Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 37
maður eiginlega að spyrja hvort slík grein eigi sér yfirleitt viðreisnarvon. Og þannig hafa menn spurt, ekki síst um einstakar greinar félagsvís- indanna. Og þegar svona er komið má með sanni segja að verkfærið sé farið að ráða verkunum. Fræðimaðurinn lallar á eftir þessu verkfæri sínu, töivunni, og lætur það velja leiðina. Þá er búið að spenna kerruna fyrir asnann. Dýrkun á tölvum, dýrkun á tölum og þetta að geta gefið verkum stærðfræðilegt yfirbragð; í þessu felst skýringin að allnokkrum hluta. Og maður spyr áfram hvort þetta geti staðið til bóta og það leiðir mig að þriðju og síðustu spurningunni, hvernig tölvur geti best þjónustað fræðigreinar á við hugvísindin. Og með því að þjónusta fræðigrein vel á ég við að það sé miðað við það sem albest hefur verið hugsað og unnið innan fræðigreinar, og tölvan sé síðan notuð til að dýpka og vinna úr þeirri hugsun — fást við handa- vinnuna á meðan fræðimaðurinn vinnur með hugsun sína.“ '110010100010110100100 MANNAMÁUÐ 0 06 1 Jón R. Gunnarsson: „Tölvan hefur komið að ómetanlegu gagni þar sem safna þarf miklu magni af upp- lýsingum og tölum og vinna úr þeim. Það er í hreinu fræðunum, þar sem reynir frekar á hugsun manna, sem spurning er hvort tölv- an sé til gagns. Þetta á ekki endilega við hugsvísindin, heldur líka hin hreinu raunvísindi sem byggja á þekkingu og reynslu. Hvernig með- ferð fær hún í tölvunni? Það er meira segja sagt um tölvufræðina sjálfa að ekki megi búast við að henni fari hratt fram því stórfyrir- tæki í tölvuiðnaði hafa meiri hagn- að úr því að selja hægt þegar úreltar hugmyndir. Þetta segir okkur það að markaðurinn stjórni þróuninni, en ekki þekkingin. Þarna eru tölvu- fræðin orðin óvinur tölvuiðnaðar. Við trúum tölvunni fyrir hugsun okkar, hún hefur það fram yfir okk- ur hvað hún er fljót, en hún starfar eins á markaðnum og í fræðigrein- unum. Vegna hæfileika sinna að vera fljót og að vinna úr tölum fer hún að sigta verkefni sem byggjast á slíkri úrvinnslu. Menn fara að velja sér verkefni sem henta hæfileikum tölvunnar, en ekki öfugt. Hún tekur að stjórna verkefnum og gerðum manna. Maður sér það alls staðar í kringum sig að fræðimenn eru að laga sig að tölvunni, það eru kennd- ir kúrsar í háskóla sem heita að- ferðafræði og í raun er þetta allt saman aðeins spurning um að mata tölvur á einhverjum hugbúnaðar- pökkum. HÁSKÓLI OG MARKAÐUR Þannig fer tölvan að starfa, ekki í þjónustu fræðanna, heldur á kostn- að þeirra. Mér sýnist félagsvísindi vera að sigla inn í þessa úrvinnslu, sem kölluð er aðferðafræði, og upp- söfnuð þekking er lögð út í horn á meðan. Hver veit hve lengi. Þar sitja menn sveittir og semja langa spurn- ingalista um einhvern afmarkaðan þátt samfélagsins, hringja síðan út um allar trissur og spyrja fólk. Síðan vinnur tölvan úr niðurstöðunum, menn skoða prósentutölurnar og segjast hafa öðlast einhvern skiln- ing á samfélaginu fyrir bragðið. Og meira segja þarna stjórnar markað- urinn að nokkru leyti að hverju er spurt, þegar félagsvísindastofnun sinnir verkefnum fyrir fyrirtæki úti í bæ. Þarna er hvorki á ferðinni þekking né skilningur, heldur ein- ungis tölulegar staðreyndir. Fræði- leg úrvinnsla er eftir og henni getur tölva ekki sinnt. Það gerist hins veg- ar æ oftar að menn stansi þarna og geri tölurnar að aðalatriðum og nið- urstöðu og hin hreinu fræði verða útundan.“ — Nú er mikið gert í því að tengja háskólann atvinnulífinu. Háskólinn sinnir rannsóknar- og þróunarverk- efnum fyrir iðnaðinn og aðra at- vinnuvegi, félagsvísindastofnun gerir kannanir og svo framvegis. Er ekki sama hættan þarna á ferðinni, að fræðigreinar háskólans verði að meira eða minna leyti seldar undir þarfir atvinnulífsins og hrein iðkun og ræktun fræðanna líði undir lok? „Jú, þetta er annað sjónarhorn á sama hlutinn. I dag er reynt að selja alla hluti undir praktískar þarfir samfélagsins, það eru skammtíma- sjónarmið sem ráða ferðinni, mark- aður og krónuhagsmunir hverju sinni. Háskóli verður alltaf að sinna akademísku hlutverki sínu, fræði- mennskunni, öflun og varðveislu þekkingar. Háskóli getur aldrei orð- ið annað en ópraktískur. Tengsl hans við atvinnulífið eru hins vegar nauðsynleg upp að vissu marki, á meðan atvinnulífið fer ekki að stjórna starfsemi hans. En þar er sama hætta á ferð og með tölvuna, hæfileikar tölvunnar velja fræði- mönnum verkefni, þarfir markaðar- ins gera það líka. Og á meðan gleymist fræðileg þekking. Það er líka vaxandi tilhneiging til þess að fræðimenn vilji réttlæta störf sín út frá praktískri þörf, eins og hrein fræðimennska sé eitthvað í andstöðu við þjóðfélagið." FRANKENSTEIN — Ef hæfileikar tölvunnar og geta fara að stjórna verkefnum manna og vinnu, hún byggist á tveimur táknum, 0 og 1, af eða á, hvar stend- ur gagnrýn hugsun í ljósi þessa? „0 og 1 eru í raun mannamál, of- ureinföldun merkingar manna á milli niður í játanir og neitanir. En hugsun manna er margþættari og merkilegri. Þetta tengist spurning- unni um það hversu mannlegar tölvur geti orðið. Er hægt að kenna tölvu krítíska hugsun? Þessi spurn- ing ein er efni í margar ráðstefnur. Menn mega ekki gleyma því að tölv- an er nauðsynlegt hjálpartæki til að vinna úr tölulegum gögnum, sinna handavinnunni. En hún á ekki að stjórna hugsun manna og gerðum. í dæminu af skoðanakönnunum sést vel hvernig gagnrýn hugsun og krufning niðurstaðna er látin liggja milli hluta vegna ofsjóna og aðdáun- ar á flottheitum tölvuúrvinnslunnar. Það er ennþá nýjabrum yfir tölv- unni og þetta á vonandi eftir að lagast. Jónas Kristjánsson sagði það á afmælisráðstefnunni að við mætt- um ekki bera neina virðingu fyrir tölvunni, hún væri tæki sem við ætt- um að notfæra okkur, píska henni út í handavinnuverkefnum, en við ætt- um ekki að lúta höfði af stolti yfir uppfinningunni sem slíkri. — Ef við látum tölvuna stjórna verkefnavali og rökfræði hennar setja hugsun okkar takmörk takmörkum við okkur við getu tölvunnar og höfn- um því sem við höfum fram yfir hana, gagnrýna hugsun. Og á með- an getur uppsöfnuð þekking fræð- anna glatast. Þetta getur síðan þýtt stöðnun og jafnvel afturför ef þekk- ingin glatast." — Þessi tölvuelska er hluti af tæknidýrkun er það ekki? „Tvímælalaust. Parkinson sagði einu sinni: „Tækniöldin stendur enn á þröskuldinum og ég ætla mér ekki þann barnaskap að berjast á móti því óumflýjanlega. En ég vara ykk- ur við helstu meinsemd nútímans, leiðanum og tómleikanum sem því fylgir að reyna að breyta mönnum í vélar og vélum í rnenn." Þetta er vert að hafa í huga í dag sem fyrr. Við búum til vélar til að létta okkur störfin og til að vinna það erfiðasta og leiðinlegasta, svo lífið verði okk- ur bærilegra. En við verðum sífellt að vera vakandi fyrir því að láta vél- arnar ekki ráða hegðun okkar og gerðum of mikið, og þá síst hugsun okkar. Annars er hægt að fara að kalla okkur vélar. Tölvan er ný og fullkomin vél til að þjónusta mann- inn. Hann á að stjórna tölvunni og gerðum hennar, en ekki öfugt. Það er svolítið gaman að minnast þess að Frankenstein-skrímslið kom fram um leið og iðnbyltingin. Frank- enstein var vél sem gædd var mann- legum eiginleikum að nokkru en hafði sáralitla ályktunarhæfni, litla greind. Frankenstein var tölva síns tíma." Jón R. Gunnarsson, malfræöingur. TÖLVUTÍMI Stari einbeittum augum á svartan ferning. Gular rákir vaxa í þráðbeinum röðum samtímis fingrun- um styðjandi á hnappa sem mara á botni sjón- deildarhrings. Engin truflun kemst að en heyri óm afhlátri á bak við þilið og held áfram að stara á línur sem fjölgar í sífelldu samspili fingra og ég eins og hlutlaus áhorfandi að löglegu sambandi handa og vélar. Líkami í hvíldarstöðu ekkert hreyfist engin orka, ekkert líf merkjanlegt nema fingur sem tifa línulegan takt af næstum því fullkomnu öryggi. Ná- vistar minnar ekki þörf svo ég hugsa mér til hreyf- ings og stend upp í huganum, kaffi frammi. Líkam- inn svarar ekki boðinu eins og hann sé staddur í stólnum sem vitni að vélarfitli handanna og megi ekki fara jafnvel að boði mínu. Ég reyni aftur en ekk- ert gerist, allt er sem dautt nema fingurnir sem halda ástarfitlinu áfram og gular línur spýtast eftir svörtum fletinum. Finn svitann spretta fram á ennið og vil strjúka hann burtu með fingrunum. Þeir gegna mér ekki, halda sikksakkinu áfram eins og tvær kóngulær á fengitíma og snertast rétt aðeins öðru hverju með blossum og neistaflugi. Vatns- straumar leka niður andlitið og mér sortnar fyrir augum. Er að missa meðvitund, játa mig sigraðan og tek að hlusta á tifið og horfa á gulu línurnar lengj- ast og skipta sér. Fingurnir fitla í óreglu, baugfingur vinstri handar búmm og vísifingur sömu handar bang upp um einn og dálítið til hægri, litli fingur plúbb á sömu hendi og vísifingur aftur beint upp. Afskipt hægri höndin reiðist og eftir að langatöng hefur stutt einn upp ræðst hún í offorsi á vinstri höndina og éturhana. Svarta ekkjan hugsar til þess að í Arabíu þurfa einhentir að skeina sig og borða með sömu hendinni. 00101101001011101001010110010110101100100010111010110010Í0101O-1110101000010110010110110.000110 HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.