Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 26
í rúmið með Thatcher UM BÍÓMENNINGU Fyrir fáum árum voru kvikmyndahúsin í Reykjavík tíu með einn sal hvert. Nú eru þau sex, öll fjölsala nema eitt, sem þó bætir við sig smærri sölum bráðlega. Þróunin hér hefur verið á sama veg og erlendis, jafnvel þó íslendingar hafi þótt þjóða duglegastir við að sækja kvikmyndahús. Örfá orð um James G. Ballard og söguna Ríki sólarinnar sem brátt verður sýnd í bíó. ,,Ef við skilgreinum Thatcher með hugtökum hagfræðinnar þá er hún gamaldags frjálshyggjumaður. Það streyma hins vegar frá henni kynferðislegir straumar og goð- sagnakennd ára. Og eins og miklir leiðtogar gera þá heitir hún þegnun- um ekki aðeins betri framtíð heldur og hættulegri og meira spennandi framtíð. Ég kysi frekar að fara í rúm- ið með henni en nokkrum öðrum þjóðarleiðtoga." Það er James Graham Ballard sem talar. Höfundur skáldsögunnar Empire of the Sun, Rikis sólarinnar, sem þau Steven Spielberg og Kathleen Kennedy umsköpuðu á filmu á síðasta ári. Myndin verður sýnd í einhverju kvikmyndahúsa Arna Samúelssonar innan skamms. Ballard er fæddur í Kína árið 1930 og alinn upp í alþjóðanýlendunni í Shanghai á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar. Ríki sólarinnar, sem er öðrum þræði uppvaxtarsaga Ball- ards, fjallar um drenginn Jim sem verður viðskila við foreldra sína þegar Japanir ráðast á Kína. Bókin fjallar um sársauka, hungursneyð og yfirgefinn ungan mann — barnið sem upplifir stríð, og með augum þess miðlar Ballard tuttugustu öld- inni á snilldarlegan hátt. En Ballard fylgdist með stríðinu úr launsátri, ef svo má að orði komast. Hann var í japönsku fangabúðunum Lunghua frá 1942 til 1954 að hann hélt heim til Englands og kom þangað 1946. Hann stundaði nám í Cambridge og las læknisfræði. Hellti sér út í sál- greiningu og kenningar Sigmundar Freud og var á námsárum sínum upptekinn af hugmyndum súrreal- ista meginlandsins. Síðar urðu hug- myndir fúturistanna honum hug- leiknar, án þess þó að bækur hans beri þess eindregin merki eða að Ballard sé framhald Marinettis og félaga. Ballard er science-fiction- höfundur umfram allt. Fyrstu bókina sendi hann frá sér 1956, The Wind from Nowhere, síð- ar fylgdu The Drowned World, 1962, Concrete Island, Hello America, Vermillion Sands, The Terminal Beach, The Crystal World, og sú bók sem hér er til umræðu, Empire of the Sun, 1984. Eins og áður sagði hefur Ballard látið svo um mælt að hann sé ánægður með kvikmyndun Spiel- bergs á Ríki sólarinnar. Aðrir hafa látið þá skoðun í ljós að myndin nái hvergi að miðla þeirri orgíu af hugs- unum, hugrenningatengslum og orðum sem einkenna þessa skemmtilegu bók Ballards. Anægju Ballards með kvikmyndað verkið má e.t.v. rekja til hugmynda sem hann hefur um fjölmiðla og sérstak- lega sjónvarp og kvikmyndir, sem hann segir að sé eini raunveruleik- inn, eina uppspretta reynslu sem menn í iðnaðarsamfélögum Vestur- landa geti tileinkað sér. I þessu sam- bandi má geta þess að sjálfur notar hann svart/hvítt og skrúfar fyrir hljóðið þegar hann fylgist með því sem er að gerast í kringum hann. Og segist kunna því vel. Það gæti einn- ig verið skýring á veikleika skálds- ins fyrir Thatcher. - HMA Kvikmyndahúsum fækkar vegna minnkandi aðsóknar og sölum fjölg- ar af nákvæmlega sömu ástæðu. Mótsögn? Nei, því fjölsalahúsin ná fram betri nýtingu á sýningu mynda sinna, þau geta mjólkað myndir lengur í fámennum sölum og með miklu minni tilkostnaði en áður var mögulegt. Fjölsalahúsin nýta starfs- fólk sitt að auki betur, því næstum sami fjöldi fólks getur haldið fjög- urra sala kvikmyndahúsi gangandi og áður rak einn sal. Hvað veldur minnkandi aðsókn í kvikmyndahús? Lengri sjónvarps- dagskrá? Myndbandaleigur? Að nokkru leyti en ekki öllu því aðsókn að kvikmyndahúsum var tekin að minnka stórlega áður en myndbönd komu á markaðinn. Það er eins og fólk hafi hætt að gefa sér tíma til að fara jafnoft í bíó og áður. Aukið vinnuálag, fleiri tómstundaiðjur, lífsgæðakapphlaup? Samfara þessu hefur samsetning breyst á þeim hópi sem sækir bíósýningar að stað- aldri. í dag eru ungmenni milli tólf og tuttugu ára langstærsti hópurinn. Áhrifin eru þau að mikið hefur verið framleitt af unglingamyndum, sem hugsanlega fælir eldri gesti frá. Is- lenskur kvikmyndagerðarmaður hefur gengið svo langt að segja alls ekki gerlegt að framleiða kvikmynd sem ekki höfði að neinu leyti til unglinga. I Bretlandi er myndbandstæki inni á 6 heimilum af hverjum tíu og reikna má með því að þau séu ekki miklu færri hérlendis. Þar hefur líka verið reiknað út að af tíu þúsund áhorfendum kvikmyndar komi að- eins tvö þúsund til að sjá hana í kvikmyndahúsi, aðrir leigja hana á myndbandaleigum. I viðbót við þetta virðast sumar myndir seljast betur á myndböndum en í kvik- myndahúsum. Tekið er sem dæmi að kvikmyndin Krókódíla-Dundee hafi ekki gengið betur en þokkalega í kvikmyndahúsum, en á breskum myndbandaleigum hefur hún slegið öll leigumet. Fólk hefur velt því fyrir sér hvort myndbönd muni alfarið keyra kvik- myndahúsamenningu í kaf. Brátt muni enginn nenna að sækja kvik- myndasýningar, því miklu auðveld- ara sé að hlaupa út á horn og leigja jafnvel tvær myndir og horfa fram á nótt. Þegar myndbandaleigur voru fyrst opnaðar voru þær kappfullar af B-myndum, sem voru leigðar út hraðar en heitar lummur. Allt var til leigu og magnið réð afkomu mynd- bandaleiga frekar en gæði. Menn stunduðu fjölfaldanir og ólöglegan innflutning, til að anna eftirspurn myndhungraðra, og gera í nokkrum mæli enn. Á tímabili gekk svo langt að myndir voru til leigu í bandformi löngu áður en kvikmyndahús hófu sýningar á þeim. Myndbandamenn- ing hefur þroskast mikið frá bernsku sinni og leigjendur mynda eru mun vandlátari en í fyrstu. Þetta er svipuð þróun og þegar lítrakókið kom fyrst á markaðinn. Ungir menn fóru út í sjoppu og keyptu sér eina, innihaldið. Myndbandaleiga hefur þann kost að fólk getur sótt sér eldri myndir eftir hentugleika og komist þannig hjá því að missa af einhverju sem það vildi sjá. Sú skrítna staða er líka komin úpp að ieiga kvikmyndar á bandi er í mörgum tilfellum ódýrari en bíómiði. Að auki gera ícvik- myndahúsin þá kröfu að fólk mæti á sýningar eftir tímasetningum húss- ins. Þetta getur hentað mörgu nú- tímafólki illa. Mótleikur við þessu eru margföld gæði kvikmyndahúsanna í saman- burði við heimasýningar. Þetta gild- ir bæði um hljóð og mynd. Það er staðreynd að margar kvikmyndir verða flatar og dauðar í sjónvarpi sem á breiðtjaldi kvikmyndahús- anna eru glæsilegar stórmyndir. Svo verður stemmning bíóferðar aldrei flutt í heimahús. Allur „bissnessinn" í kringum bíóferð líður vonandi seint undir lok. Myndbandaleigur geta því ekki komið í stað kvik- myndahúsa, miðlunum verður ekki jafnað saman. Breskar kannanir hafa sýnt að besta auglýsing mynd- bands sé gott gengi myndar í kvik- myndahúsum. Kvikmyndaframleiðendur græða kannski minna en áður á kvik- myndasýningum, en bæta það upp í fjöldadreifingu myndbanda. Því er sennilegast að kvikmyndahús og myndbandaleigur muni í samein- ingu skapa kvikmyndamenningu framtíðarinnar. FÞ Drengurinn Jim, alias J.G. Ballard, virðir fyrir sér stríð í mynd Spielbergs. RUNNI 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.