Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 24

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 24
Um HELGINA Laugardaginn 20. febrúar frum- sýnir Leikfélag Kópavogs leikritið „Svört sólskin" e. Jón Hjartarson. Þetta eru mikil tímamót hjá félaginu, sem hefur nú loksins fengið aðstöðu til syninga eftir hartnaer 4 ára hlé. Gamli salurinn í Félagsheimili Kópa- vogs hefur verið í endurbyggingu undanfarin ár og er nú orðinn einn besti salur á tandinu hvað varðar að- stöðu til leiksýninga. Leikstjóri „Svartra sólskina" er Ragnheiður Tryggvadóttir, tónlist er eftirGunnar Reyni Sveinsson og leikmynd hann- aði Gylfi Gíslason. Lárus Björnsson og Egill Árnason hönnuðu Ijós. í að- alhlutverkum eru Jóhanna Pálsdótt- ir og Fjalar Sigurðarson en önnur hlutverk eru 13. Önnur og þriðja sýn-. ing verksins verða 23. og 28. febrúar. Miöasala verður opin milli 18.00 og 20.30 sýningardaga og er haegt að panta miða í síma 41985. Um helgina verða hinir fræknu handboltamenn okkar á fullu — hvort sem þeir eru launaðir eða ekki — og á laugardag eru tveir leikir i 1. deild karla, Þór Ak fær KR í heim- sókn og UBK fær KA frá Akureyri í heimsókn í Kópavoginn. Ekki er að efa að KA-menn slátri Kópavogsbú- unum og fari létt með. Hins vegar eru Þórsarar enn á höttunum eftir sínum fyrstu stigum. Hvor tveggja leikurinn hefst kl. 14. Á sunnudags- kvöldið spila FH og Stjarnan og þann leik vinna FH-ingar pottþétt, enda eru þeir líklega með besta liðið í deildinni um þessar mundir. Valsar- ar eru liklega næstbestir — þó lið þeirra sé stjörnum prýddara en FH- liðið, en jaað segir ekki allt. Valsarar mæta ÍR-ingum á mánudagskvöldið í Seljaskóla kl. 20.00 og þá er aðeins eftir að nefna leik Víkings og-Fram sem spilaður verður á sunnudags- kvöldið í Höllinni og hefst kl. 20.00. Þar steinliggja Frammarar að öllum líkindum. Stórtónleikar verða haldnir í Lækjartungli, Lækjargötu 2, í kvöld, fimmtudagskvöld 18. febrúar. Þar leikur hljómsveitin Frakkarnir sem hefur verið endurreist eftir þriggja ára hlé og flytur eingöngu nýtt, frumsamið efni. Frakkarnir eru Mike Pollock, Björgvin Gíslason, Þorleifur Guðjónsson og Gunnar Eriingsson. Þá verða einnig haldnir í Lækjar- tungli fyrstu tónleikar hljómsveitar- innar „Síðan skein sól", en sú hljóm- sveit hefur verið í fríi í nærri eitt ár. Hljómsveitina skipa Helgi Björnsson söngvari, Jakob Magnússon, Ingólf- ur Sigurðsson og Eyjólfur Jóhanns- son. Tónleikamir hefjast klukkan 22. Lækjartungl býður upp á danssýn- ingu á sunnudagskvöldið þar sem haldið verður svokallað „Kramhús- kvöld". Þar koma fram dansarar úr Kramhúsinu og sýna dansatriði úr ýmsum áttum. Má þar nefna tangó og jazzdansa. Café Rosenþerg á sama stað er nú opið alla virka daga bæði í hádegi og á kvöldin. Píanóleikarinn Alain Raes og klar- inettleikarinn Claude Faucomprez halda tónleika á vegum Alliance Francaise á laugardaginn kl. 20.30 og á mánudagskvöld á sama tíma í Norræna húsinu. Þeir leika verk eftir Burgmuller, Weber, Debussy, Gade og Poulenc. Breytingar, breytingar: Stöð 2 sýn- ir á föstudagskvöldið myndina í æv- intýraleit. Sú mynd kemur á undan Fyrirboðanum (Omen) og hefst kl. 21. Fyrirboðinn hefst tíu mínútum fyrir kynntan tíma í sjónvarpsvísi, kl. 22.25. Síðasta mynd föstudags- kvöldsins er svo „Leynilegt líf móður minnar" og segir þar frá síma- vændiskonu sem neyðist til að horf- ast í augu við ýmis vandamál þegar unglingsdóttir hennar kemur í heim- sókn. Guðjón Friöriksson sagnfræðing- ur, sem leiðir lesendur HP í allan sannleika um Þingholtsstrætið í þessu blaði, verður með þátt sinn „Göturnar í bænum" í ríkisútvarpinu kl. 16.30 á laugardaginn. Þetta eru sérstaklega vandaðir og skemmti- legir þættir sem við hvetjum fólk ein- dregið til að hlusta á. Klukkan 22.30 er svo á dagskrá ríkisútvarpsins þátt- urinn „Útvarp Skjaldarvík" þar sem leikin eru lög og rifjaðir upp atburðir frá liðnum tímum í umsjón Margrét- ar Blöndal á Akureyri. Útvarp Rót verður með þátt í kvöld kl. 22.30 sem heitir „Við og umhverfið". Umsjón með þættinum hefur dagskrárhópur um umhverfis- mál á Útvarpi Rót. Á sunnudaginn kemur kl. 21.30 verður á dagskrá þátturinn „Jóga og ný viðhorf" og fjallar um hugrækt og jógaiðkun. Úmsjónarmenn þáttarins eru Skúli Baldursson og Eymundur Matthías- son. Sinfóntuhljómsveit íslands verö- ur að vanda með tónleika í Háskóla- bíói í kvöld. Þar munu fjórir blásturs- hljóðfæraleikarar hljómsveitarinnar leika einleik undir stjórn ungverska stjórnandans Thomas Koncz. Á efnisskránni eru fjögur verk, fyrst úr tónaljóðinu Föðurlandið mitt eftir Bedrich Smetana. Leikið verður „lagið" Moldá, sem er þekktasti og vinsælasti þátturinn úr tónaljóðinu. Þvi næst koma blásararnir til sög- unnar og flytja sinfóniuna Con- certante fyrir fjóra blásara eftir Mozart. Síðari hluti tónleikanna er helgaður Ungverjalandi og þá verða fluttar Tvær myndir eftir Bartók og Dansar frá Galente eftir Kodálý. Ein- leikarar á þessum tónleikum eru Kristján Þ. Stephensen á óbó, Einar Jóhannesson á klarinett, Joseph Ognibene á horn og Hans P. Franz- son á fagott. Hljómsveitarstjórinn, Thomas Koncz, er á 38. aldursári og stundaði nám í tónskáldafræöum og hljómsveitarstjórn í Búdapest og Vínarborg. Á árunum 1974—1980 var hann stjórnandi í ungversku ríkisóperunni í Búdapest en er nú aöalstjórnandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar i Bodensee í Þýskalandi. Koncz hefur og stjórnað nokkrum stórum hljómsveitum í Evrópu. Leiklistarlífið blómstrar í höfuð- borginni og fjöldi sýninga er nú á fjölunum hjá hinum ýmsu leikhús- um og leikhópum. Ás-leikhusiö sýn- ir Farðu ekki... eftir Margaret Johansen á Galdraloftinu, Hafnar- stræti 9, í kvöld kl. 20.30 og á sunnu- dag kl. 16, Egg-leikhúsið er með sýningar á „Á sama stað" í hádeginu í Mandarínanum við Tryggvagötu og verður næsta sýning á laugardaginn kl. 12. Þá sýnir Alþýðuleikhúsiö „Eins konar Alaska" og „Kveðjuskál" í Hlaðvarpanum og verða þrjár auka- sýningar á því verki. Næsta sýning verður sunnudaginn 28. febrúar. Frú Emilía, leikhúsið sem sýnir á Lauga- vegi 55b, frumsýnir í kvöld Kontra- bassann eftir Patrick Suskind og næsta sýning verðurannað kvöld kl. 21. fslenska óperan frumsýnir á morgun Don Giovanni eftir W.A. Mozart og önnur sýning verður á sunnudaginn kl. 20. Sjá nánari um- fjöllun um sýninguna í Listapósti HP. Einnig sýnir íslenska óperan Litla sótarann og verða sýningar á næst- unni sem hér segir: Á sunnudaginn kl. 16, mánudag og miðvikudag kl. 17, laugardag 27.2. og sunnudag 28.2. klukkan 16. í Gallerí Svörtu á hvítu á Laufás- vegi 17 verður á morgun opnuð sýn- ing á verkum Ólafs Lárussonar. Á sýningunni verða teikningar og grafíkverk, unnin á síðastliðnum tveimur ámm. Sýningin verður opnuð kl. 20 annað kvöld og stendur til sunnudagsins 6. mars. Galleríið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12—18. Ef marka má frábæra frammi- stöðu Þorsteins Ásgeirssonar á Bylgjunni á tiltektartíma síðastliðinn laugardag verður fólki óhætt að sleppa því að leika hljómplötur í partýjum á laugardaginn. Þorsteinn verður á Bylgjunni frá kl. 23 á laugar- dagskvöldið og fram til klukkan þrjú um nóttina og ef að líkum lætur ber- ast hressileg og Ijúf lög frá FM 98,9 þær klukkustundir. Síðan eru liðin mörg ár heitir þátt- ur Arnar Petersen á Stjörnunni á sunnudaginn kl. 16. Örn flettir göml- um blöðum, lætur vonandi hlust- endur vita hvað í þeim stendur, gluggar í gamla vinsældalista, fær fólk í viðtöl og rifjar upp gömlu góðu dagana. Skálafell á Hótel Esju hefur í mörg ár staðið fyrir tískusýningum á fimmtudagskvöldum í samvinnu við Módelsamtökin. Hlé hefur verið á sýningunum frá áramótum en í kvöld, fimmtudagskvöld, hefjast þær að nýju. Þá verður sýnd hártísk- an '88 á vegum Effect og hefst sú sýning kl. 20.30. Klukkan 21.30 verð- ur sýnd vortískan frá Betty Barclay, fatnaður frá Betty í Bankastræti. Skálafell hyggst brydda upp á ýms- um nýjungum á næstunni, kynna tískuna í hárgreiðslu og andlitsförð- un ásamt tískunni i fatnaði og eftir hálfan mánuð hefjast sýningar þar sem íslenskir fatahönnuöir verða kynntir. Nánar um það þegar þar að kemur. Laugardaginn 20. febrúar kl. 16 opnar Finnbogi Pétursson sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Finn- bogi er fæddur 1959, lauk námi frá nýlistadeild Myndlista- og handíða- skóla íslands 1983, stundaði fram- haldsnám við Jan Van Eyck Aka- demie i Hollandi 1983—85. Finnbogi hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis, þetta er fjórða einkasýning hans en sú fyrsta hér- lendis. Á sýningunni er hljóðverk (audio-installation) í mið- og neðri sal safnsins. Sýningin er opin virka daga frá 14—20, henni lýkur sunnu- daginn 6. mars. Um þessar mundir sýnir Sigurður Þórir málverk á Kjarvalsstöðum, sýninguna kallar Sigurður „Úr hugar- heimi" og hún stendur tíl 6. mars. STÓLAR Encyclopaedia Britannica lýsir stólum ágœtlega: Stod sem lyftir sitj- anda manna frá jördu. Ætlud fyrir einn í einu. Láréttur flötur heldur jafnvœgi á fótum, göflum eða ödr- um burdarhlutum. Fœtur eru þrír eda fjórir, stundum fleiri, aldrei fœrri. — Madurinn sem féll til jardar myndi skilja fyrirbœrid stóll til hlítar eftir þessu án þess að þurfa að reyna frekar eða sjá. Stólar eru yfirleitt svo hversdags- legir og sjálfsagðir í umhverfi okkar að við höfum ekki fyrir því að líta þá augum. Við bölvum ef þeir eru óþægilegir, annars er einna líkast því að þeir séu ekki til. Ástæðan fyr- ir þessu gæti verið sú að þeir eru eðli málsins samkvæmt alltaf fyrir aftan okkur og þvælast því aldrei fyrir augunum. Öðru máli gegnir um borð, hillur og annað. Stóll er samt sem áður erkitýpa meðal hús- gagna, frumgagn í umhverfi manna. Hvernig væri heimur án stóla? Sjáið fyrir ykkur strætó til dæmis. Og stóllinn á sögu og fortíð. Fyrstu stólarnir sem þekktir eru komu frá Kína, frá Han-tíma fyrir um 5000 árum. Þetta voru plusser- aðir kollar á þremur fótum. Þá og síðar voru stólar eingöngu ætlaðir keisurum og fyrirfólki sem þótti yfir það hafið að setjast í duftið með almúganum. Þó hélt fyrirfólk áfram að sitja á stólum, eins og á jörðu, með krosslagða fætur að sið Búddha. En fljótt kom að því að fólk uppgötvaði nýja fótastöðu með því að líkja eftir útliti stólsins með fót- um sínum og sitjanda. Um árþús- undir voru stólar einungis eign þeirra best settu, eins konar virð- ingarsess. Á meðan sat fólk í austur- löndum fjær með krosslagða fætur, í austurlöndum nær flötum beinum og í Afríku nam rass við hæl og hné við höku, stelling sem krefst bæði liðugheita og jafnvægis. Evrópumenn ýmist stóðu eða veltu sér um. Fyrst voru stólar úr tré eða bambus og líktu yfirleitt eftir fót- leggjum dýra. I Grikklandi hinu forna verður stóllinn almannaeign. Þá verða líka til klappstólar, en bekkir og sófar höfðu áður komið fram meðal Egypta og áður hjá Mesópótamíu- mönnum. Þeirra stólar höfðu stund- um bak. Fjórfóta stólar voru orðnir ráðandi. Stóllinn hélt áfram að vera sjálfsagður og ósýnilegur og líkur súrefni jafnan ómissandi. Stólar voru handsmíðaðir og smiðirnir voru kannski þeir einu sem sáu eitt- hvað meira í stólnum en þolanda- hlutverkið. Á síðari öldum verða stólar léttari og í ítalskri endurreisn á fjórtándu og fimmtándu öld er tal- að um hönnun stóla og húsgagna- arkitektúr. Á Spáni á síðari öldum verður fyrst vart við járn í stólum og þá í bland við tré. Einhver prófaði að hafa hjarir við bak til hæginda en Henry III kóngi þótti slíkt hreint frá- leitt. Nítjánda og tuttugasta öldin hafa verið byltingartími í stólasmíði. Seint á nítjándu öld er farið að setja saman stóla úr hlutum, fyrst í Bandaríkjum. Þá gat eitt fyrirtæki einbeitt sér að fótasmíði og setan komið annars staðar frá. Þriðja fyr- irtækið setti síðan saman. Um svip- að leyti kom fram önnur bylting í stólagerð í Bandaríkjunum, með til- komu stálröra. Krómuð stálrör hafa allar götur síðan verið áberandi í stólagerð. Tuttugasta öldin. Verksmiðjur taka að fjöldaframleiða stóla. Á Eng- landi kom fram hreyfing til aftur- hvarfs, Art Nouveau lagði áherslu á handsmíði og engir tveir stólar skyldu vera eins. Síðar varð önnur bylting með Bauhaus og áherslu á notagildi sem útlitið skyldi þjóna. Fjöldaframleiðslan verður sífellt meira áberandi en um leið koma fram stöðugt fjölbreyttari tegundir stóla. Húsgagnahönnun verður sjálfstætt fag og fram koma starfs- heitin iðnhönnun og listiðnaður. Á seinni árum er meðvituð áhersla lögð á hagkvæmni, notagildi, frum- leika og útlitsfegurð. í dag eru stólar svo ólíkir og fjöl- breyttir í útliti að þeir minna í fæstu hver á annan. Hlutverk þeirra sam- einar þá. Hlutverkið er skýrt og greinilegt, stólar þurfa ekki að velkj- ast í vafa um tilvistarhugtakið. Pinter sá tvo menn í herbergi, annan standandi og hinn sitjandi á stól og hann samdi leikritið Hús- vörðinn. lonesco samdi leikritið Stólana þar sem nánast enginn maður sést en auðir stólar leika að- alhlutverkin. ímyndið ykkur leikrit án stóla. Undur og stórmerki í fjaðrasófum grænum. Við sitjum á sama stað en erum samt að ferðast. Hvað væru forsetinn og dómarinn án stóla? Hve lengi myndum við lifa án stóla? Stóll er ekki bara stóll. Stóll er stóll er stóll sagði Gertrude Stein. Ég sit í nærri fullkomnu sæti sem 24 HELGARPÓSTURINN getur snúist á fimm hjólum sem hvert um sig getur snúist með fjöðr- um, hækkað og lækkað, armar og hátt bak og takkar sem ég þurfti að læra á sérstaklega. Mig dreymir um tannlæknastól fyrir framan sjón- varpið, engir borar, ekkert sog, bara stóllinn og lítið borð, þotustólar í bílnum. Við sitjum og borðum, sitj- um og vinnum, sitjum og hugsum, sitjum og hugsum ekki, horfum á sjónvarp, sitjum og ferðumst í lofti á sjó og landi. Allt á stól. Hvernig verða rassar eftir þúsund ár? Hvern- ig verða stólar eftir þúsund ár? Hvort verður hvors? í raun er stóll ekki bara stóll heldur er i honum fólginn vitnisburður um viðleitni mannsins að gera sér tilvistina bæri- legri. FÞ Vein kontra- bassa- leikarans / dag, 18. febrúar, frumsýnir leik- húsið Frú Emilía einleikinn Kontra- bassann eftir Patrick Súskind, en sér- stœð skáldsaga hans Ilmurinn, sem komin er út á íslensku, hefur vakið mikla athygli um allan hinn vest- rœna heim. Leikari er Árni Pétur Guðjónsson, Guðjón Pedersen ann- ast leikstjórn og Guöný Richards er höfundur leikmyndar og búninga. Pýðinguna gerðu Hafliði Arngríms- son og Kjartan Ólafsson. Að þessu sinni hefur Frú Emilía hreiðrað um sig á Laugavegi 55b. Kontrabassinn fjallar um kontra- bassaleikara í sinfóníuhljómsveit og einmanalegt siðdegi áður en hann fer í kjólfötin til að spila. Af skiljan- legum ástæðum geta ekki allir leik- ið fyrstu fiðlu, því er það hart að þurfa að sætta sig við sæti á aftasta púlti, sérstaklega þegar draumarnir stefndu hærra. Tilhugsunin um þá nauð að eyða þvi sem eftir er starfs- ævinnar fjötraður við óhentugasta og klunnalegasta hljóðfærið gerir hann næstum vitstola. Kontrabassi er nánast aldrei kallaður fram úr öft- ustu röð til einleiks. Eintal kontra- bassaleikarans við hljóðfæri sitt er í senn fyndið og sorglegt. Patrick Súskind er Þjóðverji fædd- ur 1949 og hann skrifaði verkið 1980. Verkið hefur verið á sviði í Múnchen frá árinu 1981 ogsýningar þess eru komnar yfir 200. Súskind, sem sjálfur lærði á píanó í barn- æsku, segir: „Þar sem ég erfði af föður mínum of stutta sin, litla putta og frá móður minni of langa vísi- fingur, löngutöng og baugfingur ein- beitti ég mér nær eingöngu að und- irleik og hafnaði frekari áformum um metorð í einleik. Kontrabassinn fjallar um tilveru manns í litla her- berginu sínu. Mikilvægast í mínum huga var að lýsa manneskju sem veit mjög margt, en getur alls ekkert notfært sér það. Sú heimsmynd sem han smíðar sér er bara djöfuls þvæla. Við samningu verksins gat ég stuðst við eigin reynslu að því leyti að ég hef eytt mestum hluta lífs míns í sífellt minni og minni her- bergjum, sem ég á sífellt erfiðara með að yfirgefa. En ég vona að ein- hvern daginn finni ég herbergi sem er svo smátt og umlyki mig svo náið að það fylgi mér þegar ég yfirgef það. í þannig herbergi ætla ég svo að reyna að skrifa tveggja manna leik- rit sem gerist í mörgum herbergj- um." Eru ekki margir kostir við það að starfa frjálst í litlu leikhúsi? Guðjón Pedersen leikstjóri: „Þeir eru margir. Þú ræður hvaða verk þú færir upp, sem þýðir að þú hefur mikla trú á því sem þú ert að gera. Síðan ræður þú með hverjum þú vinnur og þú verður að elska þá sem þú vinnur með. Það var virtur leik- stjóri hér sem sagði mér að þess þyrfti ekki. Ég er ekki sammála hon- um um það. Lítið leikhús eins og þetta gefur svo góð tækifæri til að elska og rækta fólkið sem starfar við það. Samvinnan verður öll nánari og skemmtilegri. í þessu verki er aðeins einn leikari, en draumur minn er að í næsta verki verði ekki bara tveir heldur þrír eða fleiri leik- arar með. Hér höfum við reynt að búa til eitthvað á milli kontrabass- ans og leikarans." Af hverju valdiröu þetta stykki? „Það hentaði svo vel. Ég las verk- ið og heillaðist strax af því og mig langaði strax að setja það upp hér og helst heima hjá einhverjum. Ég var alls ekki að leita að stóru rými. Ég ætlaði að biðja vin minn að lána mér stóra og opna íbúð sína, en svo Árni Pétur „fitlar" við bassann. kunni ég ekki við það. Það hefði kostað of mikið rask. En ég hugsa verkið þannig að það gerist á heim- ili kontrabassaleikarans. Og allt sem hann gerir byggir á þvi." Er eitthvert draumaverk sem þig langar að setja upp nœst? „Hér eiga að vera stöðugt í gangi klassísk verk, Shakespeare, Chékov. Þetta á að vera fastur liður, ekki bara happa og glappa eins og nú er. Mig langar ofboðslega mikið að setja upp Galdra-Loft næst. Það er komið að okkar kynslóð að setja hann upp.“ Nú er Kontrabassinn nýtt verk eft- ir ungan höfund. Hefurðu það á stefnuskrá að fylgja því eftir, gera það kannski að stefnu? „Við höfum það á stefnuskrá inn- an gæsalappa að kynna nýja höf- unda og ný verk.“ FÞ TÍMANNA TÁKN Til allra átta í síðustu viku ræddi ég um ís- lenskan fisk í Evrópu. Stundum finnst mér fiskmálin vera það eina sem ég hef brennandi áhuga á. Ég vildi helst tala um fisk í hverri viku, taka þorskinn á beinið í eitt skipti fyrir öll. En þið viljið að fjallað sé um menning- arlegra efni. Mér er svo sem sama. Mér tekst ekki ailtaf að finna vafasöm tímanna tákn meðal þess sem efst er á baugi hverju sinni. Atburðir þýða ýmislegt en tákna kannski ekkert. Hafís er umræðuefni vikunnar. Skáld- sagnahöfundur gæti tengt hann á táknrænan hátt við dauðann eða ást sem kulnar. Blaðamaður- inn getur hins vegar ekki leyft sér slíkt flug í sex hundruð orð- um. Jafnvel án sjónvarps komst ég ekki hjá auglýsingum ferðaskrif- stofanna. Eg las vandlega bækl- inga Útsýnar og Samvinnuferða Landsýnar. Ég hef ekkert lært um löndin sem standa til boða, en er þeim mun fróðari um hvað ferðasalar telja að séu langanir hugsanlegra kaupenda. Eitt sem kemur strax á óvart: Það eru bara íslendingar erlend- is, hvort heldur um er að ræða Spán, Ítalíu eða Portúgal, allar Ijósmyndir sanna að á ströndum þessara landa eru engir nema ís- lendingar Jú, auðvitað sér í ein- staka kokk með latneskt yfir- bragð en hann er nógu tillits- samur til að halda sig í eldhús- inu. í hvorum tveggja bæklingn- um blaktir íslenski fáninn. „Við leggjumst í víking og nemum land í Cala d'Or tilkynna Sam- vinnuferðir stoltar á meðan Út- sýn er óhrædd að fullyröa að í Albufeira sé „íslendingabarinn að sjálfsögðu vinsælasti barinn í bænum. Lesandanum finnst hann þeg- ar vera í öruggum höndum, það á einungis eftir að selja honum vöruna. En þá byrja vandamálin. Fólk hefur mismunandi langanir og því verður að lofa öllu en einnig andstæðunni um leið. Það verður að tryggja drauminn og ævintýrið en jafnframt öryggið. Umhverfið þarf að vera týpískt en íslendingnum þarf að finnast hann heima hjá sér. Það verður að gefa í skyn að brennivínið fljóti en staðurinn sé frábær fyrir börnin. Hótelin verða að vera allt í senn; nýtískuleg og í gamla bænum, við ströndina og í miö- borginni. Allt á að vera á Kringlu- mælikvarða en samt ódýrt (af- sakið — hagstætt — orðið ódýrt er bannað í þessum bækling- um). En með því að lofa öllu end- ar maður með því að klúðra öllu, eins og Útsýn þegar hún lýsir lát- lausu sjávarplássi í Portúgal: „Disco Summertime, Kiss Kiss og Crazy Bull. Lífið í fiskimanna- bænum Albufeira er heillandi og þar er margt um manninn er kvölda tekur." Bæklingar sem selja ísland er- lendis bjóða oft einstæða persónubundna reynslu. Kaup- andinn sér sig strax sem land- könnuð. Útsýn og Samvinnu- ferðir leggja hins vegar áherslu á að allir fái það sama. íslending- arnir á myndunum eru í ein- kennisbúningi ferðasalans og synda, róa eða drekka allir í kór. Hótelin sem minna mann ánægjulega á Breiðholt I, böðuð sólskini, eru eins í öllum löndum. Það er bara nafnið sem er breyti- legt. Því fátækara sem land er því fyrr gefst það upp á að við- halda eigin menningu. Þýsk hótel heita „Aue Hirsch- buhlweg" eða „Am Wiesen- grunde", en hótel á Kýpur „The Churchill" eða „Pegasus Beach". Áfengi og kynlíf eru aðeins gefin í skyn og það mjög varlega. Höfðað er til fjölskyldufólks... Fótleggir Önnu Margrétar feg- urðardrottningar sem teygir úr sér á ítölsku hótelherbergi sem minnti mig á herbergið mitt í verbúð á Austfjörðum (þó ekki jafn glæsilegt) ættu samt að lofa góðu. Höfundar bæklinganna reyna fyrirfram að róa íslenska ferða- menn. Er ekki orðið svoítið púkó að eyða fríinu á „Torremolinos" á Spáni? Alls ekki: „Hótelin eru „glæsileg", öll í sérgæðaflokki." Ér Kýpur fjarlæg, fátæk og óör- ugg eyja? Vitleysa. Allir tala ensku og „hreinlæti og snyrti- mennska einkenna alla ferða- mannaaðstöðu". Eru ekki stans- lausar óeirðir í Suður-Afríku? Blaðamannalygi. „Suður-Afríka er mjög friðsælt land og ferða- menn njóta þar fyllsta öryggis. Útlendingar, einkum frá Norð- ur-Evrópu, eru þar velkomnir gestir." Er jafnvel Evrópubúum mismunað þar? Er Holland ekki svolítið svalt á sumrin? Ekki lengur: „Nú er mið- bærinn allur kominn undir eitt risastórt hvolfþak svo þar er sumarveður allan ársins hring og pálmatré og annar suðrænn gróður skartar sínu fegursta." Vonandi eru þar engin fíkjutré, Leifur! Örlítil menning hefur aldrei skaðað neinn. Af hverju ekki fórna eins og hálfum degi á altari hennar. Bæklingur Útsýnar býð- urfreistandi tilboð og dásamleg- ar menningarperlur: „Þótt (leturbreyting mín) nafn Spánar sé óneitanlega tengt sól, strönd og sjó er Andalúsía sögu- frægasta hérað Spánar." „Saga ítölsku þjóðarinnar er sterkt samofin heimssögunni, því löngu fyrir fæðingu Krists var Rómaborg orðin háborg vestrænnar menningar." Nú — gat hún ekki beðið? Gérard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.