Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 24
UM HELGINA Laugardaginn 20. febrúar frum- sýnir Leikfélag Kópavogs leikritið „Svört sólskin" e. Jón Hjartarson. Þetta eru míkil tímamót hjá félaginu, sem hefur nú loksins fengið aðstöðu til sýninga eftir hartnær 4 ára hlé. Gamli salurinn í Félagsheimili Kópa- vogs hefur verið í endurbyggingu undanfarin ár og er nú orðinn einn besti salur á landinu hvað varðar aö- stöðu til leiksýninga. Leikstjóri „Svartra sólskina" er Ragnheiður Trygg vadóttir, tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson og ieikmynd hann- aði Gylfi Gíslason. Lárus Björnsson og Egill Árnason hönnuðu Ijós. í að- alhlutverkum eru Jóhanna Pálsdótt- ir og Fjatar Sigurðarson en önnur hlutverk eru 13. Önnurog þriðja sýn-. ing verksins verða 23. og 28. febrúar. Miðasala verður opin milli 18.00 og 20.30 sýningardaga og er hægt að panta miða í síma 41985. Um helgina veröa hinir fræknu handboltamenn okkar á fullu — hvort sem þeir eru launaöir eða ekki — og á laugardag eru tveir leikir i 1. deild karla, Þór Ak fær KR í heim- sókn og UBK fær KA frá Akureyri í heimsókn i Kópavoginn. Ekki er að efa að KA-menn slátri Kópavogsbú- unum og fari létt með. Hins vegar eru Þórsarar enn á höttunum eftir sínum fyrstu stígum. Hvor tveggja leikurinn hefst kl. 14. Á sunnudags- kvöldið spila FH og Stjarnan og þann leik vinna FH-ingar pottþétt, enda eru þeir líklega með besta liðið í deildínni um þessar mundir. Valsar- ar eru liklega næstbestir — þó lið þeirra sé stjörnum prýddara en FH- liðið, en það segir ekki allt. Vaisarar mæta ÍR-ingum á mánudagskvöldið í Seljaskóla kl. 20.00 og þá er aðeins eftir að nefna leík Víkings og-Fram sem spilaður verður á sunnudags- kvöldið í Höllinni og hefst kl. 20.00. Þar steinliggja Frammarar að öllum líkindum. sama stað er nú opið alla virka daga bæði í hádegi og á kvöldin. Stórtónleikar verða haldnir í Lækjartungli, Lækjargötu 2, í kvöld, fimmtudagskvöld 18 febrúar. Þar leikur hljómsveitin Frakfcamir sem hefur verið endurreist eftir þriggja ára hlé og flytur eingöngu nýtt, frumsamíð efni. Frakkarnir eru Mike Pollock, Björgvin Gíslason, Þorleifur Guðjónsson og Gunnar Erlingsson. Þá verða einnig haldnir í Lækjar- tungli fyrstu tónleikar hljómsveitar- innar „Síðan skein sól", en sú hljóm- sveit hefur verið í fríi í nærri eitt ár. Hljómsveítina skipa Helgi Björnsson söngvari, Jakob Magnússon, Ingólf- ur Sigurðsson og Eyjólfur Jóhanns- son. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Lækjartungl býður upp á danssýn- ingu á sunnudagskvöldið þar sem haldið verður svokallað „Kramhús- kvöld". Par koma fram dansarar úr Kramhúsinu og sýna dansatriði úr ýmsum áttum. Má þar nefna tangó og jazzdansa. Café Rosenberg á Píanóleikarínn Alain Raes og klar- inettleikarinn Claude Faucomprez halda tónleika á vegum Alliance Francaise á laugardaginn kl. 20.30 og á mánudagskvöld á sama tíma í Norræna húsinu. Þeir leika verk eftir Burgmuller, Weber, Debussy, Gade og Poulenc. Breytingar, breytingar: Stöð 2 sýn- ir á föstudagskvðldið myndina f æv- intýraleit Sú mynd kemur á undan Fyrirboðanum (Omen) og hefst kl. 21. Fyrirboðinn hefst tíu mínútum fyrir kynntan tíma í sjónvarpsvisi, kl. 22.25. Síðasta mynd föstudags- kvöldsins er svo „Leynilegt líf móður minnar" og segir þar frá síma- vændiskonu sem neyðist til að horf- ast í augu við ýmis vandamál þegar unglingsdóttir hennar kemur í heim- sókn. Guðjón Friðriksson sagnfræöing- ur, sem leiðir lesendur HP í allan sannleika um Þingholtsstrætið í þessu blaði, verður með þátt sinn „Götumar í bænum" í ríkisútvarpinu ki. 16.30 á laugardaginn. Þetta eru sérstaklega vandaðir og skemmti- legir þættir sem við hvetjum fólk ein- dregið til að hlusta á. Klukkan 22.30 er svo á dagskrá ríkisútvarpsins þátt- urinn „Útvarp Skjaldarvík" þar sem leikin eru lög og rifjaðir upp atburðir frá liðnum tt'mum í umsjón Margrét- ar Blöndal á Akureyri. Útvarp Rót verður með þátt í kvöld kl. 22.30 sem heitir „Við og umhverfið". Umsjón með þættinum hefur dagskrárhópur um umhverfis- mál á Útvarpi Rót. Á sunnudaginn kemur kl. 21.30 verður á dagskrá þátturinn „Jóga og ný viðhorf" og fjallar um hugrækt og jógaiðkun. Umsjónarmenn þáttarins eru Skúli Baldursson og Eymundur Matthías- son, Sinfóníuhljómsveit íslands verð- ur að vanda með tónleika í Háskóla- bíói í kvöld. Þar munu fjórir blásturs- hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar leika einleik undir stjóm ungverska stjórnandans Thomas Koncz. Á efnisskránni erú fjögur verk, fyrst úr tónaljóðinu Föðurlandið mitt eftir Bedrich Smetana. Leikið verður „lagið" Moldá, sem er þekktasti og vínsælasti þátturinn úr tónaljóðinu. Því næst koma blásararnir til sög- unnar og flytja sinfóníuna Con- certante fyrir fjóra blásara eftir Mozart. Síðari hluti tónleikanna er helgaður Ungverjalandi og þá verða fluttar Tvœr myndir eftir Bartók og Dansar frá Galente eftir Kodály. Ein- leikarar á þessum tónleikum eru Kristján Þ. Stephensen á óbó, Einar Jóhannesson á klarinett, Joseph Ognibene á horn og Hans P. Franz- son á fagott. Hljómsveitarstjórinn, Thomas Koncz, er á 38. aldursári og stundaði nám itónskáldafræðum og hljómsveitarstjórn í Búdapest og Vínarborg. Á árunum 1974—1980 var hann stjórnandi í ungversku ríkisóperunni í Búdapest en er nú aðalstjórnandi Sínfóníuhljómsveit- arinnar í Bodensee í Þýskalandi, Koncz hefur og stjórnað nokkrum stórum hljómsveitum í Evrópu. Leiklistarlífið blómstrar í höfuð- borginni og fjöldi sýninga er nú á fjölunum hjá hinum ýmsu leikhús- um og leikhópum. Ás-leikhúsið sýn- ir Farftu ekki... eftir Margaret Johansen á Galdraloftinu, Hafnar- stræti 9, í kvöld kl. 20.30 og á sunnu- dag kl. 16, Egg-leikhúsið er með sýningar á „Á sama staö" í hádeginu í Mandarínanum viðTryggvagötu og verður næsta sýning á laugardaginn kl. 12. Þá sýnir Alþýöulcikhúsið „Eins konar Alaska" og „Kveðjuskál" í Hlaðvarpanum og verða þrjár auka- sýningar á því verki. Næsta sýning verður sunnudaginn 28. febrúar. Frú Emilía, leikhúsið sem sýnir á Lauga- vegi 55b, frumsýnir í kvöld Kontra- bassann eftir Patrick Súskind og næsta sýning verðurannað kvöld kl. 21. íslenska óperan írumsýnir á morgun Don Giovanni eftir WA Mozart og önnur sýning verður á sunnudaginn kl. 20. Sjá nánari um- fjöllun um sýninguna í Listapósti HP. Einnig sýnir íslenska óperan Utla sótarann og verða sýningar á næst- unni sem hér segir: Á sunnudaginn kl. 16, mánudag og miðvikudag kl. 17, laugardag 27.2. og sunnudag 28.2. klukkan 16. i Gallerí Svörtu á hvítu á Laufás- vegi 17 verður á morgun opnuð sýn- ing á verkum Ólafs Lárussonar. Á sýntngunni verða teikningar og grafíkverk, unnin á síðastliðnum tveimur árum. Sýningin verður opnuð kl. 20 annað kvöld og stendur til sunnudagsins 6. mars. Galleríiö er opið alla daga nema mánudaga frá ki. 12—m Ef marka má frábæra frammi- Stöðu Þorsteins Ásgeirssonar á Bylgjunni á tiltektartíma síðastliðinn laugardag verður fóiki óhætt að sleppa því að leika hljómplötur í partýjum á laugardaginn. Þorsteinn verður á Bylgjunni f rá kl. 23 á laugar- dagskvöldið og fram til klukkan þrjú um nóttina og ef að líkum lætur ber- ast hressileg og tjúf lög frá FM 98,9 þær klukkustundír. Síðan eru liöin mörg ár heitir þátt- ur Arnar Petersen á Stjörnunni á sunnudagtnn kl. 16. Örn flettirgöml- um blöðum, lætur vonandi hlust- endur vita hvaö í þeim stendur, gluggar í gamla vinsældalista, fær fólk í viðtöl og rifjar upp gömlu góðu dagana. Skálaf ell á Hótel Esju hef ur í mörg ár staðið fyrir tískusýningum á fimmtudagskvöldum í samvinnu við Módelsamtökin. Hlé hefur verið á sýningunum frá áramótum en í kvöld, fimmtudagskvöld, hefjast þær að nýju. Þá verður sýnd hártísk- an '88 á vegum Effect og hefst sú sýning kl. 20.30. Klukkan 21.30 verð- ur sýnd vortískan frá Betty Barclay, fatnaður frá Betty í Bankastraeti. Skálafell hyggst brydda upp á ýms- um nýjungum á næstunni, kynna tískuna í hárgreiðslu og andlitsförð- un ásamt tiskunni í fatnaði og eftir hálfan mánuð hefjast sýningar þar sem íslenskir fatahönnuðir verða kynntir. Nánar um það þegar þar að kemur. Laugardaginn 20. febrúar kl. 16 opnar Finnbogi Pétursson sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Finn- bogi er fæddur 1959, iáuk námi frá nýlistadoild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1983, stundaði fram- haldsnám við Jan Van Eyck Aka- demie í Hollandi 1983—85. Finnbogi hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendís, þetta er fjórða einkasýning hans en sú fyrsta hér- lendis. Á sýningunni er hljóðverk (audio-installation) í mið- og neðri sal safnsins. Sýningin er opin virka daga frá 14—20, henni týkur sunnu- dagínn 6. mars. Um þessar mundir sýnir Sigurður Þórir málverk á Kjarvalsstöðum, sýninguna kallarSigurður„Úr hugar- heimi" og hún stendur til 6, mars. STOLAR Encyclopaedia Britannica lýsir stólum ágœtlega: Stod sem lyftir sitj- anda manna frá jörðu. Ætluð fyrir einn í einu. Láréttur flötur heldur jafnvœgi á fótum, göflum eöa öðr- um burdarhlutum. Fœtur eru þrír eda fjórir, stundum fleiri, aldrei fœrri. — Madurinn sem féll tiljardar myndi skilja fyrirbœrid stóll til hlítar eftir þessu án þess ab þurfa aö reyna frekar eða sjá. Stólar eru yfirleitt svo hversdags- legir og sjálfsagðir í umhverfi okkar að við höfum ekki fyrir því að líta þá augum. Við bölvum ef þeir eru óþægilegir, annars er einna líkast því að þeir séu ekki til. Astæðan fyr- ir þessu gæti verið sú að þeir eru eðli málsins samkvæmt alltaf fyrir aftan okkur og þvælast því aldrei fyrir augunum. Öðru máli gegnir um borð, hillur og annað. Stóll er samt sem áður erkitýpa meðal hús- gagna, frumgagn í umhverfi manna. Hvernig væri heimur án stóla? Sjáið fyrir ykkur strætó til dæmis. Og stóllínn á sögu og fortíð. Fyrstu stólarnir sem þekktir eru komu frá Kína, frá Han-tíma fyrir um 5000 árum. Þetta voru plusser- aðir kollar á þremur fótum. Þá og síðar voru stólar eingöngu ætlaðir keisurum og fyrirfólki sem þótti yfir það hafið að setjast í duftið með almúganum. Þó hélt fyrirfólk áfram að sitja á stólum, eins og á jörðu, með krosslagða fætur að sið Búddha. En fljótt kom að því að fólk uppgötvaði nýja fótastöðu með því að líkja eftir útliti stólsins með fót- um sínum og sitjanda. Um árþús- undir voru stólar einungis eign þeirra best^ settu, eins konar virð- ingarsess. Á meðan sat fólk í austur- löndum fjær með krosslagða fætur, í austurlöndum nær flötum beinum og í Afríku nam rass við hæl og hné við höku, stelling sem krefst bæði liðugheita og jafnvægis. Evrópumenn ýmist stóðu eða veltu sér um. Fyrst voru stólar úr tré eða bambus og líktu yfirleitt eftir fót- leggjum dýra. I Grikklandi hinu forna verður stóllinn almannaeign. Þá verða líka til klappstólar, en bekkir og sófar höfðu áður komið fram meðal Egypta og áður hjá Mesópótamíu- mönnum. Þeirra stólar höfðu stund- um bak. Fjórfóta stólar voru orðnir ráðandi. Stóllinn hélt áfram að vera sjálfsagður og ósýnilegur og líkur súrefni jafnan ómissandi. Stólar 24 HELGARPÓSTURINN voru handsmíðaðir og smiðirnir voru kannski þeir einu sem sáu eitt- hvað meira [ stólnum en þolanda- hlutverkið. Á síðari öldum verða stólar léttari og í ítalskri endurreisn á fjórtándu og fimmtándu öld er tal- að um hönnun stóla og húsgagna- arkitektúr. Á Spáni á síðari öldum verður fyrst vart við járn í stólum og þá í bland við tré. Einhver prófaði að hafa hjarir við bak til hæginda en Henry III kóngi þótti slíkt hreint frá- leitt. Nítjánda og tuttugasta öldin hafa verið byltingartími í stólasmíði. Seint á nítjándu öld er farið að setja saman stóla úr hlutum, fyrst í Bandaríkjum. Þá gat eitt fyrirtæki einbeitt sér að fótasmíði og setan komið annars staðar frá. Þriðja fyr- irtækið setti síðan saman. Um svip- að leyti kom fram önnur bylting í stólagerð í Bandaríkjunum, með til- komu stálröra. Krómuð stálrör hafa allar götur síðan verið áberandi í stólagerð. Tuttugasta öldin. Verksmiðjur taka að fjöldaframleiða stóla. Á Eng- landi kom fram hreyfing til aftur- hvarfs, Art Nouveau lagði áherslu á handsmíði og engir tveir stólar skyldu vera eins. Síðar varð önnur bylting með Bauhaus og áherslu á notagildi sem útlitið skyldi þjóna. Fjöldaframleiðslan verður sífellt meira áberandi en um leið koma fram stöðugt fjölbreyttari tegundir stóla. Húsgagnahönnun verður sjálfstætt fag og fram koma starfs- heitin iðnhönnun og listiðnaður. A seinni árum er meðvituð áhersla lögð á hagkvæmni, notagildi, frum- leika og útlitsfegurð. í dag eru stólar svo ólíkir og fjöl- breyttir í útliti að þeir minna í fæstu hver á annan. Hlutverk þeirra sam- einar þá. Hlutverkið er skýrt og greinilegt, stólar þurfa ekki að velkj- ast í vafa um tilvistarhugtakið. Pinter sá tvo menn í herbergi, annan standandi og hinn sitjandi á stól og hann samdi leikritið Hús- vörðinn. lonesco samdi leikritið Stólana þar sem nánast enginn maður sést en auðir stólar leika að- alhlutverkin. ímyndið ykkur leikrit án stóla. Undur og stórmerki í fjaðrasófum grænum. Við sitjum á sama stað en erum samt að ferðast. Hvað væru forsetinn og dómarinn án stóla? Hve lengi myndum við lifa án stóla? Stóll er ekki bara stóll. Stóll er stóll er stóll sagði Gertrude Stein. Ég sit í nærri fullkomnu sæti sem

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.