Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 28
sig mjög vel á móti þessum texta. Ég skil af hverju Ásdís Skúladóttir vildi setja upp þetta leikrit á íslandi og ég skil vel að það skiptir miklu máli fyrir þær konur og börn sem beitt hafa verið ofbeldi inni á heimil- inu, að almenningur sjái hvernig- það er að vera fórnarlamb af þessu tagi. Hins vegar er ég þreyttur á því að hlusta á sálfræðidrama skrifað eftir formúlu sem endar alltaf með því að gera minna úr málinu en efni standa til. „Fardu ekkí' hjálpar þeim ekki sem lent hafa í þessu. Sú skýring á ofbeldi sem leikritið býður upp á hjálpar engum til skilnings. Martin Regal MYNDLIST Raudvínslegin febrúarkrít Um sýningu Ingólfs Arnarssonar Gifs hefur af einhverjum ástæðum verið tákn endurnýjunar og hreins- unar í gegnum tíðina. Lágmyndir úr gifsi og krít hafa því löngum verið settar í samhengi við sjúkrahús og kirkjur. Bertel Thorvaldsen lág- myndaði gifsbörn með ofvaxin herðablöð og setti á skímarfonta og legsteina. Lágmyndahefð gifs, krít- ar og marmara virðist hafa tekið litlum breytingum í aldanna rás, eða þar til nú er fngólfur Arnarsson kemur til sögunnar og stillir upp rétthyrndum rauðvínslegnum gifs- myndum í Nýlistasafninu við Vatns- stíg. Ingólfi er greinilega umhugað um að efnið sem slíkt njóti sín. Form eru einföld og hlutlítil svo verkin næstum renna saman við kalkborna veggi sýningarsalarins. Ingólfur er fyrst og fremst hugmyndari sem hef- ur látið leiðast inn í knappa þrívídd lágmyndarinnar. í takt við óreiðu- stepp hinna eftirmæddu blandar hann saman hefðum og aðferðum ólíkra staða og stunda og samstillir í nýtt skipulag. Hann gerir ekki höggmyndir út frá því sjónarmiði Michelangelos að framkalla trú- verðug hólógrömm lifandi fyrir- mynda í dauðan massa. Kalk, blý og rauðvín eru honum lifandi yrkisefni sem þurfa enga almyndatöfra til að fá notið sín. Michelangelo var helsti töframaður hins klassíska forms. Munúðarfull Bakkusarmynd hans, sem nú er varðveitt í Bargello-safn- inu í Flórens, hefur vöðvabyggingu karlmanns en ávala mýkt og yfir- bragð konu. Markmið Michelangel- os með þessu verki var án efa að búa til kynþokkafullt en þó kynlaust goð, að feta hina hermafródísku jafnvægislínu. Markmið Ingólfs Arnarssonar eru ugglaust önnur, en þó vill Bakkus greinilega ólmur eiga sér bólstað í krítinni hans. Máske að gifsmynd Ingólfs hafi orðið svona gagntekin af „enþúsíasmos" að rauðvínið hafi bara sprottið fram á henni einsog tómatsósutárin á heilagri guðsmóður. Praxiteles hinn gríski er kunnur fyrir myndir sínar af guðum. Fæstir þeirra hafa þó inn- byggt tárakirtlakerfi og Bakkusar- 1 GOTUKORT: Nákvæm fjórlita gótukort yfir höfuðborgarsvæðið, þéttbýl- issvæði á Suðurnesjum, Selfoss, Hveragerði, Akranes og Akureyri. 4FYRIRTÆKJASKRA: Fyrirtækjaskráin hefur að geyma hagnýtar upplýsingar um fyrirtæki og stofnanir (m.a. kennitölu, sölu- skattsnr., starfssvið og margt fleira.) 5 ÞJONUSTUSKRA: / þjónustuskránni er að finna yfir 1200 vóru- og þjónustu- flokka. Hvort sem þú leitar að afleysingaþjónustu eða vantar öryggisbúnað þá hef- ur þjónustuskrá Gulu bókar- innar svarið. FYRIRTÆKJASIMASKRA: ula bókin er viðskiptahand- bók allra landsmanna. Þar nur þú símanúmer allra luskattsskyldra aðila. Gula bókin er þvi tæmandi fyr/r- 'tækjasímaskrá. 2 GOTUSKRA: Itarleg gótuskrá með tilvisun i kortin. Bráðnauðsynleg i si- fellt stækkandi byggðarlóg 3 ÝMISLEGT: Ýmis þjónustukort auk neyð- arhjálpar, umboðaskrár o.fl. - Al/t í þágu neytandans. 7 SIMAÞJONUSTA: Neytendaþjónusta sem gagn er að. atf® »ó* *#K GUIA BÓKIN SKÓLAVÖRÐUSTfG 3 ¦ 101 RVÍK • SÍMI 624242 28 HELGARPÓSTURINN mynd Praxitelesar virðist næsta klunnaleg í samanburði við nautna- gínu Michelangelos. Vera má að Praxiteles hafi fengið holdljómun einhvern febrúardaginn síðar á ferli sínum. I febrúar ár hvert var haldin í Rómaborg blóthátíð svonefndra fána, sem voru ekki ósvipaðir grísk- um satýrum. Blótið fór þannig fram að sóknarprestarnir slátruðu hafri og hamflettu síðan bæði hafurinn og sig sjálfa. Er þeir höfðu borið fórnina fram gyrtu þeir sig mittis- skýlu úr skinni hins nýslátraða haf- urs og hlupu síðan að öðru leyti naktir frá helgidómi fánanna á Palatínhæð um götur Rómar og slógu alla sem á vegi þeirra urðu með blóðugum ólum ristum úr hami dýrsins. Giftar konur munu hafa sætt lagi að verða á vegi hlaupa- prestanna, því högg þeirra áttu að örva frjósemi. Þessi dagur friðþæg- ingar hét dies februatus (af februare = hreinsa), og er mánaðarheitið af honum dregið. Praxiteles lágmynd- aði semsé febrúarfánana í gifs og ku hafa fetað þar áþekkan meðalveg kynleysis og kynþokka og Michel- angelo síðar. Nautnir holdsins virðast fjarri hefðauppstokkun Ingólfs Arnars- sonar, þó svo að Bakkus svífi yfir kalkvötnunum á Vatnsstígnum. Má vera að uppstokkunin sem slík standi honum nær sem myndefni, enda hneigist hinn eftirmóði andi til tímaleysis í fullu tómi. Fyrir utan áfengið dælir Ingólfur blýi og úðar vatnslit á gifsið. Hvað blýið varðar þá koma í hugann orð Max Ernst um skrapaðferðina sem hann „end- uruppgötvaði" árið 1925: „Skrap er ekkert annað en tæknileg leið til að víkka út ímyndunarhæfni hugans. „Sýnir" birtast ósjálfrátt undan blý- inu. Það er áhald til að losna við áskapaða blindu; sjónræn hvatning af sýn milli svefns og vöku." Sýning Ingólfs lætur lítið yfir sér, en verkin bera með sér slíka leit að skímu í myrkviði hefða og aðferða. Ólafur Engilbertsson TÓNLIST Breska djassvakningin Það eru engir smákallar í saxófón- blæstri er stigið hafa fram í sviðsljós- ið á Bretlandi hin allra síðustu ár. Fara þar fremstir í flokki Courtney Pine, sem ættaður er frá Jamaica, Skotinn Tommy Smith, sem verið hefur í hljómsveit Garys Burton, og Englendingurinn Andy Sheppard, sem geystist fram á djassvöllinn með fyrstu breiðskífu sína í fyrra: Andy Sheppard (Antilles-Island/ Skífan). Þó er rétt að geta þess að Bretar hafa fyrr átt magnaða saxó- fónleikara: Tubby Hayes, Ronnie Scott, Johnny Dankworth og Joe Harriott, svo nokkrir séu nefndir. Sheppard heyrði skífur með John Coltrane þegar hann var nítján ára og keypti strax tenór fyrir spariféð. Nú er hann þrítugur og hefur svo sannarlega náð valdi á hljóðfærinu þó aldrei hafi hann setið á skóla- bekk. Hann lærði eftir gömlu djass- aðferðinni — blés og blés með sér betri mönnum og lét ekkert framhjá sér fara. Það hefur svo sannarlega borið árangur og þó Coltrane skíni í gegn eins og hjá flestum djasssaxó- fónleikurum okkar tíma er stíllinn gæddur sérkennum Sheppards. Skipta má skífu hans í tvennt: ann- ars vegar í ljóðræna ópusa þar sem hann blæs gjarnan í sópran og skrif- ar í anda Coltranes á „The Love Supreme'-tímabilinu; hins vegar í fönkað harðbopp í anda Blakeys og þeirra drengja. I þeim verkum blæs Randy Breck- er í trompetinn eins og sá sem vald- ið hefur og það gerir Andy tenóristi líka. Ópusarnir eru fimlega samdir og tónlistin gefur ekkert eftir því sem best er gert af yngri Banda- ríkjamönnum í þessari grein, ss. OTB. Ég ráðlegg öllum þeim sem leita að ferskum vindum innan hins hefð- bundna að hlusta á skífu Andys

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.