Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 26
VIKA I LONDON Þankabrot um sólskinsbletti og fleira í músík- og leikhúslífi heimsborgar. Því hefur stundum verið haldið fram í mín eyru að ekki sé hægt að gleypa sólina og líklega er það rétt, svona eft- irá að hyggja. Sólargeisla má þó njóta, ef heppnin er með og sólskinsblettur finnst. Þetta á líka við um London. Það sem heimsborgin hef- ur uppá að bjóða verður ekki hesthúsað á vikutíma, mánuði né ári. Til að sporðrenna London nægir hvorki mannsaldur né eilífðin öll. Vika í London getur þó ekki brugðist manni, ef leiðin Iá þangað til að sækja leikhús og hljómleika á heimsvísu. Finna bara perlurnar og „njóta í botn", eins og krakk- arnir segja. FYRRI GREIN FLOSA ÓLAFSSONAR Þegar menn hleypa heimdragan- um og eru allt í einu komnir í frí til fjariægra landa er afar áríðandi að vakna í góðu sálarjafnvægi. Mér skilst að um 140.000 íslend- ingar hafi á síðasta ári gert víðreist og áreiðanlega flestir tii að gera sér dagamun. Það var semsagt ekki lítill hópursem vaknaði einhverntímann á siðasta ári erlendis. Drjúgur hluti þessa hóps fer víst til að sleikja sólina, já einmitt sólina sem ég var að tala um rétt áðan. Þetta er stundum kallað að fara í sólarferðir og kvað vera afar upp- byggilegt og þá frekar fyrir líkam- ann og aðskiljanlegar þarfir hans en sálina. Stundum eru menn ekki alveg út- hvíldir eftir svona sólarferðir, eru jafnvel fluttir heim í böndum, svona einsog gerist og gengur þegar verið er að gera sér dagamun. Semsagt ekki alltaf jafn gaman að vakna á morgnana. Svo getur komið að því að menn fái nóg af andlega megrunarfæðinu í fríinu og þá fer að langa í eitthvað saðsamara, til dæmis að fá að njóta einhverra menningarlegra umsvifa á erlendri grund. Maður sem er orðinn svona hátíð- legur og vaknar einhvers staðar annars staðar en í miðjum nafla heimsmenningarinnar á það til að hugsa sem svo: — Hvað get ég nú farið að sjá eða heyra í dag? Nú, ég hef í fríi víða vaknað um dagana, oftast þar sem ég sofnaði en þó ekki alltaf, en það er nú annað mál. Það sem ég vildi eiginlega sagt hafa er, að það fyrsta sem flestum dettur í hug, þegar þeir vakna í frí- inu sínu, er það, hvernig þeir eigi að verja deginum sem fer í hönd. Oft er margt og mikið hægt að hafa fyrir stafni og oft lítið eða ekki neitt og allt jafn góðir kostir úr því verið er í fríi. Frí er víst, í sem stystu máli, það að mega ráða deginum sjálfur. Mér finnst ákaflega notalegt að vakna á Hveravöllum, í Land- mannalaugum, á Hlöðuvöllum eða austur á Héraði. Mér finnst meira að segja notalegt að vakna heima hjá mér að morgni þess dags sem éghef afráðið að gera ekki neitt. Að maður nú tali ekki um að vakna í Árósum, Kaupmannahöfn, Osló, Bergen og víðar og víðar þar sem maður missir ekki af neinu, þó maður sofi út, taki það rólega og slappi af, eins og það er kallað. Maður teygir makindalega úr sér og hugsar sem svo í svefnrofunum: — Ætli hér sé nokkuð að sjá eða heyra í dag? Varla. Áreiðanlega ekki neitt. Og svo breiðir maður uppfyrir haus og nýtur þess að þurfa ekki að vera að rassskellast útum allar jarðir í eltingaleik við einhvern hégóma. Á einum stað í veröldinni vakna 'ég við létt taugaáfall á hverjum morgni, í sálarástandi sem á ís- lensku er kallað að manni finnist að maður sé að missa af strætisvagnin- um. Á þessum stað hugsar maður ekki sem svo: — Hvað ætti ég nú að fara að sjá og heyra í dag og í kvöld? Það fyrsta sem kemur uppí hug- ann í svefnrofunum er þessi skelfi- lega tilhugsun: — Hverju ætli ég missi nú af í dag og í kvöld. Þetta er í LONDON. MEKKA TÓNLISTARINNAR Ég var svo heppinn að komast til London um daginn, gera þar stuttan stans og fleyta þar örlítinn rjóma- vott ofanaf allsnægtakerinu, komast einsog í snertingu við, ja, ef til vill það besta sem gott fólk er að miðla samtíðinni í tónlist og leiklist. London er af mörgum talin Mekka tónlistarinnar í dag, einfaldlega vegna þess að þar er meira framboð af góðri tónlist en annars staðar í veröldinni. Virtustu symfóníuhljóm- sveitir heimsins eru þar með hljóm- leika nær daglega, mér er nær að halda stundum margar í senn, fyrir nú utan kammersveitir, kvartetta, kvintetta, óperuuppfærslur, jass, kóruppfærslur, sólista og allt á heimsmælikvarða. Og er þá ótalið allt það magn af tónlist sem af sum- um er talin í óvirðulegra lagi, en mér finnst alveg jafn merkileg og hin, þó ég hafi að vísu ekki tíma til að hlusta á hana. TÓNLEIKAHALLIR Helstu tónleikahallir í London eru tvær, önnur við hliðina á Þjóðleik- húsi Breta, National Theatre, á suðurbakka Thames. Sú tónleika- höll hýsir þrjá konsertsali: Royal Festival Hall, Queen Elisabeth Hall og Purcell Room. í „The Barbican" sem er önnur menningarmiðstöð Breta í London, eru líka þrír konsertsalir. Segja má að meginþungi alvöru tónleikahalds hvíli að verulegu leyti á þessum tveim menningarmið- stöðvum og er þó margt og mikið að gerast annars staðar í blessaðri mús- íkinni. Eða hvernig ætti annað að vera þegar daglega er hægt að velja um hljómsveitir einsog: London Sym- phony Orchestra, Royal Philhar- monic Orchestra, Chamber Or- chestra of London, National Sym- phony Orcestra, BBC Symphony Or- chestra, Guildhall Symphony- og Chamber Orchestra, Philharmonic Orchestra og English Chamber Or- chestra. Eða óperurnar Couent Garden og English National og er þó fátt talið en mörgu sleppt. Þó staldrað sé við í London aðeins í einn dag er hægt að ganga út frá því sem vísu að hægt sé að komast á hljómleika, sem eru af því besta sem gerist í veröldinni. London hefur það líka framyfir aðrar stórborgir, sem þó státa af blómlegu tónlistarlífi, að þar er miklum mun hægara að fá miða en víða annars staðar, t.d. í New York. Eg held helst að ef mig á gamals- aldri færi að langa til að leggjast í einhvers konar svall, þá væri það helst músíksvall í London. Hvort sem staldrað er við í.'sjö daga, sjö ár eða heilt æviskeið, þá næst aldrei að fá notið nema brots af þeim tónlistarkræsingum sem Lundúnir hafa uppá að bjóða. Má þá einu gilda hvort gerður er stuttur stans eða langur. Og þá er leikhúsið ótalið. ENSKIR LEIKARAR Ingmar Bergman segir í nýútkom- inni ævisögu sinni, „Laterna Magica", frá kynnum sínum af bresku leikhúsi. Mér dettur þetta í hug af því að mér finnst einsog í þessari frásögn sé varpað ljósi á nokkur sannleiks- korn um það merka fyrirbrigði sem leikhús í Englandi er og þá ekki síð- ur vakin athygli á því góða fólki sem öldum saman hefur hafið það til vegs með list sinni, hæfileikum og fagmennsku og þó ekki síður æðru- leysi, fórnfýsi og ótrúlegri vinnu- hörku. Það eru nefnilega orðin tóm að tala um leikhús í Englandi ef maður hefur ekki hugboð um starfshætti listafólksins. Enskir leikarar eru hamhleypur í orðsins fyllstu merkingu. Það var semsagt árið 1970 að Laurence Olivier fékk Bergman til að leikstýra Heddu Gabler eftir Henrik Ibsen fyrir breska Þjóðleik- húsið, sem þá var enn til húsa á víð og dreif um borgina, semsagt ekki komið undir eitt þak einsog núna. Bergman á varla orð til að lýsa vanþóknun sinni á Lundúnaborg, sóðaskap, ólykt, vondum herbergj- um, umferðarskarkala og skrítnum skprdýrum á alltof fáum náðhúsum. I kvöldverði Bergman til heiðurs með leikhópnum tók svo einn leik- arinn uppá því hálffullur að móðga svíann gróflega með því að segja að RUNNI Sr)a.cJ<*r ie *>7e<f /sáitni oL Aeija 26 HELGARPÓSTURINN t M

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.