Hvai hf kvaðst ekki geta giskað á verðmæti þessara af- urða þegar HP ræddi við hann í gær. Þann 3. febrúar svarar Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra fyrirspurn frá Guðrúnu Helgadóttur alþingismanni um sölu hvalafurða frá íslandi. Þar kvaðst ráðherra ekki sjá ástæðu til að veita upplýsingar um hvert kjötið hefði verið selt, hvenær það hefði verið.flutt út eða yrði, né heldur hvert það færi. í ljósi þessara upplýsinga fór hópur manna af stað til að kanna hvernig og hvert kjötið væri selt. Sam- kvæmt upplýsingum HP hafði það áður ekki hvarflað að þeim að leita eftir þessum upplýsingum. Ráð- herra hafi þannig komið þeim á sporið. Hvalkjötið reyndist sumsé flutt með skipum frá Eimskip til Ham- borgar, þar sem þau voru affermd og biðu í fríhöfninni frekari flutn- ings til Japans. AFHJUPUN GRÆNFRIÐUNGA Grænfriðungar í Vestur-Þýska- landi fjölmenntu inn í fríhöfnina í Hamborg og veit enginn hvernig þeir komust þar inn, né heldur hvaðan þeir höfðu upplýsingar frá Islandi, nema þangað komust þeir og rufu innsigli á einum gámanna. f ljós kom hvalkjötið, sem þeir rifu út og dreifðu um jörðina. Þeir boðuðu þegar til blaðamannafundar og efndu til sýningar á „síðasta hvaln- um frá Islandsmiðum". Birtust myndir af þessari afurð í fjölmiðlum ytra. I ljós kom við þessa uppljóstrun grænfriðunga, þegar þýsk tollayfir- völd fóru að kanna málið nánar, að hvalkjötsflutningurinn var ólögleg- ur, þ.e. gagnvart þýskum lögum og alþjóðlegum samþykktum sem Vestur-Þýskaland á aðild að. Sam- kvæmt þeim er nefnilega bannað að flytja um landið allar afurðir dýra eða píantna sem eru friðaðar eða taldar vera í útrýmingarhættu („Convention on international trade in endangered species of wild fauna and flora", heitir þessi alþjóðlegi ÞÝSK YFIRVÖLD BÁÐU UM VIÐ- BÓTARSKJÖL FRÁ ÍSLANDI. VIÐ- BÖTARSKJÖLUNUM EINNIG VÍSAÐ FRÁ. ÍSLENSK STJÓRN- VÖLD EIGA HLUT AÐ BROTI Á AL- ÞJÓÐLEGRI FRIÐUNARSAMÞYKKT. MILLJÓNA KRÓNA VERÐMÆTI LIGGJA ENN í FRYSTIGÁMUNUM í HAMBORG. ÆTTI AÐ EYÐILEGGJA FARMINN STRANGT TIL TEKIÐ SAMKVÆMT ÞÝSKUM LÖGUM. ÞÝSK YFIRVÖLD í KLEMMU; KALLA YFIRSIG STIRÐARA SAMBAND VIÐ ÍSLENSK STJÓRNVÖLD - EÐA EFNA TIL MÓTMÆLABÁLS UM- HVERFISVERNDARFÓLKS í ÞÝSKA- LANDI. samningur). Þannig að í V-Þýska- landi var litið á flutning kjötsins sem ólöglegan verknað af hálfu íslend- inga. Evrópubandalagið ásamt flest- um ríkjum Sameinuðu þjóðanna (91 ríki) hafa samþykkt þennan samn- ing. Þar á meðal öll Norðurlanda- ríki, nema ísland. ÓGLÖGGIR PAPPÍRAR Það kom mörgum spánskt fyrir sjónir, að merking farmsins var með óljósum hætti og v-þýsk tollayfir- völd stöðvuðu frekari flutning farmsins þegar í stað. Fréttir af þess- um viðburðum í fjölmiðlum á ís- landi voru mjög takmarkaðar. Þó kom fram, að flutningsskjöl með þessum farmi voru með ófullnægj- andi hætti, rangar upplýsingar eða engar. í Þjóðviljanum var haft eftir Jakob Lagerkranz frá Greenpeace, að farmskjölin hefðu hljóðað upp á „Frozen seaproducts and frozen fish“, frystan fisk og sjávarafurðir. Enn aðrar heimildir frá Þýskalandi herma, að skjöl væru mjög ófull- nægjandi með þessum farmi og fjarri því að segja frá því að hér væri um afurðir hvals að ræða. Hins veg- ar var haft eftir Kristjáni Loftssyni í fjölmiðlum um miðjan aprílmánuð, að á farmskjölum hefði staðið „fros- ið hvalkjöt" eins og alltaf áður, en fyrirtækið hefði flutt kjöt þessa leið í áratugi. „Ég hélt þetta væri frí- verslunarsvæði og um þau væri frjáls flutningur," sagði Kristján og kvað fyrirtækið hafa flutt 20 þúsund tonn af hvalkjöti á mörgum árum og þetta væri í fyrsta skipti sem svona kæmi fyrir. Talsmaður Greenpeace í Þýska- landi sagði samtökin hafa afrit af farmskjölunum. í blaðaviðtali var haft eftir talsmanni þýska sendiráðs- ins í Reykjavík að lögin í Þýskalandi gerðu ráð fyrir undanþágum og hefðu vestur-þýsk yfirvöld beðið um gleggri upplýsingar um farminn og fleira tengt hvalveiðum íslendinga. 6 HELGARPOSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.