Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 28
eftir Gunnar Smára Egilsson myndir Jim Smart
I KOSNINGUNUM
Einhverra hluta vegna hefur
stjórnmálamönnum og fréttamönn-
um reynst erfitt ad vidurkenna kosn-
ingasigur Borgaraflokksins. Við út-
hlutun á sigurvegurum kosning-
anna hafa þessir aðilar tilnefnt
Kvennalistann, Alþýðuflokkinn og
jafnvel Framsóknarflokkinn áður
en Borgaraflokkurinn hefur komið
til tals.
Sigur Borgaraflokksins er hins
vegar einstakur í sögunni. Aldrei
áður hefur nýr flokkur fengið jafn
mikið fylgi í fyrstu kosrýngum sín-
um. Borgaraflokkurinn fékk 10,9%
fylgi á landsvísu. Það framboð sem
hefur komist næst árangri Borgara-
flokksins er Samtök frjálslyndra
og vinstri manna er hlaut 8,9% at-
kvæðaíkosningunum 1971.Aðbaki
því framboði stóðu þá tveir sitjandi
þingmenn, þeir Hannibal Valdi-
marsson og Björn Jónsson, for-
seti og varaforseti ASÍ. Þriðja besta
árangri nýrra framboða náði
Bandalag jafnaðarmanna, með
Vilmund Gylfason í fararbroddi,
með 7,3% árið 1983. Þar á eftir
koma Bændaflokkurinn með
6,4% árið 1934, Þjóðvarnarflokk-
urinn með 6,0% árið 1953 og
Kvennalistinn með 5,5% árið 1983.
Ekkert þessara framboða komast
með tærnar þar sem Borgaraflokk-
urinn og Albert Guðmundsson
hafa hælana.
Auk þess að ryðjast inn á þing við
sjöunda mann, er það Albert Guð-
mundsson sem felldi stjórnina, kom
í veg fyrir að hægt yrði að mynda
viðreisnarstjórn og riðlaði gamla
flokkakerfinu svo að enginn spáir
því endurkomu.
En sigur Kvennalistans var engu
að síður stór. Hann jók fylgi sitt um
83,6% frá síðustu kosningum. Á
þessari öld hefur einungis Alþýðu-
flokkurinn aukið fylgi sitt meir í
kosningum, en það var 1978 þegar
flokkurinn jók fylgi sitt um 119%.
En sigur Kvennalistans verður
ekki eins stór, ef tekið er tillit til þess
að nú bauð hann fram í öllum kjör-
dæmum, en 1983 einungis í þremur.
Ef fylgisaukning hans í þessum
þremur kjördæmu m er borin saman
við aukið fylgi Alþýðuflokksins í
sömu kjördæmum, kemur í Ijós að
Kvennalistinn jók fylgið um 36,7%,
en Alþýðuflokkurinn um 32%. Það
er því ekki alveg úr lausu lofti gripið
hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni
að telja árangur Alþýðuflokksins í
þessum kosningum líkan árangri
Kvennalistans.
Þegar fylgisaukning flokkanna frá
síðustu kosningum er skoðuð í ein-
stökum kjördæmum, kemur ýmis-
legt einkennilegt í ljós. Tvímælalaus
sigurvegari kosninganna er Guð-
mundur Einarsson, sem jók fylgi
Alþýðuflokksins um 72,5% í Austur-
landskjördæmi miðað við hlutfall
flokksins í síðustu kosningum. Það
dugði hins vegar ekki til að hann
ynni Alþýðuflokknum sæti í kjör-
dæminu.
Ekki er víst að Guðmundur héldi
sæti sínu sem sá er náði mestum ár-
angri í einu kjördæmi, ef til væri að-
ferð til að bera saman fylgi þeirra
sem bjóða fram í fyrsta sinn og
fylgisaukningu þeirra er reyna enn
á ný. En ef þeir sem buðu fram síðast
eru bornir saman, og hinum sleppt,
þá heldur Guðmundur titlinum.
Fast á hæla Guðmundar fylgja
kvennalistakonur í Reykjavík, með
Guðrúnu Agnarsdóttur í broddi
fylkingar. Fylgisaukning þeirra nam
66,7%. Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra er næstur
með 66,4% aukningu frá síðustu
kosningum. Aðrir juku fylgi flokka
sinna minna.
Jón Baldvin Hannibalsson jók
fylgi Alþýðuflokksins í Reykjavík
um 48,1%, Jón Sæmundur Sigur-
jónsson jók fylgi sama flokks^ um
41,7% á Norðurlandi vestra og Árni
Gunnarsson fylgir á eftir flokks-
bræðrum sínum með 30% aukningu
á fylgi. Það er ekki fyrr en eftir
þessa runu af alþýðuflokksmönnum
að kvennalistakonur koma aftur til
sögunnar. í Reykjanesi tókst Krist-
ínu Halldórsdóttur að auka fylgið
um 26,6%. Þá koma Kjartan Jó-
hannsson og Karl Steinar
Guðnason, sem í sama kjördæmi
bættu 22,3% við fylgi Alþýðuflokks-
ins. í níunda sæti á þessum sigurlista
eru Páll Pétursson og Stefán Guð-
mundsson á lista Framsóknar á
Norðurlandi vestra. Þeir bættu
22,2% við fylgi flokksins í því kjör-
dæmi. Ingólfur Guðnason, spari-
sjóðsstjóri, bauð hins vegar fram
BB-lista fyrir síðustu kosningar og ef
tekið er tillit til fylgis hans þá snýst
sigurinn í 13% tap. Tíundu á sigur-
listanum eru þeir Karvel Pálma-
son og Sighvatur Björgvinsson
með 13,7% fylgisaukningu. Flokks-
bróðir þeirra, Eiður Guðnason,
fylgir fast á hæla þeirra á Vestur-
landi með 12,6% aukningu.
Kvennalistakonur koma aftur til
sögunnar í tólfta sæti yfir kjör-
dæmasigurvegarana. Framboði
þeirra á Norðurlandi eystra, með
Málmfríði Sigurðardóttur í farar-
broddi, tókst ekki að auka fylgi list-
ans nema um 8,6% frá síðustu kosn-
ingum. Þar sem mjög hefur verið
talað um varnarsigra eftir kosning-
arnar, má sjálfsagt kalla frammi-
stöðu Kvennalistans á Norðurlandi
eystra „sóknartap”.
Önnur framboð sem juku við fylgi
flokka sinna voru þeir Guðmundur
G. Þórarinsson og Finnur Ing-
ólfsson sem bættu stöðu Fram-
sóknarflokksins um 2,2% í Reykja-
vík og flokksbróðir þeirra Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegsráð-
herra, sem kom út með 1,6% fylgis-
aukningu á Austurlandi.
Til þess að fá önnur framboð upp
fyrir núll-punktinn þarf að beita
brögðum. Ef menn gleyma fram-
boði Sigurlaugar Bjarnadóttur á
Vestfjörðum '83 bæta sjálfstæðis-
menn 5,8% við sig frá því þá. Síðan
er hægt að setja Stefán Valgeirs-
son strax í þingflokk framsóknar-
manna og þá hafa þeir í sameiningu
bætt við sig 6,6% í Norðurlandi
eystra. Önnur framboð er ekki hægt
að hífa upp úr tapinu. Þau töpuðu
öll, en mismiklu.
Menn hafa notað ýmsar aðferðir
til að meta fylgistap Sjálfstæðis-
flokksins í einstökum kjördæmum í
því augnamiði að f inna þá frambjóð-
endur sem best stóðu sig í kosninga-
slagnum — eða verst. Sverrir Her-
mannsson, menntamálaráðherra,
komst til dæmis að því að framboð
flokksins á Austurlandi hefði staðið
sig einna best, þar sem tap flokksins
í kjördæminu hefði ekki numið
meira en 8,1%. Kosningarnar væru
því nokkur sigur fyrir sig og Egil
Jónsson í öllu tapi Sjálfstæðis-
flokksins. Skýringin á þessu lága
prósentuhlutfalli er hins vegar sú að
Sjálfstæðisflokkurinn naut minna
fylgis í Austurlandskjördæmi fyrir
kosningarnar en í öðrum kjördæm-
um. í raun tapaði flokkurinn hvergi
meira en einmitt á Austfjörðum.
Sverrir og Egill töpuðu 34,3% af því
fylgi er flokkurinn hefði fengið ef
þeim hefði tekist að halda í horfinu.
Sjálfstæðismenn á Reykjanesi,
þau Matthías Á. Mathiesen, utan-
ríkisráðherra, Ólafur G. Einars-
son, þingflokksformaður, Salóme
Þorkelsdóttir, Ellert Eiríksson
og Gunnar G. Schram, komu næst
með 33,6% tap. Þar næst komu
Reykvíkingarnir með 32,7% tap,
svo Friðjón Þórðarson og Vald-
imar Indriðason á Vesturlandi
með 30,2% tap og Pálmi Jónsson
og Vilhjálmur Egilsson á Norður-
landi vestra með 30% tap.
Matthías Bjarnason, samgöngu-
ráðherra og Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, þingforseti, voru
einu sjálfstæðismennirnir sem
bættu við fylgi lista flokksins í sínu
kjördæmi. Það var þó ekki stórt, eða
5,82%. En á það ber að líta að Sigur-
laug Bjarnadóttir bauð fram sérlista
fyrir kosningarnar 1983 og fékk
töluvert fylgi, þó ekki næði það til
þess að koma henni inn á þing. Ef
þetta fylgi er tekið með í dæmið
koma þeir Matthías og Þorvaldur
Garðar út með 26,2% tap.
Það er aðeins meira tap en flokk-
urinn mátti þola í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, þar sem Halldór
Blöndal og Björn Dagbjartsson
misstu 23,2% af fylgi Sjálfstæðis-
flokksins til annarra framboða.
Minnst tapaði flokkurinn í kjör-
dæmi Þorsteins Pálssonar,
Eggerts Haukdal og Árna
Johnsen, eða 18,5%. Það er at-
hyglisvert, þar sem Borgaraflokkur-
inn naut þar meira fylgis en í
nokkru öðru landsbyggðarkjör-
dæmi og jafn mikils fylgis og í
Reykjanesi. Menn hafa velt þessari
þversögn fyrir sér og komist einna
helst að þeirri niðurstöðu að sigur-
vegari sjálfstæðismanna í kosning-
unum sé enginn annar en Árni
Johnsen. Hann barðist hetjulegri
baráttu í Vestmannaeyjum og kom
því inn hjá fólki að hinn Vestmann-
eyingurinn í franíboði, Magnús H.
Magnússon, væri öruggur inn á
þing. Því væri atkvæðum Vest-
mannaeyinga best varið með því að
kjósa D-listann. Niðurstaðan varð sú
að Suðurland var eina kjördæmið
þar sem Alþýðuflokkurinn tapaði
fylgi og hvorki Magnús né Árni
komust á þing. Það eru sérstaklega
ömurleg örlög fyrir Árna, sjálfan
sigurvegara sjálfstæðismanna.
Þegar óumflýjanleg uppstokkun
stendur fyrir dyrum í Alþýðubanda-
laginu er mönnum á þeim bæ sjálf-
sagt einnig hollt að velta því fyrir
sér hver tapaði í raun mestu og hver
minnstu í kosningunum. Sá sem ber
ábyrgðina á að hafa tapað hlutfalls-
lega mestu af fylgi sínu er Skúli
Alexandersson á Vesturlandi. Á
það ber reyndar að líta að á Vestur-
landi stóðu Kvennalistinn og Borg-
araflokkurinn samanlagt best í öll-
um kjördæmum, að Reykjavík einni
slepptri. Skúla er því kannski vor-
kunn.
Á hæla Skúla koma Svavar, Guð-
rún og Ásmundur í Reykjavík sení
töpuðu 27,4% af því fylgi sem Al-
þýðubandalagið hefði átt að fá, éf
tekist hefði að halda í horfinu. Næst
koma Hjörleifur Guttormsson og
Unnur Sólrún Bragadóttir, sem
töpuðu 22,8% af fylgi flokksins,
Steingrímur Sigfússon, sem
glopraði niður 22% af fylginu á
Norðurlandi eystra, Margrét Sæ-
unn Frímannsdóttir, sem tapaði
20,7% af fylgi Garðars Sigurðs-
sonar á Suðurlandi, Olafur
Ragnar Grímsson og Geir Gunn-
arsson, sem töpuðu 19,8% af fylg-
inu á Reykjanesi og Kristinn H.
Gunnarsson sem tapaði 13,7% af
því fylgi sem Kjartan Ólafsson
hafði verið að byggja upp á undan-
förnum árum. Sá sem stóð sig best
af alþýðubandalagsmönnum var
Ragnar Arnalds, sem missti ekki
„nema" 12,7% af fylgi sínu frá síð-
ustu kosningum.
Sá sem slær öðrum framsóknar-
mönnum við í að eyða sigri Stein-
gríms Hermannssonar, er fyrrum
meðframbjóðandi hans á Vestfjörð-
um, Ólafur Þ. Þórðarson. Hann
tapaði 24,8% af fylgi Steingríms til
annarra flokka. Reyndar töpuðu
Guðmundur Bjarnason og Val-
gerður Sverrisdóttir meiru, eða
28,2%, en þau áttu við ramman reip
að draga, sem var Stefán Valgeirs-
son.
Alexander Stefánsson, félags-
málaráðherra, ber ábyrgð á að hafa
tapað 15% af fylgi Framsóknar á
Vesturlandi, ásamt Davíð Aðal-
steinssyni. Þá töpuðu þeir Páll Pét-
ursson, þingflokksformaður og Stef-
án Guðmundsson 13% af fylgi B- og
BB listans á Norðurlandi vestra frá
1983. Jón Helgason, dómsmála-
ráðherra og Guðni Ágústsson á
Suðurlandi bera síðan ábyrgð á
minnsta tapi kosninganna, eða 6%.
Ofan á allt annað sem gerir þessar
kosningar sögulegar bætist árangur
núverandi forsvarsmanna Banda-
lags jafnaðarmanna. Aldrei áður
hefur nokkur flokkur tapað jafn
stórt. Bandalagið tapaði 97% af
fylgi sínu í Reykjavík og 97,5% á
Reykjanesi. Það er sjálfsagt óhætt
að fara með þann árangur út fyrir
landsteinana til að finna samjöfnuð.
ÚTTEKTÁ FYLGISAUKNINGU OG-TAPI
FLOKKANNA. HVERJIR UNNU
STÆRSTU SIGRANA FYRIR SÍNA
FLOKKA OG HVERJIR TÖPUÐU MEST?
lii 1 b i§
Veitingahús
í hjarta
Hafnarfjardar
BORÐAPANTANIR í SÍMA 651130
28 HELGARPÓSTURINN