Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 35
Dagbókin hennar Dúllu Kæra dagbók mín. Það varð nú allt heldur betur vit- laust hérna á kosninganóttina. Pabbi var búinn að kaupa sér eitt- hvert sérstakt tölvuforrit til þess að spá í úrslit kosninganna, kunni sama og ekkert á það og tókst ein- hvern veginn að þurrka út fimm kafla af bókinni, sem mamma er að þýða!!! Sú varð heldur betur snælduvitlaus. Ég get ekki látið mér detta í hug nein blótsyrði eða sví- virðingar, sem hún notaði ekki á hann. (Hún blandaði meira að segja símastelpunni í vinnunni hjá honum í þetta og sagði að hún væri með einhverja „sótt", hvað sem það kem- ur nú pabba við...) Pabbi greyið gat ekkert varið sig. Hann margreyndi að biðja hana fyrirgefningar, en það þýddi nú lítið. Að lokum sagði hann bara að mamma væri greinilega að byrja á túr! Mér fannst það nú bilað. Heldur maðurinn að það blæði inn á heilann á manni eða hvað? Amma á Einimelnum var ekki hjá okkur á kosninganóttina. Það hefur sko ekki skeð fyrr svo ég muni. Pabbi varð voða dularfullur þegar við spurðum út í þetta, en mömmu tókst einhvern veginn að draga það upp úr honum, þegar við heyrðum ekki til. Þá sagði hún, að það rynni upp fyrir sér ljós og að amma væri augsýnilega ekki dauð úr öllum æð- um. Ég held að hún hafi verið að meina æðahnútaaðgerðina í fyrra og núna er ég skíthrædd um að amma fari að deyja, eins og Gíslína frænka. Ætli maður geti virkilega dáið úr æðahnútum? Hún virtist nú ekkert lasleg, hún amma, þegar hún mætti í heimsókn til okkar fyrir hádegi á sunnudag- inn. Við vorum öll sofandi, en dyra- bjallan hefði næstum getað vakið afa gamla upp frá dauðum. Mamma harðneitaði að opna augun og lét pabba og mig um að hella upp á og svoleiðis. (Það var næstum hvergi hægt að setjast niður fyrir afgöng- um af snakki og brennivínsglösum, en amma bara minntist ekki á drasl- ið.) Ég veit eiginlega ekki til hvers amma kom. Hún talaði bara og tal- aði um gamlan kall, sem heitir Guð- jón, og býður henni stundum í bíl- túra til Hveragerðis og Þingvalla. Hann ætti örugglega ekki að vera með bílpróf, enda þurftu þau t.d. að gista í Borgarnesi í bíltúrnum á sum- ardaginn fyrsta. Það sauð á bílnum, held ég. Þegar mamma heyrði það, sprakk hún af hlátri og sagði að eitt- hvað hefði greinilega „komið upp á”, en pabbi var svolítið sár og sagði að hún væri dónaleg. Nóg í bili, Dúlla. ÁFANGAR FERÐAHANDBOK SEXTÍU LEIÐARLÝSINGAR OG SÉRTEIKNUD KORT Safnrit ferðanefndar Landssambands hestamannafélaga HESTAMANNSINS Bókaútgáfa Hetgarpóstsins s: 681511 NUTIMAFOLK Bókin um einstaklinginn í einkalífi og starfi. Gagnleg bók handa fólki á öllum aldri Islensk bók sem á erindi vid alla og þig líka Höfundar Nútímafólks eru hinir kunnu sálfræðingar Álf- heiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Þær reka í sameiningu sjálfstætt fyrirtæki á sínu sviði, Sálfræðistöðina, þar sem þær bjóða m.a. upp á einkaviðtöl og starfsráðgjöf. Álfheiður og Guðfinna hafa á undanförnum árum efnt til námskeiða um land allt og hafa þúsundir manna sótt þessi námskeið, sem bæði hafa verið sniðin að þörfum almennings, sérhæfðra starfshópa og at- vinnufyrirtækja. Þá hafa þær ritað fjölda greina í blöð og tímarit. / Nútímafólki er m.a. leitast uid að svara þessum spurningum: • Hvað mótar einstaklinginn? • Hvernig pössum við saman? • Hvers vegna ganga sum sambönd en önnur ekki? • Hvers vegna rífumst við? • Hvernig hjálpum viö börnum best í skilnaði? • Hvernig vegnar þér í starfi? • Hvernig eru samskiptin á vinnustað? • Andlegt heilbrigði — hvað er að vera ,,normai‘? HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.