Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 40
hafa bakþanka eftir kosningarnar eru hæstvirtir kjósendur á Akur- eyri og í Vestmannaeyjum. Þeir uppgötvuðu nefnilega að enginn úr þessum fjölmennu plássum ætti sæti á Alþingi íslendinga eftir kosn- inganóttina. í Vestmannaeyjum var rekinn stífur áróður fyrir því, að Árni Johnsen ætti raunverulega möguleika á þingsæti, — og að krat- ar næðu örugglega kjöri með sinn Eyjamann, Magnús H. Magnús- son. Annað kom á daginn eins og kunnugt er. Á síðasta þingi sat Akur- eyringurinn Ingvar Gíslason á þingi, en í dag er enginn þaðan. Svona er heimurinn harður og veru- leikinn beiskur. . . ■ ræðslustjóramálið í Norður- landi eystra ætlar að draga ýmsa dilka á eftir sér. Nú heyrist að fræðslustjórar aðrir en sá í fyrr- nefndu umdæmi hafi slegið saman og greitt í sjóð 10 þús. krónur hver, til þess að greiða fyrir hressingar- og heilsubótardvöl Sturlu Kristjáns- sonar á Majorka. Sturla er þó ekki einn á ferð á sólarströndu því fylgd- armaður hans og sálusorgari í strandlífinu er Helgi Jónasson. Sá er hinsvegar fræðslustjóri í Reykja- neskjördæmi . . . H ■ ■ Ijóðbylgjan, Útvarp Norðurland, tekur til starfa í dag, fimmtudag. Þetta er fyrsta eiginlega útvarpsstöðin utan Reykjavíkur og er áætlað að í upphafi muni hún ná til Eyjafjarðarsvæðisins alls, þar með talinn Ólafsfjörður og að auki eitthvað austur yfir Vaðlaheiðina þar sem sendirinn er þar staðsettur, jafnvel austur til Húsavíkur. Þegar fram líða tímar þá mun vera á dag- skránni að setja upp sendi í Grímsey og telja menn að þannig verði hægt að þjóna Norðurlandi öllu. Til að byrja með mun stöðin senda út frá klukkan 6.30 til 19.00 virka daga en um helgar verður næturútvarp til 5.00 á morgnana. Útvarpsstjóri er hinn góðkunni leikari norðan heiða, Gestur Einar Jónasson, en enn hefur ekki verið ráðinn frétta- maður að stöðinni. USA KOM/Ð OG REYNSLUAKIÐ ÞEIM NÝJU AMERÍSKU MERCURY TOPAZ FRAMHJÓLADRIFINN LUXUSBÍLL MEÐ SJÁLFSKIPTINGU, VÖKVASTÝRI, RAFMAGNSRÚÐUM OG LÆSINGUM, LUXUSINNRÉTTINGU, ÚTVARPIOG ÝMSUM AUKABÚNAÐIÁ AÐEINS kr. „ FORD BRONCOII ÓSKABÍLL ALLRA JEPPAÁHUGAMANNA, 140HÖVÉL, VÖKVASTÝRI, MIKILL AUKABÚNAÐUfí OG VEfíÐIÐ AÐEINS kr. 998,000.- á Stöð 2 hefur orðið sú breyting, að Jónas R. Jónsson dagskrárstjóri fram til þessa hefur hætt störfum hjá stöðinni vegna ágreinings við sjónvarpsstjórann Jón Óttar Ragnarsson og fleiri um stefnumörkun í dagskrárgerð næstu mánaða og missera. I hans stað hefur verið ráðinn Goði nokk- ur Sveinsson (Sæmundssonar hjá Flugleiðum). Ágreiningsmálin sner- ust, að því er HP veit best, um þá hugarfarsbreytingu Stöðvarmanna, sem felst í því að fara að leita meira eftir efni til sýninga frá Evrópu, en hingað til hefur nær allt erlent efni á Stöð 2 komið frá Bandaríkjunum. Sagt er, að Jónas sé stífur á amer- ísku linunni. .. || ■ ■ já bandaríska fréttatímarit- inu Time velta menn nú vöngum (á miðvikudegi) yfir tveimur kostum á forsíðumynd næsta tölublaðs. Ann- ars vegar kemur til greina að vera með mynd af Waldheim forseta Austurríkis og hins vegar mynd af kvennalistakonum á Islandi. Myndaritstjórar Time hafa þegar pantað ljósmyndir hjá Ragnari Axelssyni (RAX) á Morgúnblaðinu, sem hann átti að senda vestur um haf í morgun. Nú er bara að sjá hvor kosturinn verður ofan á . . . v wm iðtal okkar við ungu kon- una, sem bundin er við hjólastól eft- ir að ígerð komst í skurði á mjöðm- um hennar þegar hún lá á Land- spítalanum fyrir fjórum árum, vakti að vonum mikla athygli. Eftir að hún birtist, fóru hjólin líka heldur betur að snúast. Ráðuneytið hefur veitt konunni svokallaða gjafsókn, sem þýðir að ríkið borgar lögfræði- og málskostnað fyrir hana. Sú upp- hæð gæti nálgast eina milljón, svo það munar um minna. Að auki barst konunni fyrir viku langþráð bréf frá Læknaráði, sem beðið hefur verið eftir vikum saman og hefur staðið í vegi fyrir því að réttarhöldin hafi getað byrjað. Um leið og bréfið barst Borgardómi var líka allt sett í gang og er málflutningur þegar hafinn... rátt fyrir að nýir þingmenn á Alþingi verði tuttugu og einn er ljóst að meðalaldur þingmanna hef- ur aukist lítillega frá því sem var í upphafi síðasta kjörtímabils 1983. Yngsti maður á Alþingi verður Guð- mundur Ágústsson, 28 ára, en hann er jafn gamail og Stein- grímur J. Sigfússon var þegar hann tók sæti á Alþingi fyrir fjórum árum. Elsti maður sem sat síðasta þing var Stefán Valgeirsson og á hann ennþá heiðurinn af því að vera elstur. Meðalaldur þingmanna á síðasta kjörtímabili var 48,05 ár en er nú 49,02... þeirra sem fengið 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.