Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 30
 DANNY segir frá sjálfum sér og starfi sínu Danski rithöfundurinn og fjöllistamaðurinn Dan Turéll var staddur hér á landi í síðustu viku og hélt tvenna fyr- irlestra á vegum Háskólans, var viðstaddur frumsýningu myndarinnar Mord i merke sem gerð er eftir einni af bókum hans og tróð að auki tvisvar upp með kabarett ásamt konu sinni Chili, en kabarett þessi er þekktur í Danmörku, en þar syngja þau, spila, Ieika og Turéli les að auki ljóð og fer með gamanmál af ýmsu tagi. Turéll er hér í viðtali við HP. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYND JIM SMART Turéll er sérstakur náungi að sjá, sítt hökuskegg, síður ennistoppur sem fær hann til að minna á galdrakall, og hann hefur gefið út u.þ.b. 70 bækur á ferli sínum, hann verður 42ja ára í næsta mánuði og því var hann spurður hvort þetta væru ekki óheyrilega margir titlar á svo fáum árum. „Jú. En á hinn bóginn eru sumir rithöfundar sem ekki geta unnið á annan hátt. Tökum sem dæmi koll- ega minn Klaus Rifbjerg. Hann myndi líklega neyðast til að hætta ef hann ekki gæti skrifað þrjár bækur á ári á meðan aðrir, t.d. Benny And- ersen, sem hefur fundið ákveðinn rytma, ein bók á ári. Eins og slíkir menn séu bara nákvæmlega eitt ár að safna efni, verða fyrir áhrifum o.s.frv. Svo kemur bók. Ég er eins og Rifbjerg, mér gengur best að vinna stöðugt og eins þegar ég er með mörg járn í eldinum. I raun má segja að ég geti skrifað ljóð með annarri hendi og reyfara með hinni ásamt því að halda fyrirlestra, því talfærin eru jú ekki upptekin af því að skrifa." — Fer það vel saman að vera ljóð- skáld og skrifa reyfara? „Ja, ég get ekki séð neitt sem beinlínis ætti að koma í veg fyrir það, en hins vegar verð ég að viður- kenna að það er ekki jafnkrefjandi miðað við margt af því sem ég hef gert áður. Á áttunda áratugnum tókst mér að senda frá mér milli fjörutíu og fimmtíu bækur sem kall- ast gætu ljóðabækur. Það hlýtur líka að gera að verkum að sá tími kemur þegar lagerinn er orðinn tómur. Það er bara ekki meira eftir að hugsa um. Eins og Ijóðið sé ákveðin teg- und af svita og þegar maður hefur farið í heita pottinn þá er hann bú- inn. Þá kemur einhver önnur teg- und til sögunnar og það var um 1980 sem það gerðist hjá mér. Ég myndi kannski ekki segja að ég hafi verið orðinn þreyttur á ljóðagerð- inni, en þá hafði ég verið ljóðskáld í tíu ár og mér fannst kominn tími á að það gerðist eitthvað annað. Þetta er kannski eins og hljóðfæraleikari sem hefur spilað á sama hljóðfærið í tíu ár og íangar til að breyta til, málari sem fer út í skúlptúr eða leik- ari sem allt í einu fær óstjórnlega löngun til að fara að leikstýra sjálfur. Svo ég tók mér frí í eitt ár, 1980, og það er eina árið sem ekki hefur komið frá mér bdk og reyndar lét forlagið þess sérstaklega getið í árs- skýrslu sinni. En þetta passaði ágæt- lega — kona mín gekk einmitt með barn okkar svo við seldum allt sem við gátum og nurluðum saman fyrir dvöl erlendis, að hluta til á ítalíu og að hluta til í Kaliforníu, og ég sat og hugsaði um hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur og það urðu sem- sagt reyfaraskrif. Líklegast vegna þess að ég hef verið ástfanginn af þeirri bókmenntategund í langan tíma, alveg frá því ég var f jórtán ára. Ég hafði svosem oft hugsað mér að það gæti verið gaman að reyna að skrifa reyfara en á hinn bóginn er það auðvitað hugsun sem blundar í öllum sem á annað borð lesa reyf- ara. Kannski hefur fólk skrifað nokkra kafla sem liggja í skúffunni. Ég ákvað í upphafi að skrifa þrjár bækur. GAT EKKI HÆTT Það er kannski ótrúlegt að enn er litið á reyfara sem undirmálsbók- menntir, annan klassa o.s.frv., og það er þess vegna aulalegt að falla sjálfviljugur úr fyrstu deild bók- menntanna niður í aðra. Þrír af koll- egum mínum, Rifbjerg, Nordbrandt og Kampmann, skrifuðu á sama tíma einn reyfara og það finnst mér billegt vegna þess að á þann hátt er ekki hægt að mæta reyfaranum. Reyfarinn er fyrirbrigði í sjálfu sér, vont eða gott, en ef það væri aðeins til ein bók eftir Maigritte væru ekki margir lesendur til. Ef það eru á hinn bóginn til fimmtíu, án efa eru það fleiri, þá sogast maður inn í eins konar Maigritte-heim, sem er í raun óháður tíma og rúmi, eins konar ei- lífðarstef. Af þessum sökum ákvað ég að skrifa þrjá reyfara í röð svo menn sæju að ég meinti þetta alvar- lega. Að ég væri ekki bara að bjarga húsaleigunni fyrir horn svona einu sinni. En svo þegar ég hafði skrifað þrjár fyrstu bækurnar gat ég ekki hætt, ég var kominn með þessar persónur og vildi ekki sleppa þeim. Þá skrifaði ég þrjár til viðbótar og svo aftur þrjár en nú hef ég ákveðið að hætta þegar ég hef skrifað tólf bindi. Þá hef ég gert þetta í tíu ár og tími verður kominn til að hætta. Mér finnst gott að vinna á þennan hátt, afmarka tímann sem fer í eitt- hvert viðfangsefni og byrja þá á ein- hverju öðru. Þegar reyfaratímabil- inu lýkur ætla ég að taka mér hlé, eins og tíu árum fyrr, og hugsa minn gang, hvað ég eigi að taka mér fyrir hendur næst. Eg er ekkert farinn að velta því fyrir mér en hins vegar er ég ákveðinn í að þrír síðustu reyfar- arnir verði þeir bestu. Ég vil gjarna að fólk velti því fyrir sér af hverju ég hætti, frekar en því finnist gott að ég skuli loksins hafa látið af þessu." SKI'TLÉLEGT PLOTT — Þú leggur meiri áherslu á að skapa persónur og umhverfi heldur en uppbyggingu á morðgátu eða þvíumííku, er ekki svo? „Jú, það er rétt. Sögurnar gerast meira og minna á Vesterbro í Kaup- mannahöfn, en þar er ég uppalinn og nú bý ég reyndar í útjaðri þess hverfis, að vísu í betra hverfi en samt sem áður mjög nálaegt. Þegar maður er orðinn 42ja ára gamall á maður sér óskaplegan fjölda minn- inga og mikla reynslu sem alltaf hlýtur að koma fram í því sem mað- ur skrifar. Auðvitað verður maður alltaf að hafa einhverja hugmynd til að leggja af stað með en ég skal al- veg viðurkenna að plottið hjá mér er oftast skítslappt. Sú tegund reyf- ara sem stendur mér næst er hinn harðsoðni ameríski reyfari, Chandl- er, Hammett og slíkir höfundar, og þar skiptir plottið sjálft minnstu máli. Ef Chandier dettur í hug að senda Marlowe í ferð eftir strönd- inni þá gerir hann það og til fjand- ans með plottið. Það má segja að ég fylgi þessari hefð nokkuð eftir. Það sem skiptir mestu máli er að skapa persónurnar ogþann heim sem þær eiga að lifa í. Eg geng á hverjum degi um hverfið og virði fyrir mér lífið og eflaust kemur það mér til góða við skriftirnar." — Ef þú ákveður að snúa aftur, ef svo má segja, til bókmenntaelítunn- ar, hvernig heldurðu að hún taki þér? „Þú vilt vita hvort hún slátrar kálf- inum við heimkomu týnda sonar- ins, ha? Ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós þegar og ef af því verður. En á hinn bóginn er það líka þannig að það er alls ekkert léttara að mínu mati að skrifa reyfara en annað, ekki frekar en það er léttara að leika í revíu en í alvarlegu leikriti. Viðfangsefnið getur hins vegar ver- ið misalvarlegt. Hvað sjálfan mig varðar þá hætti ég í skóla strax og ég gat og fór á vinnumarkaðinn. Ég hef þess vegna enga menntun og kannski breytir það einhverju. Allt mitt fólk er handverksmenn og praktískt fólk og ég er praktískur sjálfur gagnvart mínum skrifum. Mér er t.d. alveg sama þó ég þurfi að breyta einhverju í blaðagreinunum, einu orði t.dv sem hefur þótt óviður- kvæmilegt. Eg er ekkert að æsa mig út af svoleiðis hlutum. Nú hef ég lif- að af skriftunum í 17 ár, fyrst við þröngan kost en rýmri eftir því sem á hefur liðið. Með því hafa ræst draumar mínir frá hippaárunum um að vera minn eigin herra." — Hvernig er það með pólitískt ástand í Danmörku nú, hefur það einhver áhrif á listamennina? „Nei, það held ég ekki. Þetta er auðvitað hrein kaos hjá okkur sem stendur, atvinnuleysið er kannski 25%, en þá stofna menn háskóla einhvers staðar og kalla það endur- menntun til þess að lækka tölurnar yfir atvinnulausa. Unga fólkið á erf- itt með að fá vinnu og margir hafa ekki lengur neinn áhuga á því, menn hirða atvinnuleysisstyrkinn sinn og eyða honum á kránni eða í eiturlyf eða guð má vita hvað. Það er ekki til í þessu fólki nein drift til að rífa sig upp úr þessu og enginn áhugi fyrir hendi heldur." — Hvernig krítík hefurðu fengið fyrir reyfarana? ,,Ég verð að viðurkenna að ég fylgist alltaf með því sem er skrifað um mig og bækur mínar, reyndar ekki reglulega en forlagið mitt held- ur þessu saman og öðru hverju fer ég þangað og les í gegnum bunk- ann. En ég er fyrir löngu hættur að láta kritikina hafa nokkur áhrif á mig, enda er ekki svo gott að fá neitt út úr því sem er skrifað í blöðin. Síð- ast fékk ég t.d. ferna dóma a.m.k. Einn sagði að ég væri betri en nokkru sinni fyrr, annar að þetta væri það versta, sá þriðji að ég væri í framför og sá fjórði að nú væri kominn tími á Dan Turéll, hann ætti að fara að hætta þessu." AFTURGÖNGUR — Burtséð frá muninum á ljóða- gerð og reyfara, sem felst í sjálfu við- fangsefninu, er þá mikill munur út á við — gagnvart almenningi og bók- mennta,,kreðsunum"? „Já, mjög mikill. Þegar ég var ljóðskáld var maður alltaf að skrifa fyrir sömu fáu hræðurnar og það er alltaf sama fólkið sem kaupir bæk- urnar, talar um þær, skrifar um þær og mætir á fyrirlestra og annað. Al- menningur hins vegar fer inn í búðir og kaupir reyfara, sjálfviljugur meira að segja, og þeir eiga sér lang- an líftíma, úreldast ekki. Og svo er búið að kvikmynda eina söguna og upptökur á þeirri næstu hefjast fljót- lega, sú þriðja er á teikniborðinu. Bækurnar hafa komið út í nokkrum löndum fyrir utan Danmörku, m.a. ein á íslensku, og þess vegna hefur þetta þýtt fyrir mig samband við miklu fleira fólk en ella og miklu meiri dreifingu og kannski ekki síst að ég hef haft tækifæri til að ferðast, fara á rithöfundaþing og hitta og tala við kollega mína, sem ég hefði að öðrum kosti ekki haft tækifæri til að gera. Það er mjög „inspírerandi" vegna þess hve menningarlífið í Danmörku er i raun þröngt og fá- mennt. Þetta eru svotil alltaf sömu andlitin, alls staðar. Þetta eru sömu höfundarnir sem lesa upp saman, skrifa hver um annan í blöðum, ríf- ast á fundum... Er þetta ekki svona í Reykjavík líka? — það hlýtur að vera. A.m.k. er ég þegar farinn að kannast við nokkur andlit hér í bænum sem koma á fyrirlestrana mína og kabarettana sömuleiðis. Maður sér þessar afturgöngur alls staðar. Og svo myndast klíkur, eldri höfundarnir eru saman í klíku — röndóttu vestin köllum við þá — og hinir ungu hópa sig saman og eru pönkaðir. Á milli sitjum við hinir um fertugt, ekki lengur ungir og pönk- aðir og göngum heldur ekki í rönd- óttum vestum. En þetta horfir kannski öðruvísi við mér því ég skrifa náttúrlega líka í blöð og hef alltaf gert, þannig að ég hef haft stærri lesendahóp þess vegna." BÆKUR OG KVIK- MYNDIR — Og meiri peningur í reyfurun- um líka? „Nei, það eru ekki svo mikið pen- ingarnir, enda eru skattalögin þann- ig í Danmörku að ef að maður þénar mikið fer langmestur hluti þess í skatta svo það skiptir þá ekki öllu máli hvort maður þénar eitthvað meira eöa minna. Auk þess er fjöl- skyldan sammála hvað varðar lífs- stíl, við eigum engan bíl, engan sumarbústað. Allt sem við förum fram á er sæmilega þægileg íbúð í miðbæ Kaupmannahafnar. Restin er bara spiluð eftir hendinni. Við höfum ekki haft fasta vinnu í tíu/fimmtán ár og reiknum ekki með þvi að fá slíka vinnu aftur. En tilfellið er reyndar í sambandi við kvikmyndirnar að þær selja bækur. Það hefur forleggjari minn sagt mér. Óháð því hvort mynd er vond eða góð selur hún bókina sem hún er gerð eftir. Þannig að þetta er auðvit- að líka fjárhagslegt spursmál." — Ertu ánægður með myndina sem gerð var eftir bókinni þinni? „Um það vil ég ekki annað segja en að þetta eru tveir ólíkir miðlar, bók er bók, kvikmynd er kvik- mynd..." — Þú ert semsagt ekki ánægður. „No comment." — Hefurðu ekkert komið nálægt gerð hennar, átt þátt í handritinu eða slíkt? „Nei, það var meiningin í upphafi, en samstarf mitt við þá hjá Nordisk film gekk ekki upp. Það er bara svona stundum, með sumu fólki get- ur maður unnið, öðru ekki." SKATTURINN — Þú lentir einu sinni illa — eða a.m.k. vakti það mikla athygli — í dönskum skattyfirvöldum. ,,Já, þeir ákváðu að nokkrir lista- menn hlytu að hafa haft meiri tekjur en þeir hefðu gefið upp einhverjum árum fyrr. Blöðin kváðu síðan upp úr með að við hefðum svikið undan skatti. Við vorum síðan nokkrir sem gengum fram fyrir skjöldu og mót- mæltum, auk mín Sebastian, Molle- have, Benny Andersen." — Sveikstu? „Nei, alls ekki. Skatturinn kom og vildi fá eitthvert bókhald aftur í tím- ann hjá einhverjum tugum lista- manna. Þessir sem ég nefndi áðan eiga það sameiginlegt að vera allir sullukollar, ekki of góðir að fara með tölur, og að auki erum við allir mjög uppteknir. Skatturinn hélt því fram að við hefðum dregið undan, að við hefðum haf t miklu meiri tekj- ur. Já já, það getur vel verið, ég veit það ekki en það var a.m.k. ekki þannig að verið væri að svíkja markvisst undan skatti. Alls ekki. En á endanum þurfti ég að borga 230.000 kr. og hinir meira, Sebast- ian næstum hálfa milljón." — Þú last á kabarettinum ljóð sem fjallaði um hversu erfitt getur verið að vera hinn eða þessi. Er erfitt að vera Dan Turél? „Ja — ég veit það ekki. Þegar ég kem heim til Danmerkur þá fer ég í fyrir- og upplestraferð um Jótland í átta daga. Þá verður ekki tími til annars en hendast milli lesta, funda og hótela. Ekkert með að hitta fjöl- skylduna eða setjast niður á skemmtilegum krám eða veitinga- húsum. í mesta lagi fljótetin máltíð á lestarstöðinni o.s.frv. — Það er ekki víst að ég verði alltaf jafnupp- lagður til að fara og lesa upp og tala en það þýðir ekkert að láta það á sig fá. En um leið er þetta spennandi og í stuttu máli um mitt líf: Það er spennandi." DANNY FRÆNDI — Ertu þekktur í Danmörku, þekkir fólk þig á götu? 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.