Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 31
margir þeirra inni 4 mánuði í einu, og síðan lausir næstu 4 mánuði, inni næstu 4 mánuði með jöfnu áfram- haldi. Úr fangelsum er þeim sleppt jafnan á skilyrðum með óafplánað- ar eftirstöðvar fangelsisdóma. íslenzka kerfið með vanaafbrota- mennina er að því leyti í algerri and- stöðu við refsikerfi margra annarra landa, sérstaklega hið ameríska, að hér á landi komast vanaafbrota- menn upp á refsiafslátt í þeim eina tilgangi, að séð verður, að halda uppi fjölmennri rannsóknarlögreglu, með ómælda yfirvinnu. Hér er ekki ríkjandi hið ameríska margföldun- arrefsikerfi við síafbrotum. Sé afbrot kært til RLR, sem ætla má framið af vanaafbrotamanni, eru sendir út af örkinni einhverjir rannsóknarlögreglumenn til leitar. Oft eru þá handteknir saklausir vanaafbrotamenn, í því kæruefni, og lausir ganga á skilyrðum. Fyrir handtökum þeirra er þá ekki upp- kveðinn dómsúrskurður. Aður en dagvinnutíma RLR-manna lýkur hefir oftast sannazt sakleysi hins handtekna og lið RLR-manna látið á aukavakt til að leita og hafa upp á hinum raunverulega seka. Fyrir kemur að handteknir eru vanaaf- brotamenn, sem fest hafa ráð sitt og komnir eru í fasta vinnu, fullir af vilja til betra lífernis og þjóðholl- ustu. Handtaka þeirra að óþörfu, þótt stutt reynist, sviptir þá trausti á réttarkerfinu og von um að geta bætt sig. Eftir óréttlætanlega hand- töku kunna oft að endurvakna kynni við fyrri afbrotafélaga, sem þeir hafa sagt skilið við, og við losun fyllast þeir þjóðfélagshatri, gefa frat í heiðarlega vinnu og byrja aftur nýjan afbrotaferil, jafnvel verri en áður. A þennan hátt eru vanaaf- brotamenn gerðir að tekjumiklum „bústofni“ RLR-manna. Hin hall- andi varða í þessum málum er því í reynd sú, að 'A vanaafbrotamanna situr inni, 'h er undir eins konar eft- irliti eða rannsókn og síðasti þriðj- ungurinn á fullu i afbrotum. Hið eina jákvæða, sem út úr þessu kerfi kemur, sem segja má að Hallvarður hafi komið á, er að RLR-menn hafa góðar tekjur, stöðug og næg verk- efni, (sic.!). Af þessum sökum var Hallvarður mjög dáður og vinsæll hjá RLR-mönnum, sem m.a.s. gættu einkalífs hans kauplaust. Á rann- sóknarlögreglustjóraferli Hallvarðs ber hæst mistök RLR í „Geirfinns- málinu", „Náttfaramálinu" og síö- ast, en ekki sízt, „Hafskipsmálinu". Rannsókn þess síðasta tei ég algert hneyksli og ýmislegt gruggugt eigi þar eftir að koma í Ijós við rannsókn refsiréttarprófessorsins Jónatans Þórmundssonar, hins valinkunna fræði- og heiðursmanns. Eftirfarandi skoðun mína á mis- tökum rannsóknar Hafskipsmálsins er Hallvarði vel kunnugt um, enda hef ég ekki leynt henni. Á þeim tíma hafði Hallvarður stofnað nýtt heim- ili og komizt við það í nokkur fjár- hagsvandræði, sem leyst voru með því, að þáverandi fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, braut starfs- reglur fjármálaráðuneytisins, sem gilt höfðu frá fyrstu ráðherraárum Eysteins Jónssonar. Úr sérstökum sjóði fjármálaráðuneytisins veitti Álbert Hallvarði tvö lífeyrissjódslán, þótt adeins eitt vœri réttlœtanlegt. Um Hafskipsmálið má segja að það sé nokkurs konar einkamál Alberts Gudmundssonar alþingismanns, sem telja má valdan að því, eða að hafa komið því á þær brautir sem raunin varð á, og valdandi stórum hluta vanda fyrrverandi Útvegs- banka. Þegar fjármálaóreiða Haf- skips hófst með vafasömum lánveit- ingum fyrrverandi Útvegsbanka var Albert stjórnarformaður Hafskips hf. og einnig bankaráðsmaður fyrr- verandi Útvegsbanka. Albert er kunnur að dugnaði og málafylgju um áhugamál sín. Rannsókn Haf- skipsmálsins var beint gegn banka- stjórum Útvegsbankans, en lítt sem ekkert að bankaráðsmönnum, sem æðri eru bankastjórum. Leyfi ég mér að fullyrða, að það hafi verið að tilstuðlan Hallvarðs í þakkarskyni fyrir áðurnefndar lánveitingar. Þekktur fjármálamaður lét þau fleygu orð falla, að öllum mætti múta, en misjafnt væri hve stóra skammta þeir þyldu í fyrstu. Persónulega, og þad sem /ögmaður, er ég ekki í nokkrum vafa um ad lánveitingar Alberts, sem fjármála- ráöherra, til Hallvards, sem RLR- stjóra, hafa verid mútur og þaö refsiveröar fyrir báöa og verði siðar ákært sem afbrot eftir rannsókn Jónatans Þórmundssonar refsirétt- arprófessors, sem hefur skrifaö lœröa grein um ,,mátur" og ég byggi ályktanir mínar á. Áður en rannsókn Hafskipsmáls- ins var lokið sumarið 1986 lét Þórð- ur Björnsson af starfi ríkissaksókn- ara. Um ríkissaksóknarastarfið sótti Hallvarður Einvarðsson og fékk það, þrátt fyrir aö um embœttiö sœktu hœfari menn. Skipun Hallvarðs í embættið sætir furðu, þar sem hann þurfti þar að fjalla um ýmis óafgreidd mál sjálfs sín úr fyrra embætti. Ekki hefði bandaríski lögfræðingurinn og þingmaðurinn Gary Hart fengið skipun í Bandaríkjunum fyrir slíku embætti, enda ekki hlotið vernd CIA fyrir Ijósmyndurum eða öðru í einkalífinu. Það er álit margra lögmanna að RLR-stjóri sé ekki embættisgengur sem ríkissaksóknari, fyrr en öll RLR-mál, sem hann hefir fjallað um áður, séu endanlega komin út úr dómskerfinu. Ásókn Hallvarös í ríkissaksókn- araembœttiö fékk fljótt sínar skýr- ingar, þegar hann ákœröi, í hinu nýja embœtti, í Hafskipsmálinu, og sleppti ákœrum á bankaráösmenn fyrrverandi Útvegsbanka, þar á meöal Albert, vin sinn. í kæruúrskurði Hæstaréttar var Hallvarður talinn vanhæfur rikis- saksóknari í Hafskipsmálinu, aðeins vegna þess að Jóhann bróðir hans hafði átt setu í bankaráði Útvegs- bankans, en ekki tekin afstaða að sinni um lántökur Hallvarðs frá Alberti Guðmundssyni. Þá var Jón- atan Þórmundsson prófessor skip- aður setudómari í málinu og bera allir fullt traust til réttsýni hans og afgreiðslu, svo vitað sé, nema Davíð Oddsson borgarstjóri, alias „Bubbi kóngur". Sem fyrr segir hefi ég ekki farið leynt með áður lýstar skoðanir mín- ar á embættishæfni Hallvarðar Ein- varðssonar og í símtali við hann, fyrir skipun hans í ríkissaksóknara- embættið, hvatti ég hann til að draga umsókn sína til baka vegna vanhæfni. Allt þetta tel ég ástæðu fyrir fyrir- skipun hans um tilefnislausa aðför að mér 28.3. sl. I húsleitarúrskurð- inn er ég ekki að vísa, þar sem ég vænti, að Helgarpósturinn komi til með að birta hann, eða ljósrit af honum. Þó ég telji frímúrara óembættis- genga hefi ég ekki neitt persónu- lega á móti þeim, en tel félagsskap þeirra sérríki í ríkinu. Um leynifé- lög, þar sem félagar sverjast bræðraböndum, þurfi að setja lög- gjöf, sem kveði svo á að félagar þeirra skuli teljast að lögum brœöur, og lagaleg réttarstaða þeirra miðist við það. Þessi langa grein er tilkomin fyrir embættisafglöp vegna deilna um nýtingu forkaupsréttar og ekki er vafi á, að deilurnar voru ástæða fyr- ir aðförinni að mér 28.3. sl. Sem fyrr segir hefir lögmaður minn, Hilmar Ingimundarson hrl., sett fram 1.000.000 króna bótakröfu vegna þessarar aðfarar. Dýrt getur verið fyrir ríkið að hafa afglapa í þjónustu sinni. Þykist ég fullviss, að lögverndað- an forkaupsrétt minn muni ég fá að nýta, sérstaklega þar sem 30. nóv- ember sl. reyndi á samhljóða for- kaupsréttarákvæði að hluta 1. hæð- ar, en þá reyndi Gylfi S. Guðmunds- son að sölsa undir sig þá eign á sama hátt og hann gerði með 4. hæðina en tókst ekki, þar sem um söluna fjölluðu h'éiðarlegir menn; Gunnar Sæmundsson lögmaður og Lárus Guðmundsson fasteignasali, svo og að þar urðu engin mistök hjá fógeta- embættinu, hvorki með útgáfu veð- bókarvottorðs né skráningu í veð- málabækur. Ástæða þess, að ég hefi ekki höfð- að riftunarmál vegna sölu 4. hæðar Freyjugötu 27, er sú, að kaupsamn- ings með söluverði í júní 1986 hefi ég ekki getað aflað frá Fasteigna- mati ríkisins, og hefur hvorki borg- arfógetaembættið né RLR veitt mér lögfulla heimild til skjalsins. Ein embættisafglöpin til viðbótar (sic!). í riftunarmálinu hefi ég rétt til að ganga inn i kaupverð frá í júní 1986 að viðbættum samningsvöxtum af greiðslum. Frá miðju ári 1986 til þessa tíma hefur fasteignaverð á Stór-Reykja- víkursvæðinu hækkað yfir 50%. Sú hækkun er mér í hag. Ekki skiptir það mig máli hvort „kaupendur 4. hæðar" eigi bótarétt gegn seljend- um og/eða fasteignasala. Ekki full- yrði ég, að „kaupendur" hafi ekki getað verið grandlausir við gerð „kaupsamnings" vegna vanrækslu Friðriks Stefánssonar fasteignasala, og kynnu að eiga bótakröfu gegn honum. Hins vegar var „kaupend- um“ fullkunnugt fljótlega eftir gerð „kaupsamnings" um ótvíræðan for- kaupsrétt minn og voru síöur en svo grandlausir viö gerö afsals og þing- lýsingar þess, sem beðið var með, þar til fasteignasalinn gat með prett- um við Kjartan Jónsson fulltrúa komið þinglýsingu athugasemda- laust í veðmálabækur. Ef riftun verður ekki komið í gegn eftir „hagsmunareglunni", sem bæði Bogi Nilsson og Jón Skaftason hafa ýjað að, neyöist ég til nýrra einkamálaferla gegn ríkissjóöi vegna afglapa ríkisstarfsmanna og hásbóndaábyrgöar á þeim og mundi sú fjárkrafa, miöuö viö hækkun verös fasteigna og láns- kjaravísitölu, veröa allt aö 3.000.000 króna auk kostnaöar við aö þurfa aö skipta um atvinnuhús- nœöi, þar sem óverandi er í húsi, þar sem Gylfi S. Guömundsson, kona hans og hundur búa. Grein þessi og birting hennar fyrir al- menningi er á mína ábyrgð, en ekki Helgarpóstsins. Þorvaldur Ari Arason Helgarpósturinn hefur ekki aðstöðu til að kanna sannleiksgildi þeirra alvarlegu ásakana, sem Þorvaldur Ari Arason hrl. setur fram í þessari grein á hendur sumum æðstu mönnum réttarkerfisins. Þær skoðanir, sem hér koma fram, eru því ekki skoðanir Helgarpóstsins, en í nafni þess mál- og skoðanafrelsis, sem þegnunum er tryggt í stjórnarskrá landsins, finnst HP þó sjálfsagt að heimila Þorvaldi Ara að koma skoðunum sínum og málflutningi á framfæri við almenning. svokallaða er fyrir margra hluta getum ekki fullkomlega treyst rétt- sýni þeirra. Ég bið um að þetta mál gangi þá leið og ég skal taka við mínum dómi ef það fellur á mig. Það kostar auðvitað stöðuna mína, en það skiptir engu máli. Það kemur ekki til nokkurra mála. Ekki eitt ein- asta andartak mundi ég sitja í þeim stól eftir að dómstóll hefði fellt þann úrskurð að ég hefði brotið lög á ein- staklingi og beitt hann valdníðslu, ekki eitt einasta andartak." í ljósi ummæla fyrrum menntamálaráð- herra og yfirlýsingar ríkislögmanns hljóta menn að spyrja hvort orð þessi standa, eða hvort mennta- málaráðherra fyrrverandi hafi verið með yfirlýsingu sinni í DV að fría ríkislögmann við ábyrgð, en Sturla hefur spurt þeirrar spurningar í ljósi ummæla Sverris hver staða ríkislög- manns verði eftir uppkveðinn dóm. . . E ms og menn eflaust rekur sakir merkilegur, en merkilegust eru þó viðbrögðin við honum. Nú hafa til að mynda Sverrir Her- mannsson alþingismaður og Gunnlaugur Claessen ríkislög- maður séð ástæðu til að taka sér- staklega fram í yfirlýsingu í DV að ríkislögmaður hafi ekki verið spurð- ur um það hvort skilyrði væru fyrir því að reka Sturlu úr embætti. í þingræðu menntamálaráðherra, þ.e. Sverris, 20. janúar kemur eftir- farandi fram; „Allra lagaákvæða var gætt í fyllsta samráði við ríkis- lögmann um brottvikningu þessa." Og eftir því sem leið á þessa miklu ræðu Sverris gerðist hún skraut- legri. „Ekki ætla ég að liggja undir því að vera borinn þeim sökum að hafa brotið lög á manni og á starfs- manni ríkisins og beitt valdníðslu; kemur ekki til nokkurra mála." í Borgardómi var brottreksturinn dæmdur ólögmætur. Tveimur dög- um síðar héldu menn áfram að ræða „Sturlumálið". Þá lét Sverrir þessi orð falla; „Hin köldu lög tilkynntu mér að hjá því yrði ekki komist að nema nafn Sturlu af launaskrá þeg- ar í stað og skýring ríkislögmanns var sú að ella, ef ég héldi honum og mælti með að halda honum á launa- skrá, sem ég hélt nú að væri mann- eskjulegt... Þetta er álit lögfræðing- anna og rikislögmanns í þessu falli." í umræðum um málið vændu þing- menn Sverri Hermannsson um valdníðslu og svaraði hann þeim ásökunum. Síðar sama dag sagði svo Sverrir: „Ég bið að lokum um aðeins eitt, því engan hef ég heyrt væna islenska dómstóla um sér- drægni. Engan hef ég heyrt halda því fram enn sem komið er að við minni til í sambandi við „Sturlu- málið" skipaði Sverrir Her- mannsson, þáverandi mennta- málaráðherra, tvo menn til að gera nákvæma úttekt á öllum fræðslu- umdæmum landsins. Þeir _ voru Kristjón Kolbeins og Helgi Ólafs- son. Samkvæmt heimildum HP skil- uðu þeir skýrslu sinni sl. sumar og mun fjármáladeild ráðuneytisins hafa kosið að stinga niðurstöðunum undir stól. Ekkert hefur heyrst af skýrslunni. Það væri athugandi fyr- ir þingmenn í Norðurlandskjör- dæmi eystra að fara fram á það við núverandi menntamálaráðherra, Birgi Isleif Gunnarsson, að hann legði ritverkið fram á Alþingi, því þar munu koma fram athyglisverð- ar upplýsingar um rekstur fræðslu- skrifstofa víða um land. . . l kjölfar skýrslu Boston Con- sulting Group hefur komið í ljós að Flugleiðir eru með iægstu meðal- tekjur á farþegakílómetra af öllum Evrópuflugfélögum á Norður-Atl- antshafinu. Að meðaltali hafa flug- félög á þessari flugleið 62,5% hærri tekjur á hvern farþega en Flugleiðir, sem þýðir að þau þurfa aðeins 49% sætanýtingu til að ná sömu meðaltekjum og Flugleiðir ná með 80% sætanýtingu. Ráð BCG er að fækka flugvélum, flugleiðum og starfsfólki. Spurning er hvort há- marksgróði náist ekki með því að leggja Flugleiðir með stóru F-i alfar- ið niður .. . Berðu ekki við tímaleysi eða streitu í umferðinni. Þaö ert þú sem situr undir stýri. mffilSHúVzú IUMFERÐAR Prað HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.