Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 32
ÍÞRÓTTIR
Fleiri og betri íþróttaþœtti í sjónvarp — Viröum áhorf-
endur
HÚRRA SJÓNVARPSSTÖÐVAR
Það kemur fyrir að ég ákveð fyrir-
fram að vera vondur í greinum mín-
um og skammast út í allt og alla. Það
kemur einnig fyrir í skrifum mínum
að ég ákveð fyrirfram að vera góður
og kasta lofi á hina og þessa og hitt
og þetta. Auðvitað kemur einnig
fyrir að ég geri hvort tveggja, þ.e. er
í fýlu hálfa grein en kampakátur
hinn helminginn. Sumum finnst
ótrúlega gaman að Jesa eitthvað
sem er í vonda helmingnum en öðr-
um finnst gaman að lesa það já-
kvæða sem ég varpa frá mér á síð-
una mína hér í HP. Auðvitað er ekki
hægt að gera öllum til hæfis — sem
betur fer. Þannig hef ég alltaf afsök-
un á nánast öllu sem ég skrifa. Ég
segist einfaldlega vera að skrifa til
að falla einhverjum öðrum í geð en
þeim sem fjasa um greinarnar.
Svona auðvelt er það nú. í dag er ég
að skrifa fyrir einhvern annan en
þig sem lest þessa grein — eða er
það hægt? Sjáum til.
(H)RÓS í HNAPPAGAT
SJÓNVARPS-
STÖÐVANNA!
Um síðustu helgi og reyndar
nokkrar undanfarnar vikur hef ég
verið mjög ánægður með íþrótta-
dagskrá sjónvarps og Stöðvar tvö.
Beinar útsendingar frá helstu
íþróttaviðburðum innanlands og
erlendis hafa dunið á skjánum bæði
í miðri viku og um helgar, rétt eins
og það á að vera. Fyrir stuttu var
hægt að fylgjast með úrslitaleiknum
í 1. deild handknattleiksins í beinni
útsendingu og einnig úrslitaleikn-
um í bikarkeppninni í blaki. Þá var
um helgina sýnt beint frá stórleik í
körfuknattleiknum svo og frá und-
anúrslitunum í ensku bikarkeppn-
inni í knattspyrnu. í gær var svo
sýnt beint frá úrslitaleiknum í bikar-
keppni karla í handknattleik. Sann-
kallað sælgæti fyrir íþróttaáhuga-
menn. Ekki má svo gleyma mjög
skemmtilegum þætti Heimis Karls-
sonar og félaga á Stöðinni um NBA-
deildina í körfuknattleik, þar sem
m.a. var varpað fram viðtölum við
skærustu stjörnur þessa leiks —
nokkuð sem ekki berst inn á borð á
hverjum degi.
Það virðist liggja í loftinu að síðan
Stöð tvö tók til starfa hafi sam-
keppnin um hylli íþróttaáhuga-
manna vaxið gífurlega, öllum
íþróttaáhugamönnum til ánægju.
Þá þykir mér einsýnt að þessi sam-
keppni eigi eftir að skila enn betri
íþróttaþáttum og hugsa ég sérlega
til þess að vinur minn Ingólfur
Hannesson er kominn til starfa sem
yfirmaður sportdeildar RÚV. Ég veit
að hann mun ekki láta sitt eftir
liggja tii að RÚV skili sem bestum
árangri í keppninni um hylli áhorf-
enda.
Þegar litið er um öxl og skoðað
hvernig staða mála var hér í sjón-
varpssporti fyrir u.þ.b. tveimur ár-
um sjáum við að tveir íþróttaþættir
voru á viku fyrir þá sem unna góðu
sporti. Laugardaga og mánudaga
voru íþróttir á gufunni, en það var
þó hvergi nærri nóg fyrir sjúka
íþróttaáhugamenn. Nú líkar mér líf-
ið betur, og svo er um marga fleiri.
fþróttir á mánudögum á báðum
stöðvum. Skemmtilegur íþrótta-
pakki á Stöð tvö á þriðjudögum.
Báðar stöðvar með á fimmtudög-
um, báðar með á laugardögum og á
sunnudögum kemur Björgúlfur
með skemmtilega golfþætti á Stöð-
inni. Þetta gerir átta íþróttaþætti í
viku hverri svo ekki séu taldir með
veit nema við fáum að sjá Alfreð,
Kristján eða Sigga Sveins í „aksjón"
áður en langt um líður.
AÐ SKEMMTA
ÁHORFENDUM
I fyrrnefndum þætti Heimis Karls-
sonar frá leikjum í NBA-deildinni í
körfuknattleik, þar sem m.a. var
rætt við skærustu stjörnur körfu-
knattleiksheimsins, kom ýmislegt
annað fram en bara viðtöl og glefsur
úr leikjum. í Bandaríkjunum eru
íþróttir ekki bara keppni á milli
tveggja liða. íþróttir eru skemmtun
fyrir alla fjölskylduna og á leikjum
er allt gert til þess að áhorfendum
líði vel og þeir hafi sem mest gaman
af leiknum og öðru því sem á borð
(gólf) er borið. Þar í landi vita menn
að til að reka íþróttalið þarf að hafa
stuðning áhorfenda og fá þá til að
koma á völlinn til að fylgjast með
Reiðir áhorfendur í Ameríku setja
gjarnan upp poka ef þeim mislíkar
eitthvaö.
skemmtilegum leik og öðrum
skemmtunum. Þannig verður áhorf-
andinn númer eitt — og það líkar
honum. Reynar er erfitt fyrir okkur
lslendinga að bera okkur saman við
Bandaríkjamenn hvað varðar með-
höndlun á íþróttaleikjum, en vissu-
lega væri hægt i smáum stíl að
breyta umgjörð kappleikja hér á
landi þannig að þeir yrðu skemmti-
legri samkomur fyrir áhorfendur en
stundum er. Ég hef til að mynda
bent á þann möguleika að setja
rangstöðulínu í Reykjavíkurmótinu í
knattspyrnu, bent félögum á að hafa
myndadag fyrir leiki eða eigin-
handaráritunardag. Vera með
skemmtiatriði í leikhléi og jafnvel
oftar. Reyna af fremsta megni að
bjóða upp á viðunandi hreinlætisað-
stöðu fyrir áhorfendur svo og sölu á
veitingum. Koma leikmönnum í
meiri snertingu við áhorfendurna. í
Bandaríkjunum hika menn ekki við
að breyta reglum í leikjum til að
gera þá skemmtilegri og áhugaverð-
ari fyrir áhorfendur. Ég er ekki að
leggja til að öllum reglum verði kú-
vent, en smáhagræðingar á ýmsum
sviðum væru virkilega til bóta. Hag-
ræðingar eins og rangstöðulína í
knattspyrnu, fella niður bónus í
körfuknattleik en taka upp mínútu
(tveggja) brottvísun, vinna stig í
blaki þó lið eigi ekki sendiréttinn,
taka upp bráðabana — maður gegn
markverði — í knattspyrnunni ef
leikur endar með jafntefli og fleira
mætti telja upp sem vert væri að
gefa gaum. Vitanlega sýnist sitt
hverjum, en þessar reglur er hægt
að prófa á æfingamótum fyrir Is-
landsmótin og reyna þær síðan aft-
ur áður en nokkrar ákvarðanir eru
teknar.
íþróttirnar eru i stríði við marg-
víslegar aðrar skemmtanir allra
aldursflokka. Þær geta forðað
mörgum frá glötun vímuefna og
sjúkdóma. Þess vegna ber að virða
þær og reyna að láta þær lifa með
eins miklum blóma og hægt er. Þeir
sem fylgjast með íþróttunum eru oft
á tíðum ekki síður mikilvægir en
þeir sem stunda þær. Veitum áhorf-
andanum þess vegna alla þá athygli
sem hann á skiliö og gerum honum
mögulegt að skemmta sér — það
skilar sér í kassann.
Gaman að sjá viðtal við Jabbar.
þættir á Stöð 2 eins og ,,Á veiðum",
„Dægradvöl" og „Á fleygiferð". Það
er sem sagt af nógu að taka á sjón-
varpsstöðvunum þegar íþróttir eru
annars vegar — eða hvað. Sjúkir
sportídjótar vilja alltaf meira. Ég
sakna þess t.d. að fá ekki að fylgjast
með íshokkíi frá Bandaríkjunum og
sömuleiðis hornabolta, sem er ótrú-
lega skemmtilegur ef menn komast
upp á lag með að meta hann og
þekkja grunnreglurnar. Þá mætti
gjarnan sýna fótboltaleíki frá meg-
inlandi Evrópu í beinni útsendingu.
Hrósa verð ég þó Bjarna Fel. og koll-
egum á RÚV fyrir myndir úr ítalska
boltanum, sem er mjög skemmtileg-
ur. (Hrikalega er ég jákvæður.) Ein
er sú iþrótt sem heillar okkur íslend-
inga iangmest og það er handknatt-
leikur. A undanförnum árum hafa
margir af okkar snjöllustu leik-
mönnum gert garðinn frægan í
Þýskalandi og leika þar enn stór
hlutverk í bestu liðunum. Enn sem
komið er hefur okkur þó ekki gefist
tækifæri á að sjá þessa leikmenn í
leik með liðum sínum, en svona
fljótt á litið hlýtur það að vera næsta
mál á dagskrá hjá annarri hvorri
sjónvarpsstöðinni — reyndar er
keppnistímabilinu að Ijúka, en hver
Vantar íshokký í iþróttadagskrána.
32 HELGARPÓSTURINN
lEFTIR ÞÓRMUND BERGSSON