Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 8
Templarar í stórræðum SKATTFRÍAR TEKJ- IIR í BÍÓ OG HÓTEL Deilur meöal stúkumanna á Akureyri: Stórstúkan sydra ráöandi í stúkustarfinu nyröra? Skiptar skoöanir um rekstrarstefnuna. Hvenær telst fjármagn renna til ,,almenningsheillar“ og hvenœr ekki? Góötemplarar á Akureyri viröast komnir í hár saman út af rekstri Hótels Varðborgar og Borgarbíós. Undan- farnar vikur og mánudi hafa ríkt deilur sem náöu há- marki med umdeildri samþykkt, þar sem þegin var 10 milljóna króna „tímabundin adstoð“ Stórstúkunnar í Reykjavík og tóku tveir fulltráar hennar um leið sœti í sameiginlegri framkvœmdastjórn fyrirtœkjanna. Eru ýmsir óbreyttir stúkumenn nyrðra afar óánægðir með þróun mála og telja að stúkustarfinu verði nú fjarstýrt að sunnan. Ekki síst hafa ýmsir stúkumenn áhyggjur af því að rekstrarsjónarmið séu að verða ríkjandi þáttur, en eig- inlegt stúkustarf víkjandi. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART Góðtemplararnir nyrðra skiptast í tvær stúkur, Isafold og Brynju, en samgangur þar á milli er mikill og stúkurnar reka sameiginlega bíóið og hótelið. En vegna skiptra skoð- ana um stefnuna í rekstri þessara fyrirtækja eru norðanmenn sjaldn- ast sammála og telja hinir óánægð- ustu að með tilkomu sunnanmanna í stjórnina, þeirra Kristins Vilhjálms- sonar og Guölaugs Sigmundssonar, hafi Stórstúkan nú oddaaðstöðu og ráði því sem hún vill. Hún hafi með- al annars sett það skilyrði fyrir að- stoð sinni að framkvæmdastjóri fyr- irtækjanna beggja, Arnfinnur Arn- finnsson, yrði áfram í starfinu, en hann hafði sagt upp störfum vegna deilna þessara. BÍÓIÐ EÐA HÖTELIÐ? Sömu aðilar telja þessa aðstoð Stórstúkunnar vafasama á ýmsa lund, t.d. skattalega. Vildu þeir fara aðrar leiðir til að bæta úr erfiðum rekstri og var meðal annars lögð fram og samþykkt tillaga um rekstr- arúttekt viðskiptabankans, Búnað- arbankans, sem aldrei var fram- kvæmd. Meðal framkominna gagn- rýnisatriða eru, að á sama tíma og miklum fjármunum hefur verið var- ið í að gera samkeppnislaust bíóið hið glæsilegasta er hótelið vægast sagt vanrækt og nýtingin aðeins í kringum 25%. Hilmar Jónsson stórtemplar, æðsti meistari Stórstúku Islands, sagði aðspurður að ákveðið hefði verið að leggja fé þetta í rekstur hótelsins og bíósins á Akureyri vegna fjárhagslegra erfiðleika þess- ara fyrirtækja. ,,Borgarbíóinu hefur gengið vel, en lagði út í miklar fjár- festingar og hefur ekki getað staðið fyllilega undir afborgunum. Rekstur hótelsins hefur verið í járnum og þar þarf að gera lagfæringar á hús- næðinu og heppilegt að breyta tölu- verðu. Þetta fjármagn dugar ekki til þess, en lagar lausafjárstöðuna. Það fer í að greiða skammtímaskuldir sem þeir áttu í erfiðleikum með. Og ef það nær lengra höfum við hugsað okkur að gera lagfæringar á hótel- inu. Við áætlum að greiða þessar 10 milljónir á þremur árum og erum sennilega búnir að greiða þegar 3—4 milljónir króna.“ VILDU EKKI SELJA HÓTELIÐ Hilmar sagði að formleg ósk hefði borist frá norðanmönnum um að Stórstúkan gerðist eignaraðili og ákveðið hefði verið að verða við þessu „um stundarsakir" — ekki væri reiknað með þessu til frambúðar. Um eignarhlut væri að ræða, en fyrst og fremst væri þetta hjálp lands- samtaka í erfiðleikum þessara fé- laga. „1 þeirri stöðu, sem upp var kom- in, kom meðal annars til greina að selja hótelið, sem skiptar skoðanir voru um, en við vorum ekki á því, Templarahöllin í Reykjavík. Stúkan, íþróttafélögin, trúfélögin og fleiri félög njóta skattfríðinda í Ijósi þess að peningarnir renna til mála sem flokkast undir „almenningsheill'' Hvar á að draga mörkin? enda er þetta eina hótelið sem rekið er undir okkar nafni.“ Sjálf Stórstúkan hefur að sögn Hilmars ýmsar fjáröflunarleiðir, meðal annars bingó tvisvar í viku í Tónabæ, og væri hér einkum um að ræða hagnað af þeirri starfsemi. Að öðru leyti væri Stórstúkan með ýms- an erindrekstur og útbreiðslustarf sem kosta sinn pening. Aðspurður sagðist Hilmar telja að ráðstöfun þessara peninga í rekstur hótelsins og bíósins samræmdist fyllilega ákvæði skattalaga, sem undanskildi slíka starfsemi frá tekjuskatti í ljósi þess að tekjurnar rynnu til góðgerð- armála eða almannaheillar. „Þessi hótelrekstur er sérstæður, þetta er bindindishótel og fyrir slíku eru fordæmi erlendis. Þetta er eðli- leg ráðstöfun og jafnast á við starf- semi íþróttafélaga og trúfélaga, svo dæmi séu tekin. Þarna er Stórstúk- an að hjálpa til við rekstur sem á í erfiðleikum, um stundarsakir að minnsta kosti, rekstur þar sem al- mannaheill er höfð að leiðarljósi," sagði Hiimar. KVIKMYNDIR TIL ALMENNINGSHEILLAR? Ingimar Eydal er varaformaður framkvæmdastjórnar Borgarbíós og Hótels Varðborgar og var sam- mála Hilmari um að rekstur þessara sjálfseignarstofnana flokkaðist und- ir almannaheill, þær ekki reknar í hagnaðarsjónarmiði fyrst og fremst. „En hagnaður hefur verið tekinn t.d. til að styðja barnastúkustarfið. Það er síðan út af fyrir sig hugsjóna- mál sem samrýmist stefnumarki góðtemplarareglunnar að bjóða upp á vínlausar skemmtanir í hollu umhverfi og vínlausa gistiaðstöðu. Og í samræmi við stofnskrá reynum við í kvikmyndarekstrinum að leggja áherslu á myndir sem hafa menningargildi. Við höfum t.d. haft sérsýningar á myndum eins og „Eg græt að morgni", sterkum áróðurs- myndum gegn áfengisneyslu. Starf- semi bíósins er annars þjónusta við æskulýð og bæjarbúa og við berum ekki aðrar vonir í brjósti en tekjurn- ar geti borið reksturinn," sagði Ingi- mar. Hann sagði reksturinn hafa verið erfiðan í fyrra og vandræði skapast vegna framkvæmdanna við Borgarbíó. „Það var kominn tími til að hrökkva eða stökkva með bíóið, annaðhvort halda áfram með gamla bíóið og gera miklar breytingar á hótelinu eða fara í uppbyggingu á FRÉTTASKÝRING Húsnæðislánakerfið MARKADSVEXTIR ERU MÚ LAUSNARORDIÐ Rauði þráðurinn í þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram í húsnæðismálum eru markaðsvextir. Húsnæðislán skulu bera markaðsvexti samkvæmt þessum hugmynd- um og stórkostleg vaxtabyrði lántakenda greidd niður af ríkinu í gegnum skattakerfið. Hugmyndir þessar gera einnig ráð fyrir að verðbréfamiðlarar sjái um fjármögn- un húsnæðiskerfisins og að ríkið komi þár lítt nærri. Með því fara menn öfganna á milli en gamla „nýja“ kerfið ger- ir ráð fyrir opinberri fjármögnun. EFTIR HELGA MÁ ARTHURSSON MYND JIM SMART Verðbréfamiðlarar og hagfræð- ingar, sem velt hafa fyrir sér hús- næðismálum, eru margir hverjir sannfærðir um, að sú langa biðröð sem myndast hefur hjá Húsnæðis- stofnun eftir lánum sé gervieftir- spurn. Því er jafnvel haldið fram, að biðröðin viðhaldi sjálfri sér. Að sumra áliti er meint gervieftir- spurn upp á 40—50%. Kannanir benda til annars. GERVIEFTIRSPURN? Áhersluna sem lögð er á mark- aðsvexti í nýjum tillögum vinnu- hóps Jóhönnu Sigurðardóttur má að öllum líkindum rekja til þeirrar hugmyndar, að dýr lán dragi úr eftirspurn og dragi þar með úr bið- röðinni, eða þurrki hana e.t.v. alveg upp. Þetta gæti svo sem ver- ið, ef um gervieftirspurn væri að ræða í húsnæðiskerfinu eða ef menn stæðu í biðröðinni til að tryggja sér lán á niðurgreiddum vöxtum. Hugmyndir manna um gervi- eftirspurn eru kenning. Það hefur verið gerð ein könnun á vilja manna og óskum í sambandi við húsnæði og var hún gerð 1985 af Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands. í henni eru menn m.a. spurðir um það af hverju þeir festi kaup á húsnæði og kemur í Ijós að örfá prósent lita á húsnæði sem fjárfestingu. Húsnæði er sam- kvæmt þessu hvorki fjárfesting né venjuleg vara á markaði og ætti því ekki að lúta venjulegum lög- málum um vöru og eftirspurn. „Þegar varan verður dýrari dregur úr eftirspurn. Biðtími eftir húsnæðislánum styttist, ef teknir verða upp markaðsvextir. Á sama hátt dregur úr eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Þrýstingur á fast- eignamarkaði minnkar og reynd- ar eftirspurn eftir lánsfé í öllu pen- ingakerfinu." Það er Pétur Blöndal sem talar. Hann segist í grund- vallaratriðum vera fylgjandi því að láta verðbréfamarakðinn sjá um að fjármagna íbúðarkaup og af ummælum hans sést að hann lítur á húsnæði sem vöru á mark- aði. SKERT KAUPGETA Stefán Ingólfsson, fyrrum deild- arstjóri hjá Fasteignamati ríkisins, lítur þessar hugmyndir öðrum augum. „Með því að taka upp markaðsvexti á lánum til íbúðar- kaupa og gera lán dýrari eru menn að draga úr kaupmætti íbúðarkaupenda og húsbyggj- enda. Menn eru með því í rauninni að draga skarpari línu á milli þeirra sem treysta sér í íbúðar- kaup og hinna sem verða að sætta sig við félagslega kerfið, eða jafn- vel leita út á lítt þróaðan leigu- markað,“ segir Stefán Ingólfsson. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Siguröardóttir, hefur í umræðum um húsnæðismál fram til þessa lagt áherslu á það, að beita í hús- næðismálum aðferðum sem gögn- uðust þeim best sem mest þurfa á opinberri aðstoð að halda. Hún hefur í þessu sambandi lagt fram kaupleiguíbúðarkerfi, haft uppi hugmyndir um breytilega vexti og kosið að breyta húsnæðislögum á þann veg, að auka forgang þeirra sem af félagslegum ástæðum eru taldir þurfa forgang. Hugmyndir vinnuhópsins sem félagsmálaráðherra skipaði undir forystu Kjartans Jóhannssonar ganga í öfuga átt. Gert er ráð fyrir að vaxtabætur komi í stað hús- næðisafsláttar nú, en hann er bundinn við kaup á fyrstu íbúð. Vaxtabæturnar eiga hins vegar skv. hugmyndum húsnæðishóps- ins að verða almennar. Starfshóp- urinn leggur til að „hætt verði að greiða húsnæðisbætur í núver- andi formi. Þar sem vaxtabæturn- ar taka mið af vaxtabyrðinni er óþarfi að greiða sérstakar bætur til þeirra, sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti, og ekki er heldur tal- in ástæða til að þær séu tíma- bundnar. Það er nefnilega vaxta- byrðin sem skiptir meginmáli í þessu sambandi". VAXANDI ÚTGJÖLD í skýrslu húsnæðishópsins eru birtir útreikningar á því hvernig vaxtabætur gætu komið út fyrir lántakendur. Gert er ráð fyrir 6,5% vöxtum og 40 ára lánstíma. Miðað við fjögurra milljóna króna íbúð og tveggja og hálfrar milijón- ar króna skuld og fasteignamat á 2,5 milljónir munu útgjöld hjóna sem taka lán á þessum forsendum aukast um 75 þúsund krónur á fyrsta ári. Að teknu tilliti til núver- andi húsnæðisbóta er hér um að ræða 63 þúsunda króna aukaút- gjöld fyrir fjölskylduna. Sé miðað við að vextir fari í 8,5% en for- sendur óbreyttar að öðru leyti er líkiegt að aukaútgjöld fjölskyldu að teknu tilliti til nýju vaxtabót- anna verði á bilinu 90 til 100 þús- und fyrsta árið. Er hér átt við fjöl- skyldu sem er að kaupa sína fyrstu íbúð. Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, ítrekaði hins vegar á blaðamannafundi þar sem hug- myndir þessar voru kynntar stuttu fyrir páska, „að markmiðið væri að greiðslubyrði hjá þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð, eða stækka hóflega við sig, breytist ekki til hækkunar meö endur- skoðun húsnæðislánakerfisins og komi annað í Ijós þegar hugmynd- ir vinnuhópsins verða reiknaðar áfram, þá eru þær ekki í samræmi við minn vilja". Lauslegir útreikningar á tillög- um vinnuhópsins um nýjar vaxta- bætur benda til að þær þurfi að vera verulega miklu hærri en hóp- urinn gerir ráð fyrir, eða þá að vaxtabótum sé beitt sértækt á ákveðna hópa. Veruleg þynging greiðslubyrði á lánum til þeirra sem eru að kaupa i fyrsta skipti myndi hins vegar hafa þau áhrif að drægi úr eftirspurn á fasteigna- markaði, eða minnka kaupgetu á þessum markaði, eins og Stefán Ingólfsson orðaði það. Niðurstaða reikningsdæmis vinnuhópsins gengur því þvert á það sem félags- málaráðherra hefur sagt. FÉLAGSLEGA KERFIÐ STÆKKAR Niðurstaðan gæti hæglega orðið 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.