Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 18
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smart ÉG VIRÐIST HAFA ÓENDANLEGT ÍMYNDUNARAFL Það svaraði enginn símanum í Bretlandi. Eftir heilan dag var nœstum út- séð um að við nœðum sambandi við Karólínu Lárusdóttur listmálara. Og hér sátum við með úrklippur úr bresku blaði þar sem haft var viðtal við hana og við hreinlega urðum að ná sambandi til að fá samþykkt það sem við vildum sagthafa ÍHP. Enn ein tilraun ogsvo hœttum við. Síminn hringdi og hringdi. Um leið og ákveðið var að gefast upp svaraði hún. Sagðist vera á leiðinni heim og hœgt vœri að fá viðtal við sig. MAN HVAÐ ÍG VORKENNDI FERTUGUM KONUM! Klukkan hálf tíu næsta kvöld var Karólína komin til íslands, nokkuð mörgum klukkutím- um á eftir áætlun. Mætti í HP viðtalið snemma að morgni annars sumarsdags, hress og kát: ,,En yndislegt veður! Það er svo gaman að koma heim á vorin" sagði hún en hafði varla sleppt orðinu þegar dró fyrir sólu og í staðinn kom él. Hún hló að veðráttunni og sagðist ekkert hafa út á hana að setja. Karólína sagðist frekar vilja te en kaffi, enda væri hún búin að drekka of mikið kaffi þennan morgun. Lét samt ekki plata sig í að drekka þetta fína, breska te í dósunum sem kom í formi jóla- gjafar yfir hafið í desember: „Drekkur nokkur þetta? Mér finnst pakkateið miklu betra!“ sagði hún og sýndi þar með eiginiega að hún er ekk- ert mjög bresk í sér þrátt fyrir 23 ára búsetu í Bretlandi. Þangað lagði hún leið sína að loknu stúdentsprófi frá MR 1964 tii að nema við lista- háskóla: „Eg var aldrei framúrskarandi námsmaður" segir hún um menntaskólaárin sín, „en einhvern veginn rétt náði ég öllum prófum. Ég skemmti mér mikið á þeim árum og fannst gaman að vera til. Þegar ég lít til baka finnst mér mennta- skólaárin mín hafa verið einhver bestu ár ævi minnar fram að þessum tíma. Núna iíður mér betur en nokkurn tíma áður — sem er í rauninni fyndið miðað við að ég er komin yfir fertugt. Ég man hvað ég vorkenndi fertugum konum þegar ég var í Menntaskólanum!" Karólína nam við „Ruskin School of Art“ í Oxford sem er einn virtasti iistaskóli Bretlands: „Þegar ég byrjaði þar í námi var hann það sem kallaðist íhaldssamur skóli, sá eini í Énglandi sem kenndi bæði teikningu og anatómíu. í þá daga litu margir niður á slíka kennslu en nú hef- ur hugsunarhátturinn aftur breyst og Ruskin er orðinn einn eftirsóttasti iistaskóli Bretlands núna." Karólína sneri ekki aftur heim að námi loknu. Hún giftist breskum manni og eignaðist tvö börn, Stephen og Samönthu. „Stephen er 19 ára og nemur nú við Ruskin," segir hún. „Ég held samt ekki að það sé vegna áhrifa frá mér að hann leggur út á listabrautina. Hann er einfald- lega fæddur listamaður. Það sýnir sig líka hversu góður hann er að hann skyldi komast inn á Ruskin núna. Þar eru teknir inn sautján nem- endur árlega af tvö hundruð umsækjendum. .. Hann hefur hæfileika strákurinn, á því er eng- inn vafi.“ Dóttirin Samant ha er að verða 17 ára og hefur ekki gert upp hug sinn varðandi framtíðina. „Hún er alveg íslensk í útliti," segir Karólína brosandi. „Með þetta rauða hár úr pabba ætt, hlédræg og feimin. Ég efast um að hún fari út á listabrautina, þó veit maður aldrei." („Pabba ætt“ er ætt Lárusar G. Lúðvígssonar, föður Karó- línu, en móðir hennar er Daisy Jósepsson, Jó- hannesar Jósepssonar á Hótel Borg.) Karólína býr ásamt fjölskyldu sinni í Bishops Stortford sem liggur fyrir norðan London. „Það er þægilegur staður að búa á. Fjarri ys og þys stórborgarinnar en samt tekur svo stutta stund að fara til London ef maður hefur eitthvað þang- að að sækja," segir hún. „Nei, ég fer ekki mikið á sýningar í London, ekki lengur. Ég hef svo mikið að gera við að mála mínar eigin myndir að ég má ekkert vera að því að horfa á myndir annarra!" segir hún hlæjandi. „En auðvitað fylg- ist ég með því sem er að gerast og sæki sýningar ef eitthvað sérstakt er.“ MARGIR VILJA FINNA SÁLFRÆÐILEGAR SKYRINGAR Fyrstu einkasýningu sína á Islandi hélt Karó- lína árið 1982. Hún hafði þá bætt við sig meira námi við „Barking College af Art" þar sem hún stundaði nám í grafík árin 1977 og 1978: „Það er næstum ómögulegt að mála með lítil börn í kringum sig,“ segir hún. „Ég beið því með frek- ara nám þar til tímabili barna og bleiu var lokið.“ Hún tók einnig að sér teiknikennsiu hjá full- orðnu fólki í námsflokkum og starfaði við það í sex ár, en segist ekki hafa orku lengur í að mála og kenna: „Ég er heppin að þurfa ekki að kenna," segir hún. „Það þarf gífurlegan kraft í að vera við kennslu og mála í frístundum. Sumum tekst það alls ekki en svo eru líka til góðir málar- ar sem sinna jafnframt fullri kennslu." Hún segir það hafa verið erfitt að koma upp fyrstu sýning- unni á Islandi: „Ég hafði gengið í gegnum skiln- að og erfitt tímabil um það leyti og það sem hélt í mér lífinu á þeim tíma voru börnin mín og það að ég hafði fengið Kjarvalsstaði til að halda sýn- ingu. Ég á mikið að þakka Þóru Kristjánsdóttur fyrir að hafa stuðlað að sýningu á verkum mín- um á þeim tíma. Aftur á móti hafði ég ekki gert mér nokkra grein fyrir því hversu mikil vinna það er að koma svona sýningu upp og ég er þakklát Guðmundi í Klausturhólum fyrir alla þá hjálp sem hann veitti mér. Ég hefði aldrei komið þeirri sýningu upp án hans hjálpar." Karólína hélt sína aðra einkasýningu hér á Kjarvalsstöðum síðastliðið haust og greinilega kunna landar hennar vel að meta verkin því þau seldust upp á ótrúlega skömmum tíma, líkt og á fyrri sýningunni. Hún er ekkert á því að útskýra myndirnar sínar en segir: „Ég geri fullt af blý- antsteikningum, venjulega pínulitlum til að byrja með. Svo þegar þetta er komið á léreftið eru þær kannski svolítið dularfullar. .. Á því tímabili sem ég vinn að þeim bæti ég við fólki eða steinum — eða tek það í burtu. Það er engin bein skýring á þessum myndum. Ég finn bara á mér þegar allt er komið á réttan stað.“ í tilefni af sjöundu einkasýningu Karólínu sem haldin var í apríl i galleríi á Saffron Waldens var haft viðtal við hana í bresku blaði. Blaðamaður- inn leggur áherslu á að fá Karólínu til að segja hvað hún meini með myndunum sínum og hún svarar okkur varðandi það atriði: „Á þessari sýningu voru nokkur stór, ókláruð málverk á veggjum af fólki í íslensku landslagi og hann vildi endilega fá að vita hvað ég væri að reyna að segja...“ Ég bendi henni á hluta viðtalsins þar sem blaðamaðurinn spyr hana hvað valdi því að fólkið á myndunum hennar sé svona alvarlegt á svip en hún sé sjálf alltaf brosandi: „Fólkið mitt er ekkert alvarlegt!" segir hún hlæj- andi. „Þetta er mjög ánægt fólk. Ég vil mála fólk úti í landslagi, ekki inni í húsi. Þegar ég er svo spurð að því hvað ég sé að reyna að mála svara ég: „Ég er að reyna að mála fólk í landslagi." Svo kemur fólk og vill endilega láta mig vera að meina eitthvað — og reynir að finna sálfræðileg- ar skýringar á þessum myndum! Þá hlæ ég. ..! Þetta er ósköp einfaldlega fólk úti í landslagi, annað hvort saman — eða næstum því saman; það eru tengsl á milli þess... En það er enginn sérstakur boðskapur, pólitík eða áróður í þess- um myndum en mér finnst mjög gaman að fólk virðist geta túlkað þær hver á sinn hátt.“ ENDURMINNINGAR OG ÍMYNDUNARAFL „Annars mála ég í rauninni tvenns konar mál- verk,“ bætir hún við. „Aðra tegundina getum við kallað „heimamyndir", það eru myndir sem ég mála af hlutum sem eru beint fyrir framan mig, til dæmis það sem ég sé út um gluggana hjá mér. Ég hef sem betur fer lært að það þarf ekki að ferðast langar leiðir til að fá hugmyndir. Þær eru allar beint fyrir framan okkur — ef við bara kunnum að sjá hlutina. Þetta er allt í okkur sjálf- um. Ég gæti eytt mörgum árum í að mála það sem ég hef fyrir augunum alla daga. Hinar myndirnar mínar eru þær sem ég kalla „ís- lensku myndirnar". Þær eru sambland af endur- minningum og ímyndunarafli. Þær eru kannski svolítið þungar og draugalegar — en hvað um það? Fyrir mér eru þetta málverk sem ég tek alvarlega. íslensku myndirnar krefjast meiri vinnu og ég gef miklu meira af sjálfri mér í þær heldur en „heimamyndirnar". Eg virðist hafa óendanlegt ímyndunarafl í myndir af fólki í landslagi. Ég sé þær endalaust fyrir mér. Annars finnst mér ég aldrei hafa nægan tíma til að mála,“ bætir hún við. „Ég fæ svo margar hug- myndir að ef ég byrja að vinna út frá einni þeirra, þá er það gefið mál að ég fær margar aðr- ar hugmyndir út frá henni." Hún segist ekki lengur þjást af heimþrá: „Nú er svo mikill friður í mínu lífi og ég er sátt við lífið," segir hún. „Aftur á móti var ég haldin gíf- urlegri heimþrá í fyrstu, enda var það algjört „kúltúr-sjokk" að koma til Bretlands 1964. Ég held góðu sambandi við vini mína hér á íslandi og stelpurnar úr Menntaskólanum eru bestu vinir í heimi." Þær halda enn sambandi eftir öll þessi ár og Karólína segir þær boðnar og búnar hvenær sem hún þurfi á að halda, hvort sem hana vantar húsnæði eða annað. Þegar ég spyr hana hvort hún haldi að það sé auðveldara að lifa á listinni í Englandi heldur en hér svarar hún: „Nei, ég held það hljóti að vera auðveldara að lifa á list hér á íslandi því almenn- ingur hér kaupir mun meira af málverkum en Bretar og fólk hér heima hefur meiri áhuga á listum. En ég verð þó að viðurkenna að ég er mjög heppin því mér hefur sem betur fer alltaf gengið vonum framar í Englandi frá því ég loks- ins byrjaði að mála. Ég hef sýnt í góðum sýning- arsölum og gengið vel að selja." Hún segir að meðal eftirlætis málara sinna sé Kitaj: „Hann var í Ruskin nokkrum árum á und- an mér. Kitaj er Bandaríkjamaður en á árunum upp úr 1960 fóru margir Bandaríkjamenn í list- nám við Ruskin. Svo finnst mér Loucian Freud einhver besti portrait málari sem ég veit. Tvo vatnslitamálara held ég líka mikið upp á, Eliza- beth Blackadder og Edward Bawden. Bawden er nú kominn yfir áttrætt og hann var nýlega með sýningu í Saffron Walden Gallery, sama galleríi og ég sýndi í fyrir skömmu." En hvað finnst henni sjálfri skemmtilegast að gera, vinna í olíu, vatnslitum eða grafík? „Ja — grafíkin er svona „jarðbundin" — vatns- litir svífandi. Ég er fljót að vinna í vatnslitum og vinn mest með þá.Ég geri oft skissur með vatns- litum og ef mér finnst þær ekki nógu vel heppn- aðar geymi ég þær og nota úr þeim í olíumál- verkin. Mér finnst ég vera sitt hver manneskjan eftir því hvað ég er að gera. Þegar ég vinn olíu- myndir þá er allt einhvern veginn svo þungt — kannski ekki þungt heldur sterkt... í raun og veru hugsa ég allt öðru vísu í olíulitum heldur en vatnslitum. . .“ LIFI ÓSPENNANDI LÍFI Karólína er ekki mikið fyrir að tala um einkalíf sitt. Getur þó ekki stillt sig þegar ég spyr um manninn hennar og segir brosandi: „Við höfum verið gift í fjögur ár og það er sennilega fremur óvenjulegt hjónaband. Maðurinn minn heitir Frederik Roberts og er miklu eldri en ég. Hann er doktor í sálarfræði og rekur stofu í Bishops Stortford — í húsinu við hliðina á okkar. Auk þess er hann með stofu í Harley Street í London þar sem hann tekur á móti sjúklingum einn dag í viku. Þótt Frederik sé miklu eldri en ég er hann yngri í anda en flest fólk sem ég þekki. Mér þykir sérstaklega vænt um hann og er alveg viss um að ég gæti aldrei fundið mann sem hentaði mér betur. Hann er óvenjulegur maður með óendan- lega þolinmæði og jákvæð viðhorf gagnvart líf- inu — nema þegar símareikningarnir koma eftir að ég hef talað mikið til íslands!!" bætir hún við grallaraleg á svip og hlær. „Við lifum lífi sem margir myndu örugglega kalla „óspennandi", förum sjaldan út að skemmta okkur og vinnum bæði mikið á kvöldin. Hér áður fyrr gerðum við mikið af því að fara í gönguferðir en nú er sá tími eiginlega liðinn — í bili að minnsta kosti. Við

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.