Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 12
* Utboö sjónvarpsins TIL LAUSNAR LEIÐINDA? Talsverðs óróleika virðist gæta hjá mörgum starfs- mönnum Ríkissjónvarpsins um þessar mundir vegna nið- urskurðar, uppsagna og tilfærslu starfsfólks og síðast en ekki síst vegna ákveðinna breytinga á starfsháttum sjón- varpsins. Þessar breytingar eru fólgnar í aukinni tilfærslu verkefna sjónvarpsins til einkafyrirtækja. Þessi stefna hefur verið ákveðin af yfirstjórn sjónvarpsins og kynnt í útvarpsráði þann 22. janúar. Þykir sumum þessi tilfærsla verkefna vafasamur sparnaður, um leið og starfsmenn sjónvarpsins telja að þar með séu metnaðarfyllri og vandasamari verk tekin úr sínum höndum. Fram- kvæmdastjóri sjónvarpsins ver tilfærsluna hins vegar og telur hana auka sveigjanleika í rekstri. EFTIR PÁL HANNESSON MYND JIM SMART um að dæma virðist sem útboð séu ekki aðeins nauðvörn, tilkomin vegna slæmrar fjárhagsstöðu sjón- varpsins, heldur einnig að þau séu notuð til að fækka núverandi starfs- mönnum sjónvarpsins sem væntan- lega leiðir sparnaðar, eða hvað? Þegar metið er hvað sparast við að færa verkefni út fyrir sjónvarpið þarf m.a. að taka tillit til að fjárfest- ingar sjónvarpsins séu ekki vannýtt- ar. Örn Sveinsson, deildarstjóri hjá upptöku- og útsendingardeiid, sagði að fjórir starfsmenn af átján við deildina hefðu verið færðir til í starfi, en væru enn innan deildar- innar. „Það er verið að biðja um minna framboð okkar sem tækni- deildar. Það eru hugmyndir um að fasti kostnaðurinn verði minnkaður festingar að undanförnu. Það væri því lífsspursmál fyrir þau að fá verk- efni og af því Jeiddi aðgengilegt verð fyrir sjónvcífpið. KOSTN AÐARÁÆTLANIR EÐA EKKI? En hvernig er síðan staðið að út- boðum og hver ákveður hvaða verkefni eru færð út fyrir stofnun- ina? Höröur Vilhjálmsson, fjármála- stjóri útvarps og sjónvarps, sagði að ýmis háttur væri hafður á. „Yfirleitt er leitast við að gera um þetta áætl- un til að hafa til viðmiðunar, stund- um er þetta boðið út algjörlega opið eða þá að þetta er boðið til nokk- urra aðiia sem treyst er til verksins Það hefur færst í aukana að sjón- varpið leiti út fyrir veggi sína til vinnslu verkefna. Kemur þar tii m.a. að tæknikunnátta utan sjónvarpsins hefur aukist svo og hallarekstur sjón- varpsins. Hins vegar eru ekki allir jafn- ánægðir með þessar breytingar. í bakgrunni þessara breytinga stendur taprekstur útvarps og sjón- varps á síðasta ári. í kjölfar þess hef- ur dagskráin verið stytt, hætt er að sjónvarpa að öðru jöfnu á sunnu- dagseftirmiðdögum og útsending- artími styttur. Hverri deild hefur verið settur ákveðinn fjárhags- rammi og er gengið hart eftir því að yfirmenn deilda haldi sig innan þess ramma. Út af fyrir sig munu menn sáttir við að aðhalds sé gætt og reksturinn yfirfarinn, en á hinn bóg- inn hafa heyrst gagnrýnisraddir um það hvernig að verki hefur verið staðið. ÚTBOÐ — SAMÞYKKT STEFNA? Svo sem sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust tekið eftir hefur það færst í vöxt að einstaka dagskrárlið- ir og þættir sem sýndir eru í sjón- varpinu séu framleiddir af kvik- myndafyrirtækjum og myndbanda- gerðum einkaaðila. Saga Film hf., Sýn hf., Þumall sf. og Plús Film sf. eru nokkur þeirra fyrirtækja sem unnið hafa að gerð slíks efnis fyrir sjónvarpið. HP spurði framkvæmdastjóra sjónvarpsins, Pétur Guöfinnsson, að því hvort það lægi fyrir samþykkt af hálfu stjórnar sjónvarpsins um að í meira mæli skyldi leitað út fyrir stofnunina með vinnslu efnis. „Nei, en það er svona stefna sem við höf- um verið að taka upp hér, eins og reyndar fleiri norrænar sjónvarps- stöðvar, að byggja minna á fastri áhöfn og leita meira til einkafyrir- tækja. Það þýðir meiri sveigjanleika þegar fjárhagur stofnunarinnar er sveiflukenndur, heldur en að vera með stóra fasta áhöfn sem stöðugt þarf að skaffa verkefni, svo það verði ekki tómagangur í kerfinu," sagði Pétur. lngimar Ingimarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði að þetta mál hefði verð rætt af yfirstjórn sjónvarpsins í lok síðasta árs og þar hefði framkvæmdastjóra verið heimilað að leita út fyrir veggi sjónvarpsins með gerð efnis sem sjónvarpið gæti ekki sinnt. Hefði þetta verið kynnt í öllum deildum sem og útvarpsráði, þann 22. janú- ar. Magdalena Schram, sem sæti á í útvarpsráði, sagði að þar hefði aldrei verið talað um aukin útboð sem samþykkta stefnu, heldur hefði Hrafn Gunnlaugsson skýrt frá því á fundi að bjóða ætti út verkefni. Hefði hún lagt fram fyrirspurn af því tilefni m.a. um hvaða forsendur stjórnuðu þessum útboðum og hvort kostnaðaráætlanir væru gerð- ar. Sagðist hún enn ekki hafa fengið svör við þessum spurningum en vænti þess að þau kæmu fyrr en seinna. ÚTBOÐ — LEIÐ TIL SPARNAÐAR? Um breytingar á mannaráðning- um sagði Pétur að bein mannfækk- un væri lítil, „en það er verið að at- huga með fækkun um nokkra menn í tæknideild með vorinu, og í inn- lendri dagskrárgerð á sér nú stað nokkur fækkun í áföngum. Þetta byggir á því að það verður farið meira út í útboð á verkefnum og að versla við aðila utan sjónvarpsins til að taka af toppálag". Af þessum orð- og síðan verður að koma í ljós hvort þessi útboð eru hagkvæm eða ekki. Okkar tæki og aðstaða, þar með tal- inn upptökubíll, eru virði hundraða milljóna og það þarf talsvert til að nýta þessa fjárfestingu. Til þess þarf ákveðinn mannskap og sá mann- skapur er núna að fara í algjört lág- mark, og spurning hvort hann er kominn niður fyrir það. Það hlýtur að vera hagkvæmt fyrir stofnunina að nýta tæki sín sem best og ef leitað er út fyrir stofnunina, hvort sem það heitir útboð eða annað, þarf að leigja samsvarandi tæki og við eigum. Þetta hlýtur að vera þungamiðjan," sagði Örn. Hann sagðist hins vegar telja það eðlilegt og nauðsynlegt að leitað væri út fyrir stofnuina á tím- um mikils álags. Ingimar Ingimarsson sagði ekki nokkurn vafa leika á því að þetta fyrirkomulag borgaði sig fyrir sjón- varpið. Það væri að því þrengt fjár- hagslega og því hefði verið reynt að fara þessa leið. Það hefði sýnt sig að hún væri fær. Samkeppnin væri hörð hjá myndbandaframleiðend- um og kvikmyndafyrirtækjum, sem hefðu mörg hver lagt í miklar fjár- í lokuðu útboði," sagði Hörður. Um það hvort hann teldi að sjónvarpið nýtti nægilega vel þær fjárfestingar sem það hefði gert í mannafla, tækj- um og aðstöðu sagði Hörður: „Ja, ég tel það vera stefnuna að gera það. En ég er kannski ekki alltaf ánægð- ur með það hvernig til tekst, en það á að nýta þessa aðstöðu og gefa fastráðnum starfsmönnum tækifæri til að spreyta sig á verkefnum." Pétur Guðfinnsson sagði að kostn- aðaráætlanir væru gerðar fyrir út- boð. Þá væri tekið mið af því að mannskapur sjónvarpsins væri full- skipaður og hvað það kostaði að greiða honum yfirvinnukaup. Við kostnaðaráætlanir væri m.ö.o. geng- ið út frá tímakaupi sem lægi nær yf- irvinnutaxta starfsmanna sjón- varpsins en dagvinnutaxta. Auk þess yrði að taka tillit til þátta eins og aðgangs að tækjum, að hægt væri að setja saman á sveigjanlegri hátt tökulið og annað starfslið sem væri betur fallið til að vinna ákveðin verkefni en starfslið sjónvarpsins væri kannski, og svo gætu viss verk- efni kostað dýra röskun á starfsáætl- un sjónvarpsmanna. Því gætu verið margar ástæður fyrir því að leita út fyrir stofnunina. HVER RÆÐUR? En hver ákveður hvaða verkefni eru færð út fyrir stofnunina? Ingi- mar Ingimarsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri sjónvarpsins, sagði að það væri alfarið í höndum fram- kvæmdastjórnar að taka slíkar ákvarðanir. Hins vegar gerði t.d. Hrafn Gunnlaugsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar, tillögur til framkvæmdastjóra. Sagði Hörð- ur Vilhjálmsson að væntanlega væri það Hrafn í mörgum tilfellum sem ákvæði hvaða fyrirtæki ættu að teljast hæf, svo þeim væri boðin þátttaka í útboðum, og Pétur Guð- finnsson sagði að Hrafn Gunnlaugs- son gerði tillögur um það við sig í hvaða tilfellum leitað skyldi út fyrir stofnunina. VISNA SJÓNVARPS- MENN ÚR LEIÐINDUM? Starfsmenn kvikmyndadeildar og reyndar fleiri innan stofnunarinnar hafa áhyggjur af því að ekki aðeins leiði útboðsstefnan til færri verk- efna, heldur telja þeir einnig að á því hafi borið að það séu metnaðar- fyllri verk sem fara út úr húsi og fastamönnum séu eftirlátin „rútínu- verkin". Afleiðing sé leiði í starfs- fólki og að hæfari starfsmenn fari að leita annað. Oddur Gúslafsson, deildarstjóri kvikmyndadeildar, sagði að deildin þyrfti ekki að kvarta undan verkefnaskorti en væri hins vegar óánægð með þau verkefni sem henni væru fengin. „Við höfum bent á að það er miklu auðveldara að bjóða út rútínuverk, sem allir vita hvað taka til sín í mannafla og kostnaði, heldur en að meta leikritshandrit. Það getur allt raskast auðveldlega. Það vita allir okkar hug í þessu máli, en viðbrögð- in má kannski meta eftir því hvað mikið er boðið út,“ sagði Oddur. Ingimar Ingimarsson sagði hins vegar að mikið af þeim verkefnum sem boðin hefðu verið út væru dæmigerð rútínuverkefni, þættir eins og helgistund, Maður vikunnar og dagskrárkynning. Af þremur leikritum væri eitt alfarið í höndum utanaðkomandi aðila sem sérstak- lega var leitað til, annað í samvinnu innan- og utanhússmanna og það þriðja alfarið unnið af sjónvarpinu. Leikrit hefðu hins vegar ekki verið boðin út. Það væri þvi ekki rétt að halda því fram að rútínuverk væru ekki boðin út, né að sjónvarpið fengi engin metnaðarfull verk í sinn hlut. Hörður Vilhjálmsson sagðist hins vegar taka undir það viðhorf að bjóða ætti út rútínuverk. „Mér finnst það svo mikiis virði að hafa hér fast starfslið sem fær að spreyta sig á erfiðum og spennandi verkefn- um, að það ætti almennt að vera reglan. Því ætti frekar að bjóða út rútínuverk og í mörgum tilfellum smærri verkefni." 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.