Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 31
„Já." — Finnst þér það góð tilhugsun? „Eg hugsa ekki svo mikið um það, ekkert slæm held ég. Maður verður að sætta sig við það að þegar andlit- ið er einu sinni farið að birtast í pressunni þá verður maður tilefni umtals og umræðu. Ég lifi bara með því eins og hverju öðru. Og á hinn bóginn getur það líka komið sér vel, maður fær kannski borð á veitinga- stöðum sem aðrir gætu ekki fengið, eða einhver vill fá mann til einhvers sem annars hefði ekki verið. Syo þetta er að mörgu leyti ágætt. Ég hef upplifað það að vera hengdur af pressunni og líka lofaður." — Var það fyrir kókaínmálið? „Já, það var blað sem hafði sam- band við fullt af frægu fólki og spurði það hvort það hefði prófað kókaín. Margir af þeim sem ég hafði sniffað með léku engla og sögðu nei, að þeir vissu ekki hvað þetta væri og fleira í þeim dúr. Ég var ekk- ert að draga undan með þetta og ját- aði það, var ekki með neina hræsni. Svo blandaðist lögreglan líka eitt- hvað inn í málið eftir á." — Ertu mikið úti á lífinu? „Ég myndi vera það ef ég væri ekki fjölskyldumaður." — Þannig að blaðamaðurinn, aðalsöguhetjan í reyfumum, og þú eigið sitthvað sameiginlegt... „Já, það er sjálfsævisögulegt „ele- ment" í þessu." — Hugsarðu mikið um ímyndina? „Ekki lengur, hún sér um sig sjálf eftir að ég er búinn að byggja hana upp. Þetta er þessi svokallaða Danny frænda-týpa; kaldhæðínn, fyndinn en samt með huggulegheit í bland. Það er allt svolítið huggu- legt í Danmörku, það verður að vera með, og svo hinn gamli góði danski húmor. En auðvitað hugsa ég um ímynd þegar ég t.d. fæ mér nýjan frakka, hann verður að passa því sem ég hef áður byggt upp. Það er nefnilega staðreynd að bækur seljast ekki bara á því að fara með þær í bókabúðir og láta bóksalann hafa þær. Það verður að vera eitt- hvað meira á bakvið svo þær seljist og þar á meðal er ímynd rithöf- undarins." ÍSLAND — Eftir síðustu heimsókn þína til íslands skrifaðirðu langa grein þar sem þú barst íslendingum ekki alltof vel söguna... „Þetta er eins konar ástar/haturs- samband eins og einhvers staðar hefur komið fram. Mér fannst ís- lendingar vera „klástrófóbískir" með íslendingasögurnar sínar, sem allir þóttust vera svo vel inni i, og það var alveg sama um hvað var verið að tala, alltaf tókst einhyerjum að beina talinu að þessum íslend- ingasögum. Þetta er eins og með Grænlendingana sem vilja sem mest haida í þjóðareinkenni Græn- lendinga. Þeir halda því stoltir fram að þeir séu eina þjóðin í heiminum sem viti hvernig á að smíða kanóa og skutla seli. En sem íbúi í vest- rænni stórborg skiptir það mig bara engu máli. Ég get ekki notað það til neins. Eins er það með íslendinga- sögurnar. Ég get ekki heldur notaö þær til neins. En annars var það annað sem ég var meira hissa á. Það voru unglingarnir sem hittust í mið- bæ Reykjavíkur og gerðu ekki ann- að en þramma fram og aftur um göt- urnar. Ef þetta hefði verið í Dan- mörku hefði verið einhver staður sem þau gætu farið á en hér höfðu þau greinilega ekkert við að vera annað en að stika fram og aftur, fram og aftur — endalaust. Það fannst mér undarlegt... HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.