Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 23
USTAPOSTURIWW HRAFNAR, HETJUR, Midgardsormurinn, selir, rottur, Höfði, kafbátar, ísbirnir, kjarnorkusprengingar, svanir, draugar, Esjan og Hulda eru myndefni Huldu Hákon á sýningu hennar í GalleríSvart á hvítu á morgun. Ofangreind upptalning er yfir- skrift sýningar Huldu Hákon sem opnud veröur í GalleríSvart á hvítu vid Ódinstorg, föstudaginn 1. maí kl. 14.00. Þetta er önnur einkasýn- ing listakonunnar hér á landi en áð- ur hafði hún tvœr einkasýningar í New York, árin 1983 og '85 í Visual Arts Gallery og 13th Hour Gallery en hefur að auki tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og austan hafs og vestan. Hulda lauk námi frá Nýlistadeild MHÍ1981 og hélt síðan sem leið lá til Bandaríkjanna, þar sem hún stund- aði nám við School of Visual Arts fram til 1985. Hún sagði að þegar hún horfði til baka nú, þá væri hún mjög ánægð með nám sitt í Nýlista- deildinni, þar hefði verið lögð mest áhersla á frumkvæði og sjálfstæði nemendanna og við skólann í New York hafi verið sömu áherslur á sjálfstæði og sömu kennsluhættir viðhafðir. Þessi viðhorf í námi Huldu hafa greinilega skilað sér í verkum hennar því þau eru afar sér- stæð, lágmyndir unnar úr tré, leir og gipsi. Öruggt má telja að hún sé eini listamaðurinn sem vinnur slíkar myndir hér á landi og jafnvel þó víð- ar væri leitað. Hún fer heldur ekki troðnar slóðir í því að afla sér efnis þar sem margar myndir eru unnar í tré sem rekið hefur á fjörur landsins og þaðan verið tekið og sagði Hulda að sér þætti sérstaklega skemmti- legt að vinna með efni og hluti sem aðrir hafa hent og talið ónýtt og gera úr því myndir. Eins og fram hefur komið af upp- talningunni hér að ofan þá eru myndefnin fjölbreytileg en segja má að þau skiptist annarsvegar í nú- tímalega hluti úr umhverfi listakon- unnar sem hún blandar saman við goðsagnakennd fyrirbrigði sem hún sækir í þjóðsögur og annað gamalt íslenskt efni. Annars vildi Hulda sem minnst segja um myndirnar og myndefnið, taldi myndirnar skýra sig sjálfar og myndefnin sömuleiðis. En óhætt er að bæta því við að þær eru frásagnarkenndar og að auki spilar inní að Hulda hefur gjarna texta í myndunum sem hún tengir og spilar saman við myndirnar með einum eða öðrum hætti. -KK SÍÐAN skein sól heitir rokk- hljómsveit sem stofnuð var í janúar síðastliðnum og kemur fram í fyrsta skipti opinberlega í Hlaðvarpanum í kvöld, fimmtudagskvöld. I hljóm- sveitinni eru nokkrir góðkunnir spilarar, Helgi Björnsson, fyrrum söngvari í Grafík, Jakob Magnússon bassaleikari í MX 21 og fleiri hljóm- sveitum, Eyjólfur Jóhannsson gítar- leikari, lék með Tappa tíkarrassi, Wunderfools og fleiri sveitum og jazztrommarinn kunni Pétur Grét- arsson. Þeir félagar munu þó ekki koma fram ein sveita í Hiaðvarpan- um, því þar verða einnig hljómsveit- irnar X, sem gekk til skamms tíma undir nafninu Prófessor X ogSveitin milli sanda. Þessir tónleikar eru þriðja tilraunin í röð uppákoma sem staðið hefur verið fyrir í Hlaðvarp- anum undanfarin fimmtudagskvöld og ef vel gengur mun meiningin vera sú að halda starfseminni áfram. SAMTÖKIN 78 hafa undan- gengna viku staðið fyrir hinni ár- legu lista- og menningarviku sam- takanna og hófst hún síðastliðinn sunnudag með því að Reynir Sig- urðsson myndlistarmaður opnaði sýningu í húsakynnum samtakanna á Lindargötu 49. Sýninguna nefnir Reynir,,/gulugrasi". Hann nam hér heima við MHI en hefur næstliðin ár starfað í Noregi, haldið þar einka- sýningar og tekið þátt í samsýning- um, m.a. sýningunni Erotisk Kunst í Osló 1985, sem vakti mikla athygli. Sýningin stendur til 24. maí. í kvöld, fimmtudagskvöld standa samtökin hinsvegar að umræðu- og leiklistar- kvöldi í Risinu við Hverfisgötu, þar sem ræddar verða ýmsar hliðar sjúkdómsins eyðni, en kvöldinu lýk- ur á sýningu Alþýðuleikhússins á Eru tígrísdýr í Kongó. Á laugardags- kvöldið verður kvennakvöld í Ris- inu þar sem lesið verður úr .verkum norsku skáldkonunnar Gert Brant- enberg og einnig verða flutt ljóð og tónlist eftir lesbíur. Vikunni lýkur svo á sunnudagskvöldið með dag- skrá sem ætlað er að bregða upp myndum af lífi og veruleika homma eins og hann birtist í ljóðum, leikrit- um og sögum. M.a. verða kynnt verk hins heimsþekkta leikskálds Jean Genet, sem andaðist á síðasta ári, og flutt atriði úr leikriti hans Vinnukonurnar auk margs annars. Þetta er í þriðja sinn sem Samtökin 78 standa að viðlíka hátíð, þar sem lögð er áhersla á sérmenningu homma og lesbía og þá staðreynd að hún hefur verið lágvær t gegnum aldirnar, verið einskonar neðan- jarðarmenning. Með þessum hætti efla og styrkja hommar og lesbíur sjálfsvitund sína, fyrir utan að kynna listsköpun sína og menn- ingu. TONUST eftir Sigurð Þór Guðjónsson Jóhannesarpassían Sumir eru sannfærðir trúmenn. Þeir efast aldrei um það að guð sé til. Aðrir eru sannfærðir trúleys- ingjar. Þeim dettur aldrei í hug að guð kunni að vera til. Hinir fyrr- nefndu „vita“ að guð sé til en hinir síðarnefndu „vita" að guð sé ekki til. Hvorir hafa rétt fyrir sér? Hefur guð þá ekki algilda tilvist óháða mannlegri tilveru? Hvað verður um guð þegar mannkynið deyr út? Þetta er nú ansi snúið dæmi. Ef guð er í rauninni til, verður hann auðvitað til eftir sem áður, þó ein- hverjir trúi því ekki að hann sé til. Ef guð er hins vegar alls ekki til, verður hann ekkert fremur til þó einhverjir trúi því að hann sé til. Þó er ég ekki alveg viss um að þessi þrætulist geri dæmið minna snúið. En tilefni þessara guðrækn- islegu hugleiðinga er flutningur Kórs Langholtskirkju, hljómsveit- ar og einsöngvara fyrir páska á Jóhannesarpassíu Bachs. Jóhannesarpassían er mjög dramatísk svo áheyrandinn stend- ur á öndinni allan tímann. Tónlist- in er þrungin kynngikrafti, eins og eitthvað stórkostlegt liggi í loftinu, eins og sé að gerast mesti viðburð- ur allra tíma. Guðspjallamaðurinn er þungamiðja sögunnar. Það er afar erfitt hlutverk, ekki aðeins sönglega séð, heldur verður söngvarinn að geta sett sig inn í ýmiss konar aðstæður og sálarlíf margra persóna. Auk þess hefur guðspjallamaðurinn sínar eigin til- finningar. Michael Goldthorp hef- ur mjög fallega rödd, jafnvel ein- um of fallega fyrir þetta hlutverk er oft segir frá mjög grimmum veruleika. En annars hafði hann hlutverkið fullkomlega á valdi sínu og er það mikið afrek. Þá söng hann og nokkrar aríur með glæsibrag, en mér finnst reyndar misráðið að láta evangalistann syngja eitthvað meira en evangal- istann. Viðar Gunnarsson var hins vegar ómögulegur Kristur. Hann var þvoglulegur og stirður og hitti ekki meira en svo alltaf á réttar nótur. Og hver trúir á falskan Krist? Þó hlutverk Krists sé aðeins nokkrar setningar er það ekki auðvelt í túlkun. Það umlykur hann djúp og mjög einmanaleg þjáning. Og undarleg fjarlægð. Það fer ekki á milli mála að í aug- um Bachs er Kristur ekki „venju- legur" maður. Hann er af öðrum heimi. En í söng Viðars varð hann bara hallærislegur. Söngur hans var þó enn lakari í hinu einstæða aríósó Betrachte, meine Seel. Þetta er svo undur viðkvæm tón- list. Þar má ekkert út af bera. Þessi lagstúfur er frábært dæmi um það hve miklir snillingar geta opinberað heilar veraldir í smáu broti. Þó erfitt sé að koma orðum að svona hlutum, má kannski segja að þessir fáu taktar endur- spegli fullkomnunarviðleitni ald- anna í tónlist; glímu mannshugans við rök trúar, heimspeki og há- speki og leit hans á vegum dul- hyggju og bænalífs; en lagið birtir einnig óbærilega þjáningu mann- kynsins gegnum tíðina og blakt- andi von þess um endurlausn frá þeirri þjáningu. Þetta er lygilegt. En það er samt sannleikur. Á svona stað má ekki gera villur. En söngurinn var loðinn, stamkennd- ur og óinnblásinn. Það var ekki sú hugljómun er fær tímann til að stöðvast um sinn. En þannig er hugsun Bachs. Og lútuleikurinn fór framhjá öllum og var það mik- ill skaði, því Bach notaði ekki lútu þarna af sérvisku heldur er það aðal snilldin. Kristinn Sigmunds- son sem Pílatus var aftur á móti ágætur. Pílatus var jarðbundinn valdsmaður, raunsær skynsemis- trúarmaður, fullkomlega laus við trúargrillur og ekki illmenni, en haldinn hroka þeirra er starfa í þjónustu heimsveldis. Kristinn gerir sér grein fyrir þessu. Það verður aldrei nógu oft brýnt fyrir íslenskum söngvurum að til þess að syngja vel er ekki nægjan- legt að geta sungið nóturnar aftur á bak og áfram. Það spillir ekki að vera jafnframt vitsmunavera. Þá var Kristinn sömuleiðis góður í aríum sínum. Sólveig Björling stóð sig einnig vel og hefur fína rödd í svona söng sem hún beitir af smekkvísi og skilningi. En Ólöf Kolbrún Harðardóttir olli mér vonbrigðum. Hún var fremur óskýr og eins og hálf flaustursleg og það var óþolandi belgingur í söng hennar sem á ekki heima í svona innilegri trúarlist. Er henni að fara aftur? Hljóðfæraleikurinn var yfirleitt ágætur, einkum óbóhljóðfærin og flauturnar. Kórinn söng kóralana mjög fallega. Voru þeir, ásamt guðspjallamanninum, hápunktur þessara tónleika. En að öðru leyti fannst mér kórinn fremur daufur í dálkinn. Það vantaði kynngina, hina miklu nálægð og spennu sem er í músíkinni. Þó ég hafi hér fund- ið að ýmsu, var þetta í heild ekki slæmur flutningur á Jóhannesar- passíunni, síður en svo. Ef ég væri Jón Óttar gæfi ég þessu tvær stjörnur af fjórum mögulegum. En nú er ég ekki Jón Óttar og gef því alls engar stjörnur. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.