Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 38
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 1. maí 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 18.55 Litlu Prúðuleikararnir. 19.30 Poppkorn. 20.00 Fréttir. 20.40 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu 1987. 21.00 Göngum í reyklausa liðið. 21.10 Landsmót íslenskra lúðrasveita 1986. 21.30 Mike Hammer. 22.25 Kastljós. 23.05 María Skotadrottning ★★★ (Mary Queen of Scots). Bresk bíómynd frá árinu 1971. Leikstjóri Charles Jarrett. Aðalhlutverk: Vanessa Redgrave, Glenda Jackson, Trevor Howard, Pat- rick McGoohan og Nigel Davenport. Á sextándu öld kom upp sú staöa í Englandi að tvær konur þóttust eiga tilkali til krúnunnar, þær Elísabet Túdor og María Stúart Skotlands- drottning. María var kaþólsk og lenti í illdeilum við þegna sína og varð að flýja til Englands. Lýsir myndin síðan samskiptum þeirra drottninganna og illdeilum stuðningsmanna þeirra. 01.15 Dagskrórlok. Laugardagur 2. maí 15.00 Íslandsglíman. 16.30 íþróttir. 18.00 Garðrækt. 18.30 Þytur í laufi. 19.00 Háskaslóðir (Danger Bay). 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir. 20.35 Lottó. 20.40 Fyrirmyndarfaðir. 21.10 Með hálfum huga (Cold Feet). Bandarísk bíómynd í léttum dúr frá ár- inu 1984. Leikstjóri Bruce Van Dusen. Aðalhlutverk Griffin Dunne og Marissa Chibas. Tom hefur sagt skilið við konu sína og Marty hefur fengið nóg af sambýlismanni sínum. Þau laö- ast hvort að öðru en eru bæði hikandi við að binda sig á ný vegna fyrri reynslu. 22.45 Varmenni s/h (A Touch of Evil) ★★★★ Bandarísk bíómynd frá árinu 1958. Leikstjóri Orson Welles. Aðal- hlutverk: Charles Heston, Orson Welles, Janet Leigh, Marlene Dietrich og Akim Tamiroff. Hjón í brúðkaups- ferð komast í hann krappan í viðskipt- um viö kaldrifjaðan og spilltan lög- reglustjóra í smábæ við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.25 Dagskrárlok. Fimmtudagur 30. apríl § 17.00 Myndrokk. § 18.00 Knattspyrnan. 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.05 Opin lína. 20.25 Ljósbrot. 21.05 Morðgóta (Murder She Wrote). § 21.50 Af bæ í borg (Perfect Strangers). § 22.15 Tilgátan (Nosenko). Bandarísk sjónvarpsmynd með Tommy Lee Jones, Josef Sommer, Ed Lauter og Oleg Rudnik í aðalhlutverkum. Þrem mánuðum eftir morðið á John F. Kennedy er Warren rannsóknar- nefndin aö kanna allar mögulegar tilgátur og samsæriskenningar. Var Lee Harvey Oswald einn að verki eöa voru þeir fleiri? KGB maðurinn Yuri Nosenko lekur upplýsingum sem nefndinni finnst ástæða til aö kanna nánar. § 23.45 Charley Hannah (Charley Hannah). Bandarísk sjónvarpsmynd með Robert Conrad, Red West, Shane Conrad og Joan Leslie í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Peter Hunt. Þrautreyndur lögreglumaður veitir þrem afbrotaunglingum eftirför. Fyr- ir slysni verður hann einum þeirra að bana. Vinur drengsins er mikilvægt vitni í málinu og í Ijós kemur aö hann er með glæpamenn á hælunum, Hannah tekur að sér að leysa mál drengsins. § 01.15 Dagskrárlok. Föstudagur 1. maí § 17.00 Gildran II (Sting) ★★ Bandarlsk kvikmynd frá 1982. Aðalhlutverk: Jackie Gleason, Teri Garr, Karl Malden og Oliver Reed. Leikstjóri er Paul Kagan. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta óbeint framhald af hinni geysivinsælu mynd Gildran (Sting), og gerist þessi 6 árum síðar en sú fyrri. Margt hefur breyst á þessum árum, en brellumeistararnir finna sér ný fórnarlömb. §18.35 Myndrokk. 19.00 Myrkviöa Mæja. Teiknimynd. 19.30 Fróttir. 20.00 Opin lína. 20.20 Klassapíur (Golden Girls). § 20.45 Hasarleikur (Moonlighting). Nýr bandarískur sakamálaþáttur í léttari kantinum. § 21.30 Námamennirnir (The Molly Maguires) ★★ Bandarísk kvik- mynd frá 1969 með Sean Connery, Richard Harris og Samantha Eggar í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Martin Ritt. Molly Maguire er nafn á leynilegu fálagi námamanna í Penn- sylvaniu fyrir síðustu aldamót. Félag þetta hikar ekki við að grípa til of- beldisaðgerða til þess að ná fram rétti sínum gegn námueigendum. Leynilögreglumaður gerist meðlim- ur í Molly Maguire í þeim tilgangi aö Ijóstra upp um þá. Hann öðlast traust námamanna og um leið skiln- ing á málstaö þeirra. § 23.30 Á haustdögum (Early Frost). Ný áströlsk spennumynd frá 1985. í aðalhlutverkum eru Mike Hayes, Diana McLean og John Blake. Þegar einkalögreglumaöur er að vinna í skilnaðarmáli finnur hann lík! Hann grunar að um morð sé að ræöa, en hver er sá seki? Því betur sem hann rannsakar málið, þeim mun flóknara og dularfyllra reynist það. § 01.10 Myndrokk. § 03.00 Dagskrórlok. Laugardagur 2. maí § 09.00-12.00 Barna og unglingaefni. § 16.00 Ættarveldið (Dynasty). § 16.45 Myndrokk. § 17.05 Bíladella (Automania). § 17.30 NBA — körfuboltinn. 19.00 Koalabjörninn Snari. Teikni- mynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Undirheimar Miami (Miami Vice). § 21.00 Spóspegill (Spitting Image). § 21.25 Bróöum kemur betri tíð (We'll Meet Again). § 22.20 Rússibanar (Rollercoaster) ★★ Bandarísk spennumynd frá 1977 með George Segal og Timothy Bottoms í aðalhlutverkum. í banda- rískum skemmtigörðum, þéttskip- uðum fólki, verða hræðileg slys þegar leiktæki eru sprengd í loft upp. Fjárkúgari er á ferðinni og hann hótar að láta aftur til skarar skríöa verði ekki gengið að kröfum hans. Leikstjóri er James Goldstone. § 00.10 Þróhyggja (Obsessive Love). Nýleg bandarísk sjónvarpsmynd. Líf Lindu Foster er heldur tilbreytingarsnautt. Öskadraumur hennar er að hitta stóru ástina í lífi sínu, sjónvarps- stjörnu í sápuóperu. Dag nokkurn kaupir hún sér f lugmiða til Los Ang- eles og ákveður að beita öllum til- tækum ráðum til að láta draum sinn rætast. Aðalhlutverk: Yvette Mimieux og Simon MacCorkindale. Leikstjóri: Steven Hillard Stern. § 01.45 Myndrokk. § 03.00 Dagskrárlok. MEÐMÆLI Þættir llluga Jökulssonar á fimmtu- dagskvöldum ó Rás 1 eru alltaf skemmtilegir og fræðandi. í ríkissjón- varpinu er fróbær mynd eftir Orson Welles á laugardagskvöldiö. © Fimmtudagur 30. apríl 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Daglegt mál. 19.45 Að utan. 20.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói 25. þ.m. 21.40 „Hænan", smásaga eftir Mercé Rodoveda. 22.20 ,,Þeir deyja ungir . . " 23.00 Kvöldtónleikar. 24.00 Fróttir. Dagskrárlok. Föstudagur 1. maí Hátíðisdagur verkalýðsins 7.03 ,,Fyrir þór ber óg fána . . " 9.05 Morgunstund barnanna. 10.30 Sögusteinn. 11.05 Samhljómur. 12.20 Hódegisfróttir. 14.15 Fró útihátíðarhöldum á Lækjar- torgi. 15.15 Sinfóníuhljómsveit Islands leikur lótta tónlist. 16.05 Dagbókin. 16.20 Barnaútvarpið. 17.05 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Daglegt mál. 19.40 Nóttúruskoðun. 20.00 ,,Sögusinfónían" eftir Jón Leifs. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. 22.20 Vísnakvöld. 23.00 Aö kvöldi fyrsta maí. 00.10 Næturstund í dúr og moll. Laugardagur 2. maí 7.03 ,,Góðan dag, góðir hlustendur." 9.30 I morgunmund. 10.25 Óskalög sjúklinga. 11.00 Vísindaþótturinn. 11.40 Næst ó dagskró. 12.00 Hór og nú. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Afmælistónleikar Karlakórsins Þrasta í Hafnarfirði. 17.45 Martial Nardeau leikur ó flautu. 18.00 Islenskt mál. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 öðruvísi var það ekki. 20.00 Harmoníkuþóttur. 20.30 Ókunn afrek. 21.00 islenskir einsöngvarar. 21.20 Á réttri hillu. 22.20 Tónmál. 23.00 Danslög. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. áir Fimmtudagur 30. apríl 19.30 Vinsældalisti rósar 2. J 20.30 I gestastofu. 22.05 Nótur að norðan. 23.00 Við rúmstokkinn. 00.10 Næturútvarp. 02.00 Á frívaktinni. Föstudagur 1. apríl Hátíðisdagur verkalýðsins 6.00 I bítið. 9.05 Morgunþóttur. 12.45 Á milli móla. 16.05 Hringiðan. 19.30 Lög unga fólksins. 21.00 Merkisberar. 22.05 Fjörkippir. 23.00 Á hinni hliðinni. 00.10 Næturútvarp. 02.30 Ungæöi. Laugardagur 2. maí 6.00 I bltið. 9.03 Tíu dropar. 11.00 Lukkupotturinn. 12.45 Listapopp. 14.00 Poppgátan. 15.00 Við rásmarkið. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. 18.00 Fróttir á ensku. 18.10 Tilbrigöi. 19.30 Með sínu lagi. 20.00 Rokkbomsan. 21.00 Á mörkunum. 22.05 Snúningur. 00.05 Næturútvarp. vöv rBYL GJANl Fimmtudagur 30. apríl 19.00 Anna Björk Birgisdóttir ó Flóa- markaði Bylgjunnar. 20.00 Jónfna Leósdóttir ó fimmtudegi. 21.30 Spurningaleikur Bylgjunnar. 23.00 Vökulok. 24.00 Næturdagskró Bylgjunnar. Föstudagur 1. maí 07.00 Á fætur meö Sigurði G. Tómas- syni. 09.00 Póll Þorsteinsson á lóttum nót- um. 12.00 Fróttir. 12.10 Þorsteinn J. Vilhjólmsson á há- degi. 14.00 Pótur Steinn á réttri bylgjulengd. 17.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykja- vík síödegis. 19.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóa- markaði Bylgjunnar. 22.00 Haraldur Gíslason. 03.00 Næturdagskró Bylgjunnar. Laugardagur 2. maí 08.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00 Fróttir. 12.10 Ásgeir Tómasson. 15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 17.00 Laugardagspopp Bylgjunnar. 19.00 Rósa Guðbjartsdóttir. 21.00 Anna Þorláksdóttir. 23.00 Jón Gústafsson. 04.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. ÚTVARP eftir Óskar Guðmundsson Sú var áður önnur tíðin SJÓNVARP Ingvi Hrafn féll Stundum var imprað á því í kosningabar- áttunni, að aukinn fjöldi fjölmiðla hefði sett mark á þann siag. Sjaldnast var skýrgreint ítarlegar hvaða afleiðingar fjöldi miðlanna hefði haft hvort áhrifin væru góð og þá hvers vegna eða siæm og þá hvers vegna. Ekki ætla ég mér heldur þá dul að segja út í hörgul um þessar afleiðingar, en má ég greina hér af íhaldssemi minni, sem hvort eð er hefur tapað slagnum, frá einu sjónar- horni: í einum umræðuþáttanna fyrir kosning- ar í útvarpinu ræddu nokkrar gamlar kempur um kosningabaráttuna í stutta stund (hefði gjarnan mátt verða lengri um- ræða); Eysteinn Jónsson, Helgi Sæmunds- son, Kjartan Ólafsson og Sigurlaug Bjarna- dóttir. 1 máli þeirra kom m.a. fram, að kosn- ingabaráttan hefði verið meira í návígi í þann tíð. Haldin hefði verið t.d. ein löng út- varpsumræða, þar sem flokksleiðtogar deildu hart í návígi. Allir landsmenn, eða því sem næst, hefðu getað fylgst með slík- um umræðum og þær hefðu reynt mjög á menn og málafylgju þeirra. Hér er komið að einum þætti, sem er býsna forvitnilegur. Það er ekki margt sem tengir okkur saman sem eina þjóð fyrir ut- an sameiginlega tungu okkar og þvíumlíkt. Við erum þó flest saman um eina trú og á síðustu áratugum höfum við tengst menn- ingarlega saman í gegnum útvarpið. Ganga mátti að því vísu, að flestir lands- menn hefðu saman aðgang að þessu tæki, sem flutti menningu og upplýsingu í hvurs manns rann. Þegar hinir nýju fjölmiðlar eru mærðir og lofaðir sem og fjölbreytnin öll, gleymist stundum að taka fram, að ýmislegt sem við áttum, getur ekki verið metið af viti fyrr en löngu eftir okkar daga. Þannig mætti álykta, að það sameiginlega útvarp sem við áttum, hafi verið a.m.k. að mörgu leyti mikilvægur tengiliður allra lands- manna. Þegar við eigum ekki lengur þenn- an sameiginlega miðil, þ.e. að við verðum einnig háð öðrum, þá missum við samein- ingarapparat, og ekki að vita hvers við för- um á mis né heldur hvernig rétt er að meta afleiðingar þess, fyrr en einhvern tíma í framtíðinni. Stjórnmálaflokkunum með allar sínar auglýsingar var að vissu leyti vorkunn að auglýsa sig út um þorp og grundir í öllum miðlum, því hvernig gátu þeir öðruvísi náð til allra landsmanna? Ekki höfðu þeir út- varpið eins og Eysteinn forðum ... Eðlilega höfðu pólitíkusarnir vinninginn í sjónvarpinu síðustu dagana fyrir kosning- ar. Hringborðsumræðurnar á föstudags- kvöldið voru þó með því daufasta sem ég hef lengi séð. Ekki einu sinni Jón Baldvin komst í ham og það var ekki fyrr en Guð- rún Agnarsdóttir reiddist svo yfir sig, að hún gleymdi að vera kurteis að eitthvað „fútt“ varð í þættinum. Denni missti ábyggilega atkvæði út á þetta yfir til Kvennalistans. Hitchcock myndin var ekkert Hitchcock- leg ef hægt er að taka svo til orða en eitt- hvað veldur því samt að maður sest mak- indalega fyrir framan sjónvarpið þegar sá maður á í hlut og horfir á til enda. Kosningakvöldið fór að mestu í undir- búning fyrir nóttina sem framundan var og þess vegna varð Cosby að víkja fyrir sjoppuferðum og símtölum. Klukkan tíu var hægt að byrja að stressa sig yfir því á hvora stöðina ætti að horfa. Lengi framan af var fjarstýringin í efsta sæti enda kvarta þeir fjarstýringarlausu sáran þessa dagana yfir tímanum sem fór í að ganga að sjón- varpinu til að skipta um rás. Það leið þó ekki á löngu þar til ljóst var að það yrði Stöð 2 sem hefði vinninginn enda létt yfir fólki á þeim bæ. Ingvi Hrafn og félagar voru samt ekki alveg látnir eiga sig; ég skipti yfir á Ríkissjónvarpið þegar Svala- auglýsingin var að koma mér í vont skap (svo ekki sé minnt á Ara Garðar með rósa- kálið í Bláa borðanum). Hins vegar verður að segjast eins og er að blessað Ríkissjón- varpið var eins og úr forneskju miðað við Stöð 2. Einhvern veginn virtist allt svo þunglamalegt og alvarlegt hjá þeim og Ingvi Hrafn bjargaði engu með því að syngja „Er ég kem heim í Búðardal“. Valgerður Matthíasdóttir spilaði reyndar út á köflum og á tímabili var mann farið að renna í grun að þetta væru allt vinir henn- ar sem hringt var til. Nema ein, enda var það stúlka mér kunnug og fékk hún ekki nema eina spurningu á móti tveimur hjá öllum hinum sem gátu ekki svarað þeirri fyrstu. Til hvers er þetta fólk svo að kalla hvert annað gælunöfnunum í beinni út- sendingu? Á það að vera til að sanna af- slappaða andrúmsloftið? Burt frá neikvæðum dómum. Gys-bræð- ur urðu þess valdandi að fólk sem hafði fullyrt að það ætlaði ekkert að vaka (þar á meðal skrifarinn sjálfur) hélt sér vakandi fram eftir öllu til að sjá þeim bregða fyrir. Annars var gott hjá Páli hvað hann var fljót- ur að skrúfa niður í skemmtiatriðunum til að koma tölunum að, það var annað en Ríkissjónvarpið sem lét Kristin Sigmunds- son halda áfram að syngja rétt eins og töl- urnar skiptu minna máli en skemmtiatrið- in. (Kallast þetta jákvætt?!) Nokkrir góðir kaflar Gys-bræðra komu þó ekki á skjáinn fyrr en milli 7 og 8 um morguninn og ætti Stöð 2 því að taka til vandlegrar athugunar að setja þessa skemmtiþætti á spólu og endursýna svo þjóðin geti séð enn betur hvað við eigum góða grínleikara. Atriðið um misheppnaðar upptökur má gjarnan fylgja þar með. Þegar allt kemur til alls þá mætti halda að ég væri annað hvort skotin í Páli eða eigi hagsmuna að gæta á Stöð 2. Það segja að minnsta kosti vinir mínir sem vilja heldur Ríkissjónvarpið. En þetta er allt fallega meint og aldrei of seint fyrir neinn að bæta sig, ekki heldur Ríkissjónvarpið. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.