Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 25
getur snúist á fimm hjólum sem hvert um sig getur snúist með fjöðr- um, hækkað og lækkað, armar og hátt bak og takkar sem ég þurfti að læra á sérstaklega. Mig dreymir um tannlæknastól fyrir framan sjón- varpið, engir borar, ekkert sog, bara stóllinn og lítið borð, þotustólar í bílnum. Við sitjum og borðum, sitj- um og vinnum, sitjum og hugsum, sitjum og hugsum ekki, horfum á sjónvarp, sitjum og ferðumst í lofti á sjó og landi. Allt á stól. Hvernig verða rassar eftir þúsund ár? Hvern- ig verða stólar eftir þúsund ár? Hvort verður hvors? í raun er stóll ekki bara stóll heldur er í honum fólginn vitnisburður um viðleitni mannsins að gera sér tilvistina bæri- legri. FP Vein kontra- bassa- leikarans / dag, 18. febrúar, frumsýnir leik- húsið Frú Emilía einleikinn Kontra- bassann eftir Patrick Súskind, en sér- stœb skáldsaga hans Ilmurinn, sem komin er út á íslensku, hefur vakiö mikla athygli um allan hinn uest- rœna heim. Leikari er Arni Pétur Guðjónsson, Gudjón Pedersen ann- ast leikstjórn og Guðný Richards er höfundur leikmyndar og búninga. Þýðinguna gerðu Hafliði Arngríms- son og Kjartan Ólafsson. Að þessu sinni hefur Frú Emilía hreiðrað um sig á Laugavegi 55b. Kontrabassinn fjallar um kontra- bassaleikara í sinfóníuhljómsveit og einmanalegt síðdegi áður en hann fer í kjólfötin til að spila. Af skiljan- legum ástæðum geta ekki allir leik- ið fyrstu fiðlu, því er það hart að þurfa að sætta sig við sæti á aftasta púlti, sérstaklega þegar draumarnir stefndu hærra. Tilhugsunin um þá nauð að eyða því sem eftir er starfs- ævinnar fjötraður við óhentugasta og klunnalegasta hljóðfærið gerir hann næstum vitstola. Kontrabassi er nánast aldrei kallaður fram úr öft- ustu röð til einleiks. Eintal kontra- bassaleikarans við hljóðfæri sitt er í senn fyndið og sorglegt. Patrick Súskind er Þjóðverji fædd- ur 1949 og hann skrifaði verkið 1980. Verkið hefur verið á sviði í Múnchenfráárinu 1981 ogsýningar þess eru komnar yfir 200. Siiskind, sem sjálfur lærði á píanó í barn- æsku, segir: „Þar sem ég erfði af föður mínum of stutta sin, litla putta og frá móður minni of langa vísi- f ingur, löngutöng og baugf ingur ein- beitti ég mér nær eingöngu að und- irleik og hafnaði frekari áformum um metorð í einleik. Kontrabassinn fjallar um tilveru manns í litla her- berginu sínu. Mikilvægast í mínum huga var að lýsa manneskju sem veit mjög margt, en getur alls ekkert notfært sér það. Sú heimsmynd sem han smíðar sér er bara djöfuls þvæla. Við samningu verksins gat ég stuðst við eigin reynslu að því leyti að ég hef eytt mestum hluta lífs míns í sífellt minni og minni her- bergjum, sem ég á sífellt erfiðara með að yfirgefa. En ég vona að ein- hvern daginn finni ég herbergi sem er svo smátt og umlyki mig svo náið að það fylgi mér þegar ég yfirgef það. í þannig herbergi ætla ég svo að reyna að skrifa tveggja manna leik- rit sem gerist í mörgum herbergj- um." Eru ekki margir kostir við það að starfa frjálst í litlu leikhúsi? Guðjón Pedersen leikstjóri: „Þeir eru margir. Þú ræður hvaða verk þú færir upp, sem þýðir að þú hefur mikla trú á því sem þú ert að gera. Síðan ræður þú með hverjum þú vinnur og þú verður að elska þá sem þú vinnur með. Það var virtur leik- stjóri hér sem sagði mér að þess þyrfti ekki. Ég er ekki sammála hon- um um það. Lítið leikhús eins og þetta gefur svo góð tækifæri til að elska og rækta fólkið sem starfar við það. Samvinnan verður öll nánari og skemmtilegri. I þessu verki er aðeins einn leikari, en draumur minn er að í næsta verki verði ekki bara tveir heldur þrír eða fleiri leik- arar með. Hér höfum við reynt að búa til eitthvað a milli kontrabass- ans og leikarans." Af hverju vatdirðu þetta stykki? „Það hentaði svo vel. Ég las verk- ið og heillaðist strax af því og mig langaði strax að setja það upp hér og helst heima hjá einhverjum. Ég var alls ekki að leita að stóru rými. Ég ætlaði að biðja vin minn að lána mér stóra og opna íbúð sína, en svo Árni Pétur „fitlar" við bassann. kunni ég ekki við það. Það hefði kostað of mikið rask. En ég hugsa verkið þannig að það gerist á heim- ili kontrabassaleikarans. Og allt sem hann gerir byggir á því." Er eitthvert draumaverk sem þig langar að setja upp ncest? „Hér eiga að vera stöðugt í gangi klassísk verk, Shakespeare, Chékov. Þetta á að vera fastur liður, ekki bara happa og glappa eins og nú er. Mig langar ofboðslega mikið að setja upp Galdra-Loft næst. Það er komið að okkar kynslóð að setja hann upp." Nú er Kontrabassinn nýtt verk eft- ir ungan höfund. Hefurðu það á stefnuskrá að fylgja því eftir, gera það kannski að stefnu? „Við höfum það á stefnuskrá inn- an gæsalappa að kynna nýja höf- unda og ný verk." FÞ TIMANNA TAKN Til allra átta I síðustu viku ræddi ég um ís- lenskan fisk í Evrópu. Stundum finnst mér fiskmálin vera þaö eina sem ég hef brennandi áhuga á. Ég vildi helst tala um fisk í hverri viku, taka þorskinn á beinið í eitt skipti fyrir öll. En þið viljið að fjallað sé um menning- arlegra efni. Mér er svo sem sama. Mér tekst ekki alltaf að finna vafasöm tímanna tákn meðal þess sem efst er á baugi hverju sinni. Atburðir þýða ýmislegt en tákna kannski ekkert. Hafís er umræðuefni vikunnar. Skáld- sagnahöfundur gæti tengt hann á táknrænan hátt við dauðann eða ást sem kulnar. Blaðamaður- inn getur hins vegar ekki leyft sér slíkt flug í sex hundruð orð- um. Jafnvel án sjónvarps komst ég ekki hjá aucjlýsingum ferðaskrif- stofanna. Eg las vandlega bækl- inga Útsýnar og Samvinnuferða Landsýnar. Ég hef ekkert lært um löndin sem standa til boða, en er þeim mun fróðari um hvað ferðasalar telja að séu langanir hugsanlegra kaupenda. Eitt sem kemur strax á óvart: Það eru bara íslendingar erlend- is, hvort heldur um er að ræða Spán, ítalíu eða Portúgal, allar Ijósmyndir sanna að á ströndum þessara landa eru engir nema ís- lendingar Jú, auðvitað sér í ein- staka kokk með latneskt yfir- bragð en hann er nógu tillits- samur til að halda sig í eldhús- inu. í hvorum tveggja bæklingn- um blaktir íslenski fáninn. „Við leggjumst í víking og nemum land í Cala d'Or tilkynna Sam- vinnuferðir stoltar á meðan Út- sýn er óhrædd að fullyrða að í Albufeira sé „íslendingabarinn að sjálfsögðu vinsælasti barinn í bænum. Lesandanum finnst hann þeg- ar vera í öruggum höndum, það á einungis eftir að selja honum vöruna. En þá byrja vandamálin. Fólk hefur mismunandi langanir og því verður að lofa öllu en einnig andstæðunni um leið. Það verður að tryggja drauminn og ævintýrið en jafnframt öryggið. Umhverfið þarf að vera týpískt en íslendingnum þarf að finnast hann heima hjá sér. Það verður að gefa í skyn að brennivínið fljóti en staðurinn sé frábær fyrir börnin. Hótelin verða að vera allt í senn; nýtískuleg og í gamla bænum, við ströndina og í mið- borginni. Allt á að vera á Kringlu- mælikvarða en samt ódýrt (af- sakið — hagstætt — orðið ódýrt er bannað í þessum bækling- um). En með því að lofa öllu end- ar maður með því að klúðra öllu, eins og Útsýn þegar hún lýsir lát- lausu sjávarplássi í Portúgal: „Disco Summertime, Kiss Kiss og Crazy Bull. Lífið í fiskimanna- bænum Albufeira er heillandi og þar er margt um manninn er kvölda tekur." Bæklingar sem selja ísland er- lendis bjóða oft einstæða persónubundna reynslu. Kaup- andinn sér sig strax sem land- könnuð. Útsýn og Samvinnu- ferðir leggja hins vegar áherslu á að allir fái það sama. íslending- arnir á myndunum eru í ein- kennisbúningi ferðasalans og synda, róa eða drekka allir í kór. Hótelin sem minna mann ánægjulega á Breiðholt I, böðuð sólskini, eru eins í öllum löndum. Það er bara nafnið sem er breyti- legt. Því fátækara sem land er því fyrr gefst það upp á að við- halda eigin menningu. Þýsk hótel heita ,,Aue Hirsch- buhlweg" eða „Am Wiesen- grunde", en hótel á Kýpur „The Churchill" eða „Pegasus Beach". Áfengi og kynlíf eru aðeins gefin í skyn og það mjög varlega. Höfðað er til fjölskyldufólks... Fótleggír Önnu Margrétar feg- urðardrottningar sem teygir úr sér á ítölsku hótelherbergi sem minnti mig á herbergið mitt í verbúð á Austfjörðum (þó ekki jafn glæsilegt) ættu samt að lofa góðu. Höfundar bæklinganna reyna fyrirfram að róa íslenska ferða- menn. Er ekki orðið svoítið púkó að eyða fríinu á „Torremolinos" á Spáni? Alls ekki: „Hótelin eru „glæsileg", öll í sérgæðaflokki." Ér Kýpur fjarlæg, fátæk og óör- ugg eyja? Vitleysa. Allir tala ensku og „hreinlæti og snyrti- mennska einkenna alla ferða- mannaaðstöðu". Eru ekki stans- lausar óeirðir í Suður-Afríku? Blaðamannalygi. „Suður-Afríka er mjög friðsælt land og ferða- menn njóta þar fyllsta öryggis. Útlendingar, einkum frá Norð- ur-Evrópu, eru þar velkomnir gestir." Er jafnvel Evrópubúum mismunað þar? Er Holland ekki svolítið svalt á sumrin? Ekki lengur: „Nú er mið- bærinn allur kominn undir eitt risastórt hvolfþak svo þar er sumarveður allan ársins hring og pálmatré og annar suðrænn gróður skartar sínu fegursta." Vonandi eru þar engin fíkjutré, Leifur! Örlítil menning hefur aldrei skaðað neinn. Af hverju ekki fórna eins og hálfum degi á altari hennar. Bæklingur Útsýnar býð- urfreistandi tilboð og dásamleg- ar menningarperlur: „Þótt (leturbreyting mín) nafn Spánar sé óneitanlega tengt sól, strönd og sjó er Andalúsía sögu- frægasta hérað Spánar." „Saga ítölsku þjóðarinnar er sterkt samofin heimssögunni, því löngu fyrir fæðingu Krists var Rómaborg orðin háborg vestrænnar menningar." Nú — gat hún ekki beðið? Gérard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.