Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 27
ITHPEQ1 m swsssBr S Hmh m:r% < "2 (p/)rf^USsorgsky —rr-rr% I hachaturian '/eifainnwn/ ' Wt í St.M( tiits &m tmiAt .« «»>,:*wt«i fé* ? <:% Ki V' í' ( >*!« t INTERL4ATIOI4AÍ LUNCHTIME CONŒRTS Ibsen og Strindberg væru óleikan- leg fornaldarskrímsli. Þegar Berg- man spurði hann hvern andskotann hann væri þá að þvælast með í Ibsen-uppfærslu, þá svaraði hann blátt áfram, að í London væru fimm- þúsund atvinnulausir leikarar (ég held nú að þeir séu 15.000) svo hann yrði bókstaflega að taka því sem byðist. Bergman var vægast sagt fúll. Þegar hann svo fór að vinna með Maggie Smith sem Heddu Gabler og breska leikhópnum fékk hann, að eigin sögn, aðkenningu að tauga- áfalli. — Starfshæfni þeirra, snerpa og fag- mennska skelfdi mig, segir hann orðrétt í sjálfsævisögunni og heldur svo áfram: — Eg sá strax að vinnuaðferðir þeirra voru aðrar en hjá okkur. Þeir kunnu textann sinn utanað á fyrsta samlestri og byrjuðu strax á fullum hraða. Ég bað þau að fara sér hægar og þau reyndu það, eins og af hlýðni eða þegnskap, en það ruglaði þau í ríminu. Og Bergman heillast af þessu frá- Ingmar Bergman... fékk sjokk þegar hann fór að vinna með enskum leik- urum. bæra, hæfileikaríka listafólki, sem vinnur við hin verstu skilyrði og er reiðubúið að fórna heilsu sinni, láni og lífi, búi og barnaláni fyrir það eitt að fá að standa á f jölunum og miðla öðrum af list sinni. Hann dáist að fagmennsku þeirra og fyllist lotningu þegar hann skynj- ar hve föstum fótum enskir leikarar standa á traustum grunni margra alda breskrar leikhúshefðar og menningararfleifðar. Og hann segir frá framkvæmda- stjóra leikhópsins, sem mætir klukk- an níu á hverjum morgni í braggan- um þar sem þau æfa og vinnur þar allan daginn, en á kvöldin leikur hann hvorki meira né minna en Shy- lock og mætir ekki eftir hádegi í vinnunni þann daginn sem hann þarf að leika Shylock tvisvar. Þessi maður leikur semsagt eitt af stærstu og erfiðustu hlutverkum heimsbókmenntanna átta sinnum í viku, vinnur með því fullan vinnu- dag í bragga sem varla heldur vatni eða vindi og er þar að auki að deyja úr krabbameini. Og Ingmar Bergman verður hugs- Maggie Smrth er fær i flestan sjó. að til ungu sænsku ieikraranna, sem varla treysta sér til að leika á kvöld- in ef þeir hafa þurft að æfa á daginn. Hann leggur þeim orð í munn: — Hvað þetta er slítandi. Hvað þetta er háskalegt fyrir listrænu hliðina. Hvað þetta er erfitt daginn eftir. Hvernig þetta leggur heimilislífið í rúst. , Þegar Bergman er búinn að æfa Heddu Gabler eftir Henrik Ibsen í éina viku með leikhópi breska Þjóð- leikhússins og Maggie Smith í titil- hlutverkinu tilkynnir svíinn bretan- um að leikritið sé fullbúið til sýning- ar (venjulegur æfingatími er 6—8 vik- ur) og leikararnir fallast geiglausir á að æfa leikritið áfram leikstjóralaus- ir til frumsýningarinnar, ef Berg- man komi á síðustu æfingarnar fyrir frumsýningu. Þetta var svo gert og um þessa sýningu breska Þjóðleikhússins á Heddu Gabler segir Sir Laurence Olivier í sjálfsævisögu sinni: — ...and the show was one of my great prides of my time at the Natio- nal. Hvað um það. Ingmar Bergman Sir Laurence Olivier. Goðsögn i lif- anda lífil heillaðist af enskum leikurum og er víst ekki einn um það. ÞEIR BREGÐAST EKKI Þessar hugleiðingar Bergmans segja, að mínum dómi, svo mikið um breskt leikhús, og þó einkum enska leikara, að mér fannst ekki úr vegi að láta þær fljóta hér með svona einsog til að varpa örlitlu ljósi á fyrirbrigðið, áður en ég fer að tala um það hvað er á boðstólum í Lund- únaleikhúsunum. Sannleikurinn er nefnilega sá að alltaf er verið að sýna firnin öll af leik- og söngbókmenntum í heims- borginni og verður að segja einsog er, að ekki er allt sem er á boðstól- um endilega tímamótaverk eða gullaldarbókmenntir.. En einu er hægt að ganga út frá sem vísu. Enskir leikarar bregðast ekki og þessvegna er eiginlega alltaf unun að fara í Lundúnaleikhúsin, sama hvort verið er að fremja ærslaleiki eða kómedíur, væminn samsetning um tedrykkjusamkvæmi á bresku yfirstéttarheimili, söngleiki eða mjúsíköl. Alltaf skal þáttur leikaranna vera slíkur að maður kemur skárri mann- eskja út og oftar en hitt heillaður. Mörghundruð ára leikhúshefð svífur yfir vötnunum og með allt að því faglegri fullkomnun blása ótrú- lega hæfir listamenn lífsanda í leik- húsið. Svo er það stundum að forsjónin eða mér er nær að halda guð al- máttugur leggur snilldarverk í hendurnar á þessu góða fólki og þá verður uppskeran sálarbót, lífsham- ingja og unaður sem endist von úr viti og vonandi jafn lengi og maður dregur lífsandann. Sá er mikill gæfumaður sem fær að njóta listviðburðar af því taginu og rétt er að hafa hugfast að slíkar sýningar eru jafnan á fjölunum í Lundúnaborg og þessvegna hægt að komast í veisluna þó ekki sé staldrað við nema viku. Vikudvöl í London getur semsagt verið dýrmætari en margur hyggur. ÚTVARP SJÓNVARP Norskur Waldheim Gömul blómabörn Eftir því sem manni skilst er RÚV í hræðilegu fjársvelti og get- ur hvorki snúið sér til hægri né vinstri. Einhverjir kallar hafa ákveðið að það sé að kenna óráðsíu þeirra sem þar starfa en starfs- menn til margra ára kannast ekki við það — segjast ekki vita til ann- ars en þeir hafi alltaf verið að spara. Eini munurinn sem þeir merkja er að stólarnir á skrifstof- unum þeirra í nýja útvarpshúsinu hrynja ekki þegar í þá er sest eins og þeir gerðu víst á Skúlagötunni. Kannski er þar komin skýring á óráðsíunni. Starfsmennirnir sáu aldrei upp á skrifborðið og inntu vinnu sína af hendi á gólfinu sem hver heiivita maður sér að býður upp á heilmikla óreiðu. í tíð núver- andi útvarpsstjóra hefur þetta hins vegar breyst. Nú sjá menn mæta- vel yfir skrifborðin sín og sjálfur hefur útvarpsstjóri gengið fram af elju og röggsemi í sparnaði, hefur t.d. látið gamla félaga sína af sjón- varpinu hanna heilmikla kynn- ingarbæklinga og auglýst grimmt í blöðum.' Á móti hefur hann látið reka dálítið af sakleysingjum sem höfðu ekki annað unnið sér til saka en að spila plötur sem ekki féllu fjöldanum í geð og voru ekki nógu góðir fyrir almannatengsla- apparatið sem sá í hendi sér að svona nokkuð væri bara alls ekki hægt að tengja við almenning. Auglýsingatekjurnar eru fyrir bí og það er bara eins og flokksbræð- ur og -systur útvarpsstjórans skilji ekki að það kostar að reka útvarp, sem er slæmt fyrir útvarpið en auðvitað ágætt fyrir ríkissjóð sem samkvæmt gamalli venju stendur verr en nokkru sfnni. Sjálfur skilur útvarpsstjóri ekkert í þessu skiln- ingsleysi og er orðinn hálfgerður Waldheim í málinu — heyrir hvorki né sér. Norsk sagnfræð- inganefnd mun hins vegar seinna fella um það dóm hvort útvarps- stjóri hafi brugðist við og þá hvernig í ljósi þeirra skjala sem finnast eða finnast ekki og um leið upplýsa hvað er gruggugt í ís- lenskri fortíð og hvað ekki. Kristján Kristjánsson Það gerist ekki á hverjum degi að hægt sé að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa fram á nótt. Slíkur viðburður átti sér þó stað í síðustu viku. Og það ekki einu sinni, heldur tvisvar. Á fimmtu- daginn var til dæmis góð dagskrá hjá Stöð 2 alveg frá 19.19 til 1.00. Það sem auðvitað ber hæst á dag- skrá Stöðvar 2 þessa dagana eru þættirnir „Bítlar og blómabörn". Því miður missti ég af fyrsta þætt- inum en fannst sá númer tvö lofa góðu. Það eina sem mér þótti helst gagnrýnisvert var hversu hátt tón- listin var leikin rétt á meðan verið var að taka viðtöl við fólk. í fyrsta lagi heyrðist alls ekki nægilega vel í þeim sem voru að tala og í öðru lagi verða gömul lög óneitanlega til þess að hugurinn fer á flug og maður er staddur einhvers staðar á miðjum sjöunda áratugnum. Vaknar svo allt í einu upp við það að nú er áttatiuogátta og Bítlarnir búnir að vera. Maður sjálfur líka. Klippingin hjá Ara Kristinssyni í þessari þáttagerð er vel gerð og honum tii fyrirmyndar. Þulurinn í þættinum fannst mér hins vegar eyðileggja heilmikið. Væri ekki hægt að fá einhvern af þessum raddfögru útvarpsmönnum til að tala inn á? Myndin á laugardagskvöldið gerði það líka að verkum að ég hrökk aftur í „bakkgírinn". Varð að táningi í huganum við að horfa á myndina „Ein af strákunum". Bráðskemmtileg táningamynd fyrir núverandi, fyrrverandi og til- vonandi táninga. Afar leiðinleg mynd að mínu mati fylgdi skömmu síðar, þ.e.a.s. á eftir Tracey Ullman og Spencer. Gamall vestri. Fátt ömurlegra til. Mynd frá ’58. Varla von að maður rifjaði upp táningsárin við að horfa á hana, var rétt byrjaður í skóla þegar hún var gerð. En nú er komin önnur vika og tími kominn til að setja í fyrsta gír. Jafnvel þótt Bítlar og blómabörn verði líka á dagskránni í kvöld. Það er fátt sorglegra en „gömul blómabörn". Anna Kristine Magnúsdóttir LEIKLIST Faröu ekki Galdraloftið í Hafnarstræti er mjög góður staður fyrir vissa teg- und leikrita, ekki síst „heimilisnat- úralismá’ þar sem áhorfandinn virðist sitja inni í stofu hjá ókunnugu fólki og kemst ekki út. Þannig er sýningin „Fardu ekki“ sem Ás-leik- húsið býður upp á um þessar mund- ir. Það er auðvitað mjög óþægilegt að horfa upp á ofbeldi og vonleysi hjónanna í leikritinu, enda er til- gangur leikritsins að færa okkur eins nálægt efninu og hægt er. Form leikritsins er tvískipt. Kona bíður heima eftir eiginmanni sínum allan tímann og rifjar upp minning- ar á meðan. Þannig fær áhorfand- inn að sjá sögu þeirra og ástand í gegnum árin, með „flassbökkum". Spennan sem skapast á meðan María (leikin af Ragnheiði Tryggva- dóttur) verður hræddari og hrædd- ari við heimkomu eiginmanns síns Andrésar (leikinn af Jakobi Þór Einarssyni). Þessi hluti leikritsins var vel túlkaður hjá Ragnheiði. Spennan jókst allan tímann og þeg- ar hún gekk fram og til baka á svið- inu sýndi hún allar þær tilfinningar sem fylgja slíkri ógn. Innskotin höfðu hins vegar oftast önnur áhrif. Jakob Þór og Ragnheiður léku ágætlega en textinn var oftar en ekki svo lélegur að þau gátu ekki gert meira úr honum. Eins og stendur í leikskrá og ligg- ur í augum uppi allan tímann er þessi sýning pólitísk yfirlýsing varð- andi konur sem beittar hafa verið ofbeldi. (Það skiptir ekki máli hvort vandamálið er stórt eða ekki, það á ekki að vera til og ég held að allir séu sammála um það. Samt er nauð- synlegt að vekja athygli á vanda- málinu þar sem svo lítið er gert til að koma í veg fyrir að ofbeldið aukist.) Þó ég sé ekki í þeim hópi sem vill fá listræna túlkun á öllu sem gerist í leikhúsi vil ég samt ekki hlusta á klisjur og naivisma sem ekkert hafa að segja um vandann. Síst af öllu vil ég heyra kiisjur sem bjóða einungis upp á fáránlega einfaldar útskýring- ar. Því miður kýs höfundurinn þá að- ferð að lýsa fyrir okkur af hverju ofbeldið brýst út með því að láta eig- inmanninn fara í ódýrar sálfræðiút- skýringar á því hvernig pabbi hans reiddist mömmu hans fyrir að gefa honum það sama í matinn aftur og aftur þangað til hann barði hana. Hér á ég ekki við að þetta gæti ekki hafa gerst, heldur að þetta dugar ekki sem afsökun. Ég vel þetta eina dæmi af mörg- um þar sem textinn eyðileggur sam- úð áhorfandans með því að einfalda ástandið. Betra væri ef eiginmaður- inn væri að ljúga minningunni til að afsaka sjálfan sig, en það er ljóst að sú leið kom ekki í huga höfundar. Niðurstaða þessarar aðferðar er veikur realismi, einmitt á þeim stundum þegar hann á að vera sem sterkastur. Sama má segja um þær senur þegar Andrés talar fyrst við Maríu og þau kynnast. Stundum var textinn svo fullur af klisjum að ég trúði ekki að fullorðin manneskja gæti skrifað slíkt bull. Næstum allt sem hann segir getur áhorfandinn hugsað fyrirfram og sagt fyrir hann. Auðvitað er leikritshöfundurinn, Margaret Johansen, að reyna að sýna okkur þá miklu ást sem einu sinni var á milli þessara tveggja ein- staklinga. Auðvitað er hún líka að sýna okkur að bæði hjónin hafa alla þá eiginleika sem einhvern tíma myndu skapa vítahring ofbeldis. Það er heldur ekki kjarni málsins. Það getur vel verið að Andrés sé eins og hann er vegna einhvers sem gerðist í æsku hans og vegna þess að hann vinnur á lítilli skrifstofu og þarfnast meira frelsis. Mér sýnist Margaret Johansen vera sátt við að láta persónurnar hljóma sem bland af öllum klisjum sem heyrst hafa í sjónvarpi og á sviði um lengri tíma, en það gerir þær óraunverulegar. Það er næstum því sorglegt að sjá tvo góða leikara eyða svo miklum krafti í að koma þvílíku bulli út úr sér í leikriti sem viil segja svo mikið og koma sínum boðskap til skila. Þau Ragnheiður og Jakob Þór stóðu HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.