Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 36

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 36
eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smart Meö svokallaöri vitundarvakningu kvenna á síöustu árum hefur skilningur á mikilvœgi innbyröis vináttu þeirra aukist. Konur sœkja styrk og stuöning hver til annarrar og hjá kynsystrum sínum fá þœr einnig útrás fyrir tilfinningar sínar, vanlíöan, kvíöa og reiöi. Franska skáldkonan, Simone de Beauvoir, segir í bók sinni LE DEUXIEM SEXE aö konur tali ' aldrei viö karlmenn á sama hátt og vinkonur sínar. Á þessu sé þó sú undantekning, ad svipad samband geti myndast á milli kvenna og presta eöa lœkna, sem þær þekki vel. Hvaö svo sem fólki finnst um þessa kenningu skáldkonunnar er það hins vegar nokkuö viöur- kennd staöreynd, aö vinkonur eru alveg sérstakt fyrirbrigöi í mannlífinu. Flestar konur eiga sér eina eöa fleiri vinkonur, sem þœr geta talaö viö um persónuleg málefni og leitaö ráöa hjá, í þeirri fullvissu aö sá trúnaöur veröur ekki brotinn. Vinkonan er oft leikfélagi frá œskudögum, gömul skólasystir, samherji í einhvers konar félagsmálum eöa tómstundaiöju, vinnufélagi, œttingi — svo sem móöir eöa systir — eöa einfaldlega kona, sem rekiö hefur á fjörur manns fyrir eina af þessum fjölmörgu til- viljunum i lífinu. Vinkonur eru kannski oftast á svipuöum aldri og hafa líkan bakgrunn, en stundum er þó töluveröur aldursmunur á vinkonum og aöstœöur þeirra gjörólíkar. Allar vinkonur eiga þaö hins vegar sameiginlegt, aö hœgt er aö tala viö þœr um hvaö sem er af hreinskilni, án þess aö eiga von á aö þœr dœmi mann eöa álit þeirra á manni breytist. „Ekta“ vinkonur þekkjast svo vel, aö fátt getur oröiö til aö skugga beri á vinskapinn. Viö fengum nokkrar konur til þess aö tjá sig um þetta sérstaka fyrirbrigöi, VINKONUR. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.