Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 3
FYRSI OG FREMST ÁRANGUR Flokks mannsins í kosningunum varð meiri en flestir bjuggust við en hins vegar mun minni en sjálfur formaður FM, Pétur Gudjónsson, taldi líklegan. í kosningabaráttunni sagði Pétur skoðanakönnuði blekkja vísvitandi og fela fylgi FM, sagði að á Reykjavíkursvæðinu væri flokk- urinn með 5—10% fylgi, sennilega um 8%. Því hljóta vonbrigði hans að hafa orðið ærin þegar loka- niðurstöðurnar sýndu 1—2% fylgi víðast hvar. í heildina fékk FM 1,6% og ef landið væri allt eitt kjördæmi byði það upp á akkúrat einn þingmann af 63. En kosn- ingalögin eru smáflokkum ekki hliðholl og sennilega kemst Pétur ekki á þing á næstunni — nema þá helst sem þingvörður. . . OPNUVIÐTÖL Helgarpóstsins hafa löngum verið mikið lesin, eins og m.a. kom fram í lesenda- könnun blaðsins á síðasta ári. En það eru fleiri sem gleypa í sig HP-viðtölin, því bókaútgefendur virðast einnig sýna þeim mikinn áhuga. Tveir viðmælendur okkar úr læknastétt urðu heldur betur varir við þetta fyrr í vetur, því eftir að rætt hafði verið við þá í blaðinu fengu þeir hvor um sig þrjár upphringingar frá bókafor- lögum, sem vildu koma viðtals- bókum við þá á þrykk fyrir næstu jólavertíð. Læknarnir, Björn Gudbrandsson og Oddur Ólafsson SMARTSKOT munu ekki hafa tekið illa í hug- myndina, svo ekki er ótrúlegt að þeir brosi báðir til okkar úr hillum bókaverslana eftir svo sem sjö mánuði. Helgarpósturinn virðist því eiga tilkall til titilsins „hugmyndabanki íslenskra bóka- útgefenda", eða hvað? KONUR verða sem kunnugt er 13 af 63 nýkjörnum alþingis- mönnum eða um það bil 1 kona á móti 4 karlmönnum, 20.6%. Alls 38 frambjóðendur munu bera titilinn „Fyrsti varamadur“ en af þeim sem þannig bíða við þröskuldinn eru 12 konur eða 31.6%. En ef allir hinir 63 ný- kjörnu þingmenn yrðu skyndilega forfallaðir yrði að kalla til 63 vara- menn sem nú mynda einhvers konar „skuggaþing". Af þessum skuggaþingmönnum eru 24 konur eða 38.1% og er þá enn langt í jafnræðið. Ætli til þess þurfi ekki að koma samhliða stjórnarskrár- breyting og stórfelldar náttúru- hamfarir . .. ÍTREKAÐ hefur komið fram hversu mikið framboð var af fram- boðslistum fyrir nýafstaðnar kosningar. Við höfðum Flokk mannsins, Flokk litla mannsins, Flokk þreytta mannsins, Flokk yfirmannsins, Flokk sveita- mannsins, Flokk kvennamannsins, Flokk mannsins hennar Bryndísar, Flokk fyrirgreiðslumannsins, Flokk landsmannsins og Flokk fágæta mannsins. .. OKKUR skilst að eftir „sam- skipti" Alberts Gudmundssonar og ljósmyndara Þjóðviljans á Hótel Borg fyrir kosningarnar sé algjör- lega bannað að taka þar ljós- myndir. Þar megi aðeins taka höggmyndir. . . SA ÆSTI sjónvarpsprestur, Jerry Falwell, sem leitt hefur „siðvædda meirihlutann" í Banda- ríkjunum og verið einn hornsteinn stuðningsins við Reagan átti áður í harðri samkeppni við aðra sjón- varpsklerka um vinsældir, fé og áhrif. Nú er orðið einum keppi- naut færra, vegna þess að Jim Baker æsiklerkur gerðist sekur um framhjáhald með einka- ritaranum í trúarfyrirtækinu „Lofið Drottin". Falwell upplýsti landsmenn sína um að engin hætta væri á að honum yrði á slíkt brot: „Ef ég væri akandi á bílnum mínum aleinn, og konan mín víðs fjarri, og ég æki framhjá ungri stúlku í söfnuði mínum, sem stæði úti í rigningu síðla kvölds og biði eftir strætó, þá dytti mér ekki í hug að stöðva bílinn til að bjóða stúlkunni far.“ Með þessari yfir- lýsingu þótti hann sýna mikla móralska yfirburði yfir hinn fallna klerk . . . HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Uppgjör „Það má Guð vita hvað hefur orðið af Ormarnir iöa í hræinu þessum atkvceðum. af Alþýðubandalaginu. RÚNAR GUÐJÓNSSON SÝSUJMAÐUR i BORGAR- Svo það eina sem gammarnir geta NESI í SAMTALI VIÐ DV, MIÐVIKUKDAGINN er að gogga hver annan og éta. 29. APRiL, SPURÐUR HVAÐ HEFÐI ORÐIÐ AF ÞEIM ATKVÆÐUM i VESTURLANDSKJÖRDÆMI SEM Niðri. VIRÐIST VANTA. ERTU EKKERT EINMANA? Pétur Ásbjarnarson bifvélavirki „Jú, óneitanlega er ég stundum dálítið einmana hérna." — Hvernig hefur vistin verið? „Hún hefur verið svona þokkaleg." — Hvaö gerirðu þér til dægrastyttingar? „Ég hef verið að bíða eftir hringingum frá þeim sem ætla að ánafna samtökunum peningum. Meðan ég bíð hef ég verið að skrá niður þau fyrirtæki sem hafa stutt samtökin og ætla að koma þeirri tilkynningu til fjölmiðla. Svo hugsar maður náttúr- lega hitt og þetta, hugsar til vinkonu sinnar, les bækur og horfir á sjónvarp. Það er svo furðulegt að maður fréttir svo margt hingað upp." — Hvaðan? „Ja — frá fólki sem hringir í mig og segir mér fréttir." — Hringja margir í þig? „Nei, ég get ekki sagt það. Það hafa verið mjög litlar undir- tektir. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að hér sé þörf á að vera með björgunarstöð fyrir krakka á aldrinum 14-20 ára." — Þú segist lesa þér til dægrastyttingar. Ertu að verða búinn með allar bækurnar sem Svart á hvítu gaf þér um daginn? „Nei, reyndar ekki. Ég er núna að lesa eina bók frá þeim, ís- lendingasögurnar. Annars hef ég verið með bækur sem ég kom sjálfur með hingað." — Segðu okkur frá Krýsuvíkursamtökunum. „Þau voru stofnuð á sumardaginn fyrsta í fyrra og ætla sér að reyna að gera Krýsuvíkurskólann að skóla fyrir krakka sem eiga við fíkniefnavandamál að stríða. Það er gert ráð fyrir að krakkarnir verði þarna í meðferð frá 6 mánaða tímabili upp í tvö ár." — Hvað kostar að fullklára húsið? „Það kostar 33 milljónir króna. Hins vegar er gert ráð fyrir að koma einhverjum hluta hússins upp áður svo hægt verði að byrja starfsemina." — Hvenær á hún að hefjast samkvæmt áætlun? „Bara eins fljótt og hægt er en það fer auðvitað eftir þeirri fjárhæð sem safnast." — Trúirðu að þið munið fá milljón? „Það var nú verið að stappa í mig stálinu í morgun og sumir vilja meina að þessi auglýsing sé ágæt, þótt ekki safnist í þess- ari atrennu þá muni það koma síðar. En milljón er auðvitað að- eins brot af því sem þarf en yrði þó alltaf í áttina." — Hringirðu sjálfur út? „Ég hef reynt það en fengið dræmar undirtektir. Ég byrjaði á A í símaskránni og er ekki enn kominn í gegnum A-ið. Það virðist enginn geta tekið ákvörðun um þetta í fyrirtækjunum og hver vísar á annan. Það að einn maður ætli að hringja eftir fjár- framlögum er hugmynd sem fellur um sjálfa sig um leið og maður ætlar að framkvæma hana." — En ertu þá viss um að það hafi ekki verið bara á tali hjá þér þegar fólk ætlar að hringja inn áheit til þín? „Ég veit ekki, það er alveg möguleiki jú." — Hvernig salernisaðstaða er þarna á þakinu? „Ég er með fötu hérna í næsta tjaldi. Föturnar eru fjarlægðar daglega og komið með nýjar." — Hvað með mat? Klifrar einhver upp til þín á hverj- um degi? „Já, mörgum sinnum á dag. Þú gætir vel komið hingað í heimsókn til mín ef þú vilt! En Pítubær styrkir samtökin og þeir gefa mér mat." — Færðu heimsóknir? „Já, félagar mínir hafa litið hingað til mín og teflt við mig skákir á kvöldin." — En hvers vegna varst þú fenginn í þetta? „Ég er í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og svo er ég víst það rólegur að þeir hafa treyst mér til að þrauka hérna! Annars var ég ekki í Krýsuvíkursamtökunum fyrr en núna." — Ert þú sá eini sem hægt er að hringja í með áheit? „Nei, það er líka hægt að hringja í Krýsuvíkursamtökin í síma 621005 eða borga með póstgíró en númerið þar er það sama og símanúmerið." — Ertu ekki hræddur um að verða of langt niöri þegar þú ferð af þakinu? „Maður er nú alltaf uppi öðru hverju svo það hlýtur að verða í lagi!" Pétur Ásbjarnarson bifvélavirki er hátt uppi þessa dagana. Hann hefur síðastliðna viku dvalið á þaki Laugardalshallarinnar til að vekja athygli á málsstað Krýsuvíkursamtakanna. Slminn á þakinu hjá Pétri er 687115 og í það númer hringdum við til að vita hvort Rétur væri nokkuð að missa móðinn en eins og kunnugt er hefur ekki safnast nema 1/10 hluti þeirrar fjárhæðar sem stefnt er að HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.